Morgunblaðið - 30.10.1997, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 30.10.1997, Blaðsíða 50
50 FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 <7-/7 I $/irr4£> 5EGT4. I t>A ER. Ée 7ERMÍT/! . ***$!>'*, Grettir Tommi og Jenni /THE WAS' I SEE ItA l VOU HAVE TUIO ) \CHOICES.. YOU CAN HELP ME IUITH MV 5PELLIN6 WORD5.. /S^\\ x r *> \) /o-i OR YOU CAN TAKE THE BLAME FORTHE INK I SPILLEP DOIUN THE C0LLAR 0FTHE KIP WHO SIT5 IN FRONT OF ME.. __ 01997 United Feature Syndicate. Inc. okatlets/tou 5EE IUHAT /ALUJAVS THEFIRST/TAKETHE 5PELLIN6 EA5YWAY W0RPIS.. \ OUT, PON'T vt) 0)1 Eftir því sem Þú getur hjálpað Eða þú getur tekið á Jæja þá, lítum þá mér sýnist þá mér með þig sökina fyrir blekið á það, hvert er áttu um tvennt stafsetninguna... sem ég hellti niður um fyrsta orðið ... að velja... hálsmálið á krakkan- þú velur alltaf um sem situr fyrir auðveldustu Ieiðina, framan mig... er það ekki? Myndatökumaður- inn skrifar Frá Hrafnhildi Gunnarsdóttur: UNDANFARNA daga hefur spunn- ist nokkur umræða um sýningu mynda frá uppskurði á Landspítal- anum þar sem leg var fjarlægt úr konu. Þar sem ég myndaði upp- skurðinn langar mig að leggja nokkur orð í belg í þessari annars einhliða neikvæðu umræðu. Fram hefur komið gagnrýni á útsendingu myndanna rétt um matartíma vegna augsýnilegra blóðugra atriða og á kannski rétt á sér en taka skal fram að umsjónarmaður þátt- arins varaði fólk við áður en mynd- imar fóru í loftið. Áhorfandinn hafði valið, annað hvort gat hann haldið áfram að horfa eða litið und- an. Um helgina birtist síðan lesanda- bréf í Morgunblaðinu þar sem Sif Jónsdóttir tekur í sama streng og gengur svo langt að finnast vegið að heiðri kvenna með sýningu myndanna. Mér þykir leitt að svona lagað geti misskilist, en ég er henni allsendis ósammála um að þama sé vegið að heiðri kvenna. Ég skil viðkvæmnina yfir blóðinu, en að þarna sé vegið að heiðri kvenna er eins langt frá sannleikanum og komist verður. Spurt er: þegar ís- land í dag sýndi myndir frá hjarta- uppskurði á miðaldra karlmanni, var þar með vegið að heiðri karl- manna? Nei, það tel ég ekki. Hvað finnst Sif um sýningu mynda frá sláturgerð? Mér persónulega finnst ógeðfellt að horfa upp á fólk hrær- andi í blóði upp að öxlum og er ég viss um að mörgum grænmetisæt- um hafi verið misboðið. Það að hugsanlega einhverjum verði mis- boðið með sýningu á myndum eru ekki nægileg rök til þess að krefj- ast ritskoðunar. Krafan á hins veg- ar að vera sú að umföllun í fjölmiðl- um sé heiðarleg og sönn og gefi rétta mynd af því sem er að gerast í það og það skiptið. Ég persónu- lega fylgi ákveðnu siðgæði þegar ég tek myndir fyrir fréttir og frétta- tengt efni, en það siðgæði á ekki við um innihald myndanna sem ég tel málinu óviðkomandi. í fýrsta lagi reyni ég að hafa ekki áhrif á það sem ég mynda. Sömuleiðis bý ég myndefnið ekki til eða bæti hlut- um inn í rammann, heldur mynda ég aðeins það sem fyrir augu ber. Ég er reyndar meðvituð um það að ég get aldrei verið algerlega hlut- laus í myndatöku minni, en sanna má að smá hreyfing eða breyting á sjónarhorni hefur í raun áhrif á hvemig viðfangsefnið kemur áhorf- andanum fyrir sjónir. Nú, einnig tek ég ekki myndir af fólki sem ekki gefur leyfi til þess og svo mætti lengi telja. ísland í dag er frétta- tengdur þáttur og þar af leiðandi skrifum við ekki handrit að sjón- varpsefninu, að blessuninni honum Marteini Mosdal undanskildum. Markmið okkar er einfaldlega það að sýna það sem er að gerast á heiðarlegan og tilgerðarlausan hátt. Sif finnst einnig að Pétri og Páli komi þessar aðgerðir ekki við. Aft- ur erum við ósammála. Umfjöllun af þessu tagi á fullan rétt á sér, enda hefur mér verið sagt, að fyrir margar konur sem gangast undir leguppskurð sé því tengd nokkur blygðun og niðurlæging, og ekki bætir þögn úr skák. Mér fínnst kominn tími til að dulúðinni sé svipt af þessu líffæri sem fýrr á öldum var jafnvel talið valda geðrænum sjúkdómum. Af þessu eimir enn þann dag í dag í okkar ástkæra ylhýra, saman ber orðatiltækið „hún er hysterísk" sem notað er um „móðursjúkar" konur og er dregið af enska orðinu yfir leg „hyster" (sem á rætur í latínu) og fjarlægingu legs, „hysterectomy". Éftir vill hefur sýning efnis af þessu tagi áhrif á lækna framtíðarinnar en spurningin sem brann á mínum vörum eftir myndatökuna var þessi: Af hvetju í ósköpunum er legið numið brott ef það lætur eitthvað á sér kræla? Eru aðgerðir af þessu tagi eftir vill að úreldast eins og t.d. óhóflegt brottnám hálskirtia fyrir árið 1980? Efni af þessu tagi vekur mig til umhugsunar og það er jákvætt, ritskoðun er það ekki. HRAFNHILDUR GUNNARSDÓTTIR myndatökumaður. Niðurstaða prófkjörs sj álfstæðismanna í Reykjavík Frá Rannveigu Tryggvadóttur: ÉG FÆ ekki séð að nein ástæða sé til að breyta niðurstöðum próf- kjörs sjálfstæð- ismanna í Reykjavík. Átta þeir efstu hafa afgeraridi meira fylgi en þeir sem á eftir koma. Kjartan Magn- ússon sem er í 8. sæti hefur 51,21% fylgi en fylgi Eyþórs Árnalds í því níunda var 35,43%. Þar er mikill munur á. Fleiri konur, sagði einhver. Til hvers? Við þurfum ekki fleiri konur en þær tvær sem eru meðal átta efstu til að_ ná fram því markmiði sem bæði Árni og Inga Jóna hafa heitið að ná, þ.e. að heimaumönnun bama verði metin til fjár svo um muni. Látið ungu konuna í friði þau ár sem hún er upptekin við heim- ilishald, barneignir og barnaupp- eldi. Áhugi á stjórnmálum vaknar síðar, ef hann þá vaknar. Verum þess minnug að hjón þurfa að eign- ast minnst þrjú böm, svo þjóðin fái lifað áfram í landinu. RANNVEIG TRYGGVADÓTTIR, Bjarmalandi 7, Reykjavík. Rannveig Tryggvadóttir Allt efni sem birtist í Morgunbiaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.