Morgunblaðið - 06.07.1997, Blaðsíða 32
^32 SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 1997
MIIMIMINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+
Ástkær sonur okkar, bróðir og mágur,
SVAVAR STEINN PÁLSSON,
Ásabraut 6,
Sandgerði,
lést á gjörgæslu Sjúkrahúss Reykjavíkur mánu-
daginn 30. júní.
Hann verður jarðsunginn frá Hvalsneskirkju
þriðjudaginn 8. júlí kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast
hans, er bent á björgunarsveitina Sigurvon, Sandgerði, eða Hvalsnes-
kirkju.
Sesselja Aðalsteinsdóttir, Kári Jónsson,
Páll Gíslason, Ósk Guðmundsdóttir,
Ingvar Júlíus Helgason, Guðbjörg Sif Sigrúnardóttir,
Fanney Dóróthe Halldórsdóttir, Arnar Óskarsson,
María Guðmunda Páisdóttir,
Gísli Jónatan Pálsson.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
BERGLJÓT HÓLMFRÍÐUR
INGÓLFSDÓTTIR
frá Seyðisfirði,
Eiðistorgi 7, Seltjarnarnesi,
sem lést mánudaginn 30. júní, verður
jarðsungin frá Ytri-Njarðvíkurkirkju, miðviku-
daginn 9. júlí kl. 14.00.
Jóhannes Ágústsson,
Hrólfur Brynjar Ágústsson,
Guðrún Ágústsdóttir,
Dúa Berg, Ágúst Fannar og Bjarki Fannar Hrólfur.
Maria Ohlsson,
Anne-Lie Ardenheim,
+
Útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður og afa
GUNNARS PÁLS JÓAKIMSSONAR
fiskifræðings
í Kiel,
fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn
8. júlí kl. 10.30.
Helga Jóakimsson,
böm, tengdabörn og barnabörn.
+
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURÐUR JÓNSSON
frá Skálanesi,
síðast til heimilis
á dvalarheimilinu Höfða,
Akranesi,
lést á Sjúkrahúsi Akraness að morgni
sunnudagsins 29. júní.
Jarðarförin fer fram frá Akraneskirkju í dag, mánudaginn 7. júlí,
kl. 14.00.
Böm, tengdadóttir og barnabörn.
+
Bróðir minn og vinur okkar,
KARL HILMAR JOHNSEN,
sem lést á Kumbaravogi föstudaginn 27. júní, verður jarðsunginn frá
Fossvogskaþellu þriöjudaginn 8. júlí kl. 13.30.
Knud Chr. Juel
og starfsfólk Blindravinafélags íslands.
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SIGURBJÖRG DAVÍÐSDÓTTIR,
Aðalgötu 14,
Keflavík,
sem lést á heimili sínu mánudaginn 30. júnl
sl., verður jarðsungin frá Ytri-Njarðvíkurkirkju
þriðjudaginn 8. júlí kl. 14.00.
Erla Eyjólfsdóttir, Magnús Hvanndal Hannesson,
Hafsteinn Eyjólfsson, Inga Lóa Hallgrímsdóttir,
Bragi Eyjólfsson, Elísabet Dröfn Ástvaldsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
LÝÐUR
PÁLSSON
+ Lýður Pálsson
fæddist í Hlíð í
Gnúpverjahreppi
hinn 2. júlí 1906.
Hann lést á Vífils-
stöðum 26. júní síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Páll
Lýðsson bóndi í
Hlíð, f. 1869, d.
1943, og kona hans
Ragnhildur Einars-
dóttir frá Hæli, f.
1878, d. 1954.
Systkini Lýðs voru:
Einar Pálsson, ban-
kaútibússljóri á Sel-
fossi, d. 1980, Aldís Pálsdóttir
húsfreyja í Litlu Sandvík, Stein-
ar Páisson bóndi í Hlíð, d. 1997,
Bjarni Pálsson, iðnskólastjóri
og byggingarfulltrúi á Selfossi,
d. 1987, Ragnheiður Pálsdóttir
húsmóðir á Selfossi, og fóstur-
systir Hulda Runólfsdóttir,
kennari í Hafnarfirði.
