Morgunblaðið - 06.07.1997, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 1997 43
IDAG
BRIDS
llmsjón (lUómundur Páll
Arnarson
SUÐUR spilar fjóra spaða.
Vestur tekur fyrsta slaginn
á hjartaás og spilar næst
kóngnum, vongóður, en
suður trompar.
Vestur gefur; enginn á
hættu.
Norður
4 ÁK1063
¥ D5
♦ D4
4 KD62
Suður
4 DG942
¥ 7
♦ ÁG63
4 874
Vestur Norður Austur Suður
1 hjarta Dobl 2 hjörtu 3 spaðar
Pass 4 spaðar Pass Pass
Pass
ÁRA afmæli. Laug-
ardaginn 12. júlí nk.
verður sjötugur Sigurður
Ingimundarson, Kópa-
vogsbraut 9, Kópavogi.
Hann tekur á móti ættingj-
um og vinum í safnaðar-
heimili Borgar við Kópa-
vogskirkju föstudaginn 11.
júlí milli kl. 16 og 19.
ÁRA afmæli. Þriðju-
daginn 8. júlí nk.
verður sjötugur Guðbjörn
Björnsson, fyrrum skrif-
stofumaður hjá Olís hf.,
Reykjavík, Bústaðavegi
87, Reykjavík. Hann og
kona hans Kristín Sturlu-
dóttir, bjóða til afmælis-
fagnaðar í Oddfellowhúsinu
við Vonarstræti í Reykjavík
á afmælisdaginn milli kl.
17 og 19.
Svolítið gamaldags sagnir,
en hvað um það, niðurstaðan
er rétt og vandamálið er að
spila geimið til vinnings.
Hver er besta áætlunin?
Þegar búið er að aftrompa
AV virðist nokkuð sjálfsagt
að spila laufi að hjónunum.
En það er illa ígrunduð spila-
mennska, því ef laufásinn
liggur í austur, er öruggt að
vestur á tígulkóng. Og þá
fær vömin tvo slagi á lauf
og einn á tígul.
ÁRA afmæli. Á
morgun, mánudag-
inn 7. júlí, verður fimmtug-
ur Frímann Kristinn Sig-
mundsson, Grenibyggð
11, Mosfellsbæ. Hann tek-
ur á móti gestum föstudag-
inn 11. júlí nk. í Kiwanis-
húsinu í Mosfellsbæ frá kl.
18.
Norður
4 ÁK1063
¥ D5
♦ D4
4 KD62
Vestur Austur
4 5 4 87
¥ ÁKG843 I ¥ 10962
♦ K85 11 1111 ♦ 10972
4 G95 4 Á103
Suður
4 DG942
¥ 7
♦ ÁG63
4 874
Samkvæmt sögnum er
ljóst að vestur á annað hvort
laufás eða tígulkóng. Austur
getur ekki átt bæði spilin,
því þá er vestur ekki með
opnunarstyrk. Með þetta í
huga er best að spii smáum
tígli heimanfrá að drottning-
unni. Ef austur drepur á tíg-
ulkóng, er engin hætta á að
gefa nema einn slag á lauf.
En sé staðan eins og að ofan,
fríast tveir slagir á tígul með
því að spila að drottningunni
og þá má henda niður tveim-
ur laufum í borði.
HÖGNIHREKKVÍSI
ORÐABÓKIIM
Veira - vírus
SNÍKILL í lifandi
frumum nefnist viro-
ses á erlendum málum.
Þegar þetta orð barst
inn í íslenzkt mál, var
það nefnt vírus. Festist
það svo í sessi, að enn
í dag heyrist það og
sést á prenti þrátt fyr-
ir ágætt orð, sem Vil-
mundur Jónsson land-
læknir myndaði í lík-
ingu við hinn erlenda
lítt æskilega gest, þ.e.
no. veira. Þeir voru þó
til, sem vildu veita vír-
usnum þegnrétt í mál-
inu. Því til stuðnings
var minnt á að annað
orð, sem hafði ending-
una -us og til okkar
hafði borizt nokkrum
áratugum áður með
hinu þarfa eldfæri,
sem nefnist prímus, og
hafði festst í málinu.
Varð þá til nafnkunn-
ug grein eftir Vilmund:
Vörn fyrir veiru. Þar
færði hann gild rök
fyrir no. veira í stað
óíslenzkulega no. vír-
us. Ekki tókst samt að
kveða það niður, enda
þótt no. veira falli
miklu betur að ís-
lenzku beygingakerfi.
Hins vegar fer illa á
því að nota þessi no.
sitt á hvað í sömu
grein. í DV mátti ný-
lega lesa grein með
fyrirsögninni: Hættu-
legir vírusar leynast í
frumskógum Afríku. í
greininni notar höf-
undur vírus og veiru
jöfnum höndum og tal-
ar einu sinni um veiru-
fræðing. í öðrum
greinarstúf í sama
tölublaði, þar sem rætt
er um mörgæsir, er
talað um svokallaðan
Bursal-vírus, en síðan
alltaf um veiru. Hér
hefði alls staðar átt að
nota hið ágæta nýyrði
Vilmundar.
J.A.J.
STJ ÖRNUSPA
cftir Franccs Drake
KRABBI
Afmælisbarn dagsins:
Þú ert skapandi oghefur
leikhæfileika. Kímnigáfa
þín greiðir þér leið.
