Morgunblaðið - 12.11.1997, Síða 37

Morgunblaðið - 12.11.1997, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1997 37* PÁLFRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR + Pálfríður Guð- mundsdóttir fæddist í Reykjavík 25. apríl 1925. Hún lést á Vffilsstaðaspft- ala 3. nóvember síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðmundur Einars- son, sjómaður í Reykjavík, f. 12.3. 1885, Háarima í Holtum, d. 1.8. 1971, og Margrét Sigurð- ardóttir, húsfrú í Reykjavík, f.10.7. 1893, í Háfi í Holtum, d. 27.9. 1930. Systkini Pálfríðar, Sigfríð Þorbjörg Guðmundsdótt- ir, f. 26.6. 1919, d. 4.12. 1989, maki Kenneth Breiðfjörð, f. 16.1. 1921, d. 14.7. 1980, Fanný Ágústa Guðmundsdóttir, f. 8.10. 1921, d. 22.12.1988, maki Þorleifur Thor- lacius, f. 23.6. 1907, d. 16.11. 1987, og Guðni Ragnar Guð- mundsson, f. 17.7. 1928, til heim- ilis í Hátúni 12 í Reykjavík. Pálfríður giftist 9. september 1946 Steinþóri Ingvarssyni, pípu- lagningameistara, f. 28.6. 1924, d. 13.6. 1983. Steinþór var sonur Eiríks Ingvars Hallsteinssonar frá Skorholti í Melasveit, f. 29.5. 1897, d. 15.11. 1992, og Önnu Þórðardóttur frá Æsustöðum í Oss héðan klukkur kalla, svo kallar Guð oss alla, tilsínúrheimihér, þá söfnuð hans vér sjáum, og saman vera fáum, í húsi því sem eilíft er. (V. Briem.) Elsku Palla. Nú þraut þinni er lolrið og komið að kveðjustund. Efst í huga mínum er þakklæti til þín fyrir allt og allt. Þrátt fyrir þín miklu veikindi gafstu svo mikið með þínu hlýja viðmóti og brosi. Það er svo mikils virði í þessu lffi og er ekki öllum gefið að gefa. Þú hafðir núna síðustu mánuði dval- ið á Vífilsstaðaspítala og varst sátt við það og líktir því við fimm stjörnu hótel. Starfsfólkið var þér svo yndislegt og oft hafðir þú orð á þvl að þú skildir ekki hvers vegna það væri svo gott við þig. En þú átt- ir það svo innilega skilið að allir væni góðir við þig, því það varst þú við alla. Hafðu þökk fyrir allt. Hvíl í friði. Ragnheiður Erlendsdóttir (Heiða). Farþúífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Elsku amma. Mikið teljum við okkur hafa verið heppnar að eiga þig sem ömmu. En núna ert þú farin og við vitum að þér líður vel og búin að hitta Stein- þór afa og Ingvar frænda. Sú hugs- un huggar okkur og við munum geyma minninguna um þig í okkar hjarta. Marit og Þura. Ég trúi á Guð, þó titri hjartað veika, og tárin blinda augna minna ljós, ég trúi, þótt mér trúin finnist reika, og titra líkt og stormi slegin rós, ég trúi, því að allt er annars farið, og ekkert, sem er mitt, er lengur til, og lífið sjálft er orðið eins og skarið, svo ég sé varla handa minna skil. Mosfellssveit, f. 10.6. 1896, d. 13.10. 1967. Böm: Garðar Stein- þórsson, f. 24.10. 1942, ættleiddur af Steinþóri. Maki: Ólafía Helga Stígs- dóttir, f. 2.7.1943, og eiga þau sjö börn. Pálfríður eignaðist Hrönn Baldursdótt- ur, hinn 11.1. 1945, sem var ættleidd. Maki: Vigfús Jóns- son, f. 8.7. 1934. Hrönn á þijú börn áður með Þórði G. Gíslasyni. Ingvar Steinþórsson, f. 7.2. 1947, d. 31.1. 1965. Gunnar Steinþórssou, f. 9.4. 1950. Maki: Guðrún Antonsdóttir, f. 19.4. 1950 og eiga þau fósturson. Gunnar á tvö börn áður með Rósulind J. Reid. Guðmundur Þór Steinþórsson, f. 29.7. 1954. Maki: Guðný Þorvaldsdóttir, f. 8.3.1956, eiga þau tvo syni. Davíð Steinþórsson, f. 2.3. 1958. Maki: Ragnheiður Erlendsdóttir, f. 19.9. 1957, eiga þau fjögur börn. Þröstur Steinþórsson, f. 27.3. 1960. Unnusta: Margrét Benja- mínsdóttir, f. 8.10. 1954. Útför Pálfríðar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Ég trúi á Guð. Ég trúði alla stund, og tár mín hafa drukkið Herrans ljós, og vökvað aftur hjartans liþ'ulund, svo lifa skyldi þó hin besta rós. Já, þó mér sífellt svíði dreyrug und, skal sál mín óma fram að dauðans ós: „Ég trúi.“ Þó mig nísti tár og tregi, ég trúi á Guð og lifi, þó ég deyi. (M. Jochumsson.) Elsku amma mín. Ég kveð þig í hinsta sinn með miklum söknuði. Takk fyrir að hafa verið amma mín. Megi Guð geyma þig- Þín, Erla María. Elsku amma mín, í dag kveð ég þig með miklum söknuði, en allar minningar um þig og afa á ég alltaf. Þegar ég hugsa til baka man ég svo vel eftir sumrinu árið 1982, þegar við fórum i sumarbústaðinn í Skorradal og afi og pabbi fóru út á vatnið að veiða og við og mamma lágum í sólbaði og spjölluðum, ég man líka hvað mér fannst gaman að fá að sofa hjá ykkur og afi leyfði mér að sofa í sjúkrarúminu sínu. Þessar minningar og svo margar aðrar mun ég alltaf geyma í hjarta mínu. Síðast þegar ég hitti þig, elsku amma mín, leið þér alveg ágætlega og ég sat á rúminu þínu og við töluðum um veðrið, jólin og hitt og þetta, þegar ég kyssti þig bless og fór þá lást þú í rúminu þínu og brostir til mín. Elsku Palla amma mín, takk fyrir allt og allt, ég gleymi þér aldrei. Guð geymi þig. Elsku mamma mín og bræður, við vitum að nú líður ömmu vel og ég er viss um að afi og Ingvar hafa tekið vel á móti henni. Guð gefi ykkur styrk í ykkar miklu sorg. „Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá hug þinn aftur, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ (Kalil Gibran). Margrét Þórðardóttir. Skilafrestur minningargreina Eigi minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útfór er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyiár hádegi á fóstudag. I miðviku- dags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að ber- ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi börnin okkar sér saman og brölluðu margt eins og gengur. Þar áttum við sameiginlegan fjársjóð minninga að skoða, eftir að hreiðrin voru orð- in tóm. Hansína var „bara húsmóðir" eins og það var síðar kallað með hverfandi virðingu. Það var ég reyndar líka en hennar hlutverk var miklu stærra. Hún var ekkja með einn son þegar leiðir Guðna og hennar lágu saman og Guðni ekkju- maður með tvo syni og síðan eign- uðust þau tvær dætur og einn son saman. Við áttum aftur á móti ekki nema tvo syni og því voru mín heimilisumsvif ekki sambærileg hennar. En að vera „bara húsmóðir“ en», teygjanlegt hugtak. Það er sjálfsagt hægt að standa undir því nafni ef matur er framreiddur handa heimil- isfólki, þvottur þveginn og gólf hreinsuð. Vissulega gerði Hansína þetta allt með miklum sóma og kastaði ekki höndum tíl. En hún hafði líka innbyggða þá eiginleika að vera sál heimilisins og það er stórt hugtak. Það að vera sívakandi yfir velferð allra, sjá og finna hvers er þörf hverju sinni og þá ekki að- eins hinar ytri þarfir. Og þannig var Hansína. Enda var heimilið heimili og þar var hún til staðar þegar börnin komu úr skól- anum eða frá útileikjum og sjaldan munu þau hafa komið að tómu húsilu. Hún átti líka óvenju létta lund og gat séð skoplegar hliðar á alvarieg- ustu málum. Slíkur hæfileiki er mikils virði og laðar börn og full- orðna til nærveru. Enda var gest- kvæmt á heimili þeirra hjónanna og oft glatt á hjalla. Vissulega átti hús- bóndinn líka ríkan þátt í því, enda margir sem þurftu að hitta hann að máli. Og ekki spillti fyrir að hús- freyjan var alltaf viðbúin að fagna gestum, veita ríkulegar góð- gerðir, taka þátt í umræðum, blanda geði^ og gleði við gesti og heimafólk. Þannig heimili voru homsteinar ört vaxandi óróleika þjóðfélags, sem á þessum árum var að verða til. Ég er forsjóninni þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast fjölskyld- unni á Suðurgötu 35 í Keflavík og að geta átt um hana kapítula í lífs- bók minni. Blessuð sé minning Hansínu Kristjánsdóttur. Afkomendum hennar og Guðna og fjölskyldum þeirra votta ég samúð mína og bið að gæfan megi fylgja þeim. Lóa Þorkelsdóttir. daginn eftir var hún svo sest upp í rúminu og farin að lesa blöðin. Amma fylgdist mjög vel með og hafði mikinn áhuga á hvað væri að gerast hjá afkomendum sínum, hún sagði fréttir af frændfólkinu og spurði mann út úr þegar maður kom í heimsókn og alltaf spurði hún mig frétta að vestan, af fósturdóttur minni og hennar högum, amma hafði ung verið þar sjálf. Hún mundi alla afmælisdaga og mættu þau afi í barnaafmælin á meðan þau höfðu heilsu til. Ég kveð ömmu mína með söknuði um leið og ég þakka henni sam- fylgdina. Sóley Birgisdóttir. Vertu Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svoallrisyndéghafni. (H. Pétursson.) Elsku amma Hanna, ég veit að núna líður þér vel, uppi hjá Guði, góður Guð passar þig. Ailtaf var gaman að koma til þín, þú tókst mér og bræðrum mínum, alveg frá fyrstu kynnum, eins og ömmuböm- unum þínum. Þú gafst okkur jóla- og afmælisgjafir eins og hinum ömmubörnunum þínum og þú spurðir alltaf um okkur, ef við vor- um ekki með þegar komið var í heimsókn til þín. Sárt er að hugsa til þess að þú sért farin og ég geti ekki komið í heimsókn til þín oftar, en ég veit að þér líður mjög vel núna uppi hjá Eika og Guðna afa. Góður Guð og englamir geymi þig, elsku amma mín. Þín t Hjartans þakkir færum við öllum þeim, sem auðsýnt hafa okkur vináttu, hlýhug og samúð vegna fráfalls og útfarar eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GUÐMUNDAR ÓLAFSSONAR fyrrv. verkstjóra hjá Mjólkursamsölunni, Kópavogsbraut 59, Kópavogi. Sigriður Pálsdóttir, Ótafur Guðmundsson, Lilja Ólafsdóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Ólöf Ólafsdóttir, Guðmundur Ólafsson. FRIÐRIK JÓNSSON + Friðrik Jónsson fæddist á Halidórsstöðum í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu 20. septem- ber 1915. Hann lést í Sjúkrahúsi Þingeyinga á Húsavík 2. nóvem- ber síðastliðinn og fór útför hans fram frá Einarsstaðakirkju í Reykjadal 8. nóvember. Elsku afi. Ég trúði því varla sem ég heyrði þegar ég kom heim á sunnudagsmorguninn. Þú, sem hafðir alltaf verið mér svo kær, varst hrifinn burtu frá okkur. Minningarnar streyma um í huga manns og tárin láta ekki á sér standa. Þú varst alltaf svo hlýr og góður, og vildir allt fyrir mann gera. Stundimar sem við áttum saman vora yndislegar og þeim mun ég aldrei gleyma. Ég veit að þér líður vel núna, í faðmi ömmu og að þið horfið saman niður á okkur og gætið okkar, en eftir sitjum við með söknuðinn. Ég mun ávallt elska þig og dást að þér. Þú lifir í hjarta mínu og þín verður sárt saknað. tf Þín afastelpa, Aldís. HANSÍNA KRISTJÁNSDÓTTIR + Hansína Krist- jánsdóttir fædd- ist í Miklaholtsseli í Miklaholtshreppi 8. maí 1911. Hún lést í Sjúkrahúsi Suður- nesja hinn 5. nóvem- ber síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Kristján Þórðarson bóndi, f. 18.12. 1865, d. 21.1.1954, og kona hans Elín Jónsdóttir, f. 3.12. 1867, d. 11.7. 1928. Hansína var ein af áfján systkinum sem öll eru nú látin. Þau sem komust á legg auk henn- ar voru Þórður, f. 23.7. 1891, d. 28.9. 1980, Jóhann, f. 4.8. 1892, d. 29.1. 1967, Magnús Sigvaldi, f. 12.8. 1895, d. 31.12. 1929, Ásdís, f. 24.8. 1896, d. 8.11. 1967, Krisfján, f. 14.8. 1897, d. 27.10. 1981, Karl, f. 28.7. 1900, d. 21.8. 1958, Guð- ríður Stefanía, f. 14.1. 1904, d. 23.5. 1940, Haraldur, f. 1.4. 1905, d. 23.6. 1980, Ásta, f. 4.7. 1907, d. 5.6. 1979, og Víglundur, f. 8.11. 1908, d. 28.1. 1981. Fyrri maður Hansínu var Ei- ríkur Tómasson, Jámgerðarstöð- um, Grindavík, f. 8.12. 1898, d. 2.9. 1941. Sonur þeirra: 1) Ellert Eiríksson, f. 1.5.1938. Maki: Guð- björg Sigurðardóttir. Dóttir þeirra: Guðbjörg Ósk. Böm hans Hún amma er dáin, ég kveð hana með söknuði en veit þó að hún var södd lífdaga. Hún er nú laus við þreytu og veikindi og komin til afa og Éika sem kvöddu fyrir ári. Það var alltaf svo gott að koma tíl ykkar afa, bæði á Suðurgötuna svo og eftir að þig fluttust að Hlévangi, maður var alltaf velkominn og alltaf eitthvert góðgæti á boðstólum, eins var að heimsækja ömmu á Sjúkra- hús Suðumesja þar sem hún dvaldi síðustu mánuði, þar passaði amma alltaf upp á að eiga eitthvað að bjóða gestum. Síðastliðið ár var ömmu erfítt, afi og Eiki kvöddu fyr- ir rúmu ári og þrek ömmu þvarr smátt og smátt í veikindum hennar. Þó var hún sannkallað kraftaverk, oft vorum við búin að undirbúa okk- ur undir að hún væri að kveðja en frá fyrra hjónabandi: Eiríkur, Jóhannes og Elva. Börn hennar frá fyrra hjónabandi: Sigurður, Una og Páll. Árið 1944 gift- ist Hansína seinni manni sinum Guðna Magnússyni málara í Keflavík f. 21.11. 1904, d. 15.9. 1996. Börn þeirra: 2) Ei- ríkur, f. 3.4. 1945. Maki Þorgerður Guðfinnsdóttir. Börn: Guðfinnur, Guðni Magnús, Hanna Rún og Oddný Lára. 3) Steinunn, f. 4.6. 1949. Maki Neville Young frá Nottingham, Englandi. Börn: Hannes Pétur og Tómas Viktor. 4) Árnheiður Stef- anfa, f. 3.12. 1951. Maki: Jónas H. Jónsson. Börn: Guðni Hörðdal, Jón Hörðdal og Samúel Hörðdal. Stjúpsynir Hansfnu, synir Guðna frá fyrra hjónabandi: 5) Vignir, f. 30.8. 1931. Maki: Guðríður Árna- dóttir. Börn hennar frá fyrra hjónabandi: Árni Jakob og Guð- ný. 6) Jón Birgir, f. 14.7. 1939. Maki Harpa Þorvaldsdóttir. Börn: Jóna Björk, Sóley, Börkur, Ösp og Burkni. Útför Hansