Morgunblaðið - 12.11.1997, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1997 27
AÐSENDAR GREINAR
í ÞESSARI lokagrein
minni um þq'ú megin-
viðfangsefni yfirlýsing-
ar 16. heimsþingsins
um öldrunarfræði tek
ég fyrir stefnumörkun
og aðgerðir í málefnum
aldraðra. Ég hef áður
flallað um rannsóknir,
menntun og fræðslu í
þessum málaflokki.
Forsenda góðrar og ár-
angursríkrar stefnu-
mörkunar er að hún sé
byggð á upplýsingum
sem endurspegla þann
raunveruleika sem við
er að etja. Slíkar upplýs-
ingar eru best fengnar
með traustum og vönduðum rann-
sóknum á viðfangsefninu, skipu-
lagðri skráningu uppiýsinga í klín-
isku starfí og úrvinnslu þeirra. Marg-
ir kunna að leggja mismunandi mat
á þær upplýsingar sem þar koma
fram og þannig mynda sér ólíkar
skoðanir á efninu. Þannig verður
stefnumörkun oftast málamiðlun
skoðunar annars vegar og upplýs-
inga úr raunveruleikanum hins veg-
ar. Slíkri stefnumörkun hættir til að
vera lítt afgerandi og skila takmörk-
uðum árangri. Það hefur löngum
þótt erfítt að samræma hugmynda-
fræði og raunveruleika. Við slíkar
aðstæður tapa menn oft áttum, og
sjá ekki til lands ef svo má segja,
missa sjónar á markmiðunum og
spyija í sífellu: „Á hvaða leið erum
við ?“ Ef stefnumörkun á að skila
árangri þarf hún að vera skýr og
afgerandi og henni þarf að fylgja
aðgerðaráætlun sem sýnir óyggjandi
með hvaða hætti yfír-
völd í þessu tilviki
hyggjast ná markmið-
um sinum. Undirbún-
ingur fyrir efri ár.
Ég hef gjaman hald-
ið því fram að einstakl-
ingar þurfi að byija að
huga að sínum efri
áram um fertugt. Á
þessum áram eru við
þó oftast upptekin af
börnum, bamauppeldi,
bamabörnum, vinnu og
ijárhagslegri afkomu í
daglegu lífí. Ef við leið-
um hugann að öldrað-
um á þessum árum er
það einkum og sér í
lagi í tengslum við aðstæður okkar
eigin foreldra sem þá era oft komn-
ir á efri ár eða þar um bil. Sum
okkar hafa lent í svokallaðri „þrauta-
göngu í völundarhúsi kerfísins"
þeirra erinda að fínna viðeigandi
þjónustu á réttum tíma fyrir aldraða
foreldra. Því miður endar slík þraut-
arganga stundum með átakamikilli
baráttu sem enginn getur vaxið af
og er samfélaginu lítt til sóma. Þá
hættir okkur til að hugsa til eigin
„elli“ með skelfíngu og því er ef til
vill auðveldast að afneita framtíðinni
og halda sig við athafnir og átök
hins daglega lífs.
Skyldur stjórnvalda
Það eru ekki aðeins einstakling-
arnir í samfélaginu sem þurfa að
huga að sínum efri árum tímanlega
heidur er það hlutverk stjórnvalda
hveiju sinni að skýra markmiðin,
marka stefnuna og skilgreina þær
Oft er ekki veitt rétt
þjónusta á réttum tíma
miðað við þörfina, segir
Sigurbjörg Sigur-
geirsdóttir í þessari
lokagrein af þremur:
samræmi skortir milli
þróunar og yfirlýstrar
stefnu stjórnvalda.
leikreglur sem vinna þarf eftir svo
árangur náist. Það er t.d. á valdi
lýðræðiskjörinna fulltrúa þjóðarinn-
ar að samþykkja lög og reglugerðir.
Þar má finna markmið og stefnu-
yfirlýsingar, en oft skortir mikið á
að þar megi finna aðgerðaráætlanir
og lýsingar á því með hvaða hætti
stjórnvöld ætla að ná árangri og
hvernig sá árangur skuli mældur.
í yfirlýsingu sem 16. heimsþing
Alþjóðasamtaka öldrunarfræðafé-
laga sendi frá sér í ágúst síðastliðn-
um var iögð áhersia á eftirfarandi
7 atriði að því er varðar stefnumörk-
un og aðgerðir:
1. Stefnumörkun og aðgerðará-
ætlanir í málefnum aldraðra ber að
byggja á traustum vísindalegum og
siðfræðilegum grunni.
2. Við framkvæmd þjónustunnar
ætti að beita mælikvörðum svo
mæla megi áhrif aðgerða og árang-
ut- þeirra. Þetta leiðir til áhrifaríkari
og ábyrgðarfyllri notkunar á tak-
mörkuðum úrræðum.
3. Allar aðgerðir ættu að inni-
halda rannsóknarþátt til þess að þróa
megi gagnagrunn með mæiikvörðum
er mæla áhrif þeirra og þannig leggja
grunn að stöðugri gæðaþróun.
4. Þverfaglegt samstarf viður-
kennir mikilvægi þess að líta til
margra þátta er hafa áhrif á aldraða
einstaklinga, svo sem sálfræðiiegra,
félagslegra, læknis- og líffræðilegra,
menningarlegra, efnahagslegra og
umhverfislegra þátta. Miklu skiptir
að tekið sé tillit til þeirra allra þegar
kemur að mati á þjónustuþörf og
umönnun.
5. Þjónusta við aldraða ætti að
byggjast á því að hvetja þá og styðja
til þátttöku og örva þá til að hafa
framkvæði að því að bæta og halda
við eigin heilsu og velferð.
6. Nauðsyn ber til að viðurkenna
mikilvægi góðra íjölskyldu-, vina og
nágrannatengsla og stuðning við
aldraða.
7. Meginmarkmið öldranarþjón-
ustu á að vera að hver og einn fái
að vera áfram í því umhverfi sem
hann sjálfur kýs.
Þessi atriði era samin með alþjóð-
legt samhengi í huga. Ég fæ þó
ekki betur séð að hvert einast atriði
eigi erindi við íslenska stjórnamála-
menn.
Fjármagn og þjónusta
Þegar þær aðstæður ríkja, að
samræmi skortir milli stefnu og
aðgerða verður raunin stundum sú,
að þeir sem sérhæfa sig í uppbygg-
ingu og rekstri á þjónustu við aldr-
aða hafa tilhneigingu til að beina
þjónustunni í þann farveg þar sem
fjármagn er að finna. Það er nú
einu sinni þannig að hvað sem fögr-
um hugsjónum og góðum hugmynd-
um líður snúast allar aðgerðir um
fjármagn, aðgengi að íjármagni og
stýringu þess. Það er hér sem
ábyrgð stjórnvalda er mikil því það
eru þau sem ein geta tekið ákvörðun
um hvert fármagni er beint. í öldr-
unarþjónustu á íslandi má víða finna
að ekki er samræmi milli þróunar
síðastliðinna ára og yfirlýstrar
stefnu stjórnvalda. Við núverandi
aðstæður er oft ekki verið að veita
rétta þjónustu á réttum tíma miðað
við staðfesta þjónustuþörf. Þannig
tel ég að mörg vindhögg séu slegin
í þjónustu við aldraða og mikið fjár-
magn fari forgörðum við skipulagn-
ingu og ráðstöfun annars takmark-
aðra úrræða.
Lokaorð - áskorun til
stjórnvalda
Við stöndum nú á tímamótum og
ný öld fer senn í hönd. Ég vil hér
með skora á stjómvöld að hefjast
nú þegar handa og skoða þá stefnu
sem nú er við lýði að því er varðar
þá staðreynd að þjóðin er að eldast.
Er að finna heildstæða stefnu í þess-
um málum? Er sú stefna í samræmi
við raunveraleika nútímans eða lík-
leg til að leysa viðfangsefni framtíð-
arinnar? Er samræmi milli hennar
og aðgerða?
Frá því að núgildandi lög um
málefni aldraðra tóku fyrst gildi
árið 1982 hafa sífellt fleiri komið
að þjónustunni við aldraða. Þessi
máiaflokkur hefur nú á að skipa
stórum hópi fagfólks með haldgóða
menntun, þekkingu og metnað,
framkvæmda- og rekstraraðilum
með umtalsverða reynslu og síðast
en ekki síst vaxandi hópi aldraðra
sjálfra og aðstandenda þeirra sem
vita hvar skórinn kreppir.
Það þarf framsýni til að mæta
breyttri aldurssamsetningu þjóðar-
innar svo vel fari. í eina tíð þótti
það iítt hygginn bóndi sem borðaði
útsæðið. Þegar illa áraði varð það
þó stundum neyðarúrræði. Nú virð-
ist ára vei, útsæðið er efnilegt og
akurinn er tilbúinn en hvað hyggst
bóndinn fyrir?
Höfundur er yfirmaður
öldrunarþjónustudeildar
Félagsmálastofn unar
Reykjavíkurborgar
Stefnumörkun og aðgerð-
ir í málefnum aldraðra
Sigurbjörg
Sigurgeirsdóttir
Búktalsleiðari
Morgunblaðsins
ER ÞAÐ venja
Morgunblaðsins að
falast eftir fólki áður
en störf iosna?
Byggðastofnun hefur
ekki sagt upp einum
einasta manni og það
er fráleitt af leiðara-
höfundi Morgunblaðs-
ins að vera með mein-
ingar um að þeir, sem
hafa framfærslu af
byggðamálum, hafi
ekki þrek til að lifa
úti á landi.
Nú talar Morgun-
blaðið um að það geti
verið erfiðara að fá
sérhæft fólk til starfa
i fámennari byggðarlögum heldur
en þeim sem eru íjölmennari.
„Bragð er að þá barnið finnur.“
Samkvæmt skýrslu Ríkisendur-
skoðunar hefur ekki heldur tekist
að fá markvisst starf í þróunar-
málum þótt heimilisfesti starfs-
manna sé í Reykjavík. í skýrsl-
unni segir:
„... Enn fremur má ætla að for-
sendur og aðstæður fyrir slíkri
áætlanagerð innan Byggðastofn-
unar séu misjafnar. Þannig virðist
skorta á samræmingu og leiðbein-
ingu af hálfu þróunarsviðs varð-
andi þessa vinnu og að henni sé
fylgt eftir sem skyldi. Yfirstjórn
Byggðastofnunar hefur ekki grip-
ið til viðeigandi ráðstafana til að
flýta vinnunni þrátt fyrir að með
lagabreytingu á árinu 1991 hafi
megináhersla verið lögð á þróun-
arstarf innan stofnunarinnar."
Þá er það um flutninginn til
Sauðárkróks sem mannvinir
Morgunblaðsins eru að gagnrýna.
Þar segir: „Án þess svo mikið sem
að eyða orðum að því við þá starfs-
menn sem hlut eiga að máli.“
Svona gekk þetta
mál fyrir sig: Hinn 7.
október var fundur
haldinn í stjórn
Byggðastofnunar.
Þar lagði ég fram til-
lögur til kynningar
um flutning þróunar-
sviðsins til Sauðár-
króks. Forstjóri bað
aðila málsins að
ganga af fundi. Ég
tók fram að mín
vegna mættu þeir
vera. Daginn áður
hafði ég orð á því við
forstjórann hvort tor-
velda mundi að
stjórna stofnuninni
færi þróunarsviðið til Sauðár-
króks. Hann taldi svo ekki mundu
vera.
Þegar lögum um
•Byggðastofnun var
enn breytt, segir Egill
Jónsson, var það gert
undir forsæti Davíðs
Oddssonar.
Hinn 14. nóvember, uin miðja
viku, var aftur haldinn fundur í
Byggðastofnun. Enn þótti ástæða
til að gefa rýmra tóm til skoðunar
á málinu. Svo kom enn að fundi,
þeim hinum tvöhundruðasta. Þeg-
ar fyrir lá að flutningsmálið yrði
þá á dagskrá spurðist ég fyrir um
hvort ekki kæmi fram álit starfs-
manna eins og stjórnarmenn létu
orð að liggja þegar málið var fyrst
lagt fram. Forstjóri taldi það ólík-
legt. Hins vegar lagði forstjóri
fram stutta greinargerð á fundin-
Egill
Jónsson
um og má af því ráða hvort umræð-
ur innan stofnunarinnar um þetta
mál hafi ekki farið fram.
Svo skýrt sé talað þá liðu fjórar
vikur frá því að tillagan um flutn-
ing á þróunarsviðinu til Sauðár-
króks var flutt þar til hún var af-
greidd og við þá afgreiðslu lá fyrir
skrifleg afstaða forstjórans, sem
auk forustumanns þróunarsviðsins
kvaddi sér hljóðs við lokaumræðu
málsins. Menn beri þessar stað-
reyndir saman við orð Morgun-
blaðsins um valdníðslu gagnvart
starfsmönnum Byggðastofnunar.
Framhald leiðarans er nokkuð
sérkennilegt. Hvað veit t.d. Morg-
unblaðið um hver framkoma mín
er gagnvart Austfirðingum? Og
það vill svo til að þessi tilgáta
Morgunblaðsins er röng. Ég hefi
nefnilega þurft að taka ákvarðanir
sem hafa verið viðkvæmar gagn-
vart Austfirðingum og það væri
fróðlegt að fá vitneskju um hvar
Morgunblaðið hefur fengið upplýs-
ingar um að í þessum efnum hafi
Austfirðingar setið við sérstakt
borð.
Og enn heldur áfram að þrengj-
ast um fyrir Morgunblaðinu.
Nú liggur það fyrir að áhugi
þess á Byggðastofnun er óbreytt-
ur. Stofnunina á að leggja af. Það
er einungis manngæska sem fer
fyrir skrifum blaðsins. Ennþá læt-
ur blaðið sér verða það á að fara
rangt með. Sjálfstæðisflokkurinn
studdi nefnilega lagasetningu um
Byggðastofnun árið 1995 og árið
1991. Þegar lögum um stofnunina
var enn breytt var það gert undir
forsæti Davíðs Oddssonar. Þannig
hefur Sjálfstæðisflokkurinn tekið
þátt í að þróa löggjöf um byggða-
mál í samræmi við stjórnarsátt-
mála, en því starfi er auðvitað
ekki lokið. Stöðnuð viðhorf
Morgunblaðsins í byggðamálum,
eins og leiðaraskrif þess sýna, eiga
hins vegar rætur í löggjöf sem
afnumin var fyrir 12 árum.
Höfundur er alþingismaður og
formaður stjórnar
Byggdastofnunar.
Er Sjómannaskól-
inn 2. flokks skóli?
EFTIR að hafa skoð-
að tillögur mennta-
málaráðuneytisins um
fyrirhugaðan flutning á
Sjómannaskólanum
verður mönnum nánast
orðfall. Jafn fáránlegar
tillögur og þessar sjást
ekki oft, sem betur fer.
í fyrsta lagi eru þær
byggðar á algerri van-
þekkingu sem er
menntamálaráðherra
til skammar. Hvernig
fyrirhugað fyrirkomu-
lag í hinu nýja húsnæði
á að verða er dæmi um
byggingafræðilegt
stórslys. Það sem í til-
lögunum er talið galli
við núverandi húsnæði er einmitt
kosturinn við það. Það, að þurfa
ekki að reyna að stunda bóklegt nám
í næsta herbergi við díselvél á fullum
snúningi og með smíðastofu á efri
hæðinni er stór kostur að mínu mati.
í fyrirhuguðu skólahúsi verður öllum
greinum hrært saman og opið á milli
rýma. Ég segi bara gangi mönnum
vel að lesa dönsku með rafsuðuhjálm!
I öðru lagi glittir víða í það sem
manni finnst vera ódýrar röksemdir.
Eitt sem stingur mann dálítið er
þetta með aðgengi fyrir fatlaða. í
núverandi húsnæði hefur aldrei verið
aðgengi fyrir fatlaða en með fuliri
virðingu fyrir fötluðum þá held ég
að enginn hafi verið sýta það.
I rökum sem lúta að ókostum
byggingarinnar er talað um að mikið
rými fari í veggi, ganga og stiga.
Eg geri ráð fyrir að sama rými fari
í það ef annar skóli komi hér inn.
Og það að flytja þurfi okkur burt
vegna þess að húsið sé orðið svo lé-
legt, til þess að það verði gert upp
fyrir annan skóla er verulega and-
styggileg tilhugsun. Getur verið að
ráðherra gleymi því að ástæðan fyrir
ástandi skólahússins okkar er sú að
stjórnvöld liafa brugðist okkur alger-
lega? Frá því að ég fór
að velta stöðu Sjó-
mannaskólans fyrir mér,
hefur mér alltaf fundist
hann vera flestum
gleymdur. Þess vegna
finnst manni hart að
loksins þegar athyglinni
er beint að skólanum er
það ekki til að vinna
honum gagn heldur til
þess að hreinlega sópa
honum út af borðinu.
Og þá komum við að því
sem er hvað alvarlegast
í þessu öllu og það skín
í gegnum þessa lesningu
sem okkur var kynnt.
Það á að bola okkur
burt til þess að koma
að skóla sem virðist höfða mun meira
til menntamáiaráðherra.
Þessi hæð er okkar, seg-
ir Steinar Kjartans-
son, og hún verður ekki
af okkur tekin.
Það skín í gegnum þessar tillögur
að sjómannaskólinn er annars flokks
skóli sem er ekki æskilegur lengur
á þessum stað.
Ég vil minna ráðherra á að hann
á að vinna með okkur en ekki á
móti og það er löngu kominn tími á
að gert sé vel við þennan skóla á
þessum stað. Að lokum vil ég segja
það að nú hefur verið snert á við-
kvæmum bletti. Skólinn okkar er að
vissu leyti það sem sameinar okkur
og byggingin sjálf hér á hæðinni er
einskonar minnismerki sjómanna-
stéttarinnar.
Þessi hæð er okkar og hún verður
ekki tekin!
Höfundurer útskriftarnemi í
Vélskóla íslands.
Steinar
Kjartansson