Morgunblaðið - 01.06.1997, Síða 32

Morgunblaðið - 01.06.1997, Síða 32
32 SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, bróðir og tengdasonur, OTTÓ SVEINSSON járniðnaðarmaður, Vallarbraut 1, Akranesi, lést af slysförum þann 28. apríl. Hann verður jarðsunginn frá Akraneskirkju miðvikudaginn 4. júní kl. 14.00. Sigrún Karlsdóttir, Ólafur Örn Ottósson, Kolbrún Ottósdóttir, Guðrún Jóhanna Eggerz, Valur Gunnarsson, Snjólaug Sveinsdóttir, Bragi Sveinsson, Karl Ragnarsson, Heiður Gunnarsdóttir, Birgir Sveinsson, Hjörtur Sveinsson, Ema G. Benediktsdóttir. + Elskulegur sonur minn, faðir og bróðir okkar, SIGURÐUR HARALDSSON, Fögrukinn 15, Hafnarfirði, lést fimmtudaginn 15. maí sl. Útförin hefur farið fram. María Sigurðardóttir, Bjami Þór Sigurðsson, Sigríður Haraldsdóttir, Sólveig Hansen, Þórlaug Haraldsdóttir, Sigurlaug Jóhannsdóttir og aðrir aðstandendur. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTA GUÐMUNDSDÓTTIR, Suðurgötu 33, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 3. júní kl. 13.30. Gísli Sigurbentsson, Guðrún Sigurbentsdóttir, Jóhann Már Jóhannsson, Kristbjörg Björgólfsdóttir, Sigríður Stefánsdóttir, Gunnar Sæmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, RAGNHEIÐAR ÁSGRÍMSDÓTTUR. Sigurður Sævar Sigurðsson, Guðfinna Agnarsdóttir, Björg R. Sigurðardóttir, Þorkell Helgason, barnabörn og barnabamabörn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR HELGASON, Karfavogi 41, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðju- daginn 3. júní klukkan 13.30. Þeir, sem vildu minnast hans, vinsamlega láti Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins njóta þess. Sigríður Helgadóttir, Guðlaug Ólafsdóttir, Geir Rögnvaldsson, Karítas Ólafsdóttir, Ari Ólafsson, Helgi Ólafsson, Valgerður K. Jónsdóttir, Anna Vigdís Ólafsdóttir, Benedikt Lund og barnabörn. EGGERT ÓLAFSSON + Eggert Ólafs- son var fæddur á Þorvaldseyri 29. júní 1913. Hann lést á heimili sinu að morgni 24. maí síð- astliðins og fór út- för hans fram frá Eyvindarhólakirkju 31. maí. Ungur að árum var Eggert Ólafsson kjör- inn í stjórn tveggja þýðingarmestu félags- samtaka sunnlenskra bænda, Búnaðarsambands Suður- lands og Mjólkurbús Flóamanna. Hann sagði mér að innkoma sín í stjórn Mjólkurbús Flóamanna 1942 hefði verið með sögulegum hætti. Aðeins einu sinni fór hann sem full- trúi sveitar sinnar á aðalfund Mjólk- urbúsins. Upp úr þeim fundi gerðist það að Mjólkurbúið hætti að senda mönnum ávísanir í bréfí sem einatt var þá smellt undir brúsalok. Þess í stað yrði bændum greitt inn á ávísanareikning eða upphæðin millifærð inn í kaupfélagsreikning. Þessi nýmæli flutti Eggert sveit- ungum sínum er hann kom af aðal- fundinum. En þeir tóku þeirri frétt vægast sagt illa og felldu hann frá því að fara á næsta aðalfund. Fór hann því hvergi en var heima að búverkum þann dag. En fall er far- arheill. Þegar fulltrúamir komu heim af þeim fundi fluttu þeir Egg- ert þá frétt að hann hefði verið kosinn í stjórn Mjólkurbús Flóa- manna. Þá var orðið samkomulag um að §ölga stjómarmönnum úr þremur í fimm og bæta þá við tveimur Rangæingum. Starf Eggerts Ólafssonar fýrir Mjólkurbú Flóamanna spannaði