Morgunblaðið - 30.10.1997, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.10.1997, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Fitubrennsla - vinsælasta ' umræðuefni 20. aldar ÞAÐ ER oft spaugi- legt að hlusta á fólk og þá sérstaklega konur, tala um fitu og fítu- brennslu, maga, rass, læri og megrun. Fátt kemur manni lengur á óvart í þeirri umræðu. Sem íþróttafræðingi finnst mér samt um- fjöllunin oft villandi, jafnvel röng og sem konu flnnst mér hún mjög niðurlægjandi. Fitubrennslunám- skeiðin í öllum heilsu- ræktarstöðvum lands- ins, allan ársins hring, ættu að hafa grennt þjóðina þannig að hér ættu allir að vera algjörlega fltusnauðir, eða hvað? Eins er með leikfimi fyrir 16 ára stúlkur og 70 ára konur. Þar er sama hreyfíngin og sama álagið hvort sem viðkomandi er 50 eða 90 kíló. Ráðgjöfin um fæðuval er sú sama og hraðinn í hreyfingunni sá sami. Er ekki kominn tími til þess að at- huga hvað við erum að gera í fitu- brennslu og hvernig eða hvort hún virkar. Nýtum við meiri fítu við minna álag í lengi'i tíma? Leiðir það síðan til meira þyngd- artaps en ef æft væri undir meira álagi í styttri tíma? Það er talsverð vanþekking fólgin í þeim kenningum ýmissa þolfimi- leiðbeinenda að fólk verði að stunda þolfími (eróbikk) til að brenna fitu. Það er hins vegar enginn misskilningur að viss tegund af þolþjálf- un er holl og góð til þess að viðhalda afkastagetu hjartans og getur dreg- ið verulega úr kyrrsetu- sjúkdómum. Þá er átt við leikfimi þar sem álagið og hraðinn er í samræmi við getu hvers og eins. Sama hvort um er að ræða léttar göng- ur eða mjög erfiðar lyft- ingar í tækjum. Þumalfingursreglan er sú að við 50% af hámarksálagi koma 50% af orkunni frá fitu og 50% frá kolvetnum. Hins vegar ef við aukum álagið (t.d. hraðann, mót- stöðuna, viðnámið eða hreyfivíddina) upp í 70% af hámarksgetu koma 40% frá fitu en 60% frá kolvetnum. Samkvæmt þessu hafa margir talið að með auknu álagi brenni fólk minni fitu. Það sem hins vegar gleymist er hvað margar heildar- hitaeiningar eru notaðar, og hver heildarnotkun fitu og kolvetna verð- ur þá. Tökum sem dæmi að þú og vinur þinn farið í skriflegt próf. Þú færð léttara próf með 100 spurningum (samanber minna álag), en vinur þinn fær þyngra próf með 200 spurningum (meira álag). Þú færð Með fitusöfnun, segir Jónína Benediktsdótt- ir, aukast svokallaðir kyrrsetusjúkdómar. 50% rétt í prófinu (sbr. .fitunotkun- in) eða 50 spurningar rétt. Hann fær 40% rétt í prófínu (fitunotkunin) eða 80 spurningar rétt. Af þessu getum við auðveldlega séð að fjöldi hitaeininga sem notaðar eru við tiltekið álag er meiri eftir þvi sem álagið er meira og þó að fítu- brennslan sé minni í hlutfalli af heildarbruna en bruni kolvetna, þá er hún eftir sem áður mun meiri við aukið álag. Orkufrek leikfimi eða lyftingar stuðla því einnig að fitubrennslu. Sama gildir um röskar gönguferðir, stutta hlaupaspretti, hjólreiðatúra eða sundspretti, þar sem fólk mæð- ist og fær verulega upp hjartslátt- inn. Mikilvægt er hins vegar að finna rétt æfingaálag fyrir hvern og einn, sem miðast við getu, aldur og kyn. Það sem við köllum loftháða (þolfimi) þjálfun er því ekki endilega betri fitubrennsla en loftfirrð þjálf- un (t.d. tækjaleikfimi) en hvort tveggja er mjög mikilvægt fyrir mis- munandi kerfi líkamans burtséð frá alræmdu fitutali. Jónína Benediktsdóttir Er „fitubrennsla" söluvara Fita og fitubrennsla eru eitt vin- sælasta umræðuefni okkar tíma og er ekki að undra þar sem offita barna og fullorðinna eykst stöðugt í hinum vestræna heimi. Astæður offitu má hiklaust rekja til velmeg- unar, tæknivæddra heimila og skyndimatar sem er jafnvel ekið til heimilanna til þess að spara tíma fjölskyldunnar. En þá spyr maður, tíma til hvers? Jú, tíma til þess að vinna meira, til þess svo aftur að borga fyrir tækn- ina og skýndimatinn. Hringur sem að sjálfsögðu íylgir engri dóm- greind. Með fitusöfnun aukast svokallaðir kyiTsetusjúkdómar, þ.e. hjarta- og æðasjúkdómar, vöðvarýrnun og sí- þreyta, sykursýki, stirðnun og vöðvagigt. Auk þess sem andleg líð- an fólks versnar, ef marka má þung- lyndi, neikvæða sjálfsmynd kvenna og unglingsstúlkna. Það er ekki lengra en 10 ár síðan fólk gekk niður á bryggju til að fá sér í soðið, að fólk átti kartöflugarða og ræktaði gulrætur og rófur í görð- unum sínum. Ekki lengra síðan að börnin sáust mikið úti í leikjum og ekki lengra síðan að allt tal um fitu var hallærislegt og marklaust. Þessi andstæðukenndi lífsstíll sem fólk í dag hefur skapað sér dregur dilk á eftir sér. Vöðvalausar sveltandi sýningastúlkur með heróínútlit, pizzastaðir á hverju götuhorni, létt þybbnar konur í fitu- brennsluauglýsingum, fitusnauður matur í öllum hillum við hliðina á enn stærri sælgætisrekkum, auknar reykingar ungi’a kvenna og eitur- lyfjaneysla meiri en nokkru sinni fyrr. Bjórkrár á hverju horni og vanræktir unglingar íylla torg borg- arinnar á nóttum um helgar. Bíddu nú við - FITA HVAÐ? Væri ekki nær að byggja upp sjálfsímynd unglinganna frekar en að brjóta hana niður. Eg sem móðir krefst þess að hætt verði að nota kvenlíkamann sem söluvöru og að við hvetjum börnin okkar til þess að vera sátt við eigin þyngd og líkams- ímynd. Má ef til vill rekja vanlíðan fólks til óraunhæfra markmiða, markmiða sem þjálfarar eða leiðbeinendur setja fólki á námskeiðum. Þar sem engir tveir eru eins að upplagi og erfðum og þar sem sjálfsmynd margra er tortímd vegna þess að markmiðin eru óraunhæf? Er vanlíðan sem viða leynist i samfélaginu vegna ójafnvægis í lífs- stíl fólksins? Er það samfélagsleg nauðsyn að slíta okkur út með stressi og launa okkur hins vegar allt stritið með óreglu í mat og drykk og misnotkun á öllu því sem hægt er að nálgast. Erum við ef til vill að tortíma okkur sjálfum í gæð- um iðnaðar og tækni þess nútíma sem við höfum sjálf skapað? Eru dætur okkar að drukkna í okkar eigin holdarfarskomplexum? Það sem að heilsuræktinni snýr spilar stórt hlutverk í lífi almenn- ings í þessu landi. Það er því ekki æskilegt að umræðan og upplýs- ingamiðlunin til fólksins sé eins grunn og raun ber vitni. Fagfólk, íþróttakennarar, sjúkra- þjálfarar, nuddarar, næringarfræð- ingar og læknar eiga að snúa bökum saman og koma í veg fyrir að heilsu- rækt sé vanvirt af sölufólki útlits- dýi-kunar. Er ekki heilsurækt betri til þess að bæta vellíðan almennings og koma í veg fyrir ótímabæra hrörnun og sjúkdóma. Höfundur er íþróttafræðingur. Strákapör ÞEIR félagarnir Orri Hauksson og Illugi Gunnarsson hafa undan- farið skrifað greinar um veiðikvótana og veiði- leyfagjaldið í Morgun- blaðið. Það er erfitt að lýsa þessum greinum svo vel sé, án þess að grípa til grófyrða. Ein- faldast er að segja að þessi skrif séu mest inni- haldslaust rugl. Ég nefni sem dæmi þetta: „ ... opinber stýring at- vinnulífsins, hvaða nafni sem hún svo kann að nefnast, er óhagkvæm og þar með skaðleg." Eitt það smæsta sem mér dettur í hug í þessu sambandi er löggilding mælitækja. Annað dálítið stærra er innheimta skatta til þess að byggja fyrir vegi og brýr. En sam- göngur eru forsenda og undirstaða verzlunar. Og svo er það myntslátt- an. Margt annað mætti nefna. Það er eins og skólaböm séu að fjalla um þessi mjög svo alvarlegu mál, en ekki fullorðnir og menntaðir menn. Alvöruröksemdir þeirra eru svolít- ið veigameiri: „Margir, og þar á með- al undirritaðir," segja þeir, „eru hins- vegar þein'ar skoðunar, að affarasæl- ast fyrir þjóðina sé, að láta sem mest af arðinum eftir í iyrirtækjum sem skapa hann.“ Hér er á ferðinni blekking, sem gengur sífellt aftur í skrifum þeirra, er vilja endilega gefa kvótana: Arður eigéndanna af kvótunum er alls ekki skapaður af íyrirtækjunum, þótt þeir segi það. Alvaran þarna er ekki voða mikil. Kvótann fær útgerðarmaðurinn hjá ríkisvaldinu - ókeypis. Hann þarf ekki einu sinni að bíða neins. Svo til samdægurs getur hann selt kvótann - og það fyrir stórfé. Fyrirhafnarlítil sköpun sá arður. Fyrir utan greinarhöfundana geta það ekki verið margir, sem sjái sköp- unarmátt fyrirtækis útgerðarmanns- ins að verki í tilurð umrædds arðs. Hið rétta er: Arðurinn er gjöf frá fulltrúum þjóðarinnar, sem brugðizt hafa siðferðisskyldum sínum við hið íslenzka samfélag. í grein í Morgunblaðinu hinn 22. þ.m. varpar Hannes Hólmsteinn upp spurningunni um heiðar- leika þeirra, sem eru að ræða um kvótamálið á opinberum vettvangi. Heiðarleiki spyr um sannleikann, sannleikur- inn um staðreyndir. Með svari við eftirfarandi spumingu má fiska eina staðreynd: Myndi ís- lenzka þjóðin vilja, að ágóðinn af Tóbakseinka- sölu ríkisins yrði gefinn kaupmönnum sem verzla með tóbakið, og það í hlutfalli við sölu hvers og eins? I svarinu kæmi fram mat og vilji þjóðarinnar i málinu, staðreyndin. Þá kemur enn ein röksemd þein-a félaga, og hún er ekki mjög ánægju- leg: Peningarnir myndu lenda í hönd- um stjórnmálamannanna! Kvótarnir, segir Benja- mín H.J. Eiríksson, eru líkastir einkasölu ríkis- ins á tóbaki og áfengi. Nú er það svo, að þjóðin þarf pen- inga, mikía peninga: Til varnar hinu íslenzka lýðveldi, til landhelgisgæzl- unnar og annarrar löggæzlu, til heil- brigðisþjónustunnar, spítala og lækna, einnig til menntamála og margvislegrar lýðhjálpar, svo að það helzta sé talið. Þetta fé fer allt um hendur stjórnmálamanna. Og þekkja andstæðingar okkar í kvótamálinu aðra aðferð betri en lýðræðið, til þess að afla þessa nauðsynlega fjár, þar með taldar einkasölur eins og Tób- akseinkasölu ríkisins og kvótana? Kvótaeigendurnir hækka sífellt róminn og bíta í skjaldarrendurnar, þeir og þeirra talsmenn. Hannes Hólmsteinn er hættur að tala um veiðileyfagjald en er farinn að tala um veiðigjald. Þannig gengur beitan betur í sjómennina. Farið er að ljúga því að þeim, að þeir eigi að greiða veiðileyfagjaldið, ekki kvótaeigend- urnir. Hannes segir að enginn hafi gert tillögu um það, hvernig gjaldið ætti Benjamín H.J. Eiríksson að vera. Þetta er ekki rétt. í grein sem ég birti í Alþýðublaðinu hinn 4. desember síðastliðinn, gerði ég einmitt tillögu um fyrirkomulag slíks gjalds, í þeim tilgangi að fá fyrir- komulag slíks gjalds rætt. Greinin heitir Engin?, þar sem því hafði verið haldið fram að engin knýjandi rök væru fyrir veiðileyfagjaldi. Hannes ræðst á okkur hagfræð- ingana fyrir að skrifa um hagstjórn- armál, en virðist ekki sjá neitt at- hugavert við það, að stjórnmálafræð- ingar séu að skrifa um það sem er hagfræði. Talsmönnum kvótaeigendanna virðist hafa tekizt að ná tangarhaldi á samtökum þeirra sem vilja veiði- leyfagjald. Þannig vinnubrögð eru náttúrlega til vansæmdar þeim, sem þannig haga sér. Nú hefur rómurinn hækkað heldur betur, eða um sem svarar heilli átt- und. Flokksforingjarnir, Halldór og Davíð, eru fai’nir að tala eins og kvótaeigendur og mála skrattann á vegginn fyiár þjóðina, verði gjaldið sett á. Einkum er reynt að hræða sjómennina. Það má því segja, að þessa dagana fái þjóðin framan í sig mökkinn úr kolsvörtum reykháfi stjómmálaspillingarinnar, sem aldrei fyrr. Ég freistast til þess að reyna að leiðrétta enn eina vitleysuna sem þyrl- að hefir verið upp í sambandi við kvótamálið: Georgeismann. Þar hefir tekizt að hræra saman tveim lítt skyldum hugtökum: Því sem kalla mætti jarðrentu annarsvegar, og því sem kalla mætti landrentu, hinsvegar. Jarðrentan myndast fyrst og fremst vegna mismunandi landgæða, mismunandi frjósemi jarðarinnar, mismunandi verðmætis uppskerunn- ar. Landrentan myndast fyrst og fremst vegna þrýstings frá vaxandi mannfjölda, til dæmis í sambandi við vöxt borga, mikla hækkun lóðaverðs. Það var þessi hækkun landrentunn- ar, sem George vildi skattleggja. Honum blöski'aði hinn gífurlegi auð- ur sem myndaðist með hækkun lóða- verðs í vaxandi stórborgum Banda- ríkjanna, án alls meðvitaðs mannlegs tilverknaðar. Fiskveiðikvótar eiga hvorki skylt við jarðrentu né landrentu, þar sem þeim er úthlutað af löggjafarvaldinu, og því þess sköpunarverk. Kvótarnir eru líkastir einkasölu ríkisins á tób- aki og áfengi. Höfundur er hugfræðingur. Hverjir eru fatlaðir? ÞEGAR þetta er skrifað stefnir í að þroskaþjálfar fari í verkfall 3. nóvember nk., ef ekki verði búið að semja fyrir þann tíma. Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef þá eru byrjunar- laun þroskaþjálfa í dag rúmlega 74 þúsund kr. á mánuði og geta farið í ca. 88 þúsund eftir átján ára starf, en ein aðalkrafa þroskaþjálfa nú er að byrjunarlaun fara í 110 þúsund á samningstímanum. Einhverjum finnst kannski vera farið fram á mikið, en þá ættu þeir sömu að kynna sér það starf sem þroskaþjálfar inna af hendi á ýms- um þjónustustofnunum fyrir fatl- aða. í Fjöliðjunni á Akranesi og Borgarnesi er rekinn vinnustaður og hæfing og eru í dag 8 þjónustu- þegar í hæfingu og 23 starfsmenn á vinnustaðnum, og er slíkri stofnun mjög mikilvægt að hafa þroska- þjálfa ásamt öðru fagfólki í sínum röðum. í 12 manna starfsliði Fjöliðjunn- ar er einungis einn þroskaþjálfi í 75% starfshlutfalli, sem er alltof lítið. Undimtaður telur að meginá- stæðan fyrir því að ekki hafa feng- ist fleiri þroskaþjálfar til starfa í Fjöliðjunni þrátt fyrir auglýsingar þar um, sé vegna lágra launa, en þroskaþjálfar hafa sjáanlega setið eftir í launum á meðan aðrar um- önnunarstéttir hafa fengið leiðrétt- ingu á sínum kjöi-um. Það er mikið áhyggjuefni fyrir þjóðfélag eins og okkar, hve hin ýmsu umönnunarstörf eru lágt metin þegar um laun er að ræða. Nú nýverið gengu leikskóla- kennarar frá kjarasamningi við sína viðsemjendur þar sem 102 þúsund kr. mánaðar- launum verður náð á samningstímanum, og því get ég ekki séð að ekki verði hægt að ná kjarasamningi við þroskaþjálfa á svipuð- um nótum, þó svo að störf þroskaþjálfa séu að mörgu leyti flóknari og um leið meira krefj- andi en annarra um- önnunarstétta, þá eru þessir aðilar að vinna að svipuðum málum, það er að efla þroska og færni einstaklinga til þátttöku í samfélag- inu í nútíð og framtíð. Komi til verkfalls 3. nóvember nk. verður mest öll þjónusta við fatlaða sett í uppnám, og ekki séð Komi til verkfalls, segir Þorvarður B. Magnús- son, verður mest öll þjónusta við fatlaða sett í uppnám. fyrir hvaða afleiðingar það getur haft fyrir viðkomandi, og ekki er það gott innlegg í þá vinnu sem á að vera farin á stað, það er undir- búningur á flutningi málefnis fatl- aðra til sveitarfélaga 1. janúar 1999. Undirritaður skorar á samn- inganefndir deiluaðila að ganga nú þegar af röggsemi til verka og ná kjarasamningi sem báðir aðilar geti verið stoltir af, þar sem starf þroskaþjálfa verði ekki minna metið en sambærilegra fagstétta, og koma þannig í veg fyrir að neyðarástand skapist í þjónustu við fatlaða. Höfundur er forstöðumaður Fjöliðj- unnar á Akranesi og í Borgamesi. Þorvarður B. Magnússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.