Morgunblaðið - 01.06.1997, Síða 39

Morgunblaðið - 01.06.1997, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 1997 39 HUGVEKJA Arfleifðin helga FÖSTUDAGINN 16. maí boðaði Kristnihátíðarnefnd til athafnar í Ráðhúsi Reykjavíkur í tilefni af samkeppni um merki „Kristni- hátíðar árið 2000“, en svo nefn- ist það hátíðahald, sem fyrirhug- að er að efna til, þegar þúsund ár eru liðin frá kristnitökunni á Þingvöllum við Öxará. Kristnihá- tíðarnefnd hefur yfirumsjón með undirbúningi hátíðarinnar. Nefndina skipa biskup íslands, sem er formaður nefndarinnar, forseti íslands, forsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti Hæstaréttar. Framkvæmdastjóri Kristnihátíðarnefndar er Júlíus Hafstein. Þátttaka varð mikil í sam- keppni um merki Kristnihátíðar. Alls barst 181 tillaga undir 137 dulnefnum. Tillögumar voru all- ar til sýnis í Ráðhúsinu áður nefndan dag. Var þar á ferð mikill sjóður frumlegra og fag- urra hugmynda um það, hversu landsmenn bezt fái minnst kristnitökuafmælisins. Fyrstu verðlaun hlauttillaga Guðjóns Davíðs Jónssonar, sem er grafískur hönnuður, og Ant- ons Helga Jónssonar, sem vinnur að textagerð og hugmyndasmíð. í dómnefnd samkeppninnar sátu biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, Þóra Kristjánsdóttir listfræðingur, Guðmundur Odd- ur Magnússon, Jón Ágúst Pálmason og Olöf Birna Garðars- dóttir. í umsögn dómnefndar um sigurmerkið segir þessa leið: „Merkið, sem hlýtur fýrstu verðlaun að mati dómnefndar höfðar strax til áhorfanda með því að skírskota í gerð sinni til staðarins, þar sem kristnitakan átti sér stað um leið og það vís- ar til sögunnar. Hamraveggur Almannagjár myndar umgjörð merkisins, drottnandi og í senn drungaleg- ur, en letrið í forgrunni lyftir þunga gjáveggjanna og minnir á fjaðurskrift handrita. Eðlilegt er, að krossinn sé hafínn í öndvegi innan ramma merkisins. Hann er helgasta tákn kristninnar og er þannig gerður, að hann minnir á sverð- in, sem voru slíðruð við úrskurð um kristnitöku, er andstæðar fylkingar sneru af vegi vopnsins og tóku á móti friði í nafni hins hvíta Krists. í þessu tilliti er krístin arfleifð betur lifandi í löndum evanffelisk- lútherskra manna nú á dögum en hún nokkru sinni hefur verið. Merkið virðir því vel söguna og arfinn, en beinir auga um leið til birtunnar, sem fýlgdi kristnitökunni, þegar horfter yfir brún hamraveggjarins í efsta hluta merkisins. Þannig er höfð- að til framtíðarinnar, rétt eins og sagan fær sinn skerf. Dómnefndin telur því, að það merki, sem hlýtur fyrstu verð- laun í samkeppninni, uppfylli best þær kröfur, sem eðlilegar voru um skírskotun til sögunnar og staðarins og ekki síður við- burðarins, sem minnst verður, er þúsund ár eru liðin frá kristni- tökunni á Þingvöllum." Hér er skörulega af stað far- ið, eins og mynd sú af sigurmerk- inu sýnir, sem birt er með þess- ari grein. Mér varð að orði, þeg- ar ég sá merkið, að það væri máttugur vitnisburður um lifandi áhuga tveggja ungra manna á viðfangsefninu. Fari svo vel um framhald Kristnihátíðar árið 2000, sem merki þetta gefur til- efni til að vona, er fyllsta ástæða til bjartsýni. Kristnitakan á Þingvöllum við Öxará árið 1000 markaði upphaf þeirrar íslenzku sögu, sem kenna mætti við „arfleifðina helgu“. Allar götur síðan hafa lands- menn upp