Morgunblaðið - 01.06.1997, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ1997 43
I DAG
BRIPS
llmsjón Guðmundur l’áll
Arnarson
STUNDUM er fyrsta afkast
varnarspilara svo upplýs-
andi að sagnhafi getur á
grundvelli þess teiknað upp
heildarmynd af spilinu.
Suður gefur; allir á
hættu. *
Norður
♦ Á2
4 KDG4
♦ ÁKD1063
♦
Vestur
♦ 3
4 10987
♦ 72
ÁK9852
4
Auíur
4
G10965
5
G985
D104
Suður
4 KD874
4 Á632
♦ 4
G76
Vestur Norður Austur
Suður
1 spaði Pass 2 tíglar Pass
2 hjörtu Pass 4 grönd Pass
5 tíglar Pass 6 hjörtu
Alir pass
Spilið er frá árinu 1978
og var þá valið spil ársins
af Alþjóðasambandi brids-
blaðamanna. í sæti sagnhafa
var ítali að nafni Maurizio
Sementa. Vestur kom út með
laufás og var ekki höndum
seinni að spila næst kóngn-
um til að stytta blindan í
trompinu. Sementa trompaði
með flarka og tók tvisvar
tromp, en austur henti spaða
í það síðara. Sem var ein-
kennilegt afkast eftir opnun
suðurs á spaða.
Sementa túlkaði afkastið
svo að austur mætti ekki
missa annað spil, og væri því
sennilega með fimmlit í
spaða. En það þýddi, að ekki
gengi að taka fýrst á spaða-
ásinn áður en farið væri heim
á spaðakóng. Vestur myndi
einfaldlega trompa. Eftir að
hafa tekið þriðja tromp blinds
(austur henti aftur spaða),
fór Sementa þvi heim á
spaðakóng og skildi spaðaás-
inn eftir í borðinu!
4
Norður
4 Á
4 -
♦ ÁKD1063
4 4
Vestur _ Austur
4 - y io II 4 G10 ▼ -
♦ 72 ♦ G985
9852 + D
Suður
4 K874
y á
♦ 4
G
Nú var hjartaás spilað og
spaðaásnum hent úr borði!
Austur var þvingaður í þrem-
ur litum. Hann kastaði lauf-
drottningu í þeirri von að
makker ætti gosann, en allt
kom fyrir ekki; Sementa dró
fram gosann í laufi og þving-
aði austur aftur.
Vestur hefði mátt hugsa
sig betur um í öðrum slag,
því hann hnekkir slemmunni
með því að spila litlu laufi,
en ekki kóng.
MORGUNBLAÐIÐ birt-
ir tilkynningar um af-
mæli, brúðkaup, ættar-
mót o.fl. lesendum sínum
að kostnaðarlausu. Til-
kynningar þurfa að ber-
ast með tveggja daga fyr-
irvara virka daga og
þriggja daga fyrirvara
fyrir sunnudagsblað.
Samþykki afmælis-
barns þarf að fylgja af-
mælistilkynningum og
eða nafn ábyrgðar-
manns og símanúmer.
Fólk getur hringt í síma
569-1100, sent í bréfsíma
569-1329. Einnig er hægt
að skrifa:
Dagbók
Morgunblaðsins,
Kringlunni 1,
103 Reykjavík
Árnað heilla
ÁRA afmæli. Átt-
ræð er í dag, sunnu-
daginn 1. júní, frú Sigrún
Halldóra Agústsdóttir,
Blöndubakka 8, Reykja-
vík.
ÁRA afmæli. Á
morgun, mánudaginn
2. júní, verður sjötíu og
fimm ára Kristinn Gísli
Magnússon, prentari,
Keilugranda 2, Reykja-
vík. Eiginkona hans er
Ingibjörg Stefánsdóttir,
frá Flateyri. Þau eru að
heiman.
HÖGNIHREKKVÍSI
Með morgunkaffinu
KONAN þín er hressari
en í gær, en hún er ekki
orðin SVONA hress.
Ást er...
að elda næturverð
í arninum.
TM R®g U.S. Pat OIT — ali righta rasmved
(c) 1997 Los Angeles Times Syndicat*
SKÁK
Umsjön Margeir
Pctursson
STAÐAN kom upp í
frönsku deildakeppninni í
ár. Stigahæsti skákmaður
Frakka Joel Lautier
(2.630) hafði hvítt
og átti leik gegn
Eric Prie
(2.470), sem lék
síðast 30. —
Rd7-f6?, en
nauðsynlegt var
30. - Rd7-f8.
31. Rxe6! og Prie
þurfti ekki að sjá
meira, en gafst
upp. Hann tapar
drottningunni eft-
ir 31. — Hxe6 32.
Hc8 ogeftir 31. —
Hxc7 getur hvítur
valið um að drepa
til baka með ridd-
ara eða drottningu og á í
báðum tilvikum unnið ta.fl.
Skákfélagið í Clichy, út-
hverfi Parísar, sigraði í
keppninni með 31 vinning.
2. Auxerre 30 v., 3. Cannes
28 v., 4. Montpellier 26 v.
o.sfrv. Á fyrsta borði fyrir
Clichy teflir franski stór-
meistarinn Olivier Renet.