Lýður giftist árið 1942 Guð-
björgu Steinsdóttur, f. 8. apríl
1910, d. 1. apríl 1995. Foreldrar
hennar voru Steinn Magnússon
og kona hans Sólveig Guð-
mundsdóttir í Bjargarkoti í
Fljótshlíð. Sonur
Guðbjargar og fóst-
ursonur Lýðs er
Steinn Þorgeirsson
vélatæknifræðing-
ur. Kona hans er
Svanhildur Sveins-
dóttir frá Selfossi.
Þeirra börn eru:
Guðbjörg, Sveinn
Arnar og Ragnar
Páll.
Lýður lauk gagn-
fræðaprófi frá
Flensborg árið
1924 og prófi frá
Samvinnuskólanum
árið 1929. Hann
vann lengi á búi foreldra sinna
í Hlíð. Var síðan bóndi þar frá
1942 til 1971. Lýður var hrepp-
stjóri þeirra Gnúpveija í nær
30 ár. Hann brá búi árið 1971
og flutti, ásamt Guðbjörgu
konu sinni, til Reykjavíkur.
Vann hann þar ýmis störf til
eftirlaunaaldurs, og bjuggu þau
lengst af í Gautlandi 21.
Utför Lýðs fer fram frá Þjóð-
kirkjunni í Hafnarfirði á morg-
un, mánudaginn 8. júlí, og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Þegar ég kveð Lýð föðurbróður
minn í hinsta sinn eftir fjörutíu ára
samvistir horfi ég á eftir einum af
mínum allra traustustu vinum.
Raunar er tilfínningin líkari því sem
um föður minn væri að ræða enda
tók hann mér alltaf sem eigin dótt-
ur og sonum mínum var hann eins
og besti afi.
Ég ólst upp í nábýli við Lýð og
konu hans Guðbjörgu, bjó hjá þeim
á skólaárum mínum í Reykjavík og
eftir að ég stofnaði fjölskyldu var
heimili þeirra griðastaður fjölskyldu
minnar. Eftir að Guðbjörg dó hélt
Lýður uppi heimili þeirra og áfram
leituðu sporin þangað, smá sem
stór.
Nú eru tímarnir breyttir en minn-
ingarnar streyma fram og ylja. Það
er eins og maður finni trausta ná-
vist Lýðs, vinar sem stóð alltaf með
sínum eins og klettur, sagði ekki
margt en var til staðar óhagganleg-
ur. Hann lét heldur ekki óbreytan-
lega hluti raska ró sinni. Sem dæmi
um það svaf hann rólega þó rigndi
ofan í flatt hey og hafði það meira
að segja á orði að hann svæfi aldr-
ei betur en í rigningu. Þannig var
æðruleysi Lýðs. Hann lagði hins
vegar mikla áherslu á að koma í
veg fyrir óhöpp og gætti þess vel
að fyllsta öryggis væri gætt.
Það var Lýð mikið áfall þegar
faðir minn veiktist í vetur og dó.
Þeir höfðu alið saman aldur sinn
og starfað saman mestan hluta
ævinnar og böndin voru sterk. Það
var næstum eins og þeir þyrftu
ekki að tala saman, þeir læsu hug
hvor annars. Sú yfirvegun og ró
sem ríkti á dánarbeði þeirra beggja
er dýrmætt vegamesti fyrir þá sem
eftir lifa.
Um leið og ég votta Steini, Svönu
og börnum þeirra mína innilegustu
samúð vil ég þakka þeim hversu
frábærlega þeir studdu bæði Guð-
björgu og Lýð þegar hallaði að degi.
Slík vinátta er okkur hinum til
hvatningar og eftirbreytni.
Elín Erna Steinarsdóttir.