til hópa átt með sér „ein lög og einn sið“, kristinn sið, kristna trú og atferli allt. Þessa minnumst vér öllum stund- um, en sú minning verður með sérstökum hætti rifjuð upp að þremur árum liðnum um land allt og þó ekki sízt á Þingvöllum, „helgistað allra íslendinga", eins og sá staður heitir að lögum. í dag er fyrsti sunnudagur eftir Þrenningarhátíð. Guðspjöll dagsins fjalla m.a. um ríka manninn og Lasarus (Lúkas 16:19-31) og um ríka bóndann (Lúkas 12:13-21). Þessi guð- spjöll bæði eru til vitnis um þann lifandi þjóðfélagslega áhuga, sem fram kom víða í orðum Jesú og fylgt hefur kristninni æ síðan. Sá áhugi er mikilsverður hluti arfleifðinnar helgu. Þann hluta höfum vér rækt betur, kristnir menn á íslandi og um Norður- lönd á 20. öld, en nokkurn annan þátt kristins dóms. Vér höfum komið oss upp velferðarríkjum, sem að mestu hindraþað, að fátækir menn, hlaðnir kaunum, liggi fyrir dyrum hinn auðugu og leitist við að seðja sig á því, er fellur af borðum ríkra manna. Vér þurfum ekki á hundum að haldatil að sleikja kaun hinna fátæku. Vér veitum þeim viðtöku á heilsugæzlustöðvum. í þessu tilliti er kristin arfleifð betur lifandi í löndum evangel- isk-lútherskra manna nú á dög- um en hún nokkru sinni hefur verið á byggðu bóli frá því í ár- daga kristninnar til þessarar stundar. Þessa helgu arfleifð biðjum vér Guð að gefa oss náð til að bera fram á veginn, fram til kristnitökuafmælisins og síðan á vit nýrri öld, nýju árþúsundi. Vér biðjum einnig miskunnsaman Guð að gefa oss hugkvæmni, styrk og þor til að gróðursetja sömu arfleifð í þeim löndum, þar sem Lasarus nútímans liggur enn í eymd sinni og volæði og bíður þess, að vér, hin ríku, sjáum aumur á honum. Heimir Steinsson, Þingvöllum. Sumarbústaður - ótrúlegt verð Til sölu þessi fallegi 50 fm bústaður í landi Halakots sem er í 7 km fjarlægð frá Selfossi. Húsið er byggt 1986 og er selt með öllum húsbúnaði. Stór og að hluta til nýr sólpallur. Húsið er í mjög góðu ástandi. Verð aðeins 2.200.000 kr. sem er sama og verð á sam- bærilegu húsi í fokheldu ástandi. Húsakaup, Til sýnis um helgina. Upplýsingar í síma 896 2125. Suðurlandsbraut 52 v/Faxafen, s. 568 2800. Rockwood Ódýrari amerísk feUihýsi Evró kynnir í dag og næstu dagaRockwood fellihýsi með 70.000 kr. kynningarafslætti. Tryggið ykkur hús í tíma. Fyrsta sending uppseld. Örfá hús til ráðstöfunar. Tvær gerðir um að velja. Suðurlandsbraut 20 Siml: 588 7171 Opiö um helgar. Opið hús í Hlíðardalsskóla í dag sunnudaginn 1. júní kl. 13-17 Þar sem ákveðið hefur verið að selja Hlíðardalsskóla ásamt tilheyrandi byggingum og landi, verður hann til sýnis í dag, sunnudaginn 1. júní frá kl. 13-17, fyrir áhugasama kaupendur. Eldri nemendur og kennarar eru að sjálfsögðu velkomnir. Ármúli 21, Reykjavík sími 533 4040 OPIÐ HÚS I dag, sunnudag, er opið hús í JÖRFALIND 13-23 milli kl. 13-16. Þessi glæsilegu hús eru til afhendingar nú þegar. Fullbúin að utan og tilb. til innr. Húsin er einnig hæft að fá afhent fullbúin án gólfefna. í dag verða byggingaraðili og sölumenn frá Gimli á staðnum frá kl.13-16. Lýsing eignar: Glæsileg 191 fm. raðhús á tveimur hæðum m/innb. 28 fm bílskúr. 3-4 svefnherb., stórar stofur, fjölskylduherb., rúmgott þvotta-hús. GLÆSILEGT ÚTSÝNI.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.