Morgunblaðið - 06.07.1997, Qupperneq 6
6 SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Vel heppnuð lending bandaríska geimfarsins Ratvíss á Mars
Morgunblaðið/NASA
ÚFIÐ og- silungsbleikt eyðimerkurlandslag beið Ratvíss er hann lenti á Mars. Hólar, hæðir og fjöll rísa gegn rauðbrúnni himnafestingunni við sjóndeildarhring. Myndin er
tekin í þurrum farvegi flóðs, Ares Valles, og er talið að gijóthnullungarnir hafi sest til er flóðin sjötnuðu. Milli steinanna er vindskafinn jarðvegur.
Silungsbleikt og
stórgrýtt eyði-
merkurlandslag
STÓRBROTNAR ljósmyndir af
landslagi á Mars, sem bandaríska
geimfarið Ratvís eða Pathfinder
sendi til jarðar í fyrrinótt, sýna sil-
ungsbleikt og stórgrýtt eyðimerkur-
landslag. Hólar, hæðir og fjöll rísa
gegn rauðbrúnni himnafestingunni
við sjóndeildarhring. Hugsanlegt var
talið að loftið fengi á sig lit af rauðu
ryki sem stormar hefðu þyrlað upp
síðustu daga.
Vísindamenn í stjórnstöð banda-
ríska geimfarsins Ratvíss eða Path-
finder í Pasadena í Kaliforníu áttu
vart nógu sterk lýsingarorð til að
lýsa ánægju sinni með hversu vel
lending farsins tókst á Mars og þeim
stórbrotnu ljósmyndum af landslagi
plánetunnar sem Ratvís tók að senda
til jarðar nokkrum mínútum seinna.
Eru það fyrstu myndirnar sem ber-
ast frá Mars í 21 ár.
Lending Ratvíss tókst betur en
bjartsýnustu menn þorðu að vona og
því braust út mikill fögnuður í stjóm-
stöðinni í Pasadena þegar myndir
tóku að berast. Sást þá reyndar strax
að loftbelgir sem drógu úr högginu
í lendingunni höfðu ekki lagst fylli-
lega saman og að hluta til lagst yfir
brú sem lítið farartæki, Mars-jeppinn,
verður að aka niður á leið sinni út á
yfirborð Mars. Fyrirmæli send frá
jörðu í þeirri von að pokarnir drægj-
ust saman skiluðu ekki fullnægjandi
árangri í fyrstu. Var talið að það
gæti seinkað fór jeppans um yfirborð-
ið um sólarhring. Ennfremur skiptust
tölvur um borð í jeppanum annars
vegar og lendingarfarinu hins vegar
ekki á boðum. Vísindamennimir vora
þó bjartsýnir á að þeim tækist að
greiða úr þeim vanda.
Gert var ráð fyrir að jeppinn færi
í ökuferð í dag. Til stóð að hann
æki niður brúna, tæki krappa beygju
til hægri og myndaði og mældi stóra
steina í fyrstu lotu. Vegna hrjóstr-
ugs yfirborðsins er ekki búist við
því að hann geti gert víðreist á Mars.
Tilgangurinn með för Ratvíss er
VÍSINDAMENN í stjórnstöð Ratvíss í Pasadena í Kaliforniu
réðu sér ekki af gleði þegar fyrstu merki bárust frá geimfarinu.
að kanna jarðfræði Mars, en á næstu
átta árum fylgja fjögur önnur geim-
för í kjölfar hans til að rannsaka
hvort líf, þó í smæstu mynd sé, kunni
að leynast á plánetunni. Síðasta far-
inu í Mars-áætluninni er ætlað að
lenda þar, taka steina- og jarðvegs-
sýni og snúa aftur til jarðar.
með 115
hestafla VTEC
vél og tveimur
loftpúðum
1.480.000,-
VATNAGARDAR 24
S: 568 0000
MARS-jeppinn bíður þess að aka ofan af palli Ratvíss og rannsaka grjóthnullunga umhverfis lend-
ingarstaðinn. Loftbelgir, sem drógu úr lendingarhraða, umlykja geimfarið.