Morgunblaðið - 06.07.1997, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.07.1997, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 1997 3K ÞORIR ÞORGEIRSSON + Þórir Þorgeirs- son fæddist á Hlemmiskeiði á Skeiðum 14. júlí 1917. Hann lést á heimili sinu á Reykjum á Laugar- vatni 25. júní síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Skál- holtskirkju 4. júlí. í örfáum orðum vil ég minnast tengdaföð- ur míns Þóris Þorgeirs- sonar á Reykjum á Laugarvatni. Aðeins þremur dögum eftir brúð- kaup mitt og Gerðar, þar sem Þór- ir var svaramaður, kom kallið. Við erum þakklát fyrir að fá að hafa haft Þóri hjá okkur þann dag. Þá hittu systkini hans, vinir og ættingj- ar hann í síðasta sinn. Þó Þórir hefði orðið áttræður innan fárra daga má segja að hann hafi kvatt langt um aldur fram ef mið er tekið af starfsorku hans og lífsþreki sem var óbilað til síðasta dags. Þrátt fyrir daglegar annir, þreyt- andi ferðalög og fundi átti Þórir ávallt til ómældan áhuga, ást og athygli handa fjölskyldunni og þar fengu allir að njóta; börn, tengda- synir og ekki síst barnabörnin sem áttu stórt rúm í hjarta hans. Ekk- ert hefur verið börnunum okkar meira tilhlökkunarefni en væntan- legar heimsóknir afa og ömmu á Hvolsvöll eða heimsóknir okkar að Laugarvatni. Ánægjan var mikil ef þau fengu að gista hjá afa og ömmu, sofa í „hvíta rúminu" eða á dýnu og fá krummasögur hjá afa fyrir svefninn. Ánægjulegt er að eiga minningar um jól með fjölskyldunni á Reykjum og ekki síður að hafa haft Þóri og Esther hér á Hvolsvelli síðustu jól. Allar góðu minningarnar kalla um leið fram söknuðinn sem er mikill. Heiðarleiki og mannkærleikur einkenndu Þóri og öll hans störf, þeim eiginleikum verðum við, sem náðum að kynnast honum, að rækta með börnunum sem með fráfalli hans fara á mis við svo mikið. Minningarnar tekur enginn frá okkur, þær munu ylja okkur um ókomin ár. Elsku Esther, mínar innilegustu samúðarkveðjur. Lars Hansen. „Að hryggjast og gleðjast, hér um fáa daga. Að heilsast og kveðj- ast það er lífsins saga.“ í dag kveðj- um við mikinn sómamann, mág minn, Þóri Þorgeirsson, einn af þeim síungu mönnum sem ekki slepptu úr dagsverki allt fram á síðasta dag. Aðeins fjórum dögum fyrir and- látið stóð Þórir við altarið í Eyrar- bakkakirkju og gaf yngstu dóttur sína í hjónaband. Það var falleg og hamingjurík stund. Eins og siður er til var haldin mikil og vegleg veisla eftir kirkjuathöfnina og mælti Þórir þar til brúðhjónanna. Lagði hann þar ungu brúðhjón- unum lífsreglurnar og vitnaði til hamingjuríks hjónabands síns og konu sinnar Estherar. Taldi hann þar einna mikilvægast að hjón sýndu hvert öðru þolinmæði og umburðarlyndi enda var hann önn- um kafinn maður. Gegndi hann oft mörgum skyldustörfum á sama tíma ásamt því að vera einn af burðarstólpum sveitarinnar í íþrótta- og félagsmálum. Kunna slíkar annir oft á tíðum að hafa reynt á þolrifin í Esther og börnum enda mátt sjá af honum margar stundirnar. Var hann henni og börnum sínum hjartanlega þakklát- ur. Eftir á að hyggja finnst manni kannski eins og hann hafi verið að kveðja fjölskyldu og vini eftir langt og hamingjuríkt líf. Slíkt veit maður aldrei en eitt er víst að svo falleg orð til konu sinnar og barna gátu vart verið borin upp á betri stundu og víst er að hann kvaddi þetta jarðlíf með friðsæld og hugarró. Þórir var glaðvær og hamingjusamur maður og mannvinur mikill. Átti hann gott með að umgangast fólk og barngóður með ein- dæmum. Nutu börn mín oft á tíðum góðs af því enda fengu þau oft að dvelja hjá þeim hjónum í lengri og skemmri tíma og minnast þau þess með sól í hjarta. Ekki skal heldur gleyma hversu yndislegur hann ávallt var tengda- móður sinni og voru með þeim mikl- ir kærleikar enda dvaldi hún við hvert tækifæri sem gafst hjá þeim hjónum á Laugarvatni. Það er ávallt sárt að missa og er missir Estherar, barna og barna- barna sýnu mestur. Megi Guð veita ykkur öllum styrk og handleiðslu á slíkri stundu. Ólöf Erla Kristinsdóttir. Við fráfall Þóris Þorgeirssonar, oddvita á Laugarvatni, koma upp í hugann margar minningar og verð- ur mér þá fyrst