Morgunblaðið - 06.07.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.07.1997, Blaðsíða 23
j— MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 1997 23 Brottfluttir íslenskir ríkisborgarar Fjöldi 1.800 árin 1990-1996 1.600 Danmörk 1.400 1.200 1.000 Noregur Svíþjóð 200 Færeyjar Grænland Finnland 1990 20 21 1991 33 36 1992 17 22 1993 17 11 1994 11 26 1995 33 20 1996 24 8 Bandaríkin að erfítt væri að búa á íslandi, því ný kirsuber væru svo óskaplega dýr þar, án þess að nefna að samanburð- urinn væri Qarstæða, því kirsuber yxu ekki á íslenskum trjám. íslend- ingar erlendis gera sér oftast grein fyrir að það er flókið mál að ætla sér að bera saman kaup og kjör, ef allt er tekið með í reikninginn, en ekki bara einstök afmörkuð atriði. Á íslandi er langur vinnudagur oft nefndur til að skýra að fólk vill heldur búa erlendis en á íslandi. Vísast er það rétt hvað ákveðin störf varðar, en í þeim greinum erlendis, þar sem samkeppnin er mikil, er vinnudagurinn einnig mjög langur. Þeir sem eru komnir hátt á skrá í fyrirtækjum eða í raunvísindarann- sóknum á vegum háskóla eða fyrir- tækja vinna öldungis ekki frá 9-16. Ef samkeppnin á annað borð er mik- il erlendis þá er hún meiri en þekk- ist víðast hvar á íslandi einfaldlega af því að það eru svo miklu fleiri um hituna. I alþjóðlega opnum grein- um keppa ekki bara heimamenn, heldur hæfíleikafólk hvaðanæva að. Ef svara á spumingunni af hveiju fólk flytji er því nær að horfa á all- ar aðstæður. Fólk sækir einfaldlega í áhugaverð störf, sem ekki bjóðast heima fyrir, leitar eftir tækifæmm, sem þar er ekki að hafa, eða kýs að búa í margmenni. Aö nýta Íslendinga erlendis íslendingar erlendis segjast flestir fylgjast með því sem sé að gerast á íslandi á þeirra sviði, þótt þeir fylg- ist vart með dægurmálum eða stjórnmálum. Myndbandsspólur og blaðaúrklippur frá íslandi rata víða um heim og auðvitað hefur alnetið gjörbreytt möguleikum fólks til að fylgjast með heimahögunum og samskiptin ganga á báða vegu. Séu íslendingar erlendis spurðir hvort þeir hefðu áhuga á að gera eitt- hvað, sem snerti ísland, svara þeir langflestir að það vildu þeira gjarnan gera ef tækifæri byðist. Samheldni þeirra, sem flytja brott, er iðulega mjög mikil. í Bandaríkjun- um eru til dæmis Asíubúar og írar þekktir fyrir mikla samheldni og góðum tenjgslum við ísland og eftir kynnin af Islandi hefur vinnuveit- andi hans einnig fengið á huga á íslandi. „Það situr í manni að maður er fæddur á íslandi og þó maður búi erlendis er hugurinn mikið á ís- landi. Ætli maður hafí ekki gamla góða ungmennafélagsandann í sér. Svo er líka gaman að fylgjast með hvað íslendingar erlendiseru að gera. Það er heillandi við ísland að hlutirnir geta gerst hratt, því fyrir- tækin eru flest lítil og eiga að vera snögg í snúningum. Hérna eru fyrir- tækin aftur á móti oft svifaseinni enda stærri upphæðir í veði, ríkari hefðir og ekki eins mikill „við redd- um þessu“ hugsunarháttur eins og íslendingar eru frægir fyrir.