Morgunblaðið - 30.10.1997, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.10.1997, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1997 25 Starfsárið hafið hjá íslenska dansflokknum Kylián o g Ulrich meðal danshöfunda FRÁ æfingu á Trúlofun í St. Dómíngó. ÍSLENSKI dansflokk- urinn hefur tuttugasta og fimmta starfsár sitt með frumsýningu á verkinu Trúlofun í St. Dómíngó eftir danshöf- undinn Jochen Ulrich 7. og 9. nóvember á stóra sviði Borgarleik- hússins. Frumsýning- arnar verða tvær þar sem tveir hópar dans- ara skipta með sér verkum í uppfærslunni. Verk Ulrichs er byggt á sögu Heinrichs von Kleist, Trúlofun í St. Dómíngó. Heinrich von Kleist er einn ást- sælasti höfundur Þjóð- verja og eitt mest leikna leikskáld þeirra. Trúlofun í St. Dómíngó er etgi að síður fyrsta verkið sem sett er upp eftir von Kleist í ís- lensku atvinnuleikhúsi. Jochen Ulrich er list- rænn stjórnandi TANZ- FORUM Jochen Ulrich GmbH í Köln og er ís- lenskum áhorfendum að góðu kunnur en hann er höfundur verkanna La Cabina 26 og Ein sem Islenski dansflokkurinn sýndi í febrúar á þessu ári. Annað verkefni vetrarins verður frumsýnt í fyrstu vikunni í febrúar 1998 á stóra sviði Borgarleikhúss- ins, en það eru tvö dansverk eftir Ed Wubbe, listrænan stjórnanda Scapino dansflokksins í Rotterdam, og eitt verk eftir Richard Wherlock listrænan stjórnanda Luzern dans- flokksins. Ed Wubbe mun setja upp verkin White Streams annars vegar og Kate’s Gallery hins vegar. Verk Richard Wherlock heitir Curver. Geta má þess að upphaflega upp- færslan af White Streams var sér- staklega samin fyrir íslenska dans- flokkinn undir nafninu Tvístígandi sinnaskipti og hlaut dansflokkurinn Menningarverðlaun DV fyrir þá sýningu. Þriðja verkefni starfsársins, sem jafnframt er afmælissýning, verður frumsýnt á Listahátið í Reykjavík 4. júní 1998, en íslenski dansflokk- urinn á aldarfjórðungs afmæli 1. mai 1998. Dansflokkurinn fær þá til liðs við sig hinn kunna danshöf- und Jiri Kylián, en dansflokkurinn mun sýna verk hans, Stoolgame, á Listahátíð. íslenski dansflokkurinn á einnig í viðræðum við finnska danshöfundinn Jorma Uotinen um að fá verk eftir hann á móti verki Jiri Kyliáns. Jiri Kylián er listrænn stjórnandi Nederlands danstheater í Haag. Jorma Uotinen er listrænn stjórn- andi óperuballettsins í Helsinki og einn af virtustu danshöfundum Norðurlanda. Þetta verkefni verður frumsýnt á stóra sviði Borgarleik- hússins. íslenska dansflokknum hefur verið boðið að sýna víðsvegar um Evrópu á þessu leikári. Hann sýnir 27. júní 1998 á Heimssýningunni í Lissabon, Expo ’98, en einnig hefur dansflokkurinn fengið boð um að fara í sýningarferðalag um Eystra- saltslöndin á vormánuðum 1998. Þá liggur fyrir boð um að sýna í Gdansk í Póllandi á svipuðum tíma. Stjórnendur dansflokksins hafa ekki enn tekið ákvörðun um hvort öll boð verða þegin og standa samn- ingaviðræður yfir við ofangreinda aðila. Dansflokkurinn mun enn- fremur setja upp sýningu fyrir varn- arliðið á Keflavíkurflugvelli 22. nóv- ember 1997. íslenski dansflokkurinn opnaði vefsíðu sína 7. október sl. og er slóðin http://www.id.is. DIOR INYTT SNVRTIVÖRUVERSLUNIN GLÆSÍÆ 568 5170 TEINT COMPACT LISSE Kremaði púðurfarðinn (kökumake) frá Christian Dior, sem konur hafa beðið eftir, er kominn. Snyrtifræðingur veitir ráðgjöf í dag og á morgun. Keflavík í aldarbyrjun BÆKUR Sagnfrædi SAGA KEFLAVÍKUR 1890-1920 Bjami Guðmarsson: Reykjanesbær 1997,371 bls. ÁRIÐ 1992 kom út Saga Kefla- víkur 1766-1890 rituð af sama höfundi. Nú, fimm árum síðar, heldur sagan áfram og skilar henni fram um þijátíu ár. Eins og segir í inngangi höfundar að fyrsta bindi náði sú bók yfir „gamla tímann“, en þessi yfir „upphaf nútímans". Er þá allur „nútíminn" eftir og hlýt- ur hann að verða a.m.k. eitt vænt bindi, þó að ekkert sé um það sagt í formála höfundar. Þetta annað bindi er einum 70 bls. lengra en hið fyrra, þó að tímabilið sé næstum ijórfalt styttra. En því veldur a.m.k. tvennt. Heimildir eru nú miklum mun fjölskrúðugri og frásagnar- verðir atburðir efalaust miklu fleiri. Eins og höfundur segir er oft álitamál hvar eðlilegast e_r að setja áfangaskil í söguritun. Árið 1890 - eða þar um bil - var valið vegna þess að þá er Keflavík sem þétttbýl- isstaður í raun og veru að verða til. íbúar eru þá hátt á þriðja hundr- aðinu og margvísleg starfsemi sem einkennir þéttbýli er þá hvað óðast að festa rætur. Árið 1920 losar íbúafjöldinn 500. Atvinnuhættir eru orðnir fjölbreyttari, samgöngur eru komnar í annað og betra horf, tímabili selstöðuverslana er lokið, Keflvíkingar hafa eignast sína eig- in kirkju og eru í sérstakri sókn. Þeir eiga myndarlegt skólahús, eru orðnir sérstakt sveitarfélag, Kefla- víkurhreppur. Allt er þannig undir það búið að nútíminn geti haldið innreið sína. í sautján efnismikl- um köflum rekur höf- undur sögu _ þessara þrjátíu ára. Ég hygg að fátt hafi orðið út- undan í frásögn hans. Það liggur við að les- andinn sé leiddur hús úr húsi, götu úr götu og fái tækifæri til að hnýsast í mannlíf Kefl- víkinga eins vel og kostur er. Maður sér hvernig þetta litla þorp fetar sig áfram skref fyrir skref, hvernig végarspottarnir lengjast, við hvaða erfiðleika var að glíma, stundum tregðu og skiln- ingsleysi stjórnvalda, í önnur skipti afturhaldssemi, fordóma eða ótta eða áþján verslunarinnar. Höfundur þessa mikla rits er sagnfræðingur. Það leynir sér ekki. Hann veit hvar hann á að leita heimilda og hefur greinilega verið ólatur við það. Hann kann einnig vel að vinna úr heimildum, bera þær á borð í glöggum yfirlitstöflum eða nota þær sem uppistöðu i efnis- mikla frásögn. Auðséð er einnig að honum er efnið hugleikið og að hann hefur lifað sig inn í það og lifað með því. Starf hans hefur greinilega verið meira en launuð atvinna. Og þegar við þetta bætist að höfundurinn er ágætavel ritfær, skrifar léttan og lipran stíl, oft kryddaðan notalegri gamansemi, án þess nokkurn tíma að tapa jafn- vægi, fer ekki hjá því að lesandinn fær góða bók - eða bækur - í hendur, eitthvert með hinum bestu félagssögulegum verkum á sviði byggðasagna sem ég hef séð. Ég vil fullyrða að hér hafi valist rétt- ur maður á réttan stað. Má óska Keflvík- ingum til hamingju með það að ritun sögu þeirra skuli vera í svo góðum höndum. Þetta er mikið rit, hátt á fjórða hundrað blaðsíður. Texti er mikill því að leturflöt- ur er stór. Myndir eru margar, líklega hátt í tvö hundruð. Lang- flestar eru þær gamlar eins og gefur að skilja. Talsvert er af súluritum og öðru tölfræði- legu efni og á stöku stað eru inn- rammaðir textar. í bókarlok eru miklar skrár. Fyrst er e.k. „áfangaskrá" þar sem taldir eru upp helstu áfangar þessa þijátíu ára tímabils frá ári til árs. Þá er myndaskrá, tilvísanskrá eftir köflum, sundurliðuð heimildaskrá og að lokum nafnaskrá. Sjáanlegt er að hvert bindi er hugsað sem sjálfstætt rit, þó að auðvitað hljóti þau að tengjast með ýmsum hætti. En það er hægt að hafa fullt gagn af þessu bindi án þess að hafa lesið það sem á undan fór. Skynsamlegt er eflaust að hafa þann hátt á. Ég rakst aðeins á örfáar prent- villur, en það er ekkert sem orð er á gerandi í svo stóru riti. Útlit er auðvitað hið sama í báð- um bókunum og er frágangur þeirra með ágætum. Sigurjón Björnsson Bjarni Guðmarsson 'íslenskVramleiðsla FRA 5.900 KR. ÆOl K - FLISPEYSUR Þykkurflís F LIS O C ULPUR Nylonstyrkt efni - ripstop PROTEX Hetta, áfestanleg Vatnsheldm yfir 10000 mm pr. sólarhring Axlir ur cordura nylon Vango Jakki - vatns- og vindheldur Protex 6000 — : Tvofaldur rennilás • ; fyrir flís ' Loftgat með I rennilás I Einangraöur kortavasi Hitalimdir saumar 2 MIKIÐ URVAL ÞRIRI EINNI... Vind- og snjóhlíf HÁGÆÐA FLI'K MEÐ ÞVÍ BESTA i HEIMINUM I DAG Jakki riis = uipa r • ICEBEfrG k u I d a j a k k i Utöndun efnis: 20 lítrar á m2 pr. sólarhring Nýkominn sérlega vandaður jakki úr PROTEX10000 efni, vatns- og vindheldur. KR25.415 KYNNIN6ARVERÐ ÁÐUR 29.900 SEGLAGERÐIN ÆGIR Eyjaslóð 7 Sími 5 1 I 2200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.