Morgunblaðið - 05.07.1997, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 05.07.1997, Qupperneq 52
52 LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ MYNDBÖIMD/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP Útgönguversið sungið í Hong Kong ÞAÐ vekur athygli hve mikillar hrifningar gætir hjá íslensku fjöl- miðlunum út af ýmsu niðurlagi Vesturlanda undanfarna daga að viðbættri sögulegri upprifjun frá BBC um Watergate-málið. Ekki þarf nema áratug til baka til að sjá, að þá hefði verið tekið nokkuð öðruvísi á þeim málum, eins og afhendingu Hong Kong, sem nú er fagnað með lúðrablæstri og söng. Kyrrahafslöndin og eyjar þess eiga að vísu að vera til um- ráða fyrir þá sem löndin byggja. En lítið er gert af því að tryggja viðunandi stjómarfar. Og er þó hvergi kvartað nema helst út af Austur-Tímor, sem sætir ekki meiri nauðgun en fjöldi annarra smásvæða. Þegar undirritaður var á ferð í Kína á fyrra helmingi sjötta tug- arins, svöruðu menn því aðspurðir að bæði Hong Kong og Taiwan (Formosa) væru kínversk en und- ir stjórn og áhrifum heimsvalda- sinna. Þessi svæði yrðu bæði tek- in innan skamms og með hervaldi ef þau fengjust ekki afhent öðru- vísi. Nú rúmum fjörutíu árum síð- ar hefur Hong Kong verið afhent, og fáar fjaðrir eftir, sem Bretar geta skreytt sig með. Þetta var svolítið öðruvísi á dögum Rudy- ards Kipling og Cecil Rhodes. En samkvæmt sjónvarpsfréttum á íslandi ber að samfagna Hong Kong-búum. Mikið efamál er að Hong Kong verði eins blómlegur staður og hann var vegna þess að kommún- istar fara heldur á hausinn en græða peninga eigi þeir á tvennu völ. Skyrta sem seld er í Florida, gott ef ekki merkt Christian Dior, kostar kannski fjörutíu dollara. Frá þessari skyrtu er gengið í Hong Kong. Hún er eitt af dæ- munum um söluvarning á Vestur- löndum, sem bæði þau og þó sér- staklega Hong Kong græddu á, en varla nokkur von til að nýir landsstjórar leyfi slíkt svínarí. Skyrtan var saumuð í suðurhluta SJÓNVARP Á LAUGARDEGI Kína og kostaði í Hong Kong þrjá dollara. Þeim í Hong Kong varð nefnilega allt að peningum. Nú er sú tíð liðin. Stöð 2 hefur verið að sýna okkur þætti um Watergate-málið, sem gerðir voru af BBC. Fram- leiðendur eru virtir á sínu sviði og maður hefði búist við að kafað hefði verið dýpra í forsendur og tíðaranda þeirra daga, sem málið þróaðist í stjórnkerfinu. í upp- hafi leit Watergate-málið út eins og farsi. En það endaði eftir mik- ið streð með þeirri dauðans al- vöru, að forseti Bandaríkjanna varð að víkja. Nokkru áður varð varaforsetinn að fara vegna þess vana síns að þiggja mútur. Ger- ald Ford var þá skipaður varafor- seti, en um hann sagði Lyndon B. Johnson, að hann gæti ekki tuggið tyggigúmmí og gengið niður stiga samtímis. Þá dytti hann. Bretum þykir henta að rifja þessi mál upp. Okkur varð meira um þegar Tyson beit í eyrun á Holyfield. Sannleikurinn er sá að eftir að Sovétríkin liðu undir lok hefur vegur sósíalismans vaxið að mun í Evrópu. Hann þykir góður að taka við eftir að öðrum hefur ekki tekist að gera allt fyrir alla. Stundum hafa átökin milli vinstri og hægri borið keim af trúar- bragðastríðum. Þáttur um skæru- hernað í Ríkissjónvarpinu