Morgunblaðið - 05.07.1997, Side 37

Morgunblaðið - 05.07.1997, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ1997 37 PALL ÓLAFSSON + Páll Ólafsson fæddist á Arn- gerðareyri í Naut- eyrarhreppi í Norð- ur-ísafjarðarsýslu 9. nóvember 1911. Hann lést á dvalar- heimilinu Seljahlíð í Reykjavík 15. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 27. júní. Föðurbróðir minn Páll Ólafsson, M.S., efnaverkfræðingur, er látinn, á 86. aldursári. Páll var elst- ur þeirra bræðra og næstelstur systkinanna. Foreldrar þeirra voru Olafur Pálsson, kaupmaður og fram- kvæmdastjóri á ísafirði, síðar lögg- iltur endurskoðandi í Reykjavík, 01- afssonar prests í Vatnsfirði við Djúp og f.k.h. Asthildur S. Sigurðardóttir, Guðmundssonar, kaupmanns á ísafirði. Hún lést fyrir aldur fram haustið 1919, frá börnum þeirra ungum, það elsta 10 ára, Páli rétt átta ára en Árni faðir minn, yngstur nýfæddur. Af börnum þeirra sjö féll Sigurður frá fyrir sextugt en hin hafa öll náð háum aldri. Fjögur þeirra eru nú fallin frá en eftir standa Arndís, á 83. aldursári, Theó- dór og faðir minn, svo og Ásthildur dóttir Ólafs og síðari konu hans Helgu Björnsdóttur, öll hátt á átt- ræðisaldri. Páll hefur líklega hvað best þeirra systkina kynnst afa þeirra og ömmu í Vatnsfirði. Hjá þeim var Páll í sveit mörg sumur og minntist þeirra með mikilli hlýju. Þau héldu stórt og fjölmennt heim- ili, enda Vatnsfjörður þá mjög góð jörð með umtalsverð hlunnindi, þó ekki henti þeir kostir búskaparhátt- um nútímans. Þau voru sr. Páll Ól- afsson (1850-1928), prestur og pró- fastur, á Prestbakka í Hrútafirði frá 1880, þá einnig alþingismaður Strandamanna, og í Vatnsfirði frá 1900 til 1928 og k.h. Arndís Péturs- dóttir Eggerz (1858-1937). Foreldr- ar hans voru sr. Ólafur Pálsson (1814-1876), dómkirkjuprestur í Reykjavík og síðar á Melstað í Mið- firði og k.h. Guðrún Ólafsdóttir Stephensen (1820-1889), sekretera og jústisráðs í Viðey. Foreldrar Arndísar voru Pétur Friðriksson Eggerz (1831-1892), mikill athafna- og framfaramaður í landbúnaði og verslun, bjó í Akureyjum og síðar á Borðeyri þar sem hann stýrði versl- unarfélagi bænda, Gránufélaginu og k.h. Jakobína J. S. Pálsdóttir Mel- steð (1831-1870). Þau sr. Páll og Arndís eignuðust þrettán börn og vestra voru afkomendur þeirra nefndir Vatnsfjarðarættin. Fimm synir þeirra settust að við Djúp, þar af tveir í Vatnsfjarðardal og í Þúfum var hún síðast í skjóli Páls sonar þeirra sem þar bjó alla tíð. Páll hefur verið framúrskarandi námsmaður, því á öllum prófum hlaut hann fyrstu einkunn. Eftir skólanám á ísafirði fór hann 1927 í Gagnfræðaskólann á Akureyri og lauk þar gagnfræðaprófi á 2 árum. Hugði hann á nám við stærðfræði- deild MR en hafði ekki tök á því og lauk stúdentsprófi frá máladeild MA. Honum varð Sigurður Guðmundsson skólameistari mjög minnisstæður og þótti mikils vert um veganesti hans. Þá las Páll stærðfræðideildarná- msefni við MR ásamt heimspeki við Háskóla íslands og lauk prófi að vori, en hlaut síðan styrk mennta- málaráðs til fjögurra ára náms við Hafnarháskóla, sem honum þótti ávallt mikið hnoss. Hann fór utan þá um haustið 1933 til náms í stærð- fræði og eðlisfræði og lauk fyrri hluta prófi í þeim ásamt efnafræði og stjarnfræði vorið 1936. Næsta haust hóf hann, fyrstur manna við Hafnarháskóla, nám í lífefnafræði og lauk magisterprófi (mag. scient.) í þeirri grein ásamt lífrænni og fys- iskri efnafræði vorið 1940. Páll var sjö ár við Hafnarháskóla og stund- aði nám og rannsóknir hjá mörgum víðfrægum vísinda- og fræðimönn- um. Meðal námsverk- efna vegna M.S. prófs- ins voru vítamín K rannsóknir hjá dr. H. Dam sem síðar hlaut Nobelsverðlaun og meðal námsefnis eitt misserið voru fyrirlestr- ar um „atomfysik" og þýðingu niðurstaða þeirrar greinar, sem fjölluðu um undirstöðu- þekkingu nútíma nátt- úruvísinda. Haustið 1940 kom Páll heim um Petsamo, en árið eftir hlaut hann námsstyrk British Council fyrir næsta vetur. Veturinn 1941-42 var hann svo við rannsóknir í lífefnafræði í Oxford við University Museum, Department of Biochemistry, undir stjórn pró- fessors R. A. Peters, og um skeið við rannsóknir í fituefnafræði hjá prófessor Hilditch í Liverpool. Fáum árum eftir heimkomuna hóf Páll svo bréflegt framhaldsnám í efnaverk- fræði við The Technological Institute of Great Britain í London og lauk því. Meðan Páll stundaði nám á Akur- eyri vann hann á sumrin í Verslun Sigurðar Guðmundssonar á ísafirði sem þá var rekin af föður hans og móðurbróður, Ólafi Sigurðssyni, og að hluta ásamt náminu á Akureyri. Eftir að hann hóf nám í Höfn starf- aði hann á sumrin á Sigiufirði, m.a. við byggingu verksmiðju S.R. Sum- arið 1937 réðst hann til rannsóknar- stofu S.R. og veitti henni forstöðu frá 1938. Hann var fastráðinn efna- verkfræðingur S.R. frá 1942. Þar starfaði hann á annan áratug að því sem í dag kallast gæðamál og gæða- stjórnun, og fór m.a. til Bandaríkj- anna 1946-47 til að kynnast fiskiðn- aði og skyldum iðnrekstri þar í landi, og tók þátt í alþjóðlegum þingum síldariðnfræðinga sem haldin hafa verið að tilhlutan F.A.O. og S.Þ. Árið 1956 flutti Páll suður til Reykjavíkur með fjölskyldu sína þar sem hann tók við forstöðu rann- sóknastofu Lýsis hf. í Reykjavík, en 1966 réðst hann til Rannsóknastofn- unar fiskiðnaðarins þar sem hann starfaði til 1981 að hann lét af starfi fyrir aldurs sakir. Auk rannsókna- starfa á Rf var hann jafnframt ráðu- nautur Lýsis hf. og dótturfyrirtækis þess Hydrol um gæðamál og vöru- þróun. Páll hefur skrifað nokkrar ritgerðir og greinar um þær rann- sóknir sem hann stundaði og stýrði, m.a. varðandi mjölframleiðslu og lýsis- og fituvinnslu, og hafa þær birst í fagtímaritum s.s. blaði Verk- fræðingafélags íslands. Páll var maður hlédrægur og fékkst ekki mikið til þátttöku í fé- lagsmálum en reyndist vel liðtækur þar sem hann fékkst til liðs. Hann starfaði í Rótaryklúbbi Siglufjarðar frá 1945 og var forseti hans 1949-50, gekk til liðs við Frímúrara- regluna árið 1953, en í Reykjavík tók hann lítinn eða ekki þátt í störf- um þeirra. Hann fékkst til starfa fyrir Verkfræðingafélag íslands, var í stjórn þess um árabil og m.a. vara- formaður þess um hríð, og starfaði einnig í stjórn Lífeyrissjóðs verk- fræðinga um árabil. Sumarið 1944 gekk Páll að eiga Björgu Hólmfríði Björnsdóttur, Jós- efssonar læknis á Húsavík og sett- ust þau að á Siglufirði. Börn þeirra eru Sigríður Ásthildur, f. 19. sept- ember 1945, og Ólafur, f. 20. mars 1947, bæði búsett í Reykjavík. Eig- inmaður Ásthildar er Leifur Bene- diktsson verkfræðingur og eiga þau þrjár dætur. Þegar við systkin vorum að vaxa úr grasi kynntumst við einungis Ól- afi af föðursystkinum okkar, önnur bjuggu ekki á ísafirði. Annað föður- fólk okkar heima var fjölskylda Sig- urðar Sigurðssonar, kennari (Súdda), móðurbróður pabba, og fjölskyldan í Björnshúsi, ættingjar þeirra. Var samband okkar við fjöl- skyldu Óla frænda alltaf mikið og mjög náið. Sumarið 1956 fluttum við suður og þá tókst strax mikill samgangur við fjölskyldur hinna systkina þeirra enda höfðu þau fylgst vel hvert með öðru þó langt hafí verið milli þeirra um árabil. Páli frænda og fjölskyldu hans kynntist ég fyrst þegar ég í hópi drengja í knattspyrnufélaginu Herði á Isafirði kom keppnisferð til Siglu- fjarðar nokkra daga, líklega sumarið 1955. Ekki kom til mála annað en að ég gisti heima hjá þeim hjónum og börnum þeirra og skemmst frá að segja hafði ég aldrei fyrr notið slíkrar athygli og velgjörða. Þó fót- boltinn hafi þá tekið huga manns allan, er samt svo að þessar góðu móttökur sitja lengst í minni, ásamt því að hafa fengið kynnisferð inn á rannsóknastofu frænda hjá S.R. Páll frændi var afskaplega ljúfur maður og hægur, hvers manns hug- ljúfi. Hann var orðinn aldraður og hrumur og fær vonandi góða heim- komu í kærleiksríki föðurins. Hans er sárt saknað, og þó sárast af ást- kærri eiginkonu sem lifir eiginmann sinn í hárri elli. Þau hafa bæði átt við mikla vanheilsu að stríða á síð- ari árum og við þær aðstæður er enn erfiðara en ella að una slíkum missi. Ég veit að börn þeirra hjóna taka fráfalli hans af yfirvegun og væntanlega afastúlkurnar hans líka. Að leiðarlokum þakka ég honum og fjölskyidu hans allri góða frændsemi og hlýju. _ Árni Ragnar Árnason. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og iangafi SNORRI ÓLAFSSON fyrrv. yfirlæknír, sem lést þriðjudaginn 1. júlí, verður jarðsung- inn frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 9. júlí kl. 13.30. Valgerður Björnsdóttir og fjölskylda. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför hjartkærrar móður okkar, GUÐRÚNAR DAVÍÐSDÓTTUR, Gunnlaugsgötu 2, Borgarnesi, Sigríður Héðinsdóttir, Hólmfríður Héðinsdóttir, og fjölskyldur. t Ástkær móðir mín og fósturmóðir, SIGURVEIG BJÖRNSDÓTTIR frá Völlum, Hvassaleiti 6, verður jarðsungin frá Lágafellskirkju mánudaginn 7. júlí kl.13.30. Rannveig Magnúsdóttir. Dómhildur Glassford. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, RAGNHEIÐUR GESTSDÓTTIR, Ásólfsstöðum, Þjórsárdal, verður jarðsungin frá Stóra-Núpskirkju í dag, laugardaginn 5. júlí, kl. 14.00. Margrét Ásólfsdóttir, Þorsteinn Hallgrímsson, Guðný Ásólfsdóttir, Sigurður Páll Ásólfsson, Hrafnhildur Jóhannesdóttir, Gestur Ásólfsson, Þórunn Hjaltadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartanlegar þakkir til ykkar allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐMUNDAR HELGASONAR húsasmíðameistara, Smáratúni 5, Selfossi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Ljósheima, Selfossi. Guð blessi ykkur öll. Margrét Guðmundsdóttir, Ólöf Guðmundsdóttir, Kristján Gíslason, Helga Guðrún Guðmundsdóttir, Jón Gunnlaugsson, Helgi Guðmundsson, Susan A. Faull, Guðmundur Guðmundsson, Katrín Bjarnadóttir, Edda Guðmundsdóttir, Karl H. Hillers, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs sambýlismanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, ÞORKELS ÁSMUNDSSONAR húsasmíðameistara, Seljahlíð, Hjailaseli 55, áður til heimilis á Grettisgötu 84. Anna Kristinsdóttir, Guðbjörg Þorkelsdóttir, Ásmundur Kr. Þorkelsson, Ellen Þorkelsdóttir, Kristín E. Þorkelsdóttir, Helga I. Þorkelsdóttir, Guðmundur V. Þorkelsson, Páll Guðjónsson, Hrafnhildur Kristinsdóttir, Gunnar B. Kristinsson, Kristján B. Samúelsson, Guðmundur H. Haraldsson, Jóna S. Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför, sambýlismanns míns, föður okkar, fóst- urföður og afa, EINARSJAKOBS ÓLAFSSONAR múrarameistara frá Siglufirði, Snælandi 3, Reykjavik. Helga Sigtryggsdóttir, Ólafur Óskar Einarsson, Sigríður Einarsdóttir, Garðar Einarsson, Sigurður Stefánsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.