Morgunblaðið - 05.07.1997, Síða 42
42 LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Ljóska
Ferdinand
Grettir
VIP EKX/M OFVMM/tFASriK,
kANNsici Ærri és Ap BíXiTZ
HAFN 'A péfi
(bsictla aðkalla
'-y þie
PAVte> 5-5
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Allir þeir sem flylja fólk á milli staða í atvinnuskyni ættu að hafa
tilskilin leyfi og tryggingar í lagi, segir Kristinn Snæland.
Frábær
ferðaþjónusta
Frá Krístni Snæland:
NÝLEGA komu 200 farþegar með
Concorde-þotum hingað til lands í
stutta heimsókn. Fólkið fór um
Reykjanes og í Bláa lónið á 40
tröllajeppum á risavöxnum hjól-
börðum. Jeppaferðir á slíkum farar-
tækjum er ánægjulegur vaxtar-
broddur í ferðaþjónustu lands-
manna og eftirsóttar hjá fjölda fólks
sem hingað kemur í sókn eftir ein-
hverju sem er öðruvísu eða óvenju-
legt.
Sú óæskilega staða virðist þó
vera að trúlega er ferð jeppanna
um Reykjanes öll ólögleg. Hún er
ólögleg vegna þess að jepparnir
geta ekki fallið undir lög og reglur
um bíla til fólksflutninga í atvinnu-
skyni. Hópferðabílar verða þeir ein-
ir skráðir sem taka 9 farþega í
sæti eða fleiri og bílar með færri
sæti verða ekki skráðir nema sem
leigubílar og enginn umtalaðra
jeppa var skráður leigubíll. Auk
þess óku þeir einungis slóðir sem
leigubílar og hópferðabílar geta sem
best annast. Það sem skiptir máli
í þessu sambandi hefur auðvitað
verið sú staðreynd að fólkið vildi
fá jeppana og einnig að hægt var
að selja því jeppaferðina á miklu
hærra verði en unnt hefði verið með
hópferðabílum eða leigubílum.
Þessvegna er auðvitað ekkert nema
gott að segja um slíka ferðaþjón-
ustu en þess verður þá að krefjast
að viðkomandi jeppaeigendum sé
gert kleift að skrá bílana til atvinnu-
aksturs og gert að tryggja þá sem
slíka en auk þess sé þess gætt að
þeim aki ekki aðrir en sem til þess
hafa réttindi. Rökstuddur grunur
leikur á að hingað til hafi skort
verulega á þessi atriði.
Þrátt fyrir allt frelsistalið um
markaðinn og markaðslögmálin má
ætla að gætnir menn telji að hóf-
legt skipulag þurfi að vera á fólks-
flutningum og þjónustu við ferða-
menn. Sá misbrestur sem ég geri
hér að umtalsefni, röng skráning,
engin atvinnutrygging og hugsan-
lega réttindalitlir ökumenn á trú-
lega einnig við um fjölda annarra
bíla sem nýttir eru í ferðaþjónustu.
Þar byggist röng skráning, röng
trygging og réttindalitlir ökumenn
á því að farið er bak við lög og
reglur með því að kalla aksturinn
„ókeypis". Þetta er stundað af
hestaleigum, siglingafólki og gisti-
heimilum svo fátt eitt sé nefnt.
Framkvæmdin er á eftirfarandi
hátt. Leyfi er fengið til að leigja
út (svona sem dæmi) 3 kajaka á
Rauðavatni. Þegar leyfið er fengið
er keyptur 9 til 15 manna bíll. Gjald-
skrá er sett upp fyrir kajakann og
innifalið í leigu þeirra er það sem
kallað er „ókeypis akstur" til og frá
Rauðavatni. Nú gerast þessar kaj-
akferðir mjög vinsælar, þeim er
fjölgað og það verður að kaupa fleiri
bíla. Áður en langt um líður eru
bílarnir í föstum ferðum frá hótelum
og gististöðum í borginni og kostn-
aðurinn vegna bílanna að sjálfsögðu
settur sem kostnaðarliður til frá-
dráttar tekjum vegna kajakleigunn-
ar. Þessi akstur er ekki talinn akst-
ur í atvinnuskyni einfaldlega vegna
þess að ekki er tekin sérstök
greiðsla fyrir aksturinn þó sú
greiðsla sé að sjálfsögðu innifalin í
kajakleigunni. Með þessu er þannig
hægt að senda réttindalítinn öku-
mann á vantryggðum bíl og rangt
skráðum í bullandi atvinnuakstur.
Þetta gera menn um allt land og
er vitanlega ljótur blettur á ís-
lenskri ferðaþjónustu. Þess vegna
þarf að breyta lögum um fólksflutn-
inga í atvinnuskyni. í haust eru
boðaðar breytingar á lögum um
leigubifreiðar og líklega verður að
breyta lögum um hópferðabifreiðar
nú þegar sérleyfisakstur verður
fijáls. Þetta tækifæri ætti að nota
til þess að koma lögum yfir allar
kajakútgerðir. Einfaldast væri að
setja þau einföldu lög að hver sá
sem ætlar að nota bifreið í atvinnu-
skyni til fólksflutninga (og ekkert
til um „gegn gjaldi") skal mæta
með bifreiðina á næstu lögreglu-
stöð. Þar skal eigandi eða umráða-
maður sýna tryggingaskírteini er
sýni að bifreiðin sé atvinnutryggð
(einhvern tiltekinn tíma) og skrán-
ingarskírteini er sýni löglegan far-
þegafjölda. Að þessu loknu fær bif-
reiðin merki í glugga um notkun
hennar til fólksflutninga, í atvinnu-
skyni, þann tíma sem tryggingin
gildir en þó ekki skemur en einn
mánuð og ekki lengur en eitt ár.
Fyrir þetta ætti ekki að þurfa að
greiða nema svona 500 til 1000
krónur. Það ætti ekki að þurfa að
taka fram að viðkomandi bifreið
yrði að aka maður með atvinnupróf.
Þessi einfalda skipulagning ætti
ekki að kosta mikið en breytti því
að enginn gæti þá stundað atvinnu-
akstur með fólk án atvinnuprófs eða
á rangt skráðum og rangt tryggð-
um bíl.
KRISTINN SNÆLAND,
Engjaseli 65, Reykjavík.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.