Morgunblaðið - 30.10.1997, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 30.10.1997, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1997 45 son, þá orðinn skólastjóri Héraðs- skólans á Laugarvatni. Hann var gagnorður eins og jafnan: „Nú kemur þú og kennir hjá mér í vet- ur.“ Ég þurfti enga umhugsun til að átta mig á því, að það vildi ég allra helst allra mögulegra kosta. Ég fylgdi honum þegar í stað og hef ekki átt afturkvæmt úr því starfi síðan. Fyrsta veturinn bjó ég í Mörkinni í nábýli við þau Bene- dikt. Þar fékk ég mína bestu há- skólakennslu, því að á hveiju kvöldi gekk ég í gegnum vegginn til þeirra Benedikts og Öddu til að ræða fram á nótt álitamál enskrar og danskrar tungu. Aldrei brást að ég fengi fullnægjandi svör, ef þau voru til, fyrir utan allt kaffið pg alúðina þeirra blessuðu hjóna. Ótrúleg var þeirra þolinmæði og hjartarými án takmarka. Þeim sé ævinlega þökk, blessuð sé minning Benedikts. Þór Vigfússon. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HALLDÓR KRISTINN BJÖRNSSON, Þverási 39, Reykjavík, sem lést föstudaginn 24. október, verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju föstudaginn 31. október klukkan 13.30. Blóm og kransar eru vinsamiegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins. íva Bjarnadóttir, Björn Halldórsson, Kristín Bjarnadóttir, Edda Magndís Halldórsdóttir, Kristinn Jóhann Sigurðsson, Viðar Halldórsson, Ragna Bogadóttir, Gyða Halldórsdóttir, Guðjón Reynir Jóhannesson, Dóra Kristín Halldórsdóttir, Kristján Þórðarson, barnabörn og barnabarnabörn. Um langt árabil gegndu héraðs- skólar landsins veigamiklu hlut- verki í mennta- og menningarlífi þjóðarinnar. Héraðsskólinn á Laug- arvatni stóð þar jafnan í fremstu röð og naut sérstakrar virðingar sem merkisberi í alþýðufræðslu hinna dreifðu byggða. Sá góði skóli var líka svo gæfusamur að hafa jafnan á að skipa frábærum skóla- mönnum sem höfðu til að bera mikinn góðvilja, þekkingu og metn- að, svo að árangur skólastarfsins var eftir því mikill og ágætur. Löngum á síðari hluta aldarinnar naut Héraðsskólinn á Laugarvatni forystu frábærs menningarmanns sem var Benedikt Sigvaldason. Hann lét af störfum við skóla sinn fyrir fáum árum og hefur nú verið kvaddur á braut til nýrra verkefna og meira að starfa guðs um geim. Við Benedikt vorum samtíðarmenn og gegndum hliðstæðum störfum, hvor á sínum stað um árabil. Með okkur var jafnan margvíslegt sam- starf sem og traust og góð vinátta, svo að leiðin milli Skóga og Laugar- vatns virtist bæði stutt og greið. Oft heimsótti ég þennan góða starfsbróður minn og naut ein- stakrar gestrisni og góðvildar á heimili hans og ágætrar eiginkonu hans. Það fór ekki fram hjá neinum sem til þekkti, hversu skólabragur allur var með miklum ágætum á Laugarvatni. Þar var auðsjáanlega valinn maður i hverju rúmi og metnaðarful! forysta _ Benedikts slík, að aðdáun vakti. Árangur af slíku skólastarfí hlaut því að vera mikill og góður, enda báru fjöl- margir nemendur skólanum fagurt vitni með ágætum námsárangri og velgengni á lífsleiðinni. En allt er í heiminum hverfult. Hlutverki héraðsskóla er lokið. Því valda nýir þjóðfélagshættir, breytt fræðslulög og margt annað. í þess- um skólum var unnið mikið og merkilegt starf, sem lengi mun í minnum haft. Og þegar við hugleið- um framlag þessara skóla til menn- ingar og þroska hins gróandi þjóð- lífs í landinu, fer ekki hjá því að nafn Benedikts Sigvaldasonar komi upp í hugann og beri þar hátt. Ævistarf sitt helgaði hann því að efla menntun, manndóm og þroska ailra þeirra sem í skóla hans dvöld- ust og búa þá sem best undir gæfu- ríkan feril á þjóðlífsins brautum. Og hamingja hans var sú að sjá mikinn árangur af þessu starfi. Nú hefur sól brugðið sumri. Benedikt Sigvaldason er horfinn yfir móðuna miklu. Við sem eftir stöndum hérna megin við fljótið Styx kveðjum hann með söknuði, þökkum honum ágæta og ánægju- lega samfylgd og árnum honum heilla á nýrri vegferð. Ég og fjöl- skylda mín vottum eftirlifandi eig- inkonu hans, Öddu Geirsdóttur, syni hans og öðrum vandamönnum einlæga samúð. Megi það vera huggun harmi gegn að bjart er yfir minningu um góðan dreng og hún lifir áfram með okkur. Blessuð sé minning Benedikts Sigvaldason- ar. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR EYJA PÉTURSDÓTTIR, Eiríksgötu 21, Reykjavík, sem lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur fimmtudag- inn 23. október verður jarðsungin frá Áskirkju í dag, fimmtudaginn 30. október, kl. 15.00 Sigurður Guðmundsson, Áslaug Benediktsdóttir, Sigríður Birna Guðmundsdóttir, Guðbjartur Vilhelmsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlý- hug við andlát og útför eiginmanns míns og föður, tengdaföður, afa og langafa, GUNNARS ÓLAFSSONAR frá Gilsbakka, Vestmannabraut 10, Vestmannaeyjum. Þuríður Guðrún (Stella) Ottósdóttir og fjölskylda. t Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar TRAUSTI BJARNASON, Höfðaholti 6, Borgarnesi, sem lést fimmtudaginn 23. október verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju föstudaginn 31. október kl. 14.00. Arngerður Sigtryggsdóttir, Dröfn, Herdís, Hrannar, Jóhann og Viðar Traustabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, SVERRIS JÓNSSONAR, Laugarbrekku 1, Húsavík. Sérstakar þakkir til þeirra björgunar- og hjálparsveitarmanna sem kallaðir voru til leitar þann 15. október sl. Þórný Björnsdóttir, dætur, tengdasynir og barnabörn. t Innilegar þakkirtil allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KRISTÓFERS S. SNÆBJÖRNSSONAR frá Hellu, Hellissandi, Svanhildur Snæbjönsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR, Vallholti 33, Seifossi, sem andaðist á Sjúkrahúsi Suðuriands fimmtudaginn 23. október síðastliðinn, verður jarðsungin frá Selfosskirkju iaugardaginn 1. nóvember nk. kl. 13.30. Erling Gunnlaugsson, Gunnar Erlingsson, Gróa J. Skúladóttir, Sigríður Erlingsdóttir, Hörður Erlingsson og barnabörn. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur hlýhug, samúð og einstaka vináttu á erfiðum stundum við andlát og útför elskulegrar eiginkonu, móður okkar, dóttur og tengdadóttur, ELÍNAR ÁRNADÓTTUR, Sílatjörn 12, Selfossi. Guð blessi ykkur öll. Brynjar Jón Stefánsson, Sigrún Arna Brynjarsdóttir, Böðvar Dór Brynjarsson, Árni Sigurjónsson, Sigrún Jónsdóttir og Stefán Á. Þórðarson og aðrir aðstandendur. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður og afa GUÐFINNS SIGFÚSSONAR bakarameistara, Ánalandi 4, Reykjavík. Sérstakar þakkir sendum við hjúkrunarfólki deildar 3B Landakotsspítala fyrir einstaka umönnun og alúð. ingibjörg Guðmundsdóttir, Sveinn Rúnar Hauksson, Óttar Felix Hauksson, Sigríður Hauksdóttir, Sigfús Guðfinnsson, Guðmundur Guðfinnsson, María Guðfinnsdóttir, Björk Vilhelmsdóttir, Guðný Aðalsteinsdóttir, Evald Sæmundsen, Andrea María Henk, Lena Gústafsdóttir, Hörður Hauksson og barnabörn. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, fóstur- föður, tengdaföður, afa og langafa, ÓLAFS BERTELS PÁLMASONAR, Reynimel 88, Reykjavík. Marta Sigr. J. Sigurðardóttir. Pálmar Sveinn Ólafsson, Sigríður Stephensen, Regína Sigríður Ólafsdóttir, Valgarð Blöndai, Hafdís Brandsdóttir, Magnús Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega vináttu og hlýju við fráfall og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, STEINUNNAR GUÐNÝJAR MAGNÚSDÓTTUR. Skúli Halldórsson og fjölskylda. Jón R. Hjálmarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.