Morgunblaðið - 05.07.1997, Page 14

Morgunblaðið - 05.07.1997, Page 14
14 LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Landsþingsfulltrúar frá Svíþjóð gróðursetja tré við Sjúkrahús Suðurlands Morgunblaðið/Sig. Fannar. SÆNSKIR landsþingsfulltrúar voru duglegir við gróðursetningu í Gestaskógi við Sjúkrahús Suðurlands Selfossi - 25 fulltrúar frá landsþingum í Sví- þjóð heimsóttu Sjúkrahús Suðurlands og gróðursettu þeir tré í Gestaskógi sjúkrahúss- ins. Gestaskógur er í umsjón starfsmanna Sjúkrahúss Suðurlands og er fyrirhugað að þeir gestir sem koma í opinberar heimsóknir á sjúkrahúsið gróðursetji tré í þessum tilvon- andi skógi. Fulltrúarnir 25 frá Svíþjóð voru þeir fyrstu til þess að gróðursetja í skóginum og settu Gestaskógur verðurað veruleika þeir niður 25 bjarkir. Að sögn Bjarna Arth- úrssonar er hér um mjög skemmtilegt fram- tak að ræða og var hann ánægður með hversu gaman frændur okkar Svíarnir höfðu af verkinu. Fulltrúarnir frá Svíþjóð eru frá svonefnd- um landsþingum í Svíþjóð sem eru eigin stjórnkerfi einstakra héraða eða léna og vinnur hvert landsþing að sameiginlegum málum innan héraðs. Sláttur haf- inn í V-Hún Hvammstanga - Sláttur hófst í vik- unni á nokkrum bæjum á innanverðu Vatnsnesi og í Hrútafirði. Að sögn Gunnars Þórarinssonar, ráðunauts Búnaðarsambands Vestur-Húna- vatnssýslu, má búast við að sláttur hefjist að marki næstu viku. Hins vegar er spretta misjöfn og veldur þar afar kaldur seinnihluti maí og mestallur júnímánuður. Þar sem gróður kom seint í úthaga urðu bændur að hafa sauðfé á túnum lengur en venja er. Kalskemmdir eru sem betur fer óverulegar í héraðinu. Segja má að gróður sé 2-3 vikum seinni á ferð en í meðalári. Nú líður að upprekstri sauðfjár á vesturhúnvetnsk heiðarlönd. Gróð- urfar á heiðum var skoðað á síðustu dögum og var mat manna a_ð leyfa mætti upprekstur í vikunni. í reynd keyra flestir bændur allt fé að heið- argirðingum en rekstrarnir löngu aflagðir nema frá innstu bæjum í Víðidal. Laxeiði er dræm í Miðfirði og í Víðidal og virðist sem lítill lax hafi gengið í ámar í júnímánuði. Hins vegar hefur nú hlýnað og úr- felli aukist. Má því búast við auknu lífi í og við ámar. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal GESTIR og heimamenn að koma úr grillveislu í Hellisfirði. Vinabæja- mót í Nes- kaupstað Neskaupstað - Nýlega heimsóttu Neskaupstað fulltrúar frá vinabæj- um Neskaupstaðar á Norðurlönd- um. Gestirnir sem voru um 50 komu frá Eskilstuna í Svíþjóð, Stavanger í Noregi, Esbjerg í Dan- mörku og Jyváskylá í Finnlandi. Fulltrúarnir dvöldu hér í þrjá daga og réðu ráðum sínum með heimamönnum og gerðu sér ýmis- legt til skemmtunar. Veðri, sem verið hefur frekar leiðinlegt hér það sem af er sumri, brá til hins betra meðan á heimsókninni stóð og sýndi sínar bestu hliðar og voru gestirnir, sem fæstir hafa komið til íslands áður, mjög ánægðir með dvölina. Svona vinabæjamót eru haldin annað hvert ár til skiptis í bæjun- um. Morgunblaðið/Sig. Fannar. HLUTI aðstandenda og dagskrárgerðarmanna