HVÍTUR leikur og vinnur
STJÖRNUSPÁ
eftir Frances Drake
*
TVÍBURAR
Afmælisbarn dagsins:
Þú hefurmikla orku og
þarft stöðuga tilbreytingu.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú ert ekki að flíka tilfinn-
ingum þínum og kýst einveru
í dag. Gleymdu þó ekki að
sýna þínum nánustu um-
hyggjusemi.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú kemst ekki hjá því að
hlusta á ágreiningsmál í dag.
Þrátt fyrir tilhneigingu þína
til að þegja, skiptir skoðun
þín miklu máli, svo talaðu út.
Tvíburar
(21.maf-20.júnl)
Láttu eitthvað sem skiptir
þig miklu máli, ekki renna
þér úr greipum, Fjölskyldan
ætti að eiga góða stund sam-
an í kvöld.
Krabbi
(21. júní - 22. júlf) HSí
Þú ættir að snúa þér að skap-
andi verkefnum, en sleppa
því að vera mikið innan um
fólk. Þú finnur þig betur í
einverunni um tíma.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú ættir að vera einn með
sjálfum þér í dag og hugsa
málin. Það hjálpar þér að
taka ákvarðanir til lengri
tíma.
Meyja
(23. ágúst - 22. september)
Nú ættir þú að taka heimilið
í gegn, í rólegheitunum, þó
án þess að vanrækja vinn-
unna. Samstarfsmaður þinn
leitar ráða hjá þér.
ng
(23. sept. - 22. október)
Þú finnur sterka þörf hjá þér
að hafa samband við ein-
hvem sem þú þekktir í gamla
daga. Sláðu til, þú munt
ekki sjá eftir því.
Sporödreki
(23. okt. - 21. nóvember) 9(|S
Þú kemst að því í dag, að
ekki er allt með felldu hjá
einhverjum sem er þér kær.
Sýndu honum allan þann
stuðning sem hann þarf.
Bogmaöur
(22. nóv. - 21. desember) m
Temdu þér þolinmæði og
umburðarlyndi fremur en að
dæma aðra. Fólk kann betur
að meta þig, ef þú sýnir því
örlítinn skilning.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Það breytir engu þó þú öskr-
ir eða rifir í hárið á þér. Þú
þarft að horfast í augu við
hlutina og takast á við þá.
Vatnsberi
(20.janúar- 18. febrúar) ðh
Þú hefur allt of mörg jám í
eldinum, svo þú mátt til að
forgangsraða þeim. Hvíldu
þig heima í kvöld.
Fiskar
(19. febrúar-20. mars) !£
Það gefur þér miklu meira
að umgangast fjölskylduna
en aðra í dag. Erfitt mál
kemur upp hjá þér í vinn-
unni, sem leysist fljótlega.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Dið
erum
11 ám
og bjóðum iíi vdélu og gefum
20% afólátt (gegn ótaðgreiðólu)
af jakkafótum og étökum buxum,
dagana 2., 3. og 4-. junL
Hvítujakkamir
komnir afturfrá
MilleK. Einnig
fáaniegir í svörtu.
Pils- og buxnadragtir.
Ný sending.
Verðfrá
kr. 14.900.
Glœsileg tilhoð
alla neestu viku.
Heildar JÓGA
jóga fyrir alla
Heildarjóga (grunnnámskeið)
Kenndar verða hatha jógastöður, öndun, slökun og hugleiðsla.
Fjallað verður um jógaheimspekina, mataræði o. fl..
Mán. og mið. kl. 20:00. Hefst 2. júni.
Jóga gegn kvíða með Ásmundi Gunnlaugssyni
Uppbyggjandi námskeið fyrir þá sem eiga við kvíða og fælni að stríða
og/eða eru að ganga í gegnum miklar breytingar í lífinu. Kenndar
verða leiðir til þess aö slaka á og öðlast aukið frelsi og lífsgleði. Engin
reynsla eða þekking á jóga nauðsynleg.
Þri. og fim. kl. 20:00. Hefst 5. júní.
Vilt þú verða jógakennari?
Hatha Yoga nýtur sífellt meiri vinsælda á vesturlöndum og
þörfin fyrir góða kennara fer sívaxandi.
Yoga Studio sf. í samvinnu við Shanti Yoga Institute
í New Jersey í Bandaríkjunum mun halda
jógakennaraþjálfun í sumar. Kennarar verða
Ásmundur Gunnlaugsson jógakennari og Yogi Shanti
Desai sem er jógameistari með yfir 45 ára reynslu
af ástundun og kennslu Hatha Yoga.
Námskeiöið er ekki aðeins kennaraþjálfun heldur
einnig öflugt sjálfsþekkingar- og þroskanámskeið.
Þessi þjálfun er fyllilega sambæriieg við það besta
sem í boði er erlendis og er tækifæri til að nema af
kennurum með mikla reynslu af jógakennslu hérlendis
og erlendis. Hver og einn mun fá tækifæri til að kenna
jógatíma í raunverulegu starfsumhverfi áður en að
útskrift kemur.
Nemendur munu útskrifast með prófskírteini frá Yoga
Studio sf. og Shanti Yoga Institute í New Jersey.
Einhver grundvallarþekking og reynsla af ástundun
jóga er nauðsynleg. Lokafrestur til að staðfesta
þátttöku er 13. júní.
Shanti
Ásmundur
Þjálfunin verður alls 6 helgar sem hér segir: 27.-29. júní, 4.-6. júlí,
11.-13. júlí, 22.-24. ágúst, 29.-31. ágúst og 5.-7. september.
Y0GA$>
STUDIO
Hátúni 6a
Sími 511 3100