Morgunblaðið - 30.10.1997, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.10.1997, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ &toe0iuM$toib STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MENNTUN SJÓMANNA ÞJÓÐIN BYGGIR afkomu sína að mestu á sjávarút- vegi og mun svo verða um ófyrirsjáanlega framtíð. Þess vegna skiptir miklu máli, að íslenzkir sjómenn njóti beztu menntunar, sem völ er á hverju sinni, og mikilvægi hennar eykst stöðugt eftir því sem tækninni fleygir fram. Þungamiðjan er menntun skipstjórnar- manna, jafnt á fiskiskipum sem farskipum, svo og vél- stjóra. Menntun sjómanna er mjög til umræðu nú vegna hugmynda um nýja leið til reksturs Sjómannaskóla ís- lands, þ.e. Stýrimannaskólans og Vélskólans, og vegna húsnæðismála þeirra. Menntamálaráðherra, Björn Bjarnason, hreyfði þeirri hugmynd sl. vor við Kristján Ragnarsson, formann LÍÚ, að sjávarútvegurinn komi að rekstri Sjómannaskólans og telur hann það vel koma til greina. Kristján telur að atvinnugreinin eigi að bera ábyrgð á skólanum og námsefni, enda sé hún mun hæfari til þess en opinber- ir embættismenn. Hann bendir á Verzlunarskólann í þessu sambandi og telur rekstrarform hans miklu nú- tímalegra og opnara fyrir breytingum en núverandi rík- isrekstur. Þetta eru mjög athyglisverðar hugmyndir og full ástæða er til, að helztu samtök og fyrirtæki sjávar- útvegs og siglinga hrindi þeim í framkvæmd sem allra fyrst. Þörf er á skjótum viðbrögðum vegna þess, að tillögur hafa komið fram um að flytja Sjómannaskólann á brott úr „háborg íslenzku sjómannastéttarinnar" eins og for- seti lýðveldisins, Sveinn Björnsson, kallaði bygginguna er hornsteinn var lagður að henni á sjómannadaginn 1944. Hún er nú illa farin vegna viðhaldsleysis og kosta viðgerðir töluvert fé. Tillögur hafa komið fram um, að Kennara- og uppeldisháskólinn fái bygginguna til af- nota, en Sjómannaskólinn verði fluttur að Höfðabakka. Stjórnendur hans telja kostnað vegna flutnings verða margfalt meiri en kostnaðinn við endurnýjun núverandi húsnæðis og þau útgjöld verði að greiða, þótt öðrum verði fengin byggingin til afnota. Enginn vafi er á því, að bygging Sjómannaskólans er tengd sjómannastéttinni í hugum landsmanna og brottflutningur hans þaðan er mikið tilfinningamál. Skólastjórarnir, kennarar, nemendur og starfsfólk, svo og ýmis samtök sjómanna hafa mótmælt öllum slíkum tillögum. Rök fyrir brottflutningi þurfa því að vera sann- færandi og augljós til að friður verði um hann og þau blasa ekki við. GRUND 75 ÁRA FYRIR 75 árum, í endaðan októbermánuð árið 1922, var Elli- og hjúkrunarheimilið Grund vígt og tekið í notkun. Forystumenn þess voru í hópi brautryðjenda - þeirra sem brutu ís að öldrunarþjónustu hér á landi. Farsæl starfsemi stofnunarinnar spannar nú þrjá aldar- fjórðunga og umfangsmikla öldrunarþjónustu, bæði í höfuðborginni og í Hveragerði. Hún var og á sinn hátt kveikjan að þeirri víðfeðmu öldrunarþjónustu, sem nú er veitt víðast hvar á landinu, þótt enn þurfi betur að gera, einkum að því varðar hjúkrunarrými fyrir aldraða. Meðaiævi íslendinga hefur iengst um áratugi á 20. öldinni. Breytt aldursskipting þjóðarinnar kallar á vax- andi öldrunarþjónustu. Því kalli hefur Elli- og hjúkrunar- heimilið Grund, sem raunar er eina elliheimilið á land- inu sem komið er á ellilífeyrisaldur, reynt að svara eft- ir mætti. Þar eru nú liðlega 260 heimilismenn, þar af 160 í hjúkrunarrýmum. Hliðstæðar stofnanir hafa víða risið, sem fetað hafa slóð brautryðjendanna. Eftirspurn eftir öldrunarþjón- ustu er samt sem áður verulega meiri en framboðið, einkum eftir hjúkrunarrýmum. Aðkallandi er að útrýma biðlistum öldrunarsjúklinga. Þeir samræmast hvorki mannúð né menningu. Fólk sem skilað hefur samfélag- inu langri starfsævi, á rétt á því að búa við þá heilbrigð- isþjonustu, sem aðstæður þess krefjast, sem og þokka- legri afkomu á efri árum. írar kjósa sér forset IRAR ganga að kjörborðinu í dag og velja sér forseta til næstu