Morgunblaðið - 01.06.1997, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ1997 33
ARNIBALDUR
BALD VINSSON
þess að ekki verður auðveldlega
komið auga á hið rökrétta sam-
hengi. Einhver, mjög svo tilvilj-
unarkennd, hugmynd varð til þess
að árátta mín til rannsókna dró
mig til Fjallanna, í þann mund er
störfum mínum í þágu þess opin-
bera var að ljúka.
Það tel ég að verið hafi mín
heillaspor því þau leiddu mig, hátt
í áratug, um dýrðlega fjallasali
ofar byggðum og þau leiddu mig
heim að Þorvaldseyri. Mér er í
minni þegar ég fyrst hitti Eggert
einn sólfagran sumardag. Það var
áliðið dags og ég líklega orðinn
nokkuð göngumóður. Eggert tók
mér með þeirri látlausu alúð, sem
honum var svo eiginleg. Mér var
boðið í bæinn, veitingar fram born-
ar og úr varð gisting. Þær urðu
með árunum fleiri og úr varð per-
sónuleg vinátta, sem entist til
hinstu stundar þessa frábæra
manns.
Slík vinátta er auður, sem ekk-
ert grandar og gott er að una við
þótt leiðir skilji. Það sem ég fann
og dáði í fari Eggerts var hans
skýra, rökfasta hugsun, hans virð-
ing fyrir náttúrunni, mikilleik
hennar og fegurð í stóru og smáu,
trú hans á landið og möguleika
þess að gefa arð og skapa gleði
við störf. Hann þekkti landið og
hafði næman skilning á möguleik-
um þess og honum auðnaðist í
verki að geta sýnt frammá hvað
það getur gefið sé rétt að staðið.
Hann gerðist forgöngumaður um
enduruppvakningu kornræktar á
íslandi af því að hann þekkti sitt
land og skildi möguleika þess.
Eggert var maður gróandans og
framfara, traustur eins og núp-
urinn mikli, sem gnæfir yfir byggð
hans og sem hann svo oft leit upp
til í fögnuði morgunsólar.
Hugmynd um nýtingu jarðhita
hafði blundað lengi vel með þeim
feðgum Eggerti og Ólafi syni hans,
en nokkrir þeir eru voru taldir og
jafnvel töldu sig vita, töldu svæðið
kalt og lítla von um árangur. Ekki
létu þeir feðgar það á sig fá, vissu
að stundum getur verið allmikið
bil á milli þess sem menn telja sig
vita og hins sem þeir vita. Þeir
fóru að engu óðslega, hugleiddu
og gerðu smá tilraunir, sem leiddu
til alvöruframkvæmda, sem sýndu
að kalda svæðið hafði að geyma
yfir 100 stiga hita og Þorvaldseyri
fékk fyrstu hitaveituna undir Eyja-
fjöllum. Mér er í minni áhugi þeirra
og eldmóður í sambandi við þessa
framkvæmd en jafnframt trú
þeirra á fullkominn árangur og
skilningur á því að aðeins var um
eina leið að ræða til þess að fá
endanlegt svar.
Kona Eggerts er Ingibjörg,
norsk að ætt og uppruna úr há-
fjallabyggð Noregs, en nokkrir
aðrir góðir landnámsmenn íslands
munu þaðan ættaðir. Hún er mikil-
hæf kona, sem verið hefur Eggerti
hamingjustjarna og heillaríkur lífs-
förunautur. Það er of lítið sagt að
heimili þeirra hafi smekklegt verið.
Það var fagurt, þar sem allt utan
húss sem innan ber vott um háþró-
að fegurðarskin og smekkvísi. Mér
fannst þau Eggert og Ingibjörg
bókstaflega vera eitt. Fyrir mörg-
um árum var ungur íslendingur
við störf í Noregi. Það atvikaðist
svo að einhver vina hans bauð hon-
um með sér í heimsókn norskrar
fjölskyldu. Þegar húsráðendur
fengu að vita að þar fór íslending-
ur, var honum tekið sem væri hann
sonur í húsinu og vildu ekki af
honum sjá. Þetta sýndi sig vera
Nyhagen, fjölskylda Ingibjargar.
Þetta lýsir nokkuð rótum hús-
freyjunnar á Þorvaldseyri. Það var
því ekki undarlegt þótt svo færi
að „blómstur tvenn bindi saman
rætur“ því milli þeirra Eggerts var
jafnræði mikið. Glæsibragur heim-
ilis þeirra er sjaldséður á íslandi.
Svo hafa þau Eggert um búið
að þótt nú verði þáttaskil með þeim
sárindum og söknuði, sem því fylg-
ir þá verða hér engin kynslóðabil.
Traustir hlekkir tengjast, framtíðin
er björt og bjart verður ætíð um
minningu Eggerts á Þorvaldseyri.
Jón Jónsson.