hugsað til þess tíma þegar ég var á Héraðsskólanum á Laugarvatni 1939-1941. Þá var gott að hitta sveitunga sinn fyrir en Þórir var þá orðinn íþróttakenn- ari við skólann. Björn Jakobsson var hinn ókrýndi konungur leikfimi- salarins en Þórir leiddi strákahóp- inn. Hafði hann nóg að gera við að þjálfa þennan ósamstæða hóp, fyrst að kenna öllum að ganga í takt, þá að fella hópinn saman í staðæfingum og loks að kenna okk- ur allskonar stökk og kúnstir á hesti og dýnu. Þetta voru skemmti- legar stundir og Þórir stjórnaði hópnum af einstakri þolinmæði og lipurð og skipti aldrei skapi, þótt misjafnlega gengi. Og þannig var Þórir alla tíð, stilltur og prúður, en kom sínu fram með hægðinni. Það er fallegt á Laugarvatni, skógi vaxin fjallshlíðin fyrir ofan byggðina, vatnið blasir við og víð- áttan í suðri. Þar undi Þórir vel, stofnaði þar heimili, byggði hús og starfaði við skólana sem íþrótta- kennari og síðar bættust sveitar- stjórnarstörfin við. Ég mun ekki rekja þau störf hans eða fyrir íþróttahreyfinguna í landinu - það munu aðrir gera - heldur vil ég minnast og þakka samstarf okkar um málefni heil- brigðisþjónustu í uppsveitum Ár- nessýslu, allt frá árinu 1970 að Þórir varð oddviti og fram á síðast- liðið ár, bæði í oddvitanefndinni og síðar stjórn Heilsugæslustöðvarinn- ar í Laugarási. Þegar ég var á Laugarvatni var þar hjúkrunarkona og hafði inni í einu litlu herbergi, en úr því rættist síðar, og hreppurinn lagði henni til starfsaðstöðu. Laugarvatn var orð- inn skólabær, byggðin hafði vaxið og ferðamenn fjölmenntu á staðinn. Með lögum frá 1978 var stofnað Heilsugæslusel á Laugarvatni en reksturinn hélst samt óbreyttur um tíma. Hjúkrunarfræðingurinn var áfram starfsmaður menntamála- ráðuneytisins og Þórir oddviti vakti yfir heilsugæslunni á staðnum, studdur af sveitungum sínum, en Lionsklúbburinn gaf m.a. áhöld og tæki. Árið 1986 yfírtók svo Heilsu- gæslustöðin í Laugarási reksturinn, en Þórir sá áfram um daglegan rekstur og vakti yfir velferð stofn- unarinnar. Síðast minnkaði hann við sig oddvitaplássið, svo að heilsu- gæslan fengi þar rýmri aðstöðUj_____ En jafnframt vann Þórir heils hugar að uppbyggingu þeirri, sem orðin er í Laugarási með nýrri heilsu- gæslustöð. Þórir var prúður maður og glað- lyndur - og ég man að hann sagði oft, þegar við hittumst: „Hvað segja Skeiðamenn í dag?“ og svo var sleg- ið á létta strengi. í bók Sigurðar Nordal, íslensk menning, bendir hann á, að íslensk tunga varðveiti enn úr heiðnum sið orðið „drengur", sem gild ástæða sé til að telja með dýrustu eignum þjóðarinnar. Um orðið leiki „heiðuí"*’ blær óspilltrar æsku, hreinlyndis og trausts" og vitnar til dæma úr ís- lenskum fornsögum um drengskap. Mér finnst orðið lýsa Þóri vel, í mínum huga var hann drengur góð- ur og því kveð ég hann með sökn- uði. Ester og börnunum sendi ég samúðarkveðjur. Jón Eiríksson. • Fleiri minningargreinar um Þóri Þorgeirsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu Hagskinna Sögulegar hagtölur um ísland í fyrsta sinn á íslandi, söguleg tölfræðihandbók, byggð upp á skýran og einfaldan hátt. Aðgengilegt og víðtækt heimildarrit öllum þeim sem _ vilja kynna sér þróun þjóðfélagsins í tölum. Hagskinna geymir gríðarlegt magn tölulegra upplýsinga um land og þjóð. Elstu tölur í ritinu eru frá byrjun 17. aldar og hefur ýmislegt efni Æ bókarinnar ekki komið fyrir sjónir almenn- ings áður. Meðal efnis í bókinni eru tölur um mann- fjölda, atvinnuvegi, viðskipti við útlönd, laun, neyslu, verðlag og vísitölur, fjár- málastarfsemi, þjóðarframleiðslu, félags og heilbrigðismál, dómsmál, skólamál, menningarstarfsemi og kosningar. Hagskinna er prýdd fjölda skýringar- mynda og er 957 bls. Verð 7.900 kr. Hagskinna á geisladiski. Verð 9.900 kr. Sé bókin keypt ásamt geisladiski er veittur 15% afsláttur. Ýmsir greiðslumöguleikar í boði. Hagskinna er fáanleg í afgreiðslu Hagstofunnar. Opnunartími 8:30-16:00. -cr Pöntunarsímar 560 9860 og 560 9866 ir Hagstofa íslands Skuggasundi 3 150 Reykjavík - Sími 560 9800 - Bréfasími 562 8865
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.