sjö ára, sem bíða mun það erf- iða verkefni að feta í fótspor Mary Robinson, er notið hefur mikilla vinsælda í þessu embætti frá því hún var kjörin árið 1990. Kosningarnar eru sögulegar að þessu sinni fyrir þá sök að fjórar konur eru í framboði en að- eins einn karl og sýnir það hver áhrif kjör Mary Robinson hefur haft á ír- landi. Konurnar fjórar hafa enda lagt sig í líma við að líkjast frú Robinson sem mest í kosningabaráttunni en ef marka má nýjustu skoðanakannanir getur aðeins snörp fylgissveifla komið í veg fyrir að Mary McAleese, sem er 46 ára gömul og prófessor í lögum, verði næsti forseti írlands. Kosningarnar nú eru til marks um þau þáttaskil sem kjör Mary Robinson markaði árið 1990. Fram að því hafði forsetaembættíð veríð ætlað eldri körl- um í dökkum fötum, sem tóku á móti trúnaðarbréfum sendiherra og sögðu fáein orð þegar þörf var talin á við opinber tækifæri. Embætti þetta varð engan veginn bendlað við endurnýjun, umskipti eða stöðu írsku þjóðarinnar á alþjóðavettvangi. Einstakur f orseti Allt þetta breyttist með kjöri Mary Robinson. Hún fyllti embættið nýjum þrótti eftir að hún hafði óvænt verið kjörin enda nánast utangarðsmaður í pólítísku tilliti er hún kom fram á sjón- arsviðið. Forseti írlands hefur lítil sem engin völd en Mary Robinson tókst að vekja athygli á málum sem heims- byggðin hafði tilhneigingu til að hundsa auk þess sem hún gerði emb- ættið alþýðlegra á heimavelli. Forsetinn æddi um Sómalíu er iand- ið var við að leysast upp í borgarastyrj- öld og heimsótti þrívegis Rwanda er morðæðið reið yfir þar. Með ferðum sínum til fátækra þróunarríkja gæddi hún embætti forseta írlands nýrri sið- ferðislegri dýpt, sem vakti athygli er- lendis og hrifningu í heimalandi henn- ar. „írar hafa aldrei átt forseta eins og Mary Robinson og margir spyrja hvort nokkur von sé um að slíkur for- seti verði aftur kjörinn. Það er enginn vafi á að landsmenn hefðu almennt viljað að hún héldi áfram. Hún gjör- breytti þessu embætti," sagði Patrick Comerford, blaðamaður við írska dag- blaðið The Irish Times, í samtali við Morgunblaðið. Er Mary Robinson ákvað að láta af embætti skömmu áður en kjörtíma- bil hennar rann út til að taka við starfi Mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóð- anna þurftu írskir stjórnmálaflokkar að bregðast hart við. Tilnefningar þeirra sýndu hins vegar hversu margt hafði breyst á írlandi á þessum sjö árum. Á það ekki síst við um hug- myndir um stöðu konunnar í samfélag- inu, sem forðum var talið henta best að vera „berfætt og barnshafandi að störfum í eldhúsinu" eins og stundum var sagt. Eftirað einn vinsælasti stjórnmála- maður írlands, John Hume, hafði látið þau boð út ganga að hann hygðist ekki verða í framboði, tilnefndi stærsti flokkur írlands, Fianna Fail, lagapró- fessorinn Mary McAleese, sem hefur nú mjög trausta forustu ef marka má skoðanakannanir. Katólskur íhaldsmaður McAleese er fædd árið 1951 og er óvenjulegur frambjóðandi fyrir þá sök að hún er fædd á Norður-írlandi. Erf- itt er hins vegar að henda reiður á nákvæmlega hver lífssýn hennar og heimspeki er. Hún virðist í senn vera katólskur íhaldsmaður og þokkalega róttækur „um- bótasinni". Þannig hefur —— hún haldið fram hefðbundnum strangkatólskum viðhorfum hvað varðar fóstureyðingar og andstöðu við hjónaskilnaði en á hinn bóginn hefur hún stutt nokkur baráttumál frjáls- lyndra svo sem þau að samkynhneigð- um verði tryggð full mannréttindi og prestar fái að ganga í heilagt hjóna- band. „Skoðanir hennar eru mótsagna- kenndar um margt og hún hefur leitt ákveðnar spurningar hjá sér. Stjórn- málaskoðanir skipta hins vegar litlu þar eð forseti landsins hefur engin pólitísk völd og því hefur þetta ekki unnið gegn henni," segir Patrick Com- erford. KEPPINAUTAR í írsku forsetakosningunum komu saman í sjónvarj Mary McAleese, Adi Roche, „Dana" Rosemai I fótspor fn Nuala O'Faolain, einn þekktasti dálkahöfundur íra nú um stundir, seg- ir í samtali við Morgunblaðið