Morgunblaðið - 26.10.1997, Síða 15

Morgunblaðið - 26.10.1997, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1997 B 15 haft ærin áhrif á mótun og stefnu þessa nýja flokks, ef af honum verður." Telur þú hættu á því, ef til tveggja flokka kerfis kemur, að þeir muni báðir sækja inn á miðjuna og verða því nokkuð keimlíkir? „Já, það er þegar að gerast. Munurinn á milli flokkanna er miklu minni núna, heldur en var þegar ég var á ungum aldri. Miklu minni! Stefnulega séð eru flokkarnir ekki eins geróiíkir og þeir voru. Hitt er annað, að stefnu- skrár segja ekki allt um flokka. Það sem máli skiptir er, hvernig stefnuskráin er fram- kvæmd og kannske hitt, hverjir framkvæma hana.“ Finnst þér líklegt, að R-listinn í Reykjavík geti orðið sameiningarafl vinstrimanna á landsvísu? „Það er best að segja sem minnst um það,“ segir Helgi_, hugsi á svip. „Þó tel ég það ekki sennilegt. Eg tel Framsóknarflokkinn t.d. ekki með í þessum hugmyndum um nýjan vinstri- flokk. Ég held að hann verði, a.m.k. til að byija með, svona mitt á milli þessara tveggja meginhreyfinga. Sko, sjáðu nú til, í Reykjavík mótast viðhorfin eðlilega af því, að tekist er á um, hvort Sjálfstæðisflokkurinn eigi að hafa hreinan meirihluta í borginni, eða hvort and- stöðuflokkar_ hans eigi að fara með þennan meirihluta. Úti á landi gerast hlutirnir undir allt öðrum sólarmerkjum." En nú virðist vera að rísa upp, í það minnsta í Reykjavík, hreyfing eldri borgara, undir ein- hverjum pólitískum merkjum. Heldur þú að slíkir sérhagsmunahópar geti að einhveiju leyti leyst stjórnmálaflokkana af hólmi? „Nei, það held ég ekki. En þeir geta haft mikil áhrif á flokkana, rétt eins og verkalýðs- hreyfingin hefur mikil áhrif, þó að hún sé ekki lengur sérflokkspólitísk. Þetta hefur hins vegar síður gerst með opinbera starfsmenn og væri þó ekki vanþörf á, eins og launum margra þeirra er háttað. En aðstaðan sem gamalt fólk á við að búa, er að mörgu ieyti alveg óþolandi, ekki síst vegna þess, að það er beitt augljósum rangindum. Þrátt fyrir þetta, held ég að áhrifin frá hópum eins og eldri borgurum muni síast inn í flokkana, frek- ar en þarna verði lagður grunnur að nýrri flokkaskipan. Ef kjör þessa fólks verða bætt, á skömmum eða löngum tíma, þá eru forsend- ur baráttu þess brostnar. Þá yrði að fara að heimta rétt einhveijum öðrum til handa, enda eru afskaplega margir í okkar þjóðfélagi, sem standa höllum fæti. Mér sýnist munurinn milli ríkra og fátækra meiri nú, en haftn var á árun- um fyrir seinni heimsstyijöldina og hann virð- ist aukast jafnt og þétt. Það er sárgrætilegt að hugsa til þess, að við erum taldir með rík- ustu þjóðum í einhveiju reikningsverki suður í Evrópu og erum það sennilega í raun, en á sama tíma er raunveruleg fátækt alltaf að aukast. Þó er fátæktin sjálf í mínum augum ekki það versta, þ.e.a.s. það, hvað launin eru lág, heldur það ástand, sem myndast við það, að fólk óttast, að þetta þjóðfélag, sem við höfum byggt upp af fórnfýsi og stundum van- efnum, sé í hættu. Fólk óttast að verða svipt ákveðnu öryggi, sem það hefur