Morgunblaðið - 06.07.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.07.1997, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Sungið við síkin Land míns föður hljómaði út yfír síkin í Utrecht í Hollandi, þegar Sigurbjörg Þrastardóttir leit inn á æfíngu „íslendingakórsins. “ Ut um leikskólagluggann berst raddaður söngur og rammíslenskur. Það er fimmtudagskvöld í Utrecht og yfir stendur æfing hjá eina kórnum í heiminum _sem heitir ekki neitt. Þetta er kór íslendinga sem búsettir eru í Hollandi en vegna ungs aldurs hefur hann ekki enn verið skírður. „íslendingakórinn" er eiginlega of augljóst heiti til að geta verið formlegt nafn en við lát- um það duga í bili. Verst hvað leik- skólinn stendur við fáfarna götu - engum barst til eyrna hátíðlegir tónarnir, stuðlarnir, höfuðstafirnir og hlátrasköllin. Laugað bláum straumi... „Jæja, gott fólk, við skulum slaka á,“ segir Snorri stjórnandi þegar allir hafa komið sér fyrir. Viðstadd- ir losa stífar herðar, láta höfuðið hanga og anda djúpt. Þá hefst upp- hitun raddbanda með tilheyrandi tónstigahlaupum og stökkum milli tónbila í dúr og moll. Best að vera komin vel í gang áður en haldið er á brattann því íslensku þjóðlögin eru sannarlega brött, kannski einu brekkurnar sem fólk kemst í tæri við hér í flatlendi Niðurlanda. Maí- stjarnan er til dæmis ekki fyrir hvern sem er að syngja skamm- laust, hvað þá í ijórum röddum, en kórinn smái telur slíkt þó ekki eftir sér. Tilefnið er enda ærið, þjóðhátíð- ardagur brottfluttra sem haldinn er í Delft á hentugum degi eins nærri 17. júní og kostur er. Raddirnar eru reyndar ekki full- skipaðar í kvöld, líklega vegna þess að þetta er aukaæfing. A góðum degi eru kórfélagar í þriðja tug en nú eru þrettán manns mættir og þar af einungis einn tenór, hann Roel. Ekki er nóg með að Roel haldi uppi heilli rödd heldur er hann hollenskur og þarf því að glíma við íslenskan textaframburð eftir mætti. Hann bregst við af hetjuskap og syngur fullum hálsi um gamla leggi og völuskrín rétt eins og hann hafi alist upp í íslenskri sveit. Kór- stjórinn hleypur milli radda eftir því sem þörf krefur og fyrir leik- mann er ekki annað að heyra en að á ferðinni sé fullburða kór. Vögguvísan hefur að lokum næstum svæft liðið þannig að kraft- urinn er aukinn með hressilegum ættjarðarsöng. Talið er í takt og byijað en altraddirnar gleyma að koma inn. „Takk fyrir, við skulum reyna aftur,“ kallar Snorri brosandi og klappar saman lófum. „Svo hækk- uðum við um hálftón síðast, fyrir ykkur sem ekki voruð mætt,“ til- kynnir hann og gefur tóninn á ný. í þetta sinn gengur allt að óskum og altraddirnar fara á kostum. Sungið er um land míns föður sem laugað er bláum straumi, texti sem sniðinn er til að hræra hjörtu hol- lensku íslendinganna á þjóðhátíðar- daginn. Sér í lagi þar sem dvalið er í landi sem ekki er laugað nema stilltum síkjum. Brot af þínu bergi er... Það var einmitt á þjóðhátíðardag- inn fyrir ári sem kórinn var stofnað- ur. Þá komu nokkrir söngfuglar saman rétt fyrir þjóðhátíðarsam- komu íslendingafélagsins og settu saman dagskrá til flutnings. Sú uppákoma varð kveikjan að kórnum góða sem _ síðan hefur sungið á þorrablóti íslendingafélagsins sem og jólatrésskemmtun, auk 17. júní. „Við störfum upp á eigin spýtur og erum óháð íslendingafélaginu," segja kórfélagar stoltir í pásunni. LISTIR Morgunblaðið/Sigurbjörg Þrastardóttir SUNGIÐ er um land míns födur sem laugað er bláum