sýndi þrjú slík tilfelli. Sýnt var m.a. hvernig Castro og félagar tóku Kúbu, en New York Times skrif- aði vinsamlega um hreyfinguna á þeim tíma. Seinna vöknuðu Bandaríkjamenn við andstæðing á þröskuldinum. Þeir róttæku gáfu sér ákveðna formúlu fyrir sigurstranglegum hernaði. Þeir áttu að vera eins og fískar í vatni. Þannig þurfti sigur- stranglegur skæruliði að samlag- ast þjóðfélaginu og fá það til liðs við sig. Che Guevara gaf út bækl- ing um þetta; fór svo í annað land til að framkvæma kenninguna, en þá dugði hún ekki. Á þriðju- dagskvöld var sýnd kvikmynd á Stöð 2 um eina af hetjum Amer- íku. Þetta var Geronimo, Indíána- höfðinginn, sem var margsvikinn og beittur brögðum. Norðuramer- ískir Indíánar biðu mikið afhroð við landnámið og óafsakanlegt, einnig vísundarnir. Nú eru skóg- arnir til meðferðar hjá hvítum ofurmennum. Indriði G. Þorsteinsson. Skrítið umhverfi SKEMMTILEGA ofhlaðið útlit er einkenni þeirra mynda sem Bo Welch kemur nálægt. „Be- etlejuice", „Edward Scissor- hands“, „Batman Returns", „The Birdcage", og „A Little Princess" eru t.d. myndir þar sem hann hefur haft umsjón með útliti umhverfisins. „Sumt fólk segir að allar myndirnar sem ég vinni við líti eins út en þetta lið er ein- faldlega öfundsjúkt," segir Welch. Hann getur líka látið sér fátt um finnast um smá gagnrýni þar sem hann er eftirsóttur út- litshönnuður. Ef íslenskir bíó- húsagestir hafa áhuga á að skoða handbragð Welch geta þeir skellt sér á „Men in Biack“ en Welch lagði til hugmyndir að umhverfi svartklæddu mannanna, Will Smith og Tommy Lee Jones. Konungur illmennanna ANDREAS Deja er sérfræðingur í ilimennum. Hann er ekki af- brotafræðingur heldur teiknari hjá Walt Disney fyrirtækinu. Deja teiknaði fyrstu útgáfurn- ar af Gaston í Fríða og dýrið, Jafar í Aladdin, og Skara frænda í Konungi Ijónanna. Deja ber samt ekki ábyrgð á konungi und- irheimanna, Hades, í nýjustu Dis- neyteiknimyndinni um Herkúles. Teiknarinn afþakkaði illmennið í þetta skiptið og fékk að teikna aðalhetjuna sjálfa. Þó að upprunalega hugmyndin að persónu komi frá Deja sér hann ekki um að teikna hana út í gegnum allar myndina. „Mér fyndist yndislegt að fá að teikna hvert einasta atriði en þá tæki mörg ár að fullgera myndina," segir Deja. í staðinn fyrir halda á blýantinum sjálfur stýrir hann hverju striki í hópi teiknara sem vinna undir hans stjórn. Því þrátt fyrir að tölvutækni sé nú notuð við gerð teiknimynda Disney er undirstaðan alltaf blaðahrúgur af teikningum. Deja snýr sér aftur að illmenni í næstu Disneymyndinni „The Kingdom of the Sun“. Hann á að sjá um útlit illrar Inka hof- gyðju sem vill endurheimta æsku sína. Söngkonan Eartha Kitt leggur til röddina fyrir persón- una. MYMPBÖIMD Meðalmennska Freistingin snýr aftur (Poison Ivy: The New Seduction) E g g j a n d i spcnnu- m y n d ★ FRAMLEIÐANDI: Cinetel. Leik- stjóri: Kurt Voss. Handritshöfundur: Karen Kelly. Kvikmyndataka: Feliks Pamell. Tónlist: Reg Powell. Aðal- hlutverk: Michael Des Barres, Megan Edwards, Greg Vaughan og Jaime Pressly. 