Morgunblaðið - 30.10.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.10.1997, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stefnir í þjálfa KRISTRÚN Sigurjónsdóttir, for- maður samninganefndar þroska- þjálfa, segir allt útlit fyrir að þroskaþjálfar fari í verkfall nk. mánudag. Breitt bil sé enn á milli samningsaðila. Samninganefnd rík- isins hafí hafíiað því að veita þroskaþjálfum sambærilegar hækkanir og leikskólakennarar og grunnskólakennarar hafi samið um. Þroskaþjálfar hafa boðað verk- fall hjá ríkinu og Reykjavíkurborg 3. nóvember hafí samningar ekki tekist. Verkfallið hefur áhrif á dagvistarstofnanir fatlaðra, þ.e. Bjarkarás, Lyngás og Lækjarás. Það hefur einnig áhrif á Grein- ingarstöð ríkisins og á skamm- tímavistun fatlaðra. Um helmingi þeirra, sem verkfallið nær til, er gert að vinna í verkfallinu og þess vegna eru það 90-100 manns sem leggja niður störf í verkfallinu. Breitt bil á milli aðila Kristrún sagði að verkfall þroskaþjálfa kæmi illa við þá sem síst skyldi. „Þetta er neyðarúr- ræði, en við sjáum engin önnur ráð en að fara í verkfall. Við höfum ekki hugsað okkur að halda áfram að selja okkar vinnu á útsölu." Kristrún sagði að mjög breitt bil væri milli samningsaðila. Upp- hafleg krafa þroskaþjálfa væri um 110 þúsund króna lágmarks- laun og um 45% heildarhækkun launa. Samninganefndin hefði lækkað kröfur sínar og boðist til að sættast á 106 þúsund króna lágmarkslaun. Lágmarkslaunin væru rúmlega 74 þúsund á mán- verkfall þroska- á mánudaginn Morgunblaðið/Þorkell SKELLI verkfall þroskaþjálfa á hefur það áhrif á dagvistai-stofn- anir fatlaðra, þar á meðal Bjarkarás, þar sem myndin var tekin í gær. uði í dag. Prósentuhækkanir á svo lága upphæð yrðu eðlilega að vera miklar. „Sé mið tekið af viðbrögðum samninganefndar ríkisins við kröf- um okkar er ljóst að það er fjarri því að við eigum að fá sambærileg kjör og þær stéttir sem samið hef- ur verið við að undanförnu. Við teljum eðlilegt að miða okkur við leikskólakennara og grunnskóla- kennara. Við höfum að baki jafn- langt nám, þ.e. þriggja ára há- skólanám að loknu stúdentsprófi, og rætt er um að sameina skólann hjá þessum þremur stéttum." Nýr samningafundur er boðaður í kjaradeilunni í dag. Fiskiðjan Frejja á Suðureyri í nauðasamninga Náist samningar ekki verður fyrirtækið lýst gjaldþrota STJÓRN Fiskiðjunnar Freyju á Suð- ureyri hefur farið fram á nauða- samninga við lánardrottna sína en jafnframt liggur fyrir samþykkt um að fyrirtækið verði lýst gjaldþrota takist þeir ekki. Búist er við, að það liggi fyrir í dag eða morgun hvert framhaldið verður að sögn Gunnars Birgissonar, stjórnarformanns í Freyju. Miklir erfíðleikar hafa verið í rekstri Freyju um margra ára skeið en einhver hagnaður var þó 1994 og ’95. Önnur ár hefur fyrirtækið verið rekið með tapi og á síðasta ári var tap af reglulegri starfsemi 53 milljónir króna en rekstrartekjur 302 millj. kr. Eigið fé fyrirtækisins var 19 millj. kr. um síðustu áramót en er nú uppurið. Ný stjórn var skipuð í Freyju í lok ágúst sl. og er hún þannig skipuð, að Gunnar Birgisson, stjórnarmaður í íslenskum sjávarafurðum, er for- maður; varaformaður er Konráð Jakobsson og aðrir í stjórn eru Krist- ján G. Jóakimsson, stjórnarmaður í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna; Eggert Jónsson og Lárus Hagalíns- son. Gunnar segir, að nýju stjóminni hafí verið það ljóst strax, að staðan væri mjög erfið. Því hafí verið ákveð- ið að kanna það fyrir lok september hvort rekstrargrundvöllur væri fyrir hendi og hvort unnt væri að fá nýja aðila að rekstrinum þar sem fyrir lá, að aðaleigendumir höfðu ekki hug á að reka fyrirtækið áfram. Um sl. mánaðamót höfðu nokkrir gefíð sig fram, sem áhuga höfðu á að koma að rekstrinum, og var þá ákveðið að leita nauðasamninga. Eru tveir helstu kröfuhafarnir Sparisjóð- ur Bolungarvíkur og Byggðastofn- un. Hluti af veðkröfum seldur Gunnar segir, að fyrir rúmri viku hafí Sparisjóðurinn ákveðið að sam- þykkja ekki nauðasamninga en farið í þess stað fram á, að frystihús Freyju yrði keypt út úr fyrirtækinu með svipuðum hætti og gerðist með frystihús Fáfnis á Þingeyri. I fyrra- dag hefði hins vegar komið á dag- inn, að Sparisjóður Bolungarvíkur væri búinn að selja hluta af veðkröf- um sínum. í framhaldi af því hefði hann fallist á nauðasamninga en það hafði ekki verið staðfest þegar blað- ið fór í prentun. Telur Gunnar, að það muni skýrast í dag eða morgun hvort Freyja fer í gjaldþrot. Hluthafar í Freyju eru yfir 30 talsins en helstu eigendur eru Hrað- frystihúsið hf. og Básafell með 35% hvort, ísafjarðarbær með um 7%, Olís 5,6% og Skeljungur, Burðarás og Jöklar með tæp 3% hvert. Björk fær lofsamlega umsögn í Time Undirtónn hættu og ofbeldis M U S l C Songs from Tomomnv Futurístic pop by sínger Björk and fa hop band T FwtsAwd'* troundbrMkmcdebot UtUl. Qf TM UfíN «*CK»K£i ft** Wm» «0 »0 G»U***t* Mmtmwia Ovtiax, onAt wUfe OMhhi% wtU» twii'inx «ni« «k< í cMku A»i lÍKtMninn npcM wiOt » • pari*»UK>« MoO'A'^T.tfx. s.i/cí tAo i ■ \b*t tx;w»wwd, in m«<*», íro»»> ? a tri-fi ftlm. Tíic sontí ot> Pot- f (i*hr.<n} twvc OW UUtKldg fealM«:? all *ecrn conrt ructon a x»ftc- /. bnd Ot tXctpnit. i'riídtnvt• u>nfr>ftíut t Cwít tUrtw, ■nbo, aions tviih bani,f«a*m» Iho rxxc ITxiwbvwi.*xr* ‘i titnpty, ~I'm nt* * vcry cplímntkr ptrr- í-»i. réíUy.' ftiuti'* «t»A, in ctwtrwi. Kw Uwí* , tharacferiacd by *«» i»wtw*«t*i *pr^d>»- I fínctv V«* iKa lv»»pcij»!i.tít ’ d>Ot«!d tuA Ue rnííttkro Uu %U£ia*n<nx orhckt>(Kwiív'. Ttfnxishout tUtrtc » * owrcnl U tUwfx «r.<i ciofctKV- 0>» tiv.'4rí%inv, SctrítcSotriU. 8fjtUúay'.. "l'tn st (twaítin o( lik»c«. *«>y Imt.-/1 k tínc fhupc r*f 3 jjirl." And wtlk t**.Ut*rkní5w<*J fívto, xJx; *ínpt." Kmcuvc bui f pnt baw u> r*pkxíc.' TU sd- J W>’* muni rí a ocitarón cé ríaoicaJf *fytc (viobus ai*l ctrlkw> znci frmmog V HOMOGENIC, nýjasta plata Bjarkar Guðmundsdóttur, er til umfjöllunar í tímaritinu Time í þessari viku undir fyr- irsögninni „Söngvar morgun- dagsins“. Segir þar að tónlist Bjarkar eigi það sammerkt með hljómsveitinni Portis- head að þótt á henni sé fram- tíðarbragur sé hljómurinn aldrei ómennskur og það sé hennar helsti kostur. í greininni segir að oft ímyndi menn sér að framtíðin beri í skauti sér klóna, vél- menni og geimverur um leið og hlutir eins og vinátta, fjöl- skylda og trú hverfi. Tónlist Bjarkar og Portishead, sem nýverið gaf út plötu sam- nefnda hljómsveitinni, sé framtíðartónn, en hann sé aldrei ómennskur. Tónlist Bjarkar einkennist af þrálátum gáska, en það beri ekki að villast á léttu lundarfari og grunnfærni eða skorti á slægð. Á Homogenic allri megi greina undirtón hættu og ofbeldis og vitnar gagnrýnandi blaðsins, Christopher John Farley, í texta laganna Bachelorette og Pluto máli sínu til stuðn- ings. Á plötunni ljósti saman klassískum stíl með fiðlum og sellóum og sársaukafullum rafmagnstakti. Farley telur að rödd Bjark- ar gefi plötunni heildarsvip og um leið persónulegan blæ. „Björk æpir og stynur og syngur sterkar, ferskar nótur eða gerir hvað sem þarf til að koma til skila þeim tilfinn- ingum, sem bijótast um í henni,“ skrifar hann. „Það sem er spennandi við flutning hennar er að hann virðist af fingrum fram.“ Gagnrýnandinn lýsir broti úr myndbandi Bjarkar við lagið Joga og segir að þar sjáist myndir unnar í tölvu af miklum landflæmum úr lofti og síðan megi greina Björk á hárri hæð með opið bijósthol þar sem allt sé á iði: „Myndavélin steypir sér inn í hana. I framtíðarheimi tölvumynda hefur hjartað enn mesta aðdráttaraflið." Hellismótið Jón Viktor gæti náð Bezold SÆVAR Bjamason og Jón Ámi Halldórsson eru í 3.- 8. sæti eftir 6. umferð alþjóðlega Hellismótsins í skák, með 4 vinninga hvor. Skák Jóns Viktors Gunnarssonar og Ludgers Keitlinghaus fór í bið. Vinni Jón Viktor kemst hann við hlið Michaels Bez- olds í 1. sæti með 5 vinninga. Jafntefli nafnanna í gær gerðu Helgi Ólafsson og Helgi Áss Grétarsson jafn- tefli, Sævar vann alþjóðlega meistarann Persson, en Hannes Hlífar tapaði fyrir Hector. 7. umferð verður tefld í dag og hefst hún kl. 17. MEÐ blaðinu í dag fylgir átta síðna auglýsingablað frá Magasín. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði Jóhann gefur ekki kost á sér JÓHANN G. Bergþórsson, sem var í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfírði við síðustu bæjarstjómarkosningar, hefur ákveð- ið að taka ekki þátt í prófkjöri flokksins fyr- ir bæjarstjómarkosningarnar í vor, en fram- boðsfrestur rann út í gærkveldi. Þá hefur Ellert Borgar Þorvaldsson einnig ákveðið að gefa ekki kost á sér. í yfirlýsingu sem Jóhann skilaði til kjömefnd- ar skömmu fyrir lok framboðsfrests í gær- kvöldi segir hann að lokað prófkjör sé „fyrst og fremst vilji „flokkseigendafélagsins“. Ljós og leynd afskipti þess af framboðsmálum flokksins em til þess að draga úr áhrifum al- mennra kjósenda flokksins á skipan listans sem þó að mati undirritaðs hefur verið eitt aðals- merki flokksins fram til þessa. Ákvörðun um lokað prófkjör er tekin þrátt fyrir eindreginn vilja þess sem nú situr í fyrsta sæti til þess að prófkjörið yrði opið. Afgerandi höfnun á sjónarmiðum þess sem skipar efsta sæti og leiðir þar með hópinn er ekki til þess fallin að auka trúverðugleika á forystu Sjálfstæðis- flokksins í Hafnarfirði." Sérframboð ekki útilokað Jóhann og Ellert Borgar Þorvaldsson, tveir af fjómm bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins, hafa undanfarin misseri verið í meirihlutasam- starfi við Alþýðuflokkinn í Hafnarfirði. Spurður hvort sérframboð kæmi til greina sagði Jóhann það ekki útilokað en engin ákvörðun hefði ver- ið tekin um það ennþá. „Það er nógur tími til kosninga og það verður bara að koma í ljós,“ sagði Jóhann. Nöfn frambjóðenda opinberuð eftir helgi Ekki fengust gefnar upplýsingar um þá sem gefa kost á sér í prófkjörinu í gærkvöldi eftir að framboðsfrestur rann út og verða upplýs- ingar þar um ekki gefnar fyrr en eftir aðalfund fulltrúaráðsins á mánudaginn kemur, sam- kvæmt upplýsingum kjömefndar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.