Morgunblaðið - 30.10.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.10.1997, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Þrír slasast í árekstri ÞRENNT slasaðist í allhörð- um árekstri tveggja bíla við brúna á Skaftafellsá í Öræfum í gærmorgun. Var fólkið flutt með sjúkrabfl til Reykjavíkur. Áreksturinn varð við ein- breiða brú yfir Skaftafellsá um klukkan 11 í gærmorgun. Að sögn lögreglunnar á Höfn í Homafirði slösuðust þrír í öðr- um bílnum en enginn í hinum. Alvarlegustu meiðslin hlaut kona sem lærbrotnaði. Voru öll þrjú flutt í sjúkrabíl til Reykja- vikur. Reykjavíkur, sem stofnað var að frumkvæði iðnaðarmanna árið 1897. Iðnó endurbyggt Eftir að Leikfélag Reylqavíkur flutti starfsemi sína úr Iðnó árið 1986 varð mikil óvissa um framtíð hússins, en árið 1992 fór svo að verkalýðsfélögin Dagsbrún, Fram- sókn og Sjómannafélag Reykjavík- ur leystu til sm húsið frá Alþýðu- húsinu hf., sem hafði átt það frá 1940, og gerðu samning við Reykjavíkurborg um að borgin legði fram fé til viðgerðar gegn að hámarki 55% eignarhlut. Framkvæmdir að endurbygg- ingu hússins hófust árið 1993 og það endurgert að utan. Eftir þann áfanga lágu framkvæmdir niðri um tíma en hófust aftur á þessu ári er borgaryfirvöld ákváðu að endurbygging hússins að innan- verðu skyldi haldið áfram. . ... Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson ÞORSTEINN Pálsson og Ingibjörg Rafnar ásamt Steinþóri Gestssyni frá Hæli, fyrrverandi alþingismanni. Sjávarútvegsráðherra fimmtugur ÞORSTEINN Pálsson sjávarút- vegsráðherra átti fimmtugsafmæii í gær, miðvikudagimi 29. október. Hann hélt afmælisdaginn hátíðleg- an ásamt fjölskyldu sinni, í sumar- bústað fiölskyldunnar að Fiúðum í Hrunamannahreppi. Ráðherrann og fjölskylda ætluðu reyndar að halda daginn hátíðleg- an í kyrrþey og iáta lítið fyrir sér fara, en sunnlenskir sjálfstæðis- menn létu slík áfonn sem vind um eyru þjóta og tóku hús á Þorsteini snemma í gærmorgun og komu færandi hendi. Þeir færðu Þor- steini forláta stuðlabergsstein m áletruðum skildi. Samkvæmt fregnum að austan var gestkvær lijá þeim Þorsteini og Ingibjörgu Rafnar, eiginkonu hans, langt fr eftir kvöidi. Borgarstjóri um fjárhagsvanda Sjúkrahúss Reykjavíkur Ráðherra vissi um rekstrarhalla þrátt fyrir aukna fjárveitingu INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að Friðriki Soph- ussyni fjármálaráðherra hafi verið það ljóst þegar skrifað var undir samkomulag um þá þjónustu sem Sjúkrahúsi Reykjavíkur er ætlað að veita að halli yrði á rekstri sjúkra- húsanna i Reykjavík þrátt fyrir aukna fjárveitingu. „Hann vissi að það vantaði 150 milljónir eftir að bú- ið var að skrifa undir samninginn og hann veit líka að þessar fjárhæðir á fjárlögunum duga hvergi til þess að standa undir þeirri þjónustu sem ríkið ætlar þessum spítölum að veita,“ sagði borgarstjóri. Fjármálaráðherra sagði í frétt í Morgunblaðinu í gær að þrátt fyrir að Sjúkrahús Reykjavíkur hefði gert eigin rekstraráætlun og ríkið komið til móts við þær áætlanir að fullu kæmi nú fram að 150 milljónir vantaði í reksturinn á þessu ári. „Fjármálaráðherra var það ljóst þegar skrifað var undir samkomu- lagið og um það fór fram mikil um- ræða milli mín og hans og heilbrigð- isráðherra að þrátt fyrir þessar fjár- veitingar til Sjúkrahúss Reykjavík- ur og Landspítalans væri fyrirséð að halli yrði á rekstri þeirra á árinu,“ sagði borgarstjóri. „Þetta á ekki að koma honum á óvart.