Morgunblaðið - 26.10.1997, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
EFTIR ferð læknisins
og náttúrufræðingsins
Pauls Gaimards um ís-
land 1835 og 1836 var
skrifað í París gríðar-
mikið verk um ferðina og rannsókn-
ir þeirra félaga. Er þessi ferð enn
mjög lifandi í hugum og skrifum Is-
lendinga og ekki síst ómetanlegar
íslandsmyndir Mayers félaga hans,
sem hafa verið gefnar út, síðast hjá
Erni og Örlygi 1986. Ekld hefur þó
verið unnið úr öllum plöggum þessa
víðfórla og ötula manns. Afkomandi
hans eða réttara sagt bróður hans,
vínbóndinn Jean Lavie, fann 3 stór-
ar kistur með 600 bréfum og skrif-
um, tvær handritamöppur o.fl. í
húsakynnum fjölskyldunnar. Að
vísu varðar ekki nema lítill hluti Is-
land, en þeim mun meira virðist
vera um aðrar ferðir Pauls
Gaimards, hnattreisuna á skipinu
Uraniu 1817-1820 og rannsóknaleið-
angurinn um Kyrrahafseyjar 1826-
1829 á skipinu Astrolabe, sem
færðu náttúruvísindunum gífurlegt
magn af gögnum. Svo og ferð til
Rússlands vegna kólerufaraldurs
1831-1832. Um Pólarferðimar svo-
kallaðar, til íslands 1835 og 1836 og
í framhaldi um Skandinavíu allt
norður til Spitzbergen og suður um
Finnland á árunum 1839 og 1840,
hefur minna verið þar að finna ef
dæma má af bókinni, en um þær
rannsóknir vann Gaimard milli ferð-
anna og eftir þær 12 binda verk frá
Islandi og annað ekki viðaminna
eftir Norðurlandaleiðangurinn.
Frændi Gaimards
Langafi höfundarins Jean Lavie,
sem er afkomandi Gaimardanna í
móðurætt, var yngri bróðir könnuð-
arins Josephs-Pauls Gaimards,
Mars Herculs að nafni, borgar-
stjóra í heimabæ þeirra St.
Zacharie 1836-1865. Sjálfur átti
Paul Gaimard enga afkomendur og
kvæntist ekki. Samt kemur víða
fram að hann kunni að meta konur.
Samlæknir hans kvartar undan því í
Kyrrahafseyjaleiðöngrunum að
hann í landi eyði óþarflega miklum
tíma í að sinna konum og í sam-
kvæmislífinu í París. Enda var mað-
urinn glæsilegur og fágaður og átti
sýnilega gott með að heilla háa sem
lága, konunga sem almenning hvar
sem hann kom. Engar sögur fara þó
af því á íslandi.
Skjalafundur í kistum
Eftir að hafa fundið þessi skjöl öll
og farið í gegn um þau taldi Jean
Lavie það skyldu sína að koma efn-
inu á framfæri og skrifaði bók um
þennan fræga frænda sinn, þar sem
þessi skjöl eru lögð til grundvallar.
Bókin heitir „Paul Gaimard,
medecin naturaliste de la marine a
voile“ og kom út 1995 hjá litlu for-
lagi. Sigurður Jónsson heitir sjávar-
líffræðingur í París, sá hinn sami
sem fann og á handrit Gaimards
með eiginhandaráletruðum gesta-
lista í hófí Hafnarstúdenta þegar
Jónas Hallgrímsson flutti Gaimard
fyrst ljóðið „Þú stóðst á tindi Heklu
hám“ og prentað var í veislunni. Sá
Sigurður nöfn höfundarins Jónasar
Hallgrímssonar og annarra frægra
Hafnaríslendinga hjá fornsala sem
ekkert vissi um gildi þessa eintaks.
Sigurður er áhugamaður um
Gaimard, og hann og kona hans Gu-
iselle hafa mikið grúskað í heimild-
um um hann. Þessvegna rak Sig-
urður augun í auglýsingu um nýja
bók um Gaimard á bókalista í bók-
menntablaði. Hann leitaði að forlag-
inu til að kaupa þessa bók. En það
hafði þá lagt upp laupana tveimur
vikum fyrr, svo hana var hvergi að
fá. Þá setti Sigurður sig í samband
við höfundinn Jean Lavie, sem býr í
Suður-Frakklandi. Bókin hafði ver-
ið gefin út á hans vegum og prent-
uðu eintökin því hjá honum. Hann
reyndist þá vera ættingi Gaimards,
upplýsti að afi móður sinnar hefði
verið Gaimard, bróðir hins fræga
landkönnuðar.
Þegar þau hjónin voru í fyrra í
Nimes í Suður-Frakklandi voru þau
boðin til fjölskyldunnar um 15 km
frá borginni. Dr. Jean Lavie hafði
verið læknir og býr þama í húsi
sínu, orðinn vínbóndi eftir að hann
hætti störfum. Mjög algengt er í
Gaimard-fjölskyldunni að vera
læknir eða vínbóndi. Segir Sigurður
að þetta fjölskylduhús sé stórkost-
legt. I bílskúrnum höfðu geymst
þessar rykfóllnu kistur, sem voru
eftirlátnar eigur Pauls Gaimards og
höfðu varðveist hjá ættingjunum.
Jean Lavie eða Jón lífgjafi eins og
Sigurður kallar hann gjarnan, sagði
þeim að hann hefði greint og skráð
öll þessi ógrynni af skjölum frá ævi
frænda síns og þá runnið blóðið til
skyldunnar að skrifa bók byggða á
þeim. Ekki síst eftir að skjalavörður
sem í 42 ár hefur skoðað 20 þúsund
nöfn lækna úr franska flotanum
segir að einungis fjögur séu nægi-
lega fræg til að lifa enn. Einn þess-
ara frægu manna er Paul Gaimard.
En á þeim tíma bæði lærðu menn
með læknisfræðinni náttúruvísinda-
greinar og læknar flotans höfðu á
hendi slíkar rannsóknir. Kvaðst La-
vie vera feginn að hafa komið bók-
inni í verk. Lavie var samt miður
sín yfir að sér hafði ekki tekist að
hindra það að annar ættingi seldi
eina af kistunum til Ástralíu. Sig-
urður sagði að þama á búgarðinum
væri m.a. stytta af Gaimard og ýms-
ar minjar. Var þeim hjónum t.d.
sýndur hringurinn sem Gaimard er
með á hinum þekktu myndum af
honum hér.
Þegar Jean Lavie og kona hans
Á HENDI Pauls Gaimards á mynd, er hann varð forseti rannsókna-
nefndar til íslands og Grænlands, má sjá hringinn sem enn er í eigu
frænda hans í Frakklandi.
JJ);
</(•«// *
,t l’ftVO .'trlv f <V'V
Ukt f>tn.r tA,
\*t-
ÍV'X
„/r a)t<"
J(„ J/J-,-((*"■ .1"/
<nJl& tHf**«*~h* a .f«i
■ </#7œr
ýi>. Jlcvnuý x/(
GUÐMUNDUR Sívertsen var í námi í París er hann skrifaði verndara
sínum Gaimard þetta bréf 12. júm 1837.
komu til Parísar í vetur buðu Sig-
urður og Guiselle þeim út að borða
á hið fræga Procop kaffi á Rue
Ancien Comédie, þar sem m.a. sat
löngum hinn frægi Xavier Marmier
sem skildi eftir sig barn með hinni
fögru Málfríði Sveinsdóttur á Is-
landi eftir leiðangurinn. Kvaðst La-
vie bæði hissa og hrærður þegar
hann heyrði að orðstír Pauls
Gaimards væri enn jafnmikill á Is-
landi og að ef hann segði þar að
hann væri frændi Gaimards þá
mundi fólk þekkja það. Hafði hann
orð á því að hann þyrfti að fara til
Islands. Kannski er eitthvað meira
að hafa úr kistunum góðu um ís-
landsleiðangurinn en fram kemur í
bókinni, ef kunnugur leitar? Sigurð-
ur segir Jean Lavie því alls ókunn-
ugan og slengi hann saman ferðun-
um til íslands og seinni ferðunum
til Skandinavíu, en þar gerðu vís-
indamenn m.a. eðlisfræðilega úttekt
á ýmsum fyrirbærum, eins og norð-
urljósum.
Bréf íslenska skjólstæðingsins
Þótt viðamestir séu í bókinni kafl-
arnir úr rannsóknaferðunum um
Kyrrahafið, sem tóku 2-3 ár og
færðu heim ógrynni af rannsóknum
og sýnishornum af plöntum, dýrum,
steinum, skeljum o.s.fi-v. sem eng-
inn þekkti áður, þá eru þar líka bréf
sem koma íslendingum við. M.a. tvö
bréf sem Guðmundur Sívertsen
skrifar Gaimard fóstra sínum og
verndara í París 1837, sem ég hefi
fengið afrit af. Guðmundur fór með
Paul Gaimard á skipinu La
Recherche þegar leiðangursmenn
héldu heim og svaf i hengii-úmi á
leiðinni. En Lúðvík Filip Frakk-
landskonungur hafði að tillögu hans
boðist til að taka tvo unga íslend-
inga á opinberan kostnað til náms í
Frakklandi. Guðmundur var sonur
Sigurðar Sívertsens kaupmanns í
Reykjavík, sem var sonur Bjarna
riddara í Hafnarfirði og tók við úti-
búi verslunar hans í Reykjavík 1819
er hann rak í Hafnarstræti fram um
1848, og konu hans Guðrúnu Guð-
mundsdóttur, systur Helga biskups.
Áttu þau fjögur börn og ólst Guð-
mundur því upp í þessu Siemsens-
húsi í Hafnarstræti 22, þar sem fjöl-
skylda hans bjó til 1866.
Guðmundur var langt kominn
með nám í Bessastaðaskóla við góð-
an orðstír þegar honum bauðst að
fara með Gaimard til Parísar. Pétur
Pétursson sem mikið hefur skrifað
um Gaimard og allt í sambandi við
fór hans hingað, telur að Guðmund-
ur Sívertsen hafi verið valinn til ací
fara með honum til náms vegna göf-
ugs ættemis, m.a. ættartengsla við
dómkirkjuprestinn og nágrennis við
stiftamtmanninn. Verslun fóður
hans í Hafnarstæti var handan göt-
unnar.
í bókinni segir: „Gaimard kom úr
þessari ferð (1936) með ungan ís-
lending, Guðmund Sivertsen, og sá
að mestum hluta um menntun hans
og uppfræðslu. í bréfi frá mennta-
málaráðueytinu frá yfirrektor há-
skólanna M. de Salvandy 3. apríl
1838 er Gaimard tilkynnt sú ákvörð-
un að „yfirfæra á hans nafn 750
franka upphæð sem endurgreiðslu á
kostnaði við menntun hins unga
Eittverð
RG 1145
• H: 85 B:51 D:56 cm
• Kælir:l 14 Itr.
• Frystir: 14 Itr.
RG 1285
• H:147 B:55 D:60 cm
• Kælir: 232 Itr.
• Frystir: 27 Itr.
RG 2240
1 H: 140 B:50 D:60 cm
• Kælir: 181 Itr.
Frystir: 40 Itr.
Í56JGK
i.itt verö
Í69L09Ö
RG 2255
• H:152 B: 55 D:60 cm
• Kælir:183 Itr.
• Frystir:63 Itr.
#indesil
KÆU-
bkApar
.í eldhúsið og sumarbústaðinn
RG 2290
H:164 B:55 D:60 cm
• Kælir:215 Itr.
Frystir: 67 Itr.
GC 1335
• H:165 B:60 D:60cm
• Kælir: 232 Itr.
• Frystir: 66 Itr.
Lógmúla 8 • Simi 533 2800
Umbobsmenn um land allt
Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf. Borgfiröinga, Borgarnesi. Blómstunrellir, Hellissandi.Guöni Hallgrfmsson, Grundarfiröi. Ásubúö.Búöardal Vostfiröir: Geirseyrarbúöin.Patreksfiröi.Rafverk, Bolungarvfk.Straumur.ísafiröi.Noröurland: Kf. Steingrímsfjaröar.Hólmavfk.Kf. V-Hún.,
Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi.Skagfiröingabúö.Sauðárkróki.KEA, Siglufiröi. KEA, ólafsfiröi. KEA byggingavörur.Lónsbakka, Akureyri.KEA, Dalvík. Kf. Þingeyinga, Húsavfk. Lóniö, Þórshöfn.Urð, Raufarhöfn. Verslunin Ásbyrgi, Kópaskeri. Austurland: Sveinn Guömundsson,
Egilsstööum.Kf. Vopnfiröinga, Vopnafiröi.Verslunln Vík, Neskaupstaö.Kf. Fáskrúösfiröinga, Fáskrúösfiröi. KASK, Höfn.KASK, Djúpavogi.Kf Stööfiröinga, Stöövarfiröi.Hjalti Sigurösson, Esklfiröi. Suðurland: Klakkur.Vík. Rafmagnsverkstœöi KR, Hvolsvelli.Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi.
Rés, Þorlékshðfn.Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanea: Stapafell, Keflavfk. Rafborg, Grindavfk. FIT, Hafnarfirði___________________________________________________________________
“ttl
iO
JZ