+ Árni Baldur
Baldvinsson var
fæddur á Húsavík
7. ágúst 1925. Hann
lést aðfaranótt
sunnudagsins 25.
maí síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Baldvin
(Skáldi) Jónatans-
son frá Víðaseli,
fæddur 30. sept-
ember 1860, dáinn
28. október _ 1944,
og Elinóra Ágústa
Símonardóttir,
fædd 1. ágúst 1892,
dáin 8. desember 1984.
Baldvin og Elinóra eignuðust
fimm börn, þau eru: 1) Baldur,
f. 17. otóber 1916, d. 12. maí
1924. 2) Áki, f. 21. september
1918, d. 31. ágúst 1994. Hann
bjó á Húsavík. 3) Árni, f. 13.
janúar 1921, d. 20. maí 1924.
4) Nanna, f. 20. júlí 1924. Hún
dvelur nú á hjúkrunarheimilinu
Víðihlíð, Grindavík. Auk þess
átti Elinóra dóttur, Þóru Krist-
insdóttur, f. 25. janúar 1915, d.
14. ágúst 1992. Hún bjó á Lækj-
armóti, Köldukinn, S-Þing.
Kona Árna var Þorgerður
Með þessum orðum vil ég minn-
ast tengdaföður míns, sem varð
bráðkvaddur aðfaranótt 25. maí sl.
Árni var fæddur á Húsavík og
voru foreldrar hans Baldvin
(Skáldi) Jónatansson og Elinóra
Ágústa Símonardóttir. Þau hjón
voru um margt ólík. Baldvin var
hagmæltur og gat kastað fram
vísum af minnsta tilefni og var því
aufúsugestur alls staðar, það átti
betur við hann en að strita í sveita
síns andlits. En Elinóra var hörku-
dugleg til allrar vinnu. Hún var
formaður á bátum og vann sem
verkstjóri á síldarplönum. Við
þessar aðstæður ólst Árni upp
ásamt þrem systkinum sínum,
Áka, Nönnu og Þóru.
Þegar Árni var á níunda ári
skilja foreldrar hans og hann flyst
ásamt móður sinni að Heiðarhöfn
á Langanesi. Þar bjó hann, þar til
að hann hóf búskap á Þórshöfn
með Þorgerði Lárusdóttur frá
Heiði, Langanesi.
Á Þórshöfn vann hann við ýmis
störf, þó aðllega sjósókn, og á
tímabili gerði hann út stærsta bát-
inn á Þórshöfn í félagi við annan
mann.
Þorgerði og Árna varð sex barna
auðið sem öll lifa og í dag eru
bamabörnin orðin þrettán og
barnabarnabörnin þrjú. Þorgerður
lést 30. mars 1990.
Ég minnist Árna fyrst og fremst
fyrir hlýjuna í fari hans. Hann
ávarpaði mig aldrei öðravísi en
Guðrún mín, elsku tengdadóttir
eða jæja elskan.
Kurteisi og snyrtimennska voru
honum í blóð borin og voru börn
hans og barnabörn hans helsta
stolt. Aldrei hallmælti hann nokkr-
um manni og dró sig í hlé ef slíkt
bar á góma.
Árna hitti ég fyrst árið 1975,
þegar ég kynntist Þráni syni hans.
Sambandið var ekki mikið í fyrstu,
en breyting varð á því þegar við
fluttum í Grafarvoginn, þá var
hann tíður gestur hjá okkur og
hluti af tilverunni. Það var ljúft
að hafa hann, því þannig kynntust
börnin okkar afa sínum betur og
síðustu árin kom hann aðra hvora
helgi og gisti. Eitt það skemmtileg-
asta sem hann gerði var að horfa
á íþróttir og voru þá boltaíþróttir
efstar á blaði, nema hvað þetta
ljúfmenni tók upp á því að horfa
á hnefaleika og fannst það spenn-
andi.
Árni upplifði miklar breytingar
á íslensku þjóðfélagi, sá það breyt-
ast frá fátæku bændasamfélagi í
Lárusdóttir frá
Heiði, Langanesi, f.
5. maí 1927, d. 30.
mars 1990. Börn
þeirra eru: 1) Grét-
ar, f. 6. október
1946. Maki Þórdís
Herbertsdóttir. Þau
búa í Keflavík. Grét-
ar á tvær dætur og
tvö barnabörn. 2)
Þráinn, f. 30. sept-
ember 1948. Maki
Guðrún Jónsdóttir.
Þau búa í Reyjavík.
Þráinn á þrjú börn.
3) Petrína Bára, f.
4. mai 1950, maki Örn Randrup.
Þau búa í Keflavík. Þau eiga tvö
börn. 4) Hrönn, f. 22. mars 1951.
Hún er búsett í Keflavík og hún
á einn son. 5) Elinóra Ágústa,
f. 28. maí 1957. Maki Charles
Conway. Þau búa á Flórída.
Elínóra á fjögur börn. 6) Arn-
þrúður Berglind, f. 6. mars
1965. Maki Oskar B. Ingason.
Þau búa í Reykjavík og eiga
eitt barn.