notið. Það er hrætt við að verða gamalt og sjúkt. En á sama tíma vaða hér uppi sægreifar og aðrir sér- gæskuhópar. Sjáðu t.d. verktakana. hveijir heldur þú, að hafi barið það í gegn að grafa göng undir Hvalfjörð, þótt þau sannanlega skili aldrei nokkrum arði? Við erum að endur- taka vitleysuna úr Færeyingum. Og hvað með íbúðir, sem byggðar eru sérstaklega fyrir gamla fólkið? Hvernig skyldi standa á því, að þær eru allt að 40% dýrari í Reykjavík, heldur en samsvarandi húsnæði t.d. í Hafnarfirði eða uppi á Skaga? Ekki er steypan dýrari í Reykja- vík.“ Heldur þú að þessari þróun í átt til fátækt- ar verði snúið við? „Ja, það verður auðvitað að gera það. Ef við gerum það ekki, ef ekki tekst að mynda eðlilegt og sjálfsagt samhengi milli stéttanna í landinu, þá endar þetta með ósköpum. Og hvaða ósköp skyldu það vera? Það þýðir ekk- ert að taia um þetta á táknmáli. Þau ósköp heita á mannamáli bylting! Spursmálið er, hvort það sem þarfnast lagfæringar í samfé- lagi okkar, verður lagfært í rólegheitum og að bestu manna yfirsýn, með lýðræði og al- mennum kosningum, eða með byltingu. Það er ekki annað val! En við verðum að hafa það hugfast í sambandi við kosningar, að ein megi- norsök ófarnaðar okkar er kjördæmaskipanin. Allar breytingar sem fram hafa komið á henni, hafa ýmist verið fjarri lagi eða gengið alltof skammt. Ég skal segja þér það, að í megin- dráttum kann ég aðferð við þessu. Ég held að kosningalögin verði að vera þannig, að hvert einasta mannsbarn skilji á svipstundu, hvernig hlutirnir standa í kosning- unum. Nú er þetta þannig, að maður sem kýs í Þorlákshöfn, er kannske í raun og veru að kjósa þingmann á Þórshöfn á Langanesi. Oréttlætið í kosningafyrirkomulaginu kemur nefnilega víðar fram en í hlutfallinu milli flokk- anna. Það er líka það, hvar og hvernig menn eru kosnir. Það hefur lengi verið mín skoðun, að hér verði að koma á persónulegri kosningu Morgunblaðið/Kristinn innan listakosninga, eins og gert er í sumum nágrannalöndum okkar og hefur gefist ágæt- lega. Þá gæti fóik valið á milli frambjóðenda, rétt eins og það velur á milli flokka." Telur þú að núverandi kosningafyrirkomu- lag eigi sinn þátt í litleysi og linku stjórnmála- manna? „Ég býst við því já. Það er einhver skýring á því, hvað stjórnmálin hafa orðið, ja ég vil segja leiðinleg á síðustu árum. Ég sé enga orsök eins áberandi í því sambandi, eins og kjördæmaskipanina og svo náttúrulega þessa hugsjónalausu atvinnupólitíkusa. Pólitíkin á að vera skeiðvöllur gæðinga, ekki forugt ein- stigi fyrir bikkjur!" ður en lengra er haldið langar mig til að skeyta saman þeim tveimur umræðu- efnum, sem við höfum rætt sitt í hvoru lagi, þ.e.a.s. skáldskap og pólitík. Hér á árum áður röðuðu lesendur sér niður á höfunda eft- ir stjórnmálaskoðunum; er sú tíð liðin? „Já, þetta hefur breyst mikið. Það er ekki því að neita, að í stóru fjölmennu ríkjunum úti í heimi þykir sjálfsagður hlutur að skilja þarna á milli. Það þykir ekki góður hlutur, að skáld séu að „agitera" fyrir pólitískum skoðunum i listaverkum. Það er erfiðara að eiga við þetta