yfir 42 ár. Stjómarformaður var hann síðasta hluta þessa tímabils 1973- 1989. Eggert kunni því frá mörgu að segja og greinilegt var að hann hafði tekið þátt í framfarasögu og þróunarmálum búsins af lífi og sál. Hann kom við sögu er stækkun Mjólkurbúsins hófst. Fyrst var reiknað með byggingu bús með 100 þúsund lítra afkastagetu á dag. En áður en miklar framkvæmdir hófust kallaði Stjórnarformaður Egill Gr. Thorarensen saman stjómarfund. Það var 2. ágúst 1956. Egill lagði til að afkastagetan yrði aukin úr 100 þúsund lítrum í 180 þúsund lítra. Hann lagði málið svo vel fyrir að stækkunin var um- svifalaust samþykkt. Fundurinn tók eitt korter. Ég spurði Egg- ert hvort honum hefði ekki þótt hart að vera kallaður út á Selfoss út af korters fundi, svona um hásláttinn. Hann sagði að þetta hefði verið langþýð- ingarmesta korter sem hann hefði lifað í fé- lagsmálum. Annað gæfuspor steig Eggert fyrir Mjólkurbúið. Hann var ásamt Hafsteini Kristinssyni mjólk- urverkfræðingi sendur til Noregs að kynna sér mjólkurtankflutninga sem þar höfðu mtt sér til rúms. Grétar Símonarson mjólkurbús- stjóri eygði þennan möguleika og vakti fýrstur máls á honum á 35 ára afmæli Mjólkurbús Flóamanna 1964. Heimkomnir úr skoðunarferð um Jaðarinn í Suður-Noregi hvöttu þeir Eggert og Hafsteinn eindregið til að tankaflutningar yrðu teknir upp og var þeirri þýðingarmiklu aðgerð lokið að mestu 1. september 1973. Mér fannst tvennt einkenna fé- lagsmálastörf Eggerts á Þorvalds- eyri öðru fremur: Mikil innsýn í tæknimál og óttaleysi i ákvörðunar- töku. Eggert var það sem nútíma- menn kalla „tæknifrík". Hann var sjálflærður smiður og jámsmíði þótti honum skemmtilegust. Kvaðst hafa lagt hana fyrir sig ef bónda- starfið hefði ekki kallað. í störfum sínum fyrir Flóabúið fannst mér hann hafa óvanalega innsýn í ýmis þau verkefni sem þangað komu ný. Enginn var léttari og forvitnari þegar þessi nýmæli voru skoðuð: mjölvinnsla, nýr rafskautsketill, tækni við mjólkurflutninga, skyr- skilvinda, framleiðslufæribönd; hvað get ég nefnt annað? Öll voru þessi nývirki skoðuð með nákvæm- um augum hins sjálfmenntaða véla- manns og einatt þreifað á góðum grip, skoðað hvernig í véltækninni lá. Eftirminnilegur var Eggert einn- ig á félagsmálasviðinu. Þar var hann líklega óttalausasti maður sem ég hefi unnið með. Oftast gef- ur það árangur að kvika hvergi. En stundum varð Eggert að bíta í súra eplið. Þannig var er sýslungar hans, nær einróma, stóðu fyrir und- irskriftasöfnun gegn Samvinnu- írjiírjííjur Upplysingar í símum 562 7575 & 5050 925 | HöTEL LOFTLEIÐIR O ICELAWDAIR HOTELS Glæsileg kaffihlaðborð FALLEGIR SALIR OG MJÖG GÓÐ ÞJÓNUSTA Marmari ♦ Granít ♦ Blágrýti ♦ Gabbró íslensk framleiðsla smiðju Kaupfélags Árnesinga og Mjólkurbús Flóamanna árið 1971. Eggert stóð með byggingu Sam- vinnusmiðjanna af því honum fannst málið stórt og sýslurnar yrðu að standa félagslega saman um 100 manna vinnustað. En hann tók ósigri sínum með sama jafnaðar- geði og öllum sigrum. Einn mesti sigurinn fannst honum vera er jöfn- unargjaldi var komið á alla mjólkur- flutninga á Suðurlandi 1972. Það taldi Eggert einn mesta félagslega gróðann sem hann stóð að. Eg starfaði