Morgunblaðið - 30.10.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.10.1997, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 247. TBL. 85. ÁRG. FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Fyrsti leiðtogafundur Kína og Bandaríkjanna í átta ár haldinn í Washingion Clinton heimilar sölu á kjarnakljúfum til Kína Washington. Reuters. BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, ræddi í gær við Jiang Zemin, for- seta Kína, og samþykkti að heimila sölu á bandarískum kjamakljúfum til Kína eftir að Jiang lofaði að Kinverjar myndu ekki aðstoða ríki eins og Iran við smíði kjarnavopna. Þetta er fyrsti leiðtogafundur Bandaríkjanna og Kína í átta ár og Clinton þáði boð kínverska forsetans um að heim- sækja Kínverja á næsta ári. Clinton sagði í gærkvöldi að samkomulagið um samvinnu ríkj- anna í kjarnorkumálum væri báð- um ríkjunum í hag. „Það þjónar þjóðarhagsmunum Bandaríkjanna, umhverfis- og viðskiptahagsmun- um,“ sagði Clinton á sameiginleg- um blaðamannafundi forsetanna eftir nærri tveggja stunda viðræð- ur þeirra í Hvíta húsinu í gær. Samkomulagið er fagnaðarefni fyrir bandarísk fyrirtæki, sem sjá fram á mjög arðbær viðskipti í Kína, en líklegt þykir að forsetinn sæti harðri gagnrýni þingmanna, sem hafa varað við því að viðskipt- in geti stuðlað að útbreiðslu kjarnavopna í heiminum og tortryggja loforð Kínverja. Á öndverðum meiði um mannréttindi Forsetamir lýstu fundinum sem tímamótum í samskiptum ríkj- anna, sem hafa verið stirð eftir blóðsúthellingarnar á Torgi hins himneska friðar í Peking árið 1989, og þeir hvöttu til þess að ríkin tækju höndum saman til að stuðla að friði og hagsæld í heiminum. Clinton kvaðst hafa rætt mann- réttindabrot Kínverja ítarlega við Jiang og sagði að þeir hefðu verið á öndverðum meiði um hvernig túlka bæri atburðina á Torgi hins himneska friðar. Jiang neitaði að biðjast afsökunar á aðgerðum kín- verska hersins í Peking og sagði að þær hefðu verið „nauðsynlegar" til að tryggja áframhaldandi um- bætur í Kína. Jiang kvaðst ennfremur stefna að „friðsamlegri endursamein- ingu“ kínverska meginlandsins og Tævans en sagðist ekki geta hafn- að valdbeitingu til að koma í veg fyrir að Tævan lýsti yfir sjálfstæði. Beint símasamband ákveðið Þegar kínverska forsetanum var ekið að Hvíta húsinu komst hann ekki hjá því að heyra í ýmsum hóp- um mótmælenda sem söfnuðust þar saman til að fordæma mann- réttindabrot kommúnistastjórnar- innar og stefnu hennar í málefnum Tíbets og Tævans. Forsetarnir ræddust við á óformlegum fundi kvöldið áður og ákváðu þá að koma á beinu síma- sambandi milli Hvíta hússins og forsetaskrifstofunnar í Peking líkt og milli leiðtoga Bandaríkjanna og Sovétríkjanna á tímum kalda stríðsins. Síðasti leiðtogafundur Banda- ríkjanna og Kína var í febrúar 1989 þegar George Bush, þáverandi forseti Bandaríkjanna, fór til Peking nokkrum mánuðum fyrir blóðsúthellingarnar þar. ■ Kínverskir ráðamenn/20 Reuters JIANG Zemin, forseti Kína, og Bill Clinton Bandaríkjaforseti fylgjast með trommu- og lúðrasveit í búningum frá nýlendutímanum við móttökuathöfn í garði Hvíta hússins í Washington. Kauphallarviðskipti glæðast „Sveifl- ur gætu orðið til góðs“ New York. Reuters. GENGI verðbréfa í kauphöllum heimsins rétti úr kútnum í gær, einkum eftir að Aian Greenspan, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, lýsti