“ Borgarstjóri sagði að í minnisblaði þriggja manna nefndar þeirra Magn- úsar Péturssonar, ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins, Kristjáns Er- lendssonar, skrifstofustjóra heil- brigðisráðuneytisins, og Hjörleifs B. Kvaran, borgarlögmanns, til borgar- stjóra, fjármála- og heilbrigðisráð- herra, kæmi fram að ekki væri búið að komast fyrir fjárhagsvanda spít- alanna þrátt fyrir framlög ríkisins. Borgarstjóri sagði að vegna þeirr- ar umræðu sem fram hefði farið í borgarráði um fjárhagsvandann hefði hún ákveðið að leggja minnis- blaðið fram í borgarráði. „Eg gerði það vegna þess að í samkomulaginu var setning á þá leið að eigendur og stjórnendur spítalans ættu að bera ábyrgð á hallanum sem eftir stæði,“ sagði Ingibjörg Sólrún. „Ég neitaði að skrifa undir sam- komulagið með þessari setningu inni. Það er fjármálaráðherra alveg ljóst því við stóðum í miklu þrefi þegar verið var að ganga frá sam- komulaginu. Sú setning var tekin út úr textanum en hún rataði síðan inn í fjárlagafrumvarpið. Þannig að mér finnst verið komið aftan að manni. Fjármálaráðherra veit líka, að þriggja manna nefndin sér ekki ENDURGERÐ veitingasalarins á annarri hæð er iangt komin. Búið er að pússa upp skrautlista á loftinu eins og glöggt má sjá. Morgunblaðið/Þorkell UNNIÐ á loftinu yfir áhorfendasalnum. Að sögn Þórarins Magnússonar verður lokið við að gera upp kjall- ara, jarðhæð og veitingasal á annarri hæð í desember nk., en í mars á næsta ári er áætiað að búið verði að taka allt húsið í gegn nema risið. Það á að klára f apríl nk. Borgaryfirvöld ákváðu að færa húsið í sem upprunalegast horf, en samkvæmt því verður aðalinn- gangur hússins við vesturenda þess. I austurálmu er verið að gera upp Ieiksviðið og kjaUarann þar undir, en f miðbyggingunni verður áhorfendasalurinn eins og áður og samsfða honum eldhúsið. Endur- gerð veitingasalarins og setustofu á annarri hæð er langt komin. Brjóstpanill meðfram veggjum hefur verið pússaður upp og það sama á við um skrautloftið. Endurbygging Iðnó að mestu lokið í desember Endurbygging Iðnó gengur samkvæmt áætlun, að sögn Þórarins Magnússonar formanns endurbyggingarnefndar Iðnó, en stefnt er að því að stórum hluta fram- kvæmdanna verði lokið í desember. Arna Schram leit við í Iðnó í gær í fylgd Páls V. Bjarnasonar arkitekts. IÐNÓ eða Iðnaðarmannahúsið eins og það upphaflega var kallað var reist fyrir tilstuðlan Iðnaðar- mannafélags Reykjavíkur árið 1897 og átti það m.a. að hýsa sam- komur félagsins. Iðnaðarmannafé- lagið hafði fengið útmælda lóð í Tjörninni árið 1893 og þremur ár- um sfðar hófst bygging hússins á uppfyllingu sem gerð hafði verið út í norðurenda Tjarnarinnar. Fram kemur í byggingasögu Reylqavíkur í ritstjórn Hjörleifs Stefánssonar að húsið hafi verið reist eftir teikningum Einars Páls- sonar trésmíðameistara, sem einnig var yfirsmiður hússins. Iðnó er gert úr þremur hlutum; miðhús sem snýr mæni í austur og vestur og hús við báða enda þess er snúa göflum í norður og suður. Það er tvflyft grindarhús og hefur ávallt verið jámklætt með járn- þaki. Undir austurálmunni er kjallari og þar fyrir ofan var gert leiksvið og aðstaða fyrir leikara, en í miðbyggingunni áhorfendasal- ur. í vestasta hluta hússins var inngangur á neðri hæð en veit- ingasalur á þeirri efri. Lengi fram eftir öldinni var Iðnó að mestu notað til dansleikja- og samkomuhalds, en auk þess hýsti það starfsemi Leikfélags
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.