Það varð stutt á milli bræðranna,
föður míns og Lýðs, sem við kveðj-
um nú. Það má teljast hafa verið
einstaklega góð samvinna sem þeir
bræðurnir höfðu með sér í búskapn-
um í Hlíð, fyrst í félagsbúi, en síðar
voru þeir hvor með sinn bústofn,
en útihús og vélar voru í félags-
rekstri. Lýður var mjög framfara-
sinnaður og áhugasamur um upp-
byggingu jarðarinnar, ræktun,
byggingar, tækjakaup og annað
sem til framfara horfði.
Það var að vísu komið fram á
seinni búskaparár hans, þegar við
unnum saman, og búskapur hans
kominn í fastar skorður, en hann
var samt ávallt áhugasamur um það
sem til framfara horfði.
Það var einkennilegt hve Lýður
var fljótur að vinna ýmis verk þrátt
fyrir nokkra bæklun á handlegg.
Hann var einhvern tíma spurður
hvers vegna hann væri sérstaklega
fljótur að binda hey. Hann sagðist
telja handtökin og finna út hvernig
vinna mætti verkið með sem fæst-
um handtökum. Nú til dags er þetta
víst kallað gæðastjórnun. Ekki varð
vart neins sérstaks asa, en fum-
laust var unnið. Lýður var vel
menntaður, enda útskrifaðist hann
frá Flensborg og Samvinnuskólan-
um með hæstu einkunnum. Sér-
staklega var hann mikill stærðfræ-
ingur og áhugamaður um þau
fræði. Einnig var hann mikill skák-
maður. Það var ávallt mikið fjöl-
menni á heimili Lýðs og Guðbjargar
og það eru margir sem eiga góðar
minningar um þau hjón og dvöl sína
hjá þeim. Guðbjörg var afburða vin-
sæl, hún var svo hlý og það var
ávallt veislumatur á borðum.
Lýður var alveg sallarólegur þótt
fyrirferð gæti verið i krökkum.
Hann hafði líka gaman af smá
prakkaraskap, frumlegur í tilsvör-
um og uppátækjum. Eg vil þakka
Lýð sérstaklega hve hann hvatti
mig til náms, og hann hafði sér-
staka ánægju af að aðstoða við
úrlausn stærðfræðiviðfangsefna.
Lýður og Guðbjörg voru orðin
roskin þegar þau hættu búskap og
fluttu suður, en Lýður vann samt
ýmis störf á nýjum vettvangi.
Það var auðfundið að hann hafði
hug. á störfum sem hæfðu betur
menntun hans og kunnáttu, en núna
tel ég að hann muni vera kominn
á heimavöll að sinna stærðfræði og
öðrum vísindum.
Við sem bjuggum í austurbænum
þökkum Lýð og Guðbjörgu fyrir
einstakt samstarf og vináttu.
Páll Ragnar Steinarsson.
Fyrir rúmum tveimur árum
kvöddum við Guðbjörgu Steinsdótt-
ur, fyrir fjórum mánuðum Steinar
Pálsson og nú Lýð bróður hans.
Þarna hafa á tiltölulega stuttum
tíma farið yfir móðuna miklu þijú
af þeim fjórum sem stóðu fyrir
búinu í Hlíð í Gnúpveijahreppi á
þeim tíma þegar ég var þar í sveit.
Katrin Árnadóttir er nú ein eftir til
að halda uppi merkinu sem hún
gerir með reisn.
Ég tel mig hafa verið gæfumann
að fá að eyða sumrum æsku minnar
í návist þessa fólks og í því um-
hverfi sem þau þjuggu í, mótuðu
og mótuðust af. Ég var í sveit hjá
Guðbjörgu og Lýð löngu áður en
minni mitt nær til. Þegar ég fyrst
man til gerði ég ekkert til gagns
en þeim mun fleira til gamans.
Eftir því sem þroski sagði til um
bættust við störf og ábyrgð. Á Hlíð-
arheimilinu voru margir krakkar á
misjöfnum aldri og hver tók við
starfi af öðrum eldri þegar sá fékk
þroska til að takast á við enn vanda-
samari verkefni.
Lýður og Steinar voru að ýmsu
leyti ólíkir en að öðru leyti líkir.