Útvarps Suðurlands samankominn í útsendingarherbergi stöðvarinnar. Útvarp Suðurland sendir út í sumar Selfossi - Útvarp Suðurland hóf útsendingar þann 26. júní síðastlið- inn og er ætlunin að senda út til 15. júlí næstkomandi. Útvarpað er allan sólarhringinn og hefur mikil vinna verið lögð í vandaða dag- skrárgerð frá morgni til kvölds. Efni dagsins er síðan endurtekið um nóttina. Það er auglýsingastofan “ís- lenskir erum vér“ sem stendur að rekstri útvarpsins ásamt nokkrum samstarfsaðilum. Að sögn aðstand- enda þá er tilgangurinn með rekstr- inum að auka á þjónustu við ferða- menn, sem eru fjölmargir á Suður- landi á þessum tíma. Útvarpið er mjög ferðavænt og er uppistaða efnisins ætluð ferðamönnum sem leið eiga í gegnum útsendingar- svæði stöðvarinnar. Útvarp Suðurland er sent út á tíðninni fm 105,1 Útsendingar út- varps Suðurlands má heyra á Sel- fossi, Hveragerði, Þorlákshöfn, Eyrarbakka, Stokkseyri og í næstu nágrannasveitum. Guðnabakarí á Selfossi 25 ára Morgunblaðið/Sig. Jóns. GUÐNI Andreasen og Björg Óskarsdóttir, kona hans, fyrir utan Guðnabakarí ásamt tveimur afgreiðslustúlkum úr bakaríinu. Bæjarbúum boðið upp á 1000 manna afmælistertu Selfossi - Guðnabakarí á Selfossi heldur upp á 25 ára afmæli sitt um þessar mundir. Guðni Andreasen bakarameistari og kona hans Björg Óskarsdóttir hófu starfsemi bakarísins 1. júlí 1972 í 50 fermetra húsnæði en eru núna í stóru húsi við Austurveg á Selfossi og er starfsemin þar orðin mjög umfangsmikil. Frain til 5. júlí verða ýmis tilboð í gangi á fram- leiðsluvörum úr bakaríinu þar á meðal litlar afmælistertur. Laugar- daginn 5. júlí verður Selfyssingum boðið til afmælisveislu við Guðna- bakarí klukkan 13-16 svo lengi sem afmælistertan endist. Afmælistertan er hönnuð af Jóni Rúnari, Íslandsmeistara í tertu- skreytingu, og er hugsuð fyrir 1000 manns. Þegar fyrirtækið varð 10 ára komu 700 manns í afmælistertuna og Guðni Andreasen bakari býst við góðum hópi á laugardag. Brauðbyltingin eftirminnileg Guðni segir mun meiri samkeppni í dag en á fyrstu árum bakarísins og meiri harka í samkeppninni. Hins vegar segir hann brauðbyltinguna það eftirminnilegasta og stórkost- legasta sem gerðist á þessum árum þegar menn voru að bijótast undan vísitölubrauðunum. Þá jókst neysla fólks á brauðum til mikilla muna enda kominn kostur sem fólkið kunni að meta. „Það er stórkostlegt umhverfi á Selfossi fyrir svona fyrirtæki. Hér er jöfn og góð vinna hjá fólki og mikið af ferðafólki sem kemur hér við og svo draga skólarnir að mikið fólk og allir þurfa sitt daglega brauð. Það er gott fólk sem byggir þetta svæði," sagði Guðni Andreasen bak- arameistari á Selfossi í afmælis- skapi. Guðni er þekktur fyrir dijúgan stuðning við íþróttafólk og köku- veislur hans á Landsmótum ung- mennafélaganna eftirminnilegar mörgum Skarphéðinsmönnum af Suðurlandi sem fagnað hafa sigri á Landsmótum og margir bílar fóru hlaðnir brauði og kökum frá Sel- fossi á Landsmótið í Borgarnesi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.