með Eggert Ólafssyni í stjóm Mjólkurbús Flóamanna frá 1981 til þess er hann dró sig í hlé 1989. Hann var eftirminnilegur stjómarformaður, formlegur, kurt- eis en ákveðinn. Eitt var honum mjög umhugað; að lofa aldrei upp í ermina á sér. Á aðalfundum flutti hann vandaða formannsræðu en beitti sér helst ekki í þeirri orrahríð sem stundum fór á eftir. Þar taldi hann aðra sér hæfari. Stundum þótti mér þessi hógværð vera um of. Eitt sinn deildi fulltrúi á Egg- ert. Taldi að Mjólkurbúið hefði kost- að hann í ferð til útlanda, sem reyndar hefði aðeins verið skemmti- ferð! Ég vissi að ferð þessi var mikil- væg fyrir búið og spurði Eggert á eftir hvers vegna hann hefði ekki svarað. En hann leit á mig sallaró- legur og sagði: „Ég svara aldrei dylgjum.“ Ég tók einnig til þess að ég fór á sínum tíma yfir fundargerð- arbækur Mjólkurbús Flóamanna, hversu fær fundarritari Eggert var. Á aðalfundum náði hann mjög vel efni fundarins og á þeim árum sem þeir Sigurgrímur Jónsson í Holti héldu fundargerðarbók var eins og sagan sjálf sprytti ljóslifandi fram í pennum þeirra. Nú er Eggert á Þorvaldseyri all- ur. Ég hef ekki tök á því hér að minnast á bóndann og heimilisföð- urinn. Ég heimsótti hann fyrst haustið 1962 og þá sýndi hann okkur í korngeymsluna. Hann kvaðst þá með tímanum geta fóðrað allan sinn búpening á heimafengnu fóðri. Það tókst honum fyrr en margan grunaði og þegar ég heim- sótti hann á síðastliðnu sumri, mikl- um hirðingardegi í júní, þá hafði hann nýlega fengið Fálkaorðuna. „Mér þótti vænt um að það var fyrir ræktunarstörf,“ sagði hann. Og svo fylgdi hann okkur niður fyrir veg og sýndi okkur akrana á frábæru framræstu sandlandi. Þar, í sumargolunni, innan um akra og ræktuð og grasgefin tún, sá ég að mesta auðlegð hans var heima á Þorvaldseyri, þótt hann hefði einnig unnið að því að skapa öðrum Sunn- lendingum betra samfélag. Fyrir hönd félaga minna í Stjórn Mjólkurbús Flóamanna votta ég Ingibjörgu á Þorvaldseyri og börn- um þeirra öllum dýpstu samúð. Páll Lýðsson. Þegar fyrsta, milda vorregnið svalaði þyrstum grundum Eyja- fjalla flutti Eggert á Þorvaldseyri yfir á þær duldu brautir, sem okk- ur öllum eru búnar og leiða til meiri starfa guðs um geim. Sviðið breytist en maðurinn er það verk, sem hann skapar. Fögru verki manns lýkur ekki við brotthvarf hans því „orðstír deyr aldreigi þeim er sér góðan getur.“ Ég var barn að aldri austur í eldsveitum Skaftafellssýslu, Jiegar ég fyrst heyrði talað um Olaf á Eyri, og minnist þess enn að um hann var talað af mikilli virðingu svo að jafnvel barni varð ljóst að þar fór maður flestum öðrum meiri og aldrei heyrðist um hann hnjóðs- yrði. Þessi maður var Ólafur Páls- son sem með konu sinni Sigríði Ólafsdóttur bjó að Þorvaldseyri frá 1906 til ársins 1949. Þau hófu Þorvaldseyri til vegs og virðingar. Þau voru foreldrar Eggerts. Hann hafði lengi starfað að búi foreldra sinna er hann endanlega tók við því. Vissulega var þar um kyn- slóðaskipti að ræða, en kynslóðabil er óþekkt á Þorvaldseyri. Stundum kann manni að finnast að lífið sé ein óslitin röð af tilviljun- um. Sjálfsagt er það oftast vegna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.