Morgunblaðið - 12.11.1997, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 12.11.1997, Qupperneq 20
20 MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Hillary í Kazakh- stan Andstaða Iraka við vopna- eftirlit SÞ fór sívaxandi HILLARY Rodham Clinton, eig- inkona Bandarikjaforseta, kom til Kazakhstan í gær. Forseta- frúin, sem hóf ferð sína um fimm fyrrverandi Sovétlýðveldi degi seinna en áætlað hafði verið, vegna flugvélarbilunar, mun í dag hitta Nursultan Naz- arbayev, forseta landsins, og flytja ræðu um konur í stjórn- málum áður en hún heldur áleiðis til Kyrgyzstan. Forsetafrúin hóf heimsóknina á því að ávarpa nemendur í Almaty. Ræddi hún um lýðræði, sagði það krefjast hugrekkis og þrautseigju að byggja upp lýðræðislegt þjóðfélag. Sagði hún að sér fyndist mikið til koma hversu mikið hefði áunn- ist í lýðræðisátt á þeim sex ár- um sem liðin eru frá því að Sov- étríkin liðu undir lok. ÞEGAR eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna fóru í vanabundna eftir- litsferð í matvælatilraunastofu í Bagdad 25. september ákváðu þeir að fara að bakdyrunum og sáu þá nokkra menn hlaupa niður stiga með þykkar skjalatöskur. Eftirlits- mennirnir náðu mönnunum og fengu þá til að opna töskurnar. Bandaríski örverufræðingurinn Di- ane Seaman, sem stjórnaði eftir- litshópnum, sá þar búnað sem notaður er við tilraunir á banvænum sýklum sem Irakar höfðu viðurkennt að hafa rannsakað fyrir mörgum árum með það að markmiði að nota þá í árásarvopn. Eftirlitsmennimir sögðust einnig hafa fundið skjöl sem tengdu til- raunirnar við Öryggismálastofnun Iraks, eina af þremur stofnunum sem taldar eru aðstoða við að fela Taldir leyna búnaði til framleiðslu á gjöreyðingarvopnum töldu sig hafa fullan rétt til að setja slíkt bann en eftirlitsmenn Sam- einuðu þjóðanna litu á það sem enn eina tilraunina af hálfu íraka til að fela gögn um vísindarannsóknir sem gætu tengst gjöreyðingarvopnum þeirra. Eftirlitsferðir hindraðar Slíkir atburðir höfðu orðið æ al- gengari áður en írakar lýstu því yfir að þeir myndu meina Banda- ríkjamönnum að taka þátt í vopnaeft- irlitinu. Síðasta hálfa árið hafa írakar hindrað tíu eftirlitsferðir, sem ákveðnar voru með skömmum fyrir- vara, samkvæmt nýlegri skýrslu eft- irlitsnefndarinnar til öryggisráðs Sa- meinuðu þjóðanna. Bandarískir embættismenn í Washington segja að síðustu sjö árin hafi írakar hindrað allt að helming slíkra skyndi- eftírlitsferða að fullu eða að hluta. Irakar segja að Sameinuðu þjóðimar hafi reynt að rannsaka op- inberar byggingar í þágu bandarísku leyniþjónustunnar CIA, sem þeir saka um að afla upplýsinga um íraska ráðamenn til að undirbúa nýja tilraun til að steypa Saddam Hussein af stóli. Embættismenn Sameinuðu þjóðanna segja að ekkert sé hæft í þessum ásökunum og telja að írakar vilji í versta falli koma í veg fýrir að eftirlitsmennirnir fái sannanir fyrir því að írakar eigi enn nokkrai' lang- drægar eldflaugai-, birgðir af taugagasi og nógu mikið af miltis- brandi í sýklavopn til að drepa tugi milljóna manna. Embættismenn Sameinuðu þjóð- anna segja að íraska stjómin sé í besta falli að nota opinbem bygging- arnar til að fela gögn og búnað sem hægt yrði að nota til að framleiða slík vopn ef dregið yrði úr eftirlitinu. Þeir bæta við að hvort tveggja sé brot á vopnahlésskilmálunum, sem írakar samþykktu eftir stríðið fyrir botni Persaflóa árið 1991. Skilmál- amir veittu eftirlitsmönnum Sam- einuðu þjóðanna ótakmarkað umboð til að leita hvar sem er í Irak að gögn um meinta framleiðslu íraka á eldflaugum og taugagas- og sýklavopnum. Iraskir embættismenn vom yfir- heyrðir í fjóra daga vegna málsins en veittu engai’ trúverðugar skýring- ar á búnaðinum. Akveðið var því að hefja skyndileit að næturlagi í höfuðstöðvum stofnunarinnar, þar sem Qusay Hussein, sonur Saddams Husseins forseta, var með skrifstofu. íraskir hermenn stöðvuðu bílalest eftirlitsmannanna og meinuðu þeim að fara inn í höfuðstöðvarnar. Þeir sögðu að útlendingum væri bannaður aðgangur að byggingunni og bannið væri nauðsynlegt til að tryggja öryggi forsetans. írakar Reuters búnaði, sem tengist slíkum vopnum, og eyðileggja hann. Umfangsmiklar aðgerðir til að leyna gögnum Irakar viðurkenndu fyrst árið 1995 að hafa reynt að leyna áætlun- um um smíði kjama-, sýkla- og eit- urgasvopna eftir að stríðinu lauk. Þeir segjast hins vegar hafa hætt því árið 1995 eftir flótta tengdasonar Saddams Husseins, Husseins Kamals, til Jórdaníu. Embættismenn Sameinuðu þjóðanna segja hins vegar að rúmlega þúsund opinberir starfs- menn og hermenn í Irak taki enn þátt í umfangsmiklum aðgerðum til að fela gögn og búnað til framleiðslu á gjöreyðingarvopnum, undir stjórn náins samstarfsmanns Saddams. Þeir segja ennfremur að sérstökum hersveitum hafi verið falið að flytja skjöl og varning, sem Irakar mega ekki eiga samkvæmt vopnahlésskilmálunum, úr opinber- um byggingum áður en eftirlits- mennirnir leita í þeim. Eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna hafa haft veður af því að íraska stjómin hafi verðlaunað þá sem hafa fundið hug- vitssamlegar leiðir tíl að leika á eftir- litsmennina. Frekari togstreita líkleg Þótt deilan um þátttöku Banda- ríkjamanna í vopnaeftirlitinu kunni að verða leyst á næstunni er ólíklegt að lát verði á togstreitunni milli íraka og öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem afgangurinn af gjöreyðingarvopnum Iraka nýtur vemdar sömu öryggisstofnana og Saddam notar til að vernda sjálfan sig - þeirra deilda hersins og leyniþjónustunnar sem Saddam treystir mest og telur að eigi að vera undanþegnar eftirliti Sameinuðu þjóðanna. „Það sem írakar hafa verið að gera ... hlýtur að leiða til þess að við viljum rannsaka staði sem eru mjög nálægt ráðamönnunum," sagði talsmaður eftirlitsnefndarinnar. „Ef þeir nota Öryggismálastofnunina til að fela þessi gögn og hún er í hverfi Saddams þá forum við þangað.“ EMU-boðskap Browns og Blairs vel tekið London. Reutcrs. TONY Blair forsætisráðherra og Gordon Brown fjármálaráðherra Bretlands létu í gær og fyrradag báðir svo um mælt í ávörpum til brezkra iðnrekenda að einskis skyldi látið ófreistað til að af fljótri aðlögun landsins að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu, EMU, gæti orðið. Tóku fulltrúar brezks at- vinnulífs þessum boðskap ráðherr- anna vel. Brown sagði á ársfundi samtaka brezkra iðnrekenda, CBI, að þegar að minnsta kosti tíu af fimmtán aðildarríkjum Evrópusambandsins (ESB) sameinuðust um evrópskan gjaldmiðil 1999 ættu brezkir bankar að geta átt viðskipti í evróum og brezk fyrirtæki að geta gefið út hlutabréf í hinni samevrópsku mynt, þó að Bretar myndu halda sterlingspundinu fram yfir næstu þingkosningar, sem verða að fara fram fyrir mitt ár 2002. Ávinningur fyrir Verkamannaflokkinn Brown sagði að fjármála- ráðuneytið myndi gera allt sem það gæti til að hjálpa brezkum fyr- irtækjum að búa sig undir mynt- bandalagið, sem verður hleypt af stokkunum eftir rúmt ár. Mæltust orð Browns vel fyrir hjá Reuters GORDON Brown, fjármálaráðherra Bretlands, á ársfundi samtaka brezkra iðnrekenda, CBI. fulltrúum brezks iðnaðar á ráðstefnunni, og Brown fékk þar hlýrri móttökur en nokkur fulltrúi Verkamannaflokksins hefði getað átt von á fram að þessu. íhalds- flokkurinn, sem hefur ákveðið að útíloka EMU-aðild Bretlands í að minnsta kosti áratug, virðist hins vegar hætta á að missa stöðu sína sem flokkur atvinnulífsins með þessari stefnu sinni. Könnun á meðal fyrirtækja, sem aðild eiga að CBI, sýnir að 70% þein-a vilja aðild Bretlands að EMU. EFTA ræðir samstarf við Flóaríki • TENGSL EFTA við Samstarfs- ráð ríkja við Persaflóa verða til umræðu er Kjartan Jóhannsson, framkvæmdasljóri EFTA, heimsækir Persaflóasvæðið í vik- unni. Framkvæmdasijórinn mun hitta forystumenn samstarfs- ráðsins og embættismenn Flóaríkjanna sex, sem eru Saudi Arabía, Kúveit, Sameinuðu arab- ísku furstadæmin, Óman Bahrein og Qatar. Flóaríkin hyggjast koma upp sameiginlegum ytri tolli og semja um fríverzlun við önnur svæðisbundin viðskipta- samtök. • HANS Tietmeyer, seðlabanka- stjóri Þýzkalands, segir í viðtali við Financial Times að mikilvægt sé að aöalbankastjóri Seðlabanka Evrópu verði valinn sem fyrst. Annars geti skapazt óvissa um hinn nýja Evrópugjaldmiðil, evróið. Tietmeyer tekur frain að hann gefi sjálfur ekki kost á sér í stööuna, ekki sé heppilegt að Þjóðverji verði fyrsti seðlabanka- stjóri Evrópu. Þjóðveijar styðja Wim Duisenberg, núverandi yfir- mann Peningamálastofnunar Evrópu (EMI), í starf seðlabanka- stjóra en Frakkar hafa formlega tilnefnt seðlabankastjóra sinn, Je- an-Claude Trichet, í stöðuna. Amsterdam-sáttmálinn á brezka þinginu Heath hyggst sitja hjá London. Reuter. SIR EDWARD Heath, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hyggst sitjá hjá er brezka þingið greiðir at- kvæði um Amsterdam-samninginn, nýjan stofnsáttmála ESB, í kvöld. Forysta íhaldsflokksins hefur skipað þingmönnum flokksins að greiða atkvæði gegn samningnum en Heath og fleiri þingmenn ætla ekki að lúta flokksaga í málinu. Heath var forsætisráðherra Bret- Iands er samið var um aðild að Efnahagsbandalaginu í byrjun átt- unda áratugarins. „Ef þeir [forysta Ihaldsflokksins] ætla bara að fordæma Amsterdam-sáttmálann eins og hann leggur sig munu þeir ekki hljóta stuðning ýmissa manna,“ sagði hann í viðtali við BBC. William Hague, leiðtogi íhalds- flokksins, hefur það sérstaklega á móti Amsterdam-samningnum að með honum gerist Bretland aðili að félagsmálastefnu Evrópusambands- ins. „Með Amsterdam-samningnum samþykkir þetta land ýmsa hluti, sem íhaldsflokkurinn hefur alltaf verið andvígur. Enginn íhaldsmaður ætti að verða í vandræðum með að greiða atkvæði gegn Amsterdam-samningnum," sagði Hague í sjónvarpsviðtali á sunnudag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.