Morgunblaðið - 05.07.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.07.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ viKi m fl LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 1997 23 -- - - J IlitJU 111L F segja að túbubox sé ömissanai í vopnabúri veiðimanna. Hitstúban er einnig nýjung, er varð til á tann- læknastofu hjá Bretanum Tony Se- are fyrir 5-6 árum. Hann hafði hits- að mikið á Langá, en var óánægður með hve marga fiska hann missti á litlar flugur með hitshnútnum. Þá datt honum í hug það snjallræði að bora gat á plastlegginn í léttri túbu og stinga girninu inn um gatið og út um endann. Þríkrækjan var síðan hnýtt á og þegar túbunni er kastað stendur örlítill hluti hennar upp og myndar gáruna og þar með hitsið. *rá því að ég byrjaði •að nota hitstúbur man ég ekki eftir að hafa misst á hana lax. Hins vegar hef ég misst æði marga á hitsflugu og á sl. ári setti Ragnheiður. _______ Sara, konan mín, í fimm laxa í beit á Eyrinni í Norðurá á hitsaða Langá Fancy nr. 12 og missti þá alla. Henni var til allra hamingju alveg sama, því hún var búin að fá fimm tökur á klukkutíma og lét sér það nægja. Hætt er við að ekki hefðu allir tekið þessu svona vel, eða spurt hvers vegna ég setti ekki hitstúbu á hjá henni, bara hjá mér. Sumir segja að túbutíminn sé aðallega á vorin og haustin. Þetta er alrangt, því ég hef heyrt um all- marga veiðimenn, sem eingöngu veiða á túbur. Menn haga einfald- lega vali á stærð og lit eftir vatns- ástandinu. Þegar komið er fram á sumar og árnar orðnar vatnslitlar minnka menn flugurnar og svo öfugt er þær eru í leysingum eða flóðum. Eg upplifði það á Stokkhylsbrotinu í Norðurá um daginn hve stærð flug- unnar er mikilvæg. þetta var að morgni 9. júní í iok NA-hretsins. Við Magnús E. Kristjánsson vorum að veiða saman og höfðum verið að kasta túbum á sökkvandi línuenda Túbu- veiði á sér ianga sögu hér á landi vongóðir. Þá allt í einu kom þetta töfraaugnablik, og datt á dúnalogn. Spegill á hylnum varpaði til okkar ægimynd hamranna á austurbakk- anum og sólin vermdi kalda vanga. Eg brast á fætur, upp í hlíðina til að skyggna og viti menn, á hvítu skell- unum bókstaflega við fæturnar á okkur lágu 6 laxar, þar af 5 fullorðn- ir. Eg leiðbeindi Magnúsi með köstin og illu heilli héld- um við áfram áfram með túbuna, því að um leið og hún féll í vatnið 2-3 metr- um ofan og utan við 3 laxa í hóp, var eins og sprengju hefði verið varp- að og þeir hurfu í sömu andrá. Án þess að hægt sé að fullyrða það, hefði nett fluga eða túba á flotlínu verið vænlegri til árang- urs. Um þetta leyti tók Gísli Vilhjálmsson tann- læknir einmitt tvo laxa á flugu í Myrkhylnum, rétt fyrir ofan okkur. ér hefur í þessum grein- um orðið dálítið tíðrætt um Snældu, sem Grímur Jónsson járn- og þúsundþjalasmið- ur hannaði. Þetta er líklega merkasta og veiðnasta nýjungin í túbuveiðum frá því Geir Birgir smíðaði Þingeying. Nafnið Snælda segir sitt því hún er hnýtt í svolitl- um snúningi og fer á einhvern hátt í vatni þannig að það ertir fiskinn til dúndurtöku, algerar neglingar. Þannig negldi veiðihópur Bjarna í Brauðbæ 40 laxa á Snældu á Fjall- inu í Langá 23.-26. ágúst í fyrra á þrjár stangir af 60 laxa veiði og alls gaf hún um 60 laxa til viðbótar til vertíðarloka. Þá veit ég að Snældan hefur gefið vel í vorveiðinni í ár og á áreiðanlega eftir að verða jafn ómissandi í flugboxum og Frances. En að túbuveiði sé eitthvað sem hægt er að kalla maðkaveiði flugu- mannsins er álíka viturlegt og segja jörðina flata. ivn^inu IVI MEÐ merku leikjum síðasta árs var hrannvígahátíðin Qu- ake. Flestir þekkja skotleik- ina sem fylgt hafa í kjölfarið á Wolfenstein, sælla minn- inga, en Quake var hápunkt- urinn.