95 mín. Bandaríkin. New Line Home Video/Myndform 1997. Myndin er bönnuð bömum innan 16 ára. Vio- let er ung kona sem snýr aftur til fjölskyldunnar sem móðir hennar vann fyrir þegar hún var bam. Hún hyggur á hefndir þar sem móðir hennar var rekin. Það er ósköp lítið að segja um þessa mynd. Ung stúlka virðist vera í hefndarhug, en af hveiju er hins vegar heldur óljóst. Hún not- ar sér fegurð sína og er ansi slungin stúlka. Hér reyna lélegir kvikmynda- gerðarmenn að höfða til meðaláhorf- andans sem vill kynæsingu, smá of- beldi, fallegt fólk, slatta af spennu og illsku. Ur því kemur B-mynd, sem fólk ætti ekki að eyða tíma sínum né peningum í að horfa á. Hildur Loftsdóttir. Hvorki fugl né fískur Svefngenglar (Sleepers) Spcnnumynd ★ '/i Framleiðandi: Propaganda Films/Baltimore Pictures. Leik- stjóri og handritahöfundur: Barry Levinson. Handrit byggt á bók eft- ir Lorenzo Carcaterra. Kvikmynda- taka: Michael Ballhaus. Tónlist: Allan Mason. Aðalhlutverk: Kevin Bacon, Robert De Niro, Dustin Hoffman, Brad Pitt, Jason Patrick, Bruno Kirby, Brad Renfo og Minnie Driver. 141 mín. Bandaríkin. Pol- ygram/Háskólabíó 1997. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. FJÓRIR ungir félagar halda sig meiri menn en þeir í raun eru. Eitt prakkarastrikið þeirra endar illa, og lenda þeir á betrunarheimili. Þar er þeim mis- þyrmt andlega og líkamlega en þurfa að bíða full- orðinsáranna til að hefna sín. Barry Levinson virðist vera orðinn mjög þreyttur, karlinn. í þessari mynd er ekkert nýtt né frumlegt að finna. Honum hefur þó tekist að sanka að sér frá- bærum leikurum. Af þeim eru það alls ekki stóru stjömurnar sem skara fram úr. Robert De Niro leik- ur prest af ítölskum uppruna (nema hvað!) sem hefur mikla þýðingu fyrir þá félaga. Robbi karlinn hefur oft sýnt okkur þennan leik áður. Hefði hann vandað sig betur hefði hann vel getað gert áhugaverðari persónu úr prestinum en raun bar vitni. Ron Eldard lék einn vinanna •fullorðinn, og var hann álitlegastur. Joe Perrino lék einn þeirra á barns- aldri og stóð hann sig mjög vel. Bruno Kirby lék föður hans og skapaði hann ansi skemmtilega og miður geðslega föðurímynd. Minnie Driver er fínasta leikkona á upp- leið, en hlutverk hennar er ekki bitastætt, og auk þess óþarft sög- unni með öllu. Myndin er alltof löng og væmin í þokkabót. Allt samband drengjanna við prestinn er ósmekk- lega gott. Það hefði átt að vera sterkt og áhrifaríkt, og þá hefði myndin virkað betur. Með lang- dregnum og hallærislegum atriðum lippast þessi vinátta niður í tilfinn- ingavellu, sem lætur áhorfandann ósjálfrátt ýta á framspólunartakk- ann á fjarstýringunni, þessari elsku. Umfjöllunarefnið hélt ég að ætti að snúast um misnotkun barna. Drengirnir eru misnotaðir, en það er engan veginn tekið á því máli. Þeir segjast ætla að hefna sín rækilega og taka kerfið í nefið, en svo var myndin skyndilega búin. Hættu þeir við? Alla vegana varð þessi hefnd að engu. Myndin er því í rauninni ekki um neitt. Þessi leikstjóri hefur auk þess engan myndrænan stíl. I myndinni má hins vegar sjá áhrif frá öðrum góðum leikstjórum sem hann hefur fært sér í nyt. Óspennandi mynd með klisjum á öllum vígstöðvum. Auk þess of langdregin til þess að mæla með henni sem afþreyingu. Hildur Loftsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.