Þetta held ég að hafi verið búrekstr-
inum frekar til bóta. Lýður var full-
trúi hefðar og nokkurrar fastheldni
en Steinar hygg ég að hafi lagt
meiri áherslu á nýja tækni og vinnu-
brögð. Búrekstur var verulega
vinnuaflsfrekari þá en nú, þótt
vinnutími og álag á þá sem greinina
stunda í dag hafi áreiðanlega ekki
minnkað. Það hefur því verið tölu-
vert atriði að hafa nægilegan og
hæfan mannskap til að ná því að
nýta þurrk til heyverkunar og koma
heyjum heim og í hlöðu. En örugg-
lega var mikilvægast af öllu að
hafa stjórn og skipulag á verkum.
Sveitadvölin hjá Lýð og Guð-
björgu kenndi mér að vinna og að
meta gildi vinnu og samvinnu. Fyr-
ir það er ég þakklátur og tel að
uppeldið í sveitinni hafi verið mér
vegarnesti sem ég bý að enn. Þarna
hefur einnig efalítið verið lagður
grunnurinn að því að ég hef varið
allri starfsævi minni til þessa að
sinna málefnum hinna dreifðari
byggða og landsbyggðarinnar.
I Hlíð var margt fleira gert en
að annast skepnur og afla heyja. í
því mikla íjölmenni sem var á sumr-
in á báðum bæjunum var margt
skemmtilegt brallað þótt ég sé ekki
viss um að það væri allt samkvæmt
forskrift húsbændanna. Efst í minn-
ingunni eru þar íþróttamótin sem
haldin voru árlega milli krakkanna
í Hlíð og á Hæli um nokkurra ára
skeið. Það var tvímælalaust mann-
bætandi að fá að taka þátt í því
fjölskrúðuga mannlífi sem þarna fór
fram.
En Lýður bóndi átti einnig
áhugamál sem kannski var honum
miklu kærara en brauðstritið þar
sem var skákin þótt ég næði aldrei
áhuga eða árangri á því sviði. Marg-
ur sem leið átti hjá garði í Hlíð
atti kappi við Lýð á þeim vettvangi
og þegar þau hjónin fluttu til
Reykjavíkur hygg ég að hann hafi
getað sinnt skákinni svo sem honum
líkaði.
Lýður var vel að sér um marga
hluti og þess nutum við sem áhuga
höfðum á slíku. Mér er meðal ann-
ars minnisstætt að hjá honum lærði
ég margt í stærðfræði, meðal ann-
ars algebru, því hann átti auðvelt
með að útskýra leyndardóma henn-
ar. Eftir aðstoðina frá honum átti
ég ekki í neinum erfiðleikum með
að skilja námsefnið.
Nú er komið að leiðarlokum.
Þótt langt sé síðan Lýður og Guð-
björg slepptu af mér beislinu á ég
þeim þakkarskuld að gjalda sem
ekki verður nú greidd með öðrum
hætti en þessum fátæklegu þakkar-
orðum og með þeirri hlýju sem ég
ber í huga þegar ég minnist þeirra.
Sigurður Guðmundsson.
Nú eru fallnir frá, með stuttu
millibili, tveir heiðursmenn: Lýður
Pálsson og Steinar Pálsson, bænd-
ur í Hlíð í Gnúpveijahreppi. Ég var
svo lánsamur að kynnast þeim vel
því ég var heimalningur á bænum,
eins og raunar bræður mínir báðir.
Og auðvitað er Hlíð yndislegasti
staður á jörðinni enda er varla til
hlýlegra og fegurra bæjarstæði
með kafloðið lágatúnið og stórhól
í forgrunni en stöðulbali, hálsinn
og fjallið rísa á bak við bæinn.
Þannig sé ég Hlíð fyrir mér á sól-
ríkum sumardegi snemma í júlí og
ef ég man rétt var oft byijað að
slá heimatúnið á afmælisdaginn
hans Lýðs, annan júlí. í vesturbæn-
um bjuggu Lýður og Guðbjörg en