Þrátt fyrir frábæra grafík, yfirburða hljóðrás og skemmtilega útfærslu urðu þeir allra kröfuhörðustu fyrir vonbrigðum með Quake, þótti leikurinn ekki það risa- skref inn í framtíðina sem vænst var. Það sem gerst hefur eftir að Quake kom út hefur aftur á móti rennt stoð- um undir þá fullyrðingu að Quake sé með merkustu leikjum áratugarins, ef ekki sá merkasti Flestir muna eflaust eftir Doom, en í kringum þann merka leik spratt mikið líf amatöra sem hönnuðu nýj- ar drápsbrautir og viðbæt- ur ýmsar. Þegar Qu- ake kom á markað var bein- línis boðið upp á það, því útgef- andinn gerði hverjum sem er kleift að þróa eigin borð, bæta við ófreskjum og vopnum að vild, með því að nota QuakeC for- ritunarmálið. Það eina sem þurfti var grunnkunnátta í forritun, en eft- ir því sem fram hefur liðið hafa kom- ið á markað tól sem auðvelda alla Á síðasta árí kom út leikurinn Quake og þótti ekki síst merki- legur fyrir að vekja ógn og ótta með þeim sem lék. Arni Matthíasson segir Quake merkasta leik áratugarins. slíka iðju til muna. Þannig er tiltölulega einfalt að setja saman borð, til að mynda byggð á raunveruleg- um byggingum (sé fyrir mér borð byggt á Seðlabankanum) og hlaða inn á það ófreskjum úr ýmsum áttum. Ekki leið á löngu að komnar voru á markað við- bætur með til að mynda orrustuflugvél og skriðdreka, ýmis- leg vopn nýstárleg eins og eldvörpur, jarðsprengjur, klasa- sprengjuvörpur, eltiflaugar, hunda- byssu, sem skýtur lifandi Doberman- hundum og svo mætti telja. Sumt sem Quake- vinir hafa hannað hefur síðan skilað sér í opinberar viðbætur við Quake, en þrjár slíkar að minnsta kosti eru til. Af þeim er Qzone síst, enda ekki gerð með vitund og vilja útgefanda Quake, reyndar heldur ómerkileg viðbót með óspennandi viðbótar- vopnum og ófreskjum. Öllu betri eru hinar tvær, Scourge of Armagon og Dissolution of Eternity. í þeirri fyrri er meðal merkilegra viðbóta Þórs- hamar sem nota má til að drepa marga í einu, því þegar honum er slengt til jarðar lýstur eldingum í all- ar áttir. Tvær ófreskjur eru nýjar, önnur illúðlegir púkar sem ræna vopnum. Öllu verra er að eiga við brynvarinn risasporðdreka sem vopnaður er tveimur naglabyssu.. Dissolution of Eternity er líka sitt- hvað um nýjungar, þar á meðal plasmabyssa, fjölsprengjuvarpa og - byssa, svipað þeirri sem getið er, og hraunnaglabyssa, sem kemur oft í góðar þarfir. Nýju ófreskjurnar í Dissolution of Etemity ei-u verri viðureignar í hinum fyrri leik, þar á meðal ósýnilegir sverðabaldrar, ban- vænir hrökkálar, ýmislegir öflugir hertogar hins illa og loks ógurlegur ormur sem er ekk heiglum hent að nema fjörvi. Vissulega verður Quake þreyt- andi þegar lengi er leikð, en viðbæt- ur sem þessar kveikja aftur spenn- inginn í brjósti þess sem leikur. Vert er að geta þess að til þess að leika Scourge of Armagon og Dissolution of Eternity þarf að vera fyrir á tölv- unni full útgáfa af Quake. Þeir sem áhuga hafa á viðbótunum geta síðan leitað fyrir sér á slóðunum http://www.stomped.com eða http://www.quakehole.com eða ftp.cdrom.com/pub/quake til að byrja með, en fjölmargar aðrar slóð- ir eru helgaðar Quake á netinu. Dorítos snokk og 0,51 nppelsín Inndmnn kolngríll v/i/in frípunktnr Engjnþykkni Júmbó-samlokur Nizza Ferðabók Gunna og Felix fylgir með knssa af Hi-C Matvara - sérvara 50 fríkortspunktar fyrir hverjar 1000 kr. Shellstöövarnar /!§f| £msáíi ÍÁ 9fi " •tfir "JQJS0' i ^sgm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.