Morgunblaðið - 12.11.1997, Page 12

Morgunblaðið - 12.11.1997, Page 12
12 MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hópur innan Kvennalistans Móta tillögur um vinstra samstarf Stöðvarhús Sultar- tangavirkj- unar steypt BYRJAÐ var að steypa upp stöðv- arhús Sultartangavirkjunar 10. október sl. og að sögn Hermanns Sigurðssonar staðarstjóra hjá Fossvirki-Sultartanga sf. gengur verkið fremur hægt, eins og venj- an er við slíkt verk í byrjun, en miðar þó áfram. Reiknað er með því að húsið verði uppsteypt í lok næsta árs en stefnt er að því að taka virkjunina í notkun um alda- mótin. Að sögn Hermanns fara um 20000 rúmmetrar af steypu í hús- ið og 800 tonn af stáli. „Húsið er ekki mjög mikið um sig en verður um 50 metrar að hæð. Megnið af því hverfur ofan í jörðu," segir Hermann. HÓPUR innan Kvennalistans kom saman til fundar í gærkvöld til að móta tillögu um samstarf við flokka á vinstri væng stjórnmálanna sem lögð verður fyrir landsfund Kvennalistans um næstu helgi. Á fundi í samráði Kvennalistans í ágúst sl. var ákveðið að hópur innan Kvennalistans skoðaði sam- starf við aðra stjórnarandstöðu- flokka, en Kvennalistinn sem heild kæmi ekki að þeim viðræðum. Á landsfundinum um næstu helgi verður samstarf við aðra flokka rætt undir sérstökum dagskrárlið. Guðný sagði þær leiðir sem þessi hópur innan Kvennalistans teldi að kæmi til greina væri í fyrsta lagi að hópur innan Kvenna- listans héldi áfram viðræðum um samstarf með sama hætti og ákveðið var í samráðinu í ágúst. í öðru lagi að hætta þessum við- ræðum og í þriðja lagi að Kvenna- listinn sem heild kæmi að viðræð- unum. Guðný sagðist ekki vita hvort fleiri tillögur um samstarf við aðra flokka kæmu fram á landsfundin- um. . ^ . Morgunblaðið/Emil Þór HAFNARFJARÐARHÖFN Nýtt hafnarsvæöi utan Suðurgarðs Öldubrjótur fOm Skipulagsstjóri ríkisins úrskurðar um Hafnarfjarðarhöfn Stækkun Hafn- arfjarðarhafn- ar samþykkt SKIPULAGSSTJÓRI ríkisins hefur fallist á fyrirhugaða stækkun Hafn- arflarðarhafnar. Sett eru nokkur skil- yrði m.a. um að framkvæmdin megi ekki breyta sjávarföllum út úr Hva- leyrarlóni og að áður en byrjað verði að losa landfyllingu hvers áfanga fyrir sig verði fyrst byggður garður til að afstýra gruggmyndun á fjörur Hvaleyrar og í Hvaleyrarlóni. Úrskurð skipulagsstjóra ríkisins má kæra til umhverfisráðherra og er kærufrestur til 17. desember nk. Með stækkun Hafnarijarðarhafn- ar er stefnt að því að bæta aðstöðu fyrir vöruflutninga og svara kröfum sem flutningafyrirtæki gera til hafn- araðstöðu. Jafnframt er ætlunin að skapa aðstöðu fyrir uppbyggingu skipaviðhaldsiðnaðar. Gert er ráð fyrir að viðlegupláss verði 500 metra langt með 8-10 metra dýpi og auk þess um 120 metra viðlegukantur fyrir skipaviðgerðir með 8 metra dýpi. Hvaleyrarlón á að haldast í núverandi mynd svo og sjávarborð og sjávarföll þar. Sjávarfalla gæti áfram í lóninu Meginumhverfisáhrif fram- kvæmdarinnar eru á lífríki sjávar og fuglalíf. í áliti skipulagsstjóra er lögð mikil áhersla á að leiran í Hva- leyrarlóni skerðist ekki frá því sem nú er, en hún er talin vera 7 hektar- ar að flatarmáli. Því sé nauðsynlegt að halda sjávarföllum óskertum þannig að lónið nái að tæma sig á útfalli. Til þess að svo megi verða þarf nægilegt rými milli Hvaleyrar- granda og fyrirhugaðrar landfylling- ar, en tryggja á það með því að dýpka allt að 50 metra breiða rás úr lóninu meðfram fyllingunni. Skipulagsstjóri leggur jafnframt áherslu á að fram fari vöktun á líf- ríki í og við Hvaleyrarlónið á áhrifa- svæði framkvæmdarinnar. Einnig þurfi að fylgjast með rofi á grand- anum og efnisflutningum í og úr lóninu. Skipulagsstjóri telur eðlilegt að bæjaryfirvöld, að höfðu samráði við Náttúruvernd ríkisins, sjái til þess að vöktunaráætlun sé gerð og henni framfylgt. Skipulagsstjóri vill að gerðar verði ráðstafanir á bakka fyrirhugaðrar landfyllingar sem snýr að Hvaleyr- arlóni til þess að minnka sjónræn áhrif hafnarstarfseminnar. íslenzk stjórnvöld fara sér hægt við viðtöku á varnarsvæðum sem hætt er að nota Kröfur ekki gerðar á vamarliðið eftir að svæði er skilað ÍSLENZK yfírvöld hafa að undan- förnu fylgt varfærinni stefnu varð- andi viðtöku varnarsvæða, sem bandaríska vamarliðið er hætt að nota. í skýrslu Halldórs Ásgrímsson- ar utanríkisráðherra, sem lögð var fram á Alþingi í síðustu viku, segir að farið hafi verið fram á að greinar- góðar upplýsingar liggi fyrir um svæði, sem varnarliðið vill skila, þar sem Ijóst sé að eftir að svæðum hafí verið skilað verði ekki gerðar kröfur á hendur bandarískum stjómvöldum. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins eru nú þijú svæði til skoð- unar, sem varnarliðið er hætt að nota og líklegt er að íslenzk stjóm- völd taki við aftur á næstu árum. Umgengni svipuð og hjá innlendum aðilum í skýrslu ráðherra segir að breyt- ingar á umsvifum varnarliðsins hafi leitt til skila á varnarsvæðum og séu nokkur svæði nú til athugunar með tilliti til slíks. „Af því tilefni ber að geta þess að meðan varnarliðið hefur tiltekin landsvæði til umráða sem varnarsvæði ber því að hlíta íslenzk- um lögum, eins og þau eru á hveijum tíma, um umgengni við þau. Á því sviði hafa orðið umtalsverðar breyt- ingar nú á síðustu ámm og má vænta enn frekari breytinga á kom- andi árum,“ segir í skýrslunni. „Hins vegar verður við mat á umgengni varnarliðsins um varnarsvæði að gæta þess hvað íslenzk lög og venj- ur hafa áskilið í áranna rás.“ í skýrslunni segir að þannig verði til dæmis að líta til þess, þegar rætt sé hvort förgun sorps hjá varnarlið- inu hafi verið viðunandi, hvað tíðk- azt hafi í landinu yfirleitt. „Sé þessa gætt mun koma í ljós að umgengni varnarliðsins um varnarsvæðin hefur á hveijum tíma verið með mjög sam- bærilegum hætti og umgengni ann- arra aðila, opinberra jafnt sem einkaaðila, utan varnarsvæða, hefur verið um önnur íslenzk landsvæði. Meðan varnarliðið hefur svæði þessi í sinni umsjá getur það jafnt sem aðrir umsjónarmenn lands þurft að grípa til aðgerða að boði íslenzkra heilbrigðisyfirvalda til að fyrir- byggja mengun jafnt sem til hreins- unar vegna eldri mengunar. Slíkt byggist hins vegar í flestum tilvikum á vörzlu þess á landinu en ekki á því að mengun stafi frá ólögmætum athöfnum, segir í skýrslunni. Hægt að standa gegn því að svæði sé skilað Þar segir að framlag íslenzka rík- isins til varnarsamstarfsins sé fyrst og fremst fólgið í því að leggja til land undir starfsemina. í varnar- samningnum við Bandaríkin komi fram að landið skuli lagt til endur- gjaldslaust. „Hafi umgengni varnarliðsins um tiltekið landsvæði verið í samræmi við gildandi lög og venjur hvers tíma verða við skil á landsvæðinu ekki hafðar uppi kröfur um hreinsun í samræmi við seinni tíma réttarregl- ur. Hins vegar er hægt að standa gegn því að landsvæðinu sé skilað og ber þá varnarliðið réttindi og skyldur sem vörzluaðili landsins meðan það er varnarsvæði og er þá hægt að krefjast af því sams konar aðgerða og vörzluaðilum annarra landsvæða," segir í skýrslu utanrík- isráðherra. „Því hefur í seinni tíð verið fylgt varfærinni stefnu varðandi viðtöku varnarsvæða. Farið hefur verið fram á að greinargóðar upplýsingar liggi fyrir um ástand svæðisins þar sem ljóst er að eftir að svæðinu hefur verið skilað verða ekki gerðar kröfur á hendur bandarískum stjórnvöldum. Af þessum sökum ganga þessi mál nú hægt fyrir sig en þó er lögð á þau mikil áherzla." Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins eru það einkum þijú svæði, sem sennilegt er að varnarliðið vilji skila á næstu misserum. í fyrsta iagi svokallað „nikkelsvæði", land- ræma ofan við Keflavík, meðfram veginum að Flugstöð Leifs Eiríks- sonar. Varnarliðið hefur látið gera rannsóknir á ástandi svæðisins en Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja telur þær rannsóknir ekki fullnægjandi. Islenzk stjórnvöld hafa því enn ekki viljað taka við svæðinu. Áhugi á herminjasafni Þá er líklegt að Bandaríkjamenn vilji fljótlega skila landsvæði á Mið- nesheiði, sem notað var undir rat- sjárstöðina Rockville, sem nú er ver- ið að leggja niður. Þar er mikill húsakostur og hafa heimamenn í Sandgerði m.a. sýnt áhuga á að nýta húsin undir herminjasafn. Sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins vill utanríkisráðuneytið að ítar- legar tillögur um nýtingu heima- manna á svæðinu, m.a. um fjár- mögnun framkvæmda, liggi fyrir áður en slíkt verður samþykkt. Þriðja svæðið, sem líklegt er að Bandaríkin vilji skila, er hluti ratsjár- stöðvarinnar á Stokksnesi. Bandarísk- ir hermenn eru nú farnir þaðan en íslenzkir starfsmenn reka starfsemi í mun minni húsakosti en þörf var fyr- ir áður. Ástand Stokksnessvæðisins hefur ekki verið kannað til hlítar. I í > l l > \ \ > > > > > > \ \

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.