Morgunblaðið - 26.10.1997, Page 8

Morgunblaðið - 26.10.1997, Page 8
8 B SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Bandaríski leikstjórínn og samsærís- kenningasmiðurinn Oliver Stone hef- ur í bili horfíð frá stórmyndunum um sögulegar persónur sjöunda ára- tugarins og gert litla spennumynd, U-beygju. Arnaldur Indríðason segir hér frá nýjustu mynd hins umdeilda leikstjóra og þeim myndum sem hann ýmist langar eða langar ekki að gera. NÝJASTA bíómynd Olivers Stones heitir U-beygja og er eins- konar u-beygja á hans ferli. Hann hefur hrært upp í am- erísku þjóðarsálinni meira en nokkur annar leikstjóri und- anfarin ár með ofsóknar- kenndum myndum um at- burði sjöunda áratugarins á þann hátt að ekki hefur öllum líkað svo ekki sé meira sagt; morðið á John F. Kennedy, forsetatíð Richards Nixons, dóplifnað Jim Morrison í hljómsveitinni „The Doors". Hann hefur fjallað um Víet- namstríðið í a.m.k. tveimur stórmyndum og deilt á of- beldisdýrkun í bandarísku samfélagi í kannski sinni umdeildustu mynd, „Natural Born Killers". Það hefur aldr- ei verið markmið Stones að gera myndir sem öllum líkar. Hann hefur miklu frekar val- ið að fjalla um umdeild efni og gert það á afar umdeildan hátt til þess beinlínis að vekja viðbrögð og umræður. Það er óhætt að segja að honum hafi orðið talsvert ágengt í þeim efnum. En nú hefur hann sumsé tekið u-beygju, gefíð samsæriskenningunum og stórmyndunum frí, og gert litla, persónulega spennumynd með góðum hópi leikara í Arizona-eyði- mörkinni. Svört kómedía in Luther King en þar eru settar fram efasemdir um að James Earl Ray, sem dæmd- ur var fyrir morðið á svert- ingjaleiðtoganum, hafi verið að verki. Myndir Stones hafa alltaf kallað fram hörð viðbrögð. Þegar fremsti kvikmynda- gagnrýnandi Bandaríkjanna, Pauline Kael, hætti að skrifa fyrir The New Yorker árið 1991 sagði hún: Tilhugsunin um að þurfa að sitja undir enn einni myndinni eftir Oli- ver Stone er bara of mikið fyrir mig! Engin bíómynd, sem tekið hefur fyrir fræga atburði í sögu Bandaríkj- anna, hefur fengið eins mikla umfjöllun og JFK ef undan er skilin Fæðing j)jóðar eftir D.W. Griffith. I myndinni réðst Stone á niðurstöður Warren-nefndarinnar á Kennedy-morðinu og fann morðsamsæri í hveiju horni og gekk jafnvel svo langt að tengja Lyndon B. Johnson forseta Bandaríkjanna við málið. Stone tók heilshugar þátt í þeim deilum sem mynd- UMDEILDASTI leikstjóri samtímans; Oliver Stone. U-BEYGJA in vakti og varði myndina með kjafti og klóm. „Hann þurfti ekki að halda því fram að allt væri satt sem kom fram í myndinni," er haft eftir framleiðandanum Don Murray, sem vann síðar með Stone við „Natural Born Kill- ers“. „Myndin setur fram mörg haldgóð rök sem benda til þess að niðurstaða morð- rannsóknarinnar geti ekki staðist og hann hefði átt að láta þar staðar numið. En hann vildi að áhorfendur féll- ust á sínar kenningar og þær voru ekki jafn jarðbundnar." Vfnsælt kennsluefni Síðan þetta var hefur Stone skilið við eiginkonu sína og býr með kóreanskri stúlku og hefur eignast barn með henni. Hann er kominn á kaf í tíbetískan búddisma og nú í haust kemur út eftir hann skáldsaga, „A Child’s Night Dream“, sem hann skrifaði þegar hann var 19 ára á milli þess sem hann hætti námi í Yale-háskóla og skráði sig í herinn og fór til Víetnam. „Ég er að finna jafnvægi aftur í lífi mínu,“ segir hann. „Það voru í mér margir púkar og þeir höfðu áhrif á verk mín. En þeim fer fækkandi." Bíómyndir Stones og þær skoðanir sem hann setur fram í þeim eru vinsælt kennsluefni í háskól- um í Bandaríkjunum. í sagn- fræði við háskóla í Washing- ton er t.d. námskeið sem heitir Bandaríkin með augum Olivers Stones og frægur dálkahöfundur vestra, Gary Wills, kennir líka námskeið um sagnfræði Stones í öðrum háskóla (hann skrifaði einnig lærða grein um leikstjórann í The Atlantic Monthly þar sem hann hélt því fram að Stone væri Dostoyevskí tutt- ugustu aldarinnar). OLIVERS STONES Hún er 13. mynd leikstjór- ans og kostar ekki nema um 20 milljónir dollara en tök- urnar stóðu ekki jrfír nema í um sex vikur, sem er helm- ingi minni tími og peningar en farið hafa í fyrri myndir Stones. Leikararnir sem fram koma í myndinni eru m.a. Sean Penn, Nick Nolte, Jennifer Lopez, Jon Voight, Clare Danes, Joaquin Phoen- ix og Billy Bob Thomton. Henni er lýst sem svartri kómedíu í nýnoir stíl sem gerist í dularfullum amerísk- um smábæ. Stone notaði eins og venjulega 25 sinnum meira af fílmu en hann þurfti á að halda, sem yfirleitt hendir fremur við upptökur á myndum sem eru tvisvar eða þrisvar sinnum lengri. Síðdegi eitt tókst honum að filma samtal á milli Penn og Voight frá 20 ólíkum sjónar- hornum. Svo virðist sem samstarfs- menn Stones hafi verið nokk- uð ánægðir með að taka sér frí frá stóru, umdeildu mynd- unum.„Ég vildi að Oliver Stone gerði bíómynd sem ekki yrði rifíst um á leiðara- opnum dagblaðanna," er haft eftir meðframleiðanda Sto- nes, Dan Halsted, sem gerir U-beygju með honum. Það er ekki þar með sagt að Stone sé hættur að gera pólitískar samsærismyndir. Ein ástæða þess að Stone gerði U-beygju er sú að honum hefur ekki ennþá tekist að fá fjármagn í mynd sem hann hefur haft í undirbúningi um nokkurt skeið og heitir „Memphis“ og fjallar um morðið á Mart- STONE við tökur á U-beygju í Arizona-eyðimörkinni ásamt Töru dóttur sinni og kvikmyndatökumanni sinum til margra ára, Robert Richardson. Stone hefur ekki síst vakið athygli fyrir nýstárlega frá- sagnartækni í myndum sín- um en hann blandar saman margskonar upptökutækni, svart/hvítu og lit, 35 mm filmum og 8 mm filmum, sjónvarpsupptökum og myndbandsupptökum svo að- eins fátt eitt sé nefnt í eina samstæða heild. Samspil forms og efnis er honum’ mjög hugleikið og tengist í hans huga samspili draums I og veruleika. „Ég hef ailtaf kunnað að meta drauma- ástandið og ef ég á að vera alveg heiðarlegur hef ég efa- semdir um raunveruleikann. Einkanlega þegar við er að eiga menn eins og Nixon eða morðið á John F. Kennedy. Ég er allur fyrir staðreyndir en það eru svo miklar deilur um staðreyndirnar . að fyrir mér er Kennedy-morðið á I mörkum þess að vera draum- j ur eða martröð. Og það martraðarástand sem gekk ' yfír landið í kjölfar morðsins ýtir undir þá tilfinningu. Það er sama hvað þeir segja, eitt- hvað gerðist þennan dag. Hann var skotinn í höfuðið um hábjartan dag, að ég held, vegna ákveðinna ástæðna. Hvað sem því líður nær þessi martröð yfír Víet- I nam-stríðið og Watergate og | allt til stjórnarára Reagans i forseta, það er eins og þjóðin ' hafi lifað í draumaheimi. Og hvað gera kvikmyndagerðar- menn í því? Við lifum í þessu draumaástandi. Og góðar myndir eru á sinn hátt lif- andi draumar. Ég man aldrei söguþráð mynda. Ég man hins vegar andrúmsloft mynda og tilfinninguna sem I þær skapa. Og ég býst við ) því að með því að eiga við k raunveruleikann eins og draum hafi ég móðgað ákveðinn hóp bókstafstrúar- manna sem finnst að söguna eigi að skrifa innan fyrirfram ákveðinna marka. Ég er ekki viss um að þannig eigi það að vera.“ Sendiförin II Stone er einn fremsti leik- þ stjóri draumaverksmiðjunnar k í Hollywood og áður en hann gerði U-beygju voru honum boðin verkefni á vegum stóru kvikmyndaveranna en hann hafnar einatt tilboðum um að gera mögulegar metsölu- myndir, 100 milljón dollara hasarmyndir sem eiga að skila 200 milljóna dollara , gróða. Honum var boðið að J leikstýra fyrstu mynd DreamWorks fyrirtækisins, | pólitíska tryllinum „The Peacemaker", en fyrirtækið er í eigu m.a. Stevens Spiel- bergs, en Stone hafnaði því. Hann er að velta því fyrir sér hvort hann eigi að ósk vinar síns Toms Cruise að leikstýra framhaldi Sendifararinnar, „Mission: Impossible", en k Cruise hefur leitað eftir tæki- færum til þess að starfa aft- I ur með Stone síðan þeir | gerðu Fæddur fjórða júlí. Fyrri myndin, sem byggðist á þekktum sjónvarpsþáttum, naut gríðarlegra vinsælda um allan heim og líkur eru á að framhaldið verði ekki síður vel sótt. Stone hefur hugsað svolítið um fram- haldsmyndina og sér tæki- , færi í henni til þess að slappa aðeins af og gera það sem öllum ætti að líka. Að hans viti gefur hún færi á að beita sjónum „að stórfyrirtækja- kúltúrnum og tækniþróun- | inni og stöðu heimsstjórn- málanna á 21. öldinni. Þetta er stór, söluleg mynd og Tom Cruise er kvikmyndastjarna og það er að sumu leyti ákjósanleg staða fyrir mig. I Ég get ekki alltaf verið að predika." Heimild: The New York Times Magazine.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.