“ Hvað sölu og yfírtöku fyrirtækja varðar segir Róbert að gallinn við ísland sé óhjákvæmilega að flest fyrirtæki þar séu lítil. „Það er óvíða meiri ástæða til að fyrirtæki slái sér saman og myndi meðalstór fyr- irtæki á alþjóðamælikvarða, en það er erfitt, þegar það eru hundrað smákóngar hver í sínu horni og all- ir vilja ráða. Það er hins vegar ják- vætt að sjá að islenska utanrlkis- ráðuneytið hefur byggt upp við- fyrir að rækta sambandið við heima- landið, eins og rannsóknir á þessum hópum sýna. Svíar og Norðmenn hafa margir hveijir komið sér vel fyrir I Bandaríkjunum og hafa einn- ig nýst gömlu löndunum vel og heima verið vilji til að nýta sambönd- in heimalöndunum til framdráttar. Dani I viðskiptalífínu segist hafa mikið gagn af Dönum, sem komið hafa sér fyrir I evrópskum banka- heimi, og Islendingar, sem geta sér gott orð I sínu fagi, geta líka opnað öðrum löndum leiðir. Velgengni ís- lenskra söngvara getur vakið at- hygli á íslenskum söngvurum al- mennt, rétt eins og hefur gerst með finnska tónlistarmenn, og velgengni Bjarkar hleður örugglega undir aðra landa á því sviði. Hægt og bítandi leiðir eitt af öðru. Það eru einnig dæmi um íslenska athafnamenn erlendis, sem hafa nýst íslandi vel. í þeim hópi heyrist reyndar stundum að þeim sé mætt með tortryggni heima fyrir. Heima- mönnum finnist þeir vita allt best sjálfir, hlusti ófúsir á ráð „útlending- anna“ sökum minnimáttarkenndar og séu oft hræddir við að þeir, sem koma erlendis frá, séu að leita til íslands til að krækja sér I eitthvað fyrir lítinn pening. Svo er það þessi gamla saga, sem sífellt er ný, að Islendingar eru slóðar að svara bréf- um. Þeir eru ekki ófáir, sem hafa gefist upp á viðskiptum við ísland, af því þeir fá aldrei svar. Dani, sem hefíir stundað viðskipti við íslendinga og ítali, segir að mun erfiðara sé að komast I samband við íslendinga en ítali, sem þó séu engin fyrirmynd. Ef íslendingum á Islandi tekst að nýta sér þá útréttu hönd, sem íslend- ingar erlendis rétta iðulega heim, þá er ekki ósennilegt að það sem við fyrstu sýn virðist atgervisflótti geti I raun verið hin besta búbót og skapað tækifæri, sem þeir sem heima sitja koma ekki auga á. Er- lendis frá geta borist sambönd og ráð og með opnari Qármálamörkuð- um einnig fé. Heimamenn þurfa þá líka að vera tilbúnir að hlusta á góð ráð I stað þess að afgreiða þau öll sem vitleysu „útlendinganna". skiptaskrifstofu, sem vonandi á eft- ir að nýtast vel. Danir hafa til dæm- is lengi nýtt sendiráðin sín vel fyrir fyrirtæki.“ Róbert hefur mesta trú á vöxt I upplýsingatækni og ferða- iðnaði, þótt þessar greinar séu miklu minni á íslandi en sjávarút- vegurinn. „Stjórnmálamenn geta búið I haginn fyrir upplýsinga- tækni. í Israel hefur til dæmis orð- ið gífurlegur vöxtur á þessu sviði, ekki síst fyrir stuðning stjórnvalda. Heima á íslandi ætti að byija á að efla Háskóla íslands, sem er I fárán- legu fjársvelti I þessum greinum. Kerfis- og tölvufræðingar eru alltof fáir miðað við hver þörfin er og verður. Sérstaklega ef ísland ætlar að tryggja samkeppnisstöðu lands- instilframbúðar." „Fara ekki flestir heim á endan- um“, segir Róbert, þegar talið berst að því hvort hann sé sestur að I útlöndum. Það er greinilega enn of snemmt að segja hvar hann endi. Hann hefur áhuga á að starfa er- lendis, en hefur líka annað augað á því sem er að gerast heima fyrir og vill gjarnan láta netfangið fljóta með, ef einhver vildi hafa samband: rrobertssondk- online.dk. „ISLAND TOGAR ALLTAFIMANN" I EIÐIN lá upphaflega til Kaup- ™ mannahafnar, því Þórhall Sig- urðsson langaði til að skipta um umhverfi. Hann byijaði I háskólan- um, vann I byggingarvinnu, við skúr- ingar og I þessu venjulega harki, segir hann sjálfur. Bróðir hans, Steinar Sigurðsson er arkitekt og fyrstu kynnin af faginu I gegnum bróðurinn heilluðu Þórhall, svo hann reyndi að komast I arkitektúr I Lista- akademíunni. Á þeim árum voru nemendur valdir eftir hlutkesti og þegar Þórhallur vann ekki I því happadrætti fór hann I innanhúss- arkitektúr á Danmarks Designskole. Hann spreytti sig svo aftur á að komast I arkitektúr og þá var komið inntökupróf, sem hann stóðst og arkitektúmum lauk hann I fyrra. Síðan hefur hann tekið þátt I sam- keppnum og unnið, meðal annars um brú á Sjálandi og nú síðast sam- keppni um byggingu leikskóla á Jót- landi, sem hann tók þátt I ásamt samstarfs- og sambýliskonu sinni. Þau reka nú saman teiknistofu og I sumar er hann búinn að vera 13 ár I Danmörku. Hann gæti alveg hugs- að sér til hreyfings, en ekki endilega til íslands aftur. Sterri rekstrarform „Það var ekki þannig að ég ætl- aði mér að vera úti, heldur kom þetta bara og ég er ekkert búinn að ákveða hvort ég sest hér að,“ segir Þórhallur, þegar talinu víkur að Danmerkurdvölinni. „Ég kom hingað af því mig langaði til að breyta um umhverfi og það fer kannski að verða tlmi til þess aftur, en annars er ég alveg hættur að skipuleggja morgundaginn. Þegar ég iauk námi I fyrra og ég hafði hugsað mér til hreyfings tók ég þátt I samkeppni ásamt félaga mínum og þar sem við unnum til verðlauna hrepptum við starfsstyrk og síðan hefur hvað leitt af öðru. Næst er það vinnan við leikskólann á Jót- Íandi og brúarframkvæmdimar á Sjálandi." Þórhallur álítur að það sé að mörguleyti líkt að vinna sem arki- tekt á íslandi og I Danmörku. „Það er mikið af ungum arki- tektum á íslandi, sem láta á sér bera og hlut- fall kvenna er tiltölu- lega hátt, sem hvort tveggja er mjög gott. En ég hef á tilfinning- unni að það sé meira hark heima við að fá verkefni og það eru ekki alveg sömu mögu- leikar á íslandi og hér að fá ferða- og starfs- styrki úr ýmsum sjóð- um og hér eru meiri möguleikar á námsferð- um og framhaldsnámi. Ég hef til dæmis fengið ferðastyrk til að fara til Jórdan. En þó ramminn sé betri hér, þá er ekki endilega betra að vera arkitekt hér. Það er bara einstaklingsbundið hvað hveijum hentar best.“ En líkt og á fleiri sviðum er margt stærra I sniðum I dönskum arkitekt- úr en á íslandi og almennt stefnir I stærri og stærri einingar. „Það eru til tveggja manna arkitektastofur hér, eins ogokkar, en svo eru líka stofur hér, þar sem vinna hundrað arkitektar. Sama er að gerast I öðr- um fögum.“ Sfyttra til Reyk javíkur oi utan en fró Reykjavík og út Um lífið að öðru leyti segir Þór- hallur að lífið I Kaupmannahöfn og Reykjavík hafi sína kosti og galla. „Almennt er vinnutími hér styttri og tekjumar hærri og almennt hefur miðlungs Daninn það betra en miðl- ungs íslendingurinn, en annars er ekki auðvelt að bera lífið saman. Tempóið er líka einstaklingsbundið. Ég þekki hátekjufólk hér, sem vinn- ur langan vinnudag undir miklu álagi, en fremur af ánægju en pen- inganna vegna. Hér er stutt I allar áttir, auðvelt að nálgast hlutina og menningarlega sjónarhomið vítt. En alveg eins og landfræðileg staðsetn- ing hér er kostur, getur hún einnig verið kostur á íslandi, ef maður sækist eftir náttúrunni þar.“ Og um aðstæður ungra arkitekta segir Þórhallur líka að erfitt sé að alhæfa, en hefðbundna ferlið sé svip- að. „Hið venjulega er að fara að vinna á teiknistofu. Ég hef bara verið sérlega heppinn. Fyrir ári datt mér ekki annað I hug en að ég færi á stofu og hefði svo kannski einhver smá verkefni meðfram. En það er mikilvægt að komast út, ferðast og vinna kannski I útlöndum og þessi tækifæri finnst mér ég hafa hér. Það ætti ekki að vera neinn munuráaðflytjatil London eða Reykjavík- ur, en samt finnst mér að ef ég flyt til íslands þá sé það til frambúðar, en ekki ef ég flytti annað. Það er eins og það sé sálfræðilega erfiðara að flytja burtu frá íslandi, ef maður er einu sinni snúinn heim. Hluti af þessu er að hér er auðvelt að fá leigt, meðan á íslandi er það nánast skil- yrði að eiga húsnæði sitt sjálfur og um leið er maður síður hreyfanleg- ur. Það virðist styttra og ódýrara að fara héðan til íslands en öfugt.“ Samanburðurinn við lífið á íslandi er ekki einfaldur. „Það er I báðum tilfellum dýrt að fara til New York, en hér stutt I áhugaverða staði. Á móti kemur að hér hef ég ekki dag- legt útsýni til Esjunnar, sem ég sakna. Áð vera án íslenskrar náttúru og svo auðvitað fjölskyldunnar er það verð, sem maður verður að borga. íslendingar eru ánægðir og stoltir með sitt og það er margt rétt I því, en þeir halda líka margir að lífið hér sé svo auðvelt. Það er ekki röng túlkun, lífið hér er að mörgu leyti auðvelt, en þetta eru bara tvær ólíkar stærðir, sem erfitt er að bera saman og ísland býður upp á annað en Danmörk." En að einu leyti er Þórhallur ekki I vafa um að það er munur á íslend- ingum og Dönum og það er hvað varðar híbýli þeirra. „Danir eru bet- ur aldir upp hvað híbýlasmekk varð- ar, því hér er löng hefð fyrir góðum arkitektúr og húsgagnahönnun þeirra er á heimsmælikvarða. Sú hefð hefur áhrif á almenning, en er ekki til staðar á íslandi að sama skapi.“ Þórhailur Sigurósson „ÞAR SEM ALLIR TALA SITT EIGIÐ MAL" HÚN FÓR ÚT í framhaldsnám og hafði ekki hugsað sér annað en að fara heim að því loknu, en nú situr hún I góðri stöðu I rannsóknar- og þróunardeild fyrirtækis, sem sér- hæfir sig I framleiðslu ljósleiðara og sér fram á að líklega snúi hún ekki heim næstu árin. Bera Pálsdóttir eðlisfræðingur segir óhikað að það séu fyrst og fremst fjölbreyttari at- vinnutækifæri, sem haldi I hana er- lendis. Bera og Gunnar Gunnarsson menntaskólakennari, maður hennar, eru líka búin að koma sér vel fyrir I rúmgóðri íbúð á Austurbrú með börnin tvö og það þriðja á leiðinni. Tengsl hóskóla og atvinnulifs Veturinn eftir að Bera lauk BS- prófi I eðlisfræði frá Háskóla ís- lands, 1986, var hún við framhalds- nám I Ohio, en hóf síðan nám við Hafnarháskóla 1987. Eftir kand- idatspróf fór hún I svokallað iðnaðar- tengt doktorsnám, þar sem rann- sóknarvinna er stunduð að hluta til við háskóla og að hluta I fyrirtæki með leiðbeinendur á báðum stöðum. Verkefnið vann hún I þróunardeild Lycom, sem framleiðir ljósleiðara, og þar bauðst henni vinna að námi loknu við að þróa og koma á markað ljósmögnurum. Hún er ekki I vafa um að þessi tilhögun sé heppilegur valkostur, sem ekki kæmi síður að gagni á íslandi. „Eftir því sem ég þekki til eru of lítil tengsl milli há- skólans og atvinnulífsins. Ég þekki best til I eðlisfræði og þar er ekki sama hefðin og erlendis að eðlis- fræðingar starfi I iðnaði. Eðlisfræð- ingar þyrftu sjálfir að hafa meira frumkvæði I þessum efnum.“ Með því að hafa annan fótinn I háskólanum og hinn I fyrirtækinu segir Bera námið bæði hafa verið hagnýtt og faglegt. „Fyrirtækið fær leyst rannsóknar- og þróunarverkefni, sem gæti leitt til fjölbreytt- ari eða betri fram- leiðslu. Fyrirtækið ber úr býtum fjárhagslegan stuðning, þar sem hluti af kostnaði er borgaður af opinberum aðilum og starfsmann, sem ein- göngu sinnir þessu af- markaða verkefni. Auk þessa öðlast fyrirtækin tengls við háskólastofn- anir og þetta er því tví- mælalaust til að auka nýsköpun I atvinnulíf- inu. í háskóla er sama Bura Pálsdóttir hvað maður gerir svo lengi sem það er faglega nógu gott. Hjá fyrirtæk- inu eru sömu faglegu kröfurnar, en I viðbót kemur sú krafa að niðurstöð- umar séu hagnýtar og það sem ég átti erfitt með að venjast, að niður- stöður eru einskis virði fyrr en búið er að kynna þær.“ Bera segist enn halda háskóla- tengslunum frá námsárunum og þau komi bæði fyrirtækinu og háskóla- umhverfinu að gagni. „Ég vinn ekki bara með eðlisfræðingum, heldur líka með verkfræðingum og það vlkkar sjóndeildarhringinn, því þess- ar tværgreinar sjá hlutina á ólíkan hátt. Á Islandi er hefð fyrir einlitu verkfræðingaumhverfi I fyrirtækj- um. Það myndi strax auka fjöl- breytnina mikið ef þar væru ráðnir eðlis- eða efnafræðingar.“ Danir gleyma •kki smáatrióunum Bera ætlaði sér aðeins I fram- haldsnám og síðan heim, en að eigin sögn dró það úr lönguninni að halda heim að bæði hún og maður hennar eru I vinnu, sem þau hafa ánægju af. Um lífið erlendis að öðru leyti segist Bera ekki alveg geta borið það saman, því hún hafi ekki reynslu af að búa og vinna sem fullorðin á íslandi. „Sem útlend- ingur er maður meira sjálfum sér nógur og þvíkann égvel. Við værum ekki hér nema afþví aðokkurlíður vel hérna. Ég hef því miður ekkert með ís- land að gera I vinn- unni, en vildi það auð- vitað gjaman." Á þeim tíma sem Bera hefur unnið hjá Lycom hafa nýir eigendur tekið við. Bandaríska íjarskiptafyrirtækið AT&T átti meirihluta I því, en á það nú alveg, eða öllu heldur Lucent Technologies, sem varð til er AT&T var skipt upp. Heilmikil samvinna er vestur á bóginn og tíðar ferðir á milli. En vinnustaðurinn er þó með dönskum brag og allir nema Bera, bandarískur forstjórinn og norskur starfsmaður eru Danir. Bera segir að sér falli vel að vinna með Dönum, „en ég var lengi að venjast því. Dönsk afstaða gagnvart útlending- um er talsvert frábrugðin því sem ég hafði kynnst I Bandaríkjunum, þar sem allir koma úr sitt hvorri áttinni. Hér hafa næstum engir af þeim sem ég vinn með búið utan Sjálands og eiginlega finnst mér maður ekki falla inn I hópinn fyrr en maður er farinn að skilja mjög vel hvemig þeir hugsa og helst að tala og hegða sér eins og þeir. Það tekur tíma að venjast því að vera I hópi, þar sem allir tala sitt eigið mál. Þótt ég hafi vanist því núna þá finnst mér Danir enn vera mikið fyrir að ræða málin og þeir gleyma heldur ekki smáatriðunum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.