með fámennri þjóð, sem er að sumu leyti á dálítið frumstæðu stigi, eins og raunin er með okkur. En ég er þeirrar skoðunar, að þessu eigi ekki að blanda saman. Meginástæðan fyrir þeirri skoðun minni er sú, að yfirleitt verður pólitískur skáldskapur mjög skammlíf- ur. Hitt er svo annað mál, að þeim skáldum, sem stjórnmál hvíla þungt á, ber að lýsa þjóð- félaginu í listaverkum sínum, eins og það kem- ur þeim fyrir sjónir. En það má ekki vera hrár og blautur pólitískur áróður. Auðvitað eru allir meira og minna pólitískir, skáldin líka, fram hjá því verður ekki litið. En frumerindi hvers skálds er að rækja skyldur sínar við lista- verkið sjálft og það tungumál, sem það er ofið úr.“ Hvernig þykir þér íslensk skáid hafa rækt þessar skyldur sínar á síðari árum? „Ég tel þetta hafa tekist sæmilega. Ég held, að búningur efnis í skáldskap okkar nú sé dável vandaður. Ég sé ekki þessa afturför, sem sumir tala um. Þvert á móti sé ég ekki betur, en að við höfum þokast í rétta átt í þessum efnum. Mesti vandinn nú sem fyrr er meðferð- in á málinu, vegna þess, að íslenskan er gam- alt tungumál, íhaidsamt og þungt í vöfum. Þess vegna verður að umgangast hana með sérstökum hætti til að fá út úr henni réttan blæ og rétta hljóma. Ég sé ekki betur en þeir sem nú eru að yrkja geri það jafnvel betur en næstu tvær til fjórar kynslóðir á undan. Að einu leyti hefur t.d. orðið breyting hér, sem ég held að sé til mikilla bóta. Hún er sú, að notkun á rími, stuðlum og höfuðstöfum og raunar endarími líka, þessu, sem við allmennt köllum ljóðstafi, hefur smám saman minnkað. Þetta þykir mér hafa skapað fallegri gerð ljóð- anna, fallegra byggingarlag, mætti kannske segja. Við sjáum þetta vel á því, að sum eldri skáldin fóru að dæmi atómskáldanna í þessum efnum. Ég skal nefna tvö dæmi, til að finna þessum orðum einhvern stað. Það er annars vegar Snorri Hjartarson og hins vegar Guðmundur Ingi Kristjánsson. Báðir þessir menn urðu fyr- ir óbeinum áhrifum frá sér yngri skáldum. Það varð til þess, að seinni ljóðabækur þeirra urðu á ýmsa lund miklu vandvirknislegri lista- verk heldur en fyrri bækurnar, svo góðar sem þær voru á sínum tíma. Hvað varðar yngstu skáldin, þessi, sem hafa verið að koma fram , á síðustu árum, þá treysti ég mér ekki til að segja margt. En ég hef grun um, að mörg þeirra eigi í nokkrum brösum með að uppfylla skyldur sínar, jafnt gagnvart listaverkinu sem tungumálinu. Hitt er svo annað mál, að við þurfum ekki að hafa teljandi áhyggjur, meðan við getum státað af skáldum á besta aldri, á borð við Hannes Pétursson, Þorstein frá Hamri og Þuríði Guðmundsdóttur, þá mætu og til- gerðarlausu skáldkonu." Nú hafa komið út eftir þig nokkrar ljóðabækur, sem ekki er rúm til að spjalla um hér. En þú hefur einnig annast útgáfu á öðrum skáldum og það jafnólíkum mönnum og þeim Vilhjálmi frá Skáholti og Guðmundi Inga Kristjánssyni. „Já, það má nú segja, að þessi skáld séu verulega ólík. Vilhjálmur er fyrst og fremst Reykjavíkurskáld og verkalýðsskáld, en Guð- r mundur Ingi er vestfirskur sveitamaður og framsóknarmaður. Hann yrkir mikið um sveit- ina, já og landið allt og raunar heiminn, enda er hann heimsborgari góður. Hann situr nú háaldraður vestur á ísafirði, en Viihjálmur dó um aldur fram.