Morgunblaðið - 06.07.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.07.1997, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Vel heppnuð lending bandaríska geimfarsins Ratvíss á Mars Morgunblaðið/NASA ÚFIÐ og- silungsbleikt eyðimerkurlandslag beið Ratvíss er hann lenti á Mars. Hólar, hæðir og fjöll rísa gegn rauðbrúnni himnafestingunni við sjóndeildarhring. Myndin er tekin í þurrum farvegi flóðs, Ares Valles, og er talið að gijóthnullungarnir hafi sest til er flóðin sjötnuðu. Milli steinanna er vindskafinn jarðvegur. Silungsbleikt og stórgrýtt eyði- merkurlandslag STÓRBROTNAR ljósmyndir af landslagi á Mars, sem bandaríska geimfarið Ratvís eða Pathfinder sendi til jarðar í fyrrinótt, sýna sil- ungsbleikt og stórgrýtt eyðimerkur- landslag. Hólar, hæðir og fjöll rísa gegn rauðbrúnni himnafestingunni við sjóndeildarhring. Hugsanlegt var talið að loftið fengi á sig lit af rauðu ryki sem stormar hefðu þyrlað upp síðustu daga. Vísindamenn í stjórnstöð banda- ríska geimfarsins Ratvíss eða Path- finder í Pasadena í Kaliforníu áttu vart nógu sterk lýsingarorð til að lýsa ánægju sinni með hversu vel lending farsins tókst á Mars og þeim stórbrotnu ljósmyndum af landslagi plánetunnar sem Ratvís tók að senda til jarðar nokkrum mínútum seinna. Eru það fyrstu myndirnar sem ber- ast frá Mars í 21 ár. Lending Ratvíss tókst betur en bjartsýnustu menn þorðu að vona og því braust út mikill fögnuður í stjóm- stöðinni í Pasadena þegar myndir tóku að berast. Sást þá reyndar strax að loftbelgir sem drógu úr högginu í lendingunni höfðu ekki lagst fylli- lega saman og að hluta til lagst yfir brú sem lítið farartæki, Mars-jeppinn, verður að aka niður á leið sinni út á yfirborð Mars. Fyrirmæli send frá jörðu í þeirri von að pokarnir drægj- ust saman skiluðu ekki fullnægjandi árangri í fyrstu. Var talið að það gæti seinkað fór jeppans um yfirborð- ið um sólarhring. Ennfremur skiptust tölvur um borð í jeppanum annars vegar og lendingarfarinu hins vegar ekki á boðum. Vísindamennimir vora þó bjartsýnir á að þeim tækist að greiða úr þeim vanda. Gert var ráð fyrir að jeppinn færi í ökuferð í dag. Til stóð að hann æki niður brúna, tæki krappa beygju til hægri og myndaði og mældi stóra steina í fyrstu lotu. Vegna hrjóstr- ugs yfirborðsins er ekki búist við því að hann geti gert víðreist á Mars. Tilgangurinn með för Ratvíss er VÍSINDAMENN í stjórnstöð Ratvíss í Pasadena í Kaliforniu réðu sér ekki af gleði þegar fyrstu merki bárust frá geimfarinu. að kanna jarðfræði Mars, en á næstu átta árum fylgja fjögur önnur geim- för í kjölfar hans til að rannsaka hvort líf, þó í smæstu mynd sé, kunni að leynast á plánetunni. Síðasta far- inu í Mars-áætluninni er ætlað að lenda þar, taka steina- og jarðvegs- sýni og snúa aftur til jarðar. með 115 hestafla VTEC vél og tveimur loftpúðum 1.480.000,- VATNAGARDAR 24 S: 568 0000 MARS-jeppinn bíður þess að aka ofan af palli Ratvíss og rannsaka grjóthnullunga umhverfis lend- ingarstaðinn. Loftbelgir, sem drógu úr lendingarhraða, umlykja geimfarið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.