Útför Árna Baldurs fer fram
frá Grafarvogskirkju mánudag-
inn 2. júní og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
nútíma, tæknivætt samfélag. Einu
sinni spurði ég hann hvað hefði
breytt mestu í lífi hans. „Þegar ég
eignaðist stígvél, þá var ég ekki
lengur blautur í fæturna.“ Hóg-
vært svar, eins og alltaf.
Undir lokin sáum við að honum
leið ekki vel. Þegar við spurðum
um líðan hans, þá sagði hann að
allt væri í góðu lagi með sig. Við
máttum alls ekki hafa áhyggjur
af honum. Þegar við kvöddumst
kvöldið fyrir andlátið þá brosti
hann til okkar, þótt hann væri
þjáður. Ekkert nema tillitssemin í
okkar garð.
Ég kem til með að sakna hans.
Hvíl þú í friði, elsku vinur.
Þín tengdadóttir
Guðrún.
Á morgun kveð ég elskulegan
tengdaföður minn, Árna Baldur
Baldvinsson.
Kynni mín af honum stóð í rúm
þijú ár og áttum við góðar stundir
saman þennan stutta tíma. Hann
var hjartahlýr og elskulegur
tengdafaðir, þannig mun ég minn-
ast hans. Árni var mjög félagslynd-
ur og átti auðvelt með að kynnast
öðru fólki og brjóta ísinn með
umræðum, ef til þurfti. Ég veit að
Árni hafði hlakkað mikið til þessa
sumars, en kallið bar fljótt að.
Árni var stoltur af fjölskyldu
sinni, sem var honum allt í öllu.
Hann verður alltaf hjá okkur og
nálægur.
Blessuð sé minning hans.
Óskar.
Elsku afi.
Nú ertu horfinn á braut, en ég
veit þó að þú munt ávallt vaka
yfir mér. Ég man alltaf þegar pabbi
náði í þig og þegar þú komst í
dyragættina fylltist maður hlýju
°g öryggi, sem ég fann alltaf í
návist þinni. Ég man einnig eftir
því að þú varst oftast hjá okkur í
Fannafoldinni yfir jól og áramót,
sem gerði þau enn skemmtilegri.
Ég vil þakka þér fyrir áhuga
þinn á mér og mínum áhugamál-
um. Þú studdir mig alltaf í fótbolt-
anum og spurðir alltaf hvernig
gengi í skólanum. Þeir voru ófáir
fótboltaleikirnir sem við horfðum
á saman, þann síðasta laugardag-
inn 24. maí.
Bless, afi minn. Þú munt ætíð
vera í huga mínum.
Jón Halldór Þráinsson.
+
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GESTUR HANNESSON
pípulagningameistari,
Jöldugróf 16
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðju-
daginn 3. júní kl. 13.30.
Hilmar Gestsson, Hanna Kristinsdóttir,
Gyða Gestsdóttir, Ingibjörg Axelsdóttir,
Viðar Gestsson, Halldóra Karlsdóttir,
Erla Gestsdóttir, Skarphéðinn Njálsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Hugheilar þakkir til allra þeirra, sem sýndu
okkur samúð og vinarhug við fráfall og útför
eiginmanns mins, föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa,
GUÐMARS STEFÁNSSONAR,
fyrrv. sérleyfishafa,
Ásvegi 11.
Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki á
deild A4, Hrafnistu, Reykjavík.
Þórunn Sigurðardóttir,
Helga Guðmarsdóttir, Sigfús Sumarliðason,
Sigurður Guðmarsson,
Árdís Guðmarsdóttir, Einar Jónasson,
börn og barnabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar sonar okkar
og bróður,
ÁRNAPÉTURSLUND,
Urriðakvísl 21,
Reykjavík.
Maríus Lund, Ásdís Karlsdóttir,
Bergþór Lund, Karl Lund.
+
Faðir okkar, bróðir, mágur, afi og langafi,
SIGURÐUR S. HÁKONARSON,
Bergþórugötu 51,
Reykjavik,
er lést þriðjudaginn 27. maí, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu
þriðjudaginn 3. júní kl. 15.00.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir.
Jens og Ottó Sigurðarsynir,
börn og barnabörn,
Sigfrið Hákonardóttir, Guðmundur Jónsson.
+
RÚTH HERMANNS,
f. 11.08.'13 d. 29.05. '97
„In liebe die Schwestern.“
Beatrice Simmat fædd Hermanns
Esther Sieveking fædd Hermanns
Jarðarförin fer fram frá Garðakirkju mánudaginn 2. júní kl. 13.30.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og jarðarför móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
JENSINU MARÍU KARLSDÓTTUR,
Framkaupstað,
Eskifirði.
Helgi Garðarsson, Herdís Hallbjörnsdóttir,
Ágústa Garðarsdóttir, Helgi Hálfdánarson,
Jónína Garðarsdóttir, Svavar Svavarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.