“ Nú verður nokkur bið orða. „Ég held, að Vilhjálmur frá Skáholti sé gleggsta dæmið um Reykjavíkurskáld," segir Helgi loks. „Hann fæðist og elst upp i borginni, starfar hér og yrkisefni hans eru flest úr borgarlífinu og lýsa viðhorfum hans sem Reykvíkings. Sko, ég vil ekki gera lítið úr Tómasi sem borgarskáldi. En hann yrkir um Reykjavík sem aðkomumað- ur, en Vilhjálmur var innvígður frá blautu barnsbeini. I seinni bókum sínum, sérstaklega bókinni Vort daglega brauð, er Vihjálmur ákaf- lega athyglisvert og merkilegt skáld. Ég hafði mikla ánægju af að búa þessi kvæði hans til prentunar og eiga þannig þátt í að skipa honum til þess sætis, sem mér fmnst, að honum beri á okkar skáldaþingi. Guðmundur Ingi er af öðrum toga. Hann er, eins og ég sagði áðan, sveitamaður og yrkir mikið sem bóndi og Vest- firðingur. En hann er mjög eftirtektarvert skáld. Hann var svo heppinn að gefa fyrstu bók sína ekki út, fyrr en hann var orðinn þrítug- ur, þannig að það er ekki mikill byijendabrag- ur á henni. Tvær fyrstu bækur hans vöktu allm- ikia athygli og voru mikið á dagskrá. En mér þykir ekki síður varið í tvær seinustu bækur hans. Hann kennir bækur sínar við sólina, sú fyrsta heitir Sólstafir, önnur bókin heitir Sól- bráð. Svo kom Sóldögg árið 1958. Þar kemur í ljós, að Guðmundur Ingi hefur lært ansi mik- ið af yngri skáldunum, hvað varðar vinnu- brögð; kvæðagerð og jafnvel yrkisefni. Ég er þeirrar skoðunar, að hann sé eitt af okkar merkilegustu skáldum, þeirra, sem fæddust á árunum fyrir fyrri heimsstyijöldina.“ Margir minnast enn skemmtiþátta Sveins Ásgeirssonar í útvarpinu. Þar varst þú meðal þátttakenda. „Já, ég man nú aðallega eftir vísnaþáttun- um. Þeir urðu mjög vinsælir, að ég held um allt land. Vísnagerðin lifir enn góðu lífi, en því miður hefur útvarpið ekki tekið þetta efni sömu tökum og Sveinn gerði þarna. Sannleik- urinn er nefnilega sá, að hann var ágætur maður til þessarar vinnu. Hann stjórnaði þess- um þáttum af mikilli röggsemi. Hann var hugkvæmur útvarpsmaður og hafði fylgst vel með nýjungum, sem áttu sér stað erlendis." Hveijir voru það, sem stunduðu með þér vísnagerðina í þessum þáttum? „Þar er nú fyrstan frægan að telja stórskáld- ið Stein Steinarr. Þarna var einnig Guðmund- ur Sigurðsson, sem þekktur var fyrir gaman- kviðlinga sína, sem voru mikið sungnir og svo auk mín, Karl ísfeld, minn gamli félagi á Al- þýðublaðinu. Auðvitað voru þessir þættir hugs- aðir sem dægrastytting. En kannske hafa þeir líka haft einhver áhrif í þá átt að halda við þeirri gömlu íþrótt að kasta fram stökum. Það vill svo til, að þessir þættir eru til á prenti, því þeir voru gefnir út í kveri. Auk þess hey- rast stundum brot úr þeim í útvarpinu, aðal- lega við hátíðleg tækifæri, eins og þegar ein- hvers af okkur fjórum er minnst eða á stóraf- mæli,“ segir Helgi Sæmundsson að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.