að McAleese sé engan veginn frjálslynd eða „femínisti". „Hún getur alls ekki talist frambjóðandi, sem boðar kven- frelsi. Hún er hægri sinnaður katól- ikki og fulltrúi hinnar stofnanavæddu kirkju. En hins vegar má ekki gleyma því að yfirgnæfandi meirihluti þjóðar- innar fer í messu að minnsta kosti einu sinni í viku." McAleese hefur líkt og hinar kon- urnar þrjár sem í framboði eru, reynt að líkja eftir Mary Robinson í kosn- ingabaráttunni og gildir það bæði um fas hennar og klæðaburð. Þær hafa, eins og fyrirmyndin, klæðst síðum jökkum en hárið er stuttklippt sem sérfróðir telja til þess fallið að skapa ímynd frjálslegs „hressileika og lífs- þróttar". En McAleese á meira sam- eiginlegt með frú Robinson en hár- greiðsluna því aðeins 24 ára gömul tók hún við kennarastöðu hennar í lögum við Trinity College er sú fyrr- nefnda flutti sig um set. Báðar reyndu þær á sínum tíma á ná kjöri til þings en mistókst það. Báðar eru fyrst og fremst metnaðarfullar menntakonur, fulltrúar nýrra tíma á írlandi. Stórgreind og full metnaðar En þótt þessar tvær konur kunni að virðast líkar á yfirborðinu greinir margt þær að þegar betur er að gáð. Patrick Comerford bendir á að bak- grunnur þeirra sé gjörólíkur. „Mary Robinson er af miðstéttarfólki komin og var fulltrúi vinstri aflanna 1990. Mary McAleese er hins vegar af held- ur fátæku fólki komin og ólst upp á meðal þjóðernis- sinna á Norður-írlandi. Það er því engan veginn svo að stuðningsmenn Mary McAleese séu að leita eftir ™™™™™"' einhvers konar spegilmynd af Mary Robinson. Þær eru um margt mjög ólíkar konur." Nuala O'Faolain tekur dýpra í ár- inni: „Mary McAleese á ekkert sam- eiginlegt með Mary Robinson. Hún mun vafalaust sinna störfum sínum óaðfinnanlega sem forseti en hún mun ekki gera það af innlifun og tilfinn- ingu líkt og Mary Robinson gerði. Mary Robinson hóf embættið upp yfír stjórnmál en nú hefur Mary McAleese neytt okkur til að horfast í augu við þá staðreynd að það búa líka Irar á Norður-írlandi en því hefur þjóðin vilj- að gleyma." Mary McAleese er sögð sérlega greind kona og reynsla hennar af sjón- Skarpgreind, sjálfsörugg og metn- aöarfull Forsetakosningar fars og reynist skoðanaki lögfræðiprófessorinn B arftaki Mary Robinson, legra vinsælda í embæt kynnti sér frambjóðend skýrendur á írlandi um ar konur voru í framl varpi þykir hafa nýst henni vel í þess- ari kosningabaráttu. Eftir að hafa kennt lögfræði við Trinity College í fjögur ár gerðist hún sjónvarpsfrétta- maður um tveggja ára skeið. Hún er „réttu megin við miðjan aldur" eins og viðmælendur á írlandi orðuðu það og geislar af sjálfstrausti, sem skilar sér sérlega vel í gegnum sjónvarp. „Hún á ekki neitt það til sem kallast getur sjálfsefi og virðist á köflum vera heldur tilfinningasnauð," segir Nuala O'Faolain en bætir við að enginn geti efast um hæfni Mary McAleese. Árás fyrrum samherja Verkamannaflokkurinn studdi framboð frú Robinson fyrir sjö árum en stendur nú að baki Adi nokkurrar Roche, sem þekkt er fyrir baráttu sína á vettvangi umhverfismála, einkum gegn notkun kjarnorku og rekið hefur góðgerðarsamtök til að aðstoðar börn- um, sem urðu fórnarlömb kjarnorku- slyssins í Tsjernobyl. Framboð hennar fór vel af stað og um tíma var Roche með mest fylgi frambjóðenda í skoðanakönnunum. Roche, sem er 42 ára, varð hins vegar fyrir miklu áfalli er fyrrum félagar í samtökunum komu fram opinberlega og lýstu yfír því að þeir myndu ekki styðja hana því hún hefði jafnan sýnt mikinn yfirgang í öllum störfum sín- um. Gengu þeir svo langt að segja að stjórnarhættir hennar hefðu verið „stalínískir". „Ég get verið ákveðin. Ég var í raun og veru aldrei „Tsjernobyl-engill- inn". Enginn er dýrlingur í lifanda lífi," sagði Roche er hún reyndi að bera hendur fyrir höfuð sér en það var um seinan. „Þessar ásakanir lögðu fram- boð hennar í rúst og hún hefur aldrei náð sér strik eftir þetta," segir Patrick Comerford.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.