straumi. „Samkomur félagsins hafa þó verið okkar eini vettvangur hingað til, svona á meðan við erum að koma undir okkur fótunum. Síðan stendur til að færa út kvíarnar, heimsækja skóla og sjúkrahús og leyfa þannig hinum almenna hollenska borgara að njóta söngsins." - Er ekkert á döfinni að syngja heima á íslandi? „Tja, ef einhver góðhjartaður þar væri til í að senda okkur eins og eitt stykki flugmiða á mann mynd- um við auðvitað mæta með það sama,“ segir kórinn í kór og skelli- hlær. „Annars er á steftiuskránni að taka þátt í kóramóti íslendinga- kóra í Evrópu sem haldið verður í Ósló árið 1999. íslenskir kórar eru starfandi í Danmörku, Svíþjóð, Þýskalandi, Englandi og víðar og við ætlum að blanda okkur í þann félagsskap. Við erum strax farin að hlakka til kóramótsins og erum með æfingabúðir á pijónunum til þess að vera nú þátttökuhæf.“ Atorkan leynir sér ekki og með slíkum starfsanda hlýtur kórinn að eiga framtíð fyrir höndum. Það er hinsvegar ekki sjálfgefið að félags- skapur sem þessi þrífíst því fólk býr dreift og á frí á misjöfnum tímum. „Það þarf mikinn vilja og áhuga til þess að mæta vikulega á æfing- ar,“ segir Snorri stjórnandi og lítur með velþóknun yfir hópinn sem mættur er á aukaæfinguna. Þegar einn býr í Arnhem, annar í Roptt- erdam o.s.frv. erum við að tala um þónokkra fyrirhöfn þó landið sé kannski ekki stórt. „En þetta er bara svo skemmti- legt að við látum okkur hafa það að aka á milli," staðhæfa kórmeð- limir og opna þar með söngbækurn- ar á ný. Blik af þínum draumi Á milli laga er stutt í gamansem- ina, rökrætt er um frægð og frama og sumir taka extra-aríur til að krydda stemmninguna. Kynslóða- bilið er hverfandi í hinum frónska kór, félagar eru á öllum aldri og með ólíkan bakgrunn. Þarna eru íslenskir námsmenn, Hollendingar sem eiga ættir að rekja til íslands, íslensk-hollensk pör og önnur til- felli. Um er að ræða einskonar þver- skurð af Vinafélagi íslands og Nið- urlanda sem starfað hefur í Hol- landi í áraijölda. Á skrá þess eru um 80 félagsmenn en þeir eiga aft- ur óteljandi ættingja og aðdáendur þannig að hreyfingin er nokkuð umfangsmikil. Ljóst er að þrátt fyrir úthafið sem aðskilur ræktar fólk tengslin við eylandið gamla. í spjalli við kórfé- laga kemur fram að Áslaug málar íslenskar plöntur í tómstundum, Árni ræktar íslenska hunda af kappi, Helga gefur ásamt fleirum út íslenskt tímarit og svo mætti áfram telja. Við forvitnumst örlítið um ritstörf Helgu. Blaðið heitir Huginn og Muninn pg kemur út íjórum sinnum á ári. í því eru greinar eftir íslendinga hér ytra, sögur af íslandsferðum Hollendinga og annað efni um hvað- eina sem snertir samband landanna tveggja. „Allar greinar birtast bæði á íslensku og hollensku," útskýrir Helga. „Myndirnar eru hinsvegar bara í einu eintaki hver,“ bætir hún kankvíslega við og veifar gömlu eintaki til kynningar. „Næst verður grein um kórinn, við verðum að nýta okkur þá ein- stöku aðstöðu að hafa kórmeðlim í ritsjórn blaðsins," segir einhvern og aðrir taka undir. Söngfylkingin er nú sest við hringborð í litlu leik- herbergi og glösum er lyft til hress- ingar eftir æfinguna. Það er kannski engin tilviljun að íslend- ingakórinn fékk inni í leikskóla þeg- ar svipast var um eftir æfingahús- næði. Leikur er nefnilega meginein- kenni kórstarfsins og andinn bygg- ist á kankvísi ekki síður en lagvísi. Sjómenn eins og við Morgunblaðið/Sigurbjörg Þrastardóttir NINA Gréta, Aslaug og Roel Woudstra. í