Hrútur
(21. mars- 19. apríl) II*
Ástamál þín eru eitthvað
óljós þessa dagana. Vinnan
gengur vel og þér tekst að
leysa flókið mál í dag.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú leggur síðustu hönd á
skemmtilegt verk í dag.
Ánægjulegar fréttir berast
þér, en í kvöld gætir eirðar-
leysis heima fyrir.
Tvíburar
(21.maí-20.júní)
Leyfðu vini þínum að ráða
ferðinni í þetta sinn, því þú
hefur gott af því að víkka
sjóndeildarhringinn og sjá
aðra hlið mála, en þína eigin.
Krabbi
(21. júní — 22. júlf)
Fjárfesting borgar sig fyrir
suma í dag. Þó þú hafir nóg
að gera skaltu gefa þér tima
til að skemmta þér í kvöld.
Ljón
(23. júlí — 22. ágúst) «
Þú ert að kanna nýja mögu-
leika fyrir framtíðina. Vertu
þolinmóður, því ekki er allt
komið inn í myndina enn.
Málin skýrast fljótt.
Meyja
(23. ágúst - 22. september) 42
Fáðu einhverja aðra til að
selja vöru þína, því þú ert
ekki rétta manneskjan tii
þess. Hlustaðu á það sem
fólk er að reyna að segja þér.
Vog
(23. sept. - 22. október)
Þú ert annars hugar í dag,
svo þú gætir fengið orð í
eyra. I kvöld skaltu sýna fé-
laga þínum umhyggjusemi
og hlýju.
Sporödreki
(23. okt. - 21. nóvember) G|||0
Hafir þú verið að mótmæla
einhverju, skaltu spyija þig
hvort það hafi verið vegna
sannfæringar þinnar á mál-
efninu, eða bara til að vera
á móti. Þú gætir unnið málið
en misst vin. Gættu þín.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. desember)
Gættu þess að gera ekkert
vanhugsað þegar vinnan er
annarsvegar, því þú mátt
ekki við því núna að gera
mistök.
Steingeit
(22. des. - 19.janúar)
Það væri ekki skynsamlegt
af þér að fjárfesta núna og
þú skalt forðast rifrildi eins
og heitan eld. Vinur mun
reynast þér vel.
Vatnsberi
(20.janúar- 18.febrúar)
Þér vegnar vel í vinnunni
vegna hugvitssemi þinnar.
Einhver titringur gæti komið
upp meðal félaga varðandi
fjármál, en í kvöld færðu
nytsamlegar ráðleggingar.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars)
Einhver fjölskyldumeðlimur
er óhress með að þurfa að
fylgja þér hvert fótmál. Þú
ættir að bjóða honum út að
borða til að ræða mátin.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
jMdÍíJÍU/ íjVJÍUf
JjJ jJjJll
0K MH4 Plus hjólaqrafa,
16 tonn, órgero 1989.
FURUKAWA 625 E bellogrofo,
15 tonn, árgerð 1991.
c* Báðar vélarnar eru í góðu
ástandi.
Nánari upplysingar gefa
Skútuvogi 12a, sími 581 2530. sölumenn okkar.
Gullfallegur Benz
Til sölu Mercedes Benz C220, svartur, árgerð 1995, ekinn 65
þús km. Sjálfskiptur, fjarstýrð samlæsing, sóllúga, 2 líknarbelgir,
rafmagn í rúðum, ABS-bremsur, litað gler, höfuðpúðar o.fl.
Staðgreiðsluverð 2.975 þús.
Upplýsingar í síma 562 6311 eða 896 0747.
lóga gegn kvíða
með Ásmundi Gunnlaugssyni.
Uppbyggjandí námskeið fyrir þá sem eiga við
kvíða og fælni að stríða og/eða eru að ganga í
gegnum miklar breytingar í lífinu.
Kenndar verða leiðir til þess að slaka á og
öðlast aukið frelsi og lífsgleði. Engin reynsla
eða þekking á jóga nauðsynleg.
Þri. og fim. kl. 20.00. Hefst 8. júlí.
Pólunarmeðterð fyrir likama og sál
Pólun (Polarity Therapy) er heildræn meðferð
og hentar þeim sem vilja viðhalda heilbrigði
sínu. Ójafnvægi á orkusviði manneskjunnar
brýst fram í iíkamlegum og andlegum
einkennum. Með léttri snertingu örvar pólun
orkusviðið og stuðlar að bættu jafnvægi.
Unnið er með heilbrigðan kjarna sem er að
finna í hverri manneskju. Pólunarmeðferð
byggist á osteopathy, ayurveda og jóga.
Lísa Björg Hjaltested, APP, er meðlimur í APTA, ameríska
pólunarfélaginu. Tímapantanir eru í afgreiðslu Yoga Studios.
Y0GA&
STUDIO
Hátúni 6a
Sími 51 1 3100
Æ
Sýning um samstæður
og andsfæður Norðmanna
03 íslendinga á miðöldum.
Þjóðminjasafn íslands
Brúðhjón
Allui boröbúnaöui Glæsileg gjaíavara Briiðarhjóna lislar
A\v\V VERSLUNIN
Lnngavegi 52, s. 562 4244.
T
SUMARTILBOÐ
Falleg gæðahandklæði
20% afsláttur
Z-BRAUTIR OG GLUGGATJÖLD,
^ FAXAFENl 14, SÍMI 533 5333.