Morgunblaðið - 19.08.1997, Page 16
16 C ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðid/Amaldur
ANNA M. Pétursdóttir og Páll Kristjánsson fyrir framan hús þeirra að Einihlíð 12 í Hafnarfírði. Húsið er steypt upp í einangrunarmótum. Það er 145
ferm. að stærð með 40 ferm. bflskúr, sem er frístandandi. Húsið er á einni hæð en hátt til lofts.
Nýjar byggingaraðferðir
ryðia sér til rúms
Við Einihlíð í Hafnarfirði er rísið hús, sem
steypt er upp í einangrunarmótum, fflfs
og blikkstoðir eru notaðar í innveggi, rör-í-rör
kerfí er fyrir neyzluvatn og hitakerfið er lagt í
^ólfín með plastslöngum. Magnús Sigurðsson
kynnti sér húsið.
ISLENZK byggingarhefð hefur
verið býsna íhaldssöm. Litlar
breytingar hafi orðið í bygging-
araðferðum á undanfomum ára-
tugum. Nokkrar athyglisverðar
tilraunir hafa þó verið gerðar með
árangri á síðustu árum. Þar má
nefna permaformíbúðimar og hús
byggð með einangrunarmótum úr
plasti. Þessar húsagerðir hafa það
sammerkt, að í þeim er einangrun-
in flutt út fyrir burðarvirkið. Með
því er steypan varin að utan. Þetta
skiptir miklu máli í veðurfari eins
og okkar.
Veðrabrigði em mikil og ör hér á
• landi eins og allir þekkja. Um há-
vetur getur skollið á rok og rign-
ing, þar sem útveggir húsanna
rennblotna. Daginn eftir, ef ekki á
sama sólarhring, er svo komið
hörkufrost. Svo snögg veðrabrigði
þolir steypan illa og sennilega má
rekja hinar tíðu steypuskemmdir
að miklu leyti til þeirra.
Að Einihlíð 12 í Hafnarfirði er
risið einbýlishús, þar sem notaðar
em nýjustu byggingaraðferðir.
Húsið er steypt upp í einangrun-
armótum, gips og blikkstoðir koma
f í stað múrverks á innveggjum,
svoköUuð rör-í-rör aðferð er notuð
við neyzluvatnslagnir og hitakerfið
er lagt í gólfið með plastlögnum.
Þama em að verki hjónin Páll
Kristjánsson og Anna M. Péturs-
dóttir. Sjálfur er Páll vélfræðing-
ur, en hann er framkvæmdastjóri
og annar eigandi fyrirtækisins
* Víking-Hús ehf., sem hefur aðset-
ÞESSI mynd er tekin inni f húsinu. Veggimir hafa þá fíngerðu áferð, sem einkennir gifsið.
ur að Vagnhöfða 17 í Reykjavík og
framleiðir einangmnarmót fyrir
hús.
Húsið að Einihlíð 12 er hannað
af AgU Guðmundssyni arkitekt.
Það er 145 ferm. að stærð með 40
ferm. bílskúr, sem er frístandandi.
Húsið er á einni hæð en mjög hátt
er til lofts, einkum í stofunni, sem
MILLIVEGGIRNIR í húsinu eru úr blikkstoðum og gifsplötum. Mynd
þessi var tekin, á meðan húsið var ( smfðum.
er með stóram gluggum, þannig að
birtan á greiða leið inn í eldhús,
borðkrók og stofu. I herbergjum
má koma fyrir milliioftum vegna
hæðarinnar og nota þau fyrir
svefnloft, ef viU. Jarðvinna hófst í
október í fyrra. Framkvæmdir
hafa gengið vel og er Páll þegar
fluttur inn ásamt fjölskyldu sinni.
Einangrun að utan
Einangmnarmótin em þannig
gerð, að bæði ytra og innra byrði
mótanna era úr einangmnarplasti,
en mótin era hlaðin upp úr plast-
kubbum, sem em 25 cm á breidd
og metri á lengd og raðað upp eins
og múrsteinum. Síðan er steypt í
mótin með flotsteypu.
Mjög auðvelt er að setja mótin
upp og hægt að beygja veggina að
vUd á tUtölulega héfðbundinn hátt.
Ytra og innra byrði mótanna em
tengd með tengjum úr harðplasti,
sem steypt era inn í bæði byrðin
og gefa þannig hverri einingu
nægan styrkt til að þola þrýsting-
inn frá óharðnari steypu. Jáma-
lögnum er svo komið fyrir í mótun-
um, áður en steypt er.
Mótin em ekki tekin utan af
steypunni, heldur verða þau hluti
af húsbyggingunni. Húsin em því
vel varin að utan. Venjulega em
húsin samt múmð á hefðbundin
hátt. Sökum þess, að ekki er þörf á
sérstakri veðmnarkápu, þarf
minni steypu en annars og af því
hlýzt talsverður spamaður. Þessi
einangrunarmót em framleidd hér
á landi, en hugmyndin á bak við
þau er upphaflega svissnesk.
En einangranin er líka að innan.
Því má koma fyrir öllum raflögnum
og pípulögnum í henni og þar sem
einangmnin er fyrir innan steypt-
an vegg, eiga lagnimar ekki að
tærast af utanaðkomandi völdum.
Annar mikilvægur ávinningur
við þessa byggingaraðferð er
stuttur byggingartími, en mjög
skamman tíma tekur að hlaða hús-
in, eftir að sökkullinn er kominn.
Þetta dregur að sjálfsögðu úr fjár-
magnskostnaði. Vemlegur hita-
spamaður fæst líka með þessari
byggingaraðferð, en vegna mikils
einangmnargildis mótanna þarf
minni hita til þess að halda húsun-
um hlýjum.
Allt í gifsi að innanverðu
Notkun einangmnarmótanna
hefur aukizt vemlega á undanföm-
um ámm og þeim húsum fer ört
fjölgandi, sem byggð em með
þeim. „Það er stöðugt unnið að
endurbótum og nýjungum í notkun
einangmnarmótanna,“ segir Páll
Kristjánsson. „I húsi mínu við
Einihlíð 12 em settar gifsplötur
beint á plastmótin inni í húsinu í
stað múmingar, en það hefur ekki
verið gert áður. Milliveggimir em
úr blikkstoðum og gifsplötum.
Gifsplötumar em léttar en sterk-
ar og hafa þá fíngerðu áferð, sem
einkennir gifsið. Plötumar em
skrúfaðar beint á veggina og þeir
verða því rennisléttir og fallegir. Á
eftir þarf aðeins að sparsla þar
sem gifsplötumar koma saman.
Gifs hefur jafnframt marga aðra
kosti. Það er t. d. afar heilnæmt og
vistvænt efni, sem skiptir miklu
máli í landi eins og okkar, en við
Islendingar dveljum meira innan-
dyra en flestar aðrar þjóðir vegna
loftslagsins.
Þá er gifsið mjög hljóðeinangr-
andi. Þau hús, þar sem gips er not-
að að einhverju marki, em ekki
nándar nærri eins hljóðbær og
ella. Gifs er jafhframt mjög ódýrt,
en fermetrinn af því kostar ekki
nema um 500 kr. kominn á vegg.
Þetta er því miklu ódýrari aðferð
en að múra. Notkun á gifsi hefur
því verið að aukast f byggingum
hér á landi á undanfömum árum,
en víða um lönd hefur gifs lengi
verið notað afar mikið bæði í íbúð-
arbyggingar og atvinnuhúsnæði.
Þar að auki er gifs auðvelt í
meðfömm og ömgglega á færi
margra að setja það á sjálfir, en
gifsplötumar má skera til með
góðum hníf. Síðan em þær skrúf-
aðar á veggina með sérstökum
skrúfum.“