ÍSLENSKA kórnum sem starfræktur er í Hollandi eru þrír meðlimir úr sömu fjöl- skyldunni. Það eru hjónin Áslaug og Roel Woudstra og dóttir þeirra Nína Gréta. Hálfsmánaðarlega aka þau frá heimabæ sínum Hoorn 80 km leið á kóræfingar í Utrecht. Fyrst í stað voru mæðgurnar einar á ferð en fyrir stuttu var Roel beð- inn um að ljá kórnum rödd sína þar sem tenóra vantaði. Hann er vanur söngmaður og hefur tekið þátt í fjölmörgum óperett- um hjá hollenskum söngflokkum. Roel hefur í gegnum mægðirnar við Island náð ágætum tökum á málinu en íslensku söng- textana er þó stundum snúið að læra utan- að. Þá er ekki um annað að ræða en að æfa sig og Áslaug er dugleg við að halda söngblöðunum að manni sínum. Enda er húsmóðirin hvatamaðurinn að þátttöku fjölskyldunnar í kórnum. Að hlæja á íslensku „Þetta er svo ægilega gaman, skemmti- legur félagsskapur og tilbreyting frá dag- legu amstri," segir Áslaug í stuttu viðtali að kóræfingu lokinni. Hún starfar í ferða- geiranum og hefur búið í Hollandi um 30 ára skeið. „Eg veit ekki hvort þetta eru ellimörk eða hvað, en mér finnst ég núorðið hafa meiri þörf en áður fyrir að umgangast íslendinga. Það er endurnærandi að hitta fólk með sama bakgrunn og maður sjálf- ur, spjalla og hlæja á íslensku," heldur hún áfram. „ Annars finnst mér yndislegt að búa hér í Hollandi og fólkið er mjög alúðlegt. Að vísu eru menn mjög skipulagðir, stund- um þannig að visarnir á klukkunni eru látnir ráða ferðinni um of. Allir eiga skipulagsbækur, svonefndar „agendur“ og sumir líta varla inn til kunningja í kaffisopa nema ráðfæra sig við agenduna fyrst... Samband milli manna er þó al- mennt séð lifandi, í það minnsta i litium bæjum eins og Hoorn þar sem ég bý. Þar heilsar fólk mér úti á götu þó ég þekki það kannski ekki neitt. Hollendingar eru mjög vinsamlegir við útlendinga og það virðast fleiri hafa uppgötvað en ég því mér sýnist landið vera að fyllast af inn- flytjendum." Aslaug segir hinn dæmigerða Hollend- ing líkjast íslendingnum að mörgu leyti enda sjómannaþjóð að upplagi. „Hér í Hollandi er vatnið allt umlykj- andi og mótar líf fólks, rétt eins og heima á íslandi. Dugnaður er meðal helstu ein- kenna Hollendinga, aldalöng viðureign við Ægi konung hefur brýnt þá til dáða. En þjóðirnar tvær eru þó ekki eins, leiðir skilja þegar kemur að hrjóstrugu hálendi og öðru sem ásamt hafrótinu skerpir svip- mót Islendinga. Hér er veður milt, landið flatt og byggð- ir þéttar og það eru sérkenni Hollands. Sumum íslenskum ferðamönnum finnst að vísu lítið til landslagsins hér koma þar sem fjöll og jökla vantar. Ég get hinsveg- ar vottað að hér er margt að sjá ef mað- ur hefur augun opin og lærir á umhverf- ið,“ segir Áslaug og nefnir sem dæmi margvíslegan gróður, falleg vatnasvæði og fjölskrúðuga akra. Hún segist þó aldrei hætta að hugsa heim, þrátt fyrir aðlögun á erlendri grund, íslenski uppruninn fylgir henni alltaf og hún er tilbúinn að flagga honum hvar sem er. „Þegar fólk ávarpar mig af misgáningi sem Hollending er ég fljót að leiðrétta og geri það með stolti. Eg mun aldrei falla algerlega inn í fjöldann hér því innst inni er ég góðu heilli alltaf íslendingur. Mér finnst mikilvægt að rækta ræturnar og ekki síður vil ég að dætur mínar tvær viðhaldi íslenskunni og tengslunum við „móðurlandið". Föðurland þeirra er að vísu Holland en ég smita þær af íslenskri ættjarðarást sem mest ég má.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.