sveiflum undanfarinna daga á verðbréfamörkuðunum þannig að þær myndu þegar frá liði verða álitnar hafa jákvæð áhrif. Greenspan, sem margir telja áhrifamestan allra manna sem koma nálægt seðlabankastjórn, sagði einnig í ræðu sem hann hélt fyrir neðri deild bandaríska þings- ins, að sveiflurnar á gjaldeyris- mörkuðum Asíu, sem ollu írafári á verðbréfamörkuðum víða um heim í kjölfarið, myndu ekki hafa nein teljandi áhrif á efnahag Bandaríkjanna. Hann sagði verðbréfamarkaðinn nú vera „ekki eins fjarri réttu róli“ og hann var áður og að hans mati myndu nýjustu sveiflurnar á mörkuðunum að nokkrum árum liðnum verða taldar hafa orðið til góðs. Þessi ummæli Greenspans leiddu til þess að Dow Jones- vísitalan, sem mælir gengi verðbréfa á Wall Street, hækkaði um 120 stig, eða um 1,6%, ofan á þá miklu hækkun sem varð í fyrradag þegar vísitalan hækkaði um 337 stig. Vísitalan lækkaði þó síðar og þegar kauphöllinni var lokað í gærkvöldi var hún komin í 7.506,67 stig og hafði þá hækkað um 8,35 stig samtals yfir daginn. ■ Verðbréfamarkaðir/22 Mandela heiðrar Gaddafi MUAMMAR Gaddafi, leiðtogi Lí- býu (t.h.), ræddi í gær við Nelson Mandela, forseta Suður-Afríku, sem sæmdi hann æðstu suður- afrísku orðunni sem útlendingur getur fengið. Mandela flutti stutt ávarp af þessu tilefni á íþróttaleik- vangi í líbýska bænum Zuwarah og skoraði á Gaddafi að styðja tilraun- ir Sameinuðu þjóðanna til að „draga úr spennu, átökum og of- beldi“ í heiminum.Gaddafi tók vel í þessa áskorun en bætti við að hann hygðist ekki verða við kröfu stjórn- valda í Bandarfkjunum og Bret- landi um að framselja tvo líbýska leyniþjónustumenn, sem eru grun- aðir um aðild að sprengjutilræði í bandarískri farþegaþotu yfír skoska bænum Lockerbie sem kost- aði 270 manns lífið árið 1988. Hann setti það sem skilyrði fyrir framsali mannanna að þeir yrðu sóttir til saka í „hlutlausu landi“. Reuters Yopnaeftirlit stöðvað í írak Bagdad, Washington. Reuters. SAMEINUÐU þjóðirnar ákváðu í gærkvöldi að stöðva vopnaeftirlit sitt í Irak eftir að þarlendir ráða- menn ákváðu að banna Banda- ríkjamönnum að taka þátt í því. „Við getum ekki sætt okkur við ákvörðun íraka,“ sagði Anne Luzzatto, talsmaður Bandaríkja- forseta. „írakar geta ekki sagt Sameinuðu þjóðunum hverjir eigi að Uika þátt í eftirlitinu." Irakar sögðust ætla að halda áfram samstarfi sínu við eftirlits- nefnd Sameinuðu þjóðanna, að minnsta kosti tímabundið, en kröfðust þess að bandarísku eftir- litsmennirnir íæru frá Irak innan viku. Að sögn írösku fréttastofunn- ar INA gaf stjórnin í Bagdad Sam- einuðu þjóðunum stuttan frest til að aflétta refsiaðgerðum gegn Irak. Ef samtökin yrðu ekki við þeirri kröfu myndu írakar hætta samstarfinu við eftirlitsnefndina, sem fylgist með upprætingu gjör- eyðingarvopna í Irak. Fundum aflýst Frakkar og Bretar mótmæltu einnig ákvörðun íraka og Richard Butler, formaður eftirlitsnefndar- innar, stöðvaði vopnaeftirlitið í gærkvöldi. Hann kvaðst einnig hafa aflýst f'yrirhugaðri heimsókn sinni til íraks í nóvember og fund- um með íröskum embættismönn- umíNewYork. Fréttaskýrendur sögðu að Irak- ar virtust vera að reyna að reka fleyg milli Bandaríkjanna og ann- arra ríkja sem eiga aðild að örygg- isráði Sameinuðu þjóðanna en töldu þá tilraun geta komið þeim sjálfum í koll.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.