Morgunblaðið - 12.11.1997, Side 14
14 MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1997
V
MORGUNBLAÐIÐ
I
1
AKUREYRI
Sérleyfishafar með skoðanakönnun í fólksflutningabflunum
Mikil samkeppni
við einkabfl-
inn og flugið
SERLEYFISHAFAR sem aka á
sérleiðum til og frá Akureyri, eru að
fara af stað með skoðanakönnum í
fólksflutningabílum sínum. Tilgang-
urinn er að leita eftir upplýsingum
um með hvaða hætti þeir geta bætt
þjónustu við farþega sína. Spurt er
um bifreiðina, aðbúnað í henni,
ferðatíðni og ferðafjölda á þeim leið-
um sem viðkomandi ferðast á, verð-
lagningu, þjónustu og fleira.
könnun þrisvar á næstu mánuðum.
í næstu viku verður farið af stað
með þá fyrstu, svo aftur um páskana
og loks næsta sumai-, á þeim tíma
sem erlendir ferðamenn eru hvað fyr-
irferðamestir í fólksflutningabílunum.
Farþegum hefur fækkar
á ílestuni leiðum
Sigmar Ólafsson, framkvæmda-
stjóri Bifreiðastöðvar Norðurlands
segir að sérleyfishafar séu í mikilli
samkeppni við bæði einkabílinn og
flugið. Farþegum í fólksflutninga-
bílum hafi fækkað á nær öllum leið-
um á árinu og mest á lengstu leið-
unum. Til að fá meiri breidd í svörin
er stefnt að því að gera skoðana-
Haldin á Oddfellowhúsinu á Akureyri, laugadaginn 15. nóvember 1997.
Fundarstjóri: Ásgeir Magnússon — Skrifstofu atvinnulífsins, Akureyri.
Dagskrá
9.15 Skráning — Morgunkaffi og meðlæti.
9.45 Setning — Trausti Þorsteinsson RHA
9.50 Ávarp — Halldór Blöndal, samgönguráðherra.
Inneangserindi
10.00 Tæknimenn á landinu — hvar starfa þeir og við hvað?
— Bergur Steingrímsson, verkfræðingur VN.
Staðan í dag
10.20 Landsbyggð — tækni, afstaða þjóðarsálar
— Dr. Haraldur Bessason HA.
10.40 Aðsókn í verk — tæknifræðinám og fallegt umhverfi
tæknimanna á landsbyggðinni — Guðbrandur Steinþórsson TÍ.
11.00 Rannsóknarverkefni Pósts og síma
— Þór J. Þórisson, Póstur og sími hf.
11.20 Tæknimenn í þjónustu siglinga
— Jón Leví Hilmarsson, Siglingamálastofnun ríkisins.
11.40 Sveitarfélögin — hlutverk og stefna gagnvart umhverfi
tæknimanna — Kristján Kristjánsson, Vegagerð ríkisins, ísafirði.
12.00 Hádegishlé.
13.15 Ráðgjöf á landsbyggðinni — Haraldur Sveinbjörnsson, VST.
Breytingar á starfsumhverfi með upplvsineatœkni
13.40 Upplýsingasamfélagið — vaxtarbroddur allsstaðar á íslandi
— B jarni Kristinsson , IE.
14.05 Opinber þjónustufyrirtæki og tæknimenn
— Tryggvi Haraldsson, RARIK.
14.30 Fyrirtækjanet — Hafsteinn Helgason, Línuhönnun.
14.50 Kaffihlé.
Hvert stefnir?
15.15 Orkumannvirki og stóriðja — NN.
15.40 Samgöngukerfi í ljósi krafna ESB
— Rögnvaldur Jónsson Vg.
16.05 Matvælaiðnaður: Er þörf tæknimenntunar?
— Helgi Jóhannesson, kjötiðnaðarstöð KEA.
16.35 Panelumræður og fyrirspumir.
17.00 Ráðstefnuslit, móttaka í boði ráðherra.
Þátttaka tilkynnist ísíma 463 0900, fax 463 0999, netfang: marla.is
Ekki ekið til
Egilsstaða á veturna
Norðurleið er með sérleyfi á leið-
inni Reykjavík-Akureyri og segir
Sigmar að vöruflutningar félagsins á
þeirri leið hafi aukist um tæp 20% en
farþegum hafi hins vegar fækkað
umtalsvert.
Sérleyfisbflar Akureyrar hafa verið
með daglegar ferðir til Egilsstaða yfir
sumartímann og þrjár ferðir á dag í
Mývatnssveit. Gunnar M. Guðmunds-
son, framkvæmdastjóri, segir ekki
grundvöll fyrir akstri tfl Egilsstaða
yfir vetrartímann og var síðasta ferð
þangað á þessu hausti um miðjan
Morgunblaðið/Kristján
GUNNAR M. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sérleyfisbfla Akureyr-
ar, Sigmar Ólafsson, framkvæmdastjóri Bifreiðastöðvar Norðurlands,
og Bjarni S. Aðalgeirsson, bflstjóri hjá BSH, ræða málin um
borð í Húsavíkurrútunni.
október. Hins vegar eru farnar fjórar
ferðir á viku í Mývatnssveit á veturna.
Gunnar segist einnig bjóða upp á
skoðunarferðir með leiðsögn á Mý-
vatn og hafi verið óvenju mikið um
slíkar ferðir að undanfömu og þá aðal-
lega með útlendinga.
Björn Sigurðsson sérleyfishafi á
Húsavík er með 13 ferðir á viku
milli Akureyrar og Húsavíkur.
Bjarni S. Aðalgeirsson, bílstjóri hjá
BSH, segir að farþegar séu mjög fá-
ir nema á föstudögum og sunnudög-
um. Þá eru ferðir á vegum BSH frá
Akureyri til Þórshafnar alla virka
daga í tengslum við póstflutninga.
Sigmar segh' að á leiðinni til Dal-
víkur og Olafsfjarðar hafi orðið
aukning í flutningum á milli ára og
það tengist m.a. Hríseyjarferjunni
og Grímseyjarferjunni sem nú siglir
frá Dalvík. „Við verðum hins vegar
ekki varir við ferðafólk á leið til
Grímseyjar á þessum tíma árs.“
Veður og færð hefur einnig mikið
að segja og segir Gunnar að í hálku
og ófærð fjölgi í fólksflutningabflun-
um. Sérleyfishafar séu líka undir
nokkumi pressu með að halda sinni
áætlun milli staða.
Morgunblaðið/Kristján
Húsi skáldsins færðar
bækur að gjöf
HUSI skáldsins á Sigurhæðum á
Akureyri hafa borist bækur að
gjöf. Gefandinn er Guðrún Anna
Kristjánsdóttir, dótturdóttir Egg-
erts, bróður Matthíasar Jochums-
sonar. Erlingur Sigurðarson, for-
stöðumaður Sigurhæða, veitti
gjöfinni viðtöku og sagði hana
sýna góðan liug til safnsins og
hússins. Erlingur sagði að þessi
bókagjöf gæti verið stofn að
bókasafni hússins.
Guðrún Anna fæddist að Bás-
um í Grímsey en flutti ung að ár-
um úr eynni og hefur búið á
Akureyri síðustu 30 ár. 11. nóv-
ember er fæðingardagur Matthí-
asar og þann dag á Willard
Fiske, velgjörðarmaður Grímsey-
inga, einnig afmæli. Guðrúnu
Önnu þótti því vel við hæfi að af-
henda bókagjöfina í gær, 11. nóv-
ember.
Á myndinni eru Erlingur Sig-
urðarson, Guðrún Anna Krist-
jánsdóttir og barnabörn hennar,
systurnar Helga Þóra og Jónína
Björg Helgadætur.
Fundur stjornar Neytendafélagsins
Fullur stuðningur
við Vilhjálm Inga
STJÓRN Neytendafélags Akureyr-
ar og nágrennis, NAN, lýsti á fundi í
fyrrakvöld yfir fullum stuðningi við
störf Vilhjálms Inga Amasonar
fyrrverandi starfsmanns Neytenda-
samtakanna á Akureyri, en honum
var nýlega vikið frá störfum.
Lýsir stjómin furðu sinni á þeim
vinnubrögðum framkvæmdastjóra
og formanns Neytendasamtakanna
að refsa starfsmanninum Vilhjálmi
Inga fyrir aðfinnslur hans sem
stjómarmanns við innra starf Neyt-
endasamtakanna.
Þá mótmælir stjómin því að nú í
annað sinn á einu ári skuli sam-
starfssamningur NAN og Neyt-
endasamtakanna vera brotinn jafn-
gróflega og raun ber vitni. „Það er
alvarlegt mál ef starfsaðferðir for-
ráðamanna Neytendasamtakanna
em með þeim hætti að ekki er
treystandi á að þeir stai-fi sam-
kvæmt skuldbindingum sínum við
neytendafélögin úti á landi,“ segir í
yfirlýsingu frá stóm NAN.
Stjórnin krefst þess að hið fyrsta
verði ráðinn annar starfsmaður í
stað Vilhjálms Inga sem ekki hefur
hug á að vera starfsmaður Neyt-
endasamtakanna en ætlar að starfa
undir merkjum Neytendafélags
Akureyrar og nágrennis, þannig að
halda megi í heiðri þann samstarfs-
samning sem í gildi er en svo frek-
lega hefur verið brotinn með lokun
skrifstofu samtakanna á Akureyri,
fyrirvaralaust og án vitundar stjóm-
ar NAN, segir í yfirlýsingu stjómar-
innar.
Dómur fallinn í
Möðrufellsmálinu
í Eyjafjarðarsveit
Kröfum
hrepps-
nefndar
hafnað
KRÖFU hreppsnefndar Eyjafjarð-
arsveitar um að ógiltur verði með
dómi úrskurður landbúnaðarráðu-
neytisins frá í október sl., hefur
verið hafnað í Héraðsdómi Reykja-
víkur. I úrskurði sínum hafði ráðu-
neytið fellt úr gildi ákvörðun
hreppsnefndar um að neyta for-
kaupsréttar að jörðinni Möðrufelli
í Eyjafjarðarsveit.
Jafnframt var í úrskurði ráðu-
neytisins viðurkennt að hrepps-
nefnd hefði glatað rétti sínum til
að neyta forkaupsréttar að jörð-
inni. Hreppsnefnd gerði kröfu fyr-
ir dómi að sú viðurkenning yrði
ógilt en því var einnig hafnað í
Héraðsdómi. Þá var kröfu hrepps-
nefndar um að staðfest yrði að
ákvörðun hreppsnefndar frá í
ágúst sl. um að neyta forkaups-
réttar að jörðinni stæði óhögguð,
einnig hafnað.
Hreppsnefnd Eyjafjarðarsveit-
ar stefndi kaupendum Möðrufells,
Matthíasi Eiðssyni og Hermínu
Valgarðsdóttur, seljendum jarðar-
innar Ragnheiði Austfjörð og
Bjarna Guðmundssyni, svo og
landbúnaðarráðherra, fyrir hönd
ríkisins. Málið sem fékk flýtimeð-
ferð, var dómtekið 5. nóvember sl.
en dómur var kveðinn upp í gær.
I dómsorði Héraðsdóms Reykja-
víkur er kröfu hreppsnefndar á
hendur landbúnaðarráðherra vísað
frá. Hreppsnefnd var hins vegar
gert að greiða Matthíasi og
Hermínu kr. 300.000 í málskostn-
að, að viðbættum virðisaukaskatti.
♦ ♦♦
I Ijósaskiptunum
Danskur
dagur
■♦♦♦
Glerárkirkja
Erindi um
Matthías hjá
eldri borgurum
DANSKAR bókmenntir verða í há-
vegum hafðar á Amtsbókasafninu á
Akureyri í dag, miðvikudag, á nor-
rænu bókasafnsvikunni sem nú
stendur yfir.
Elínborg Sturlaugsdóttir les á
norrænni sögustund kl. 10.30.
Sýndar verða myndirnar Lilja í
garði listmálara á dönsku og
Krummarnir með íslensku tali kl.
15. Flutt verður dönsk tónlist og
vísnasöngur og þær Lis Mogensen
og Steinunn S. Sigurðardóttir lesa
upp úr H.C. Andersen á dönsku og
íslensku kl. 17. Danska spennu-
myndin Nætui-vaktin verður sýnd í
Borgarbíói kl. 18.30 og er aðgang-
ur ókeypis.
ERLINGUR Sigurðarson for-
stöðumaður Húss skáldsins á Sig-
urhæðum er gestur samverustund-
ar eldri borgara í Glerárkirkju á
morgun, fimmtudaginn 13. nóvem-
ber en hún hefst kl. 15.
Erlingur flytur hugleiðingu um
sr. Matthías Jochumson. Félagar
úr Kór Glerárkirkju syngja nokkur
lög undir stjórn Hjartar Stein-
bergssonar og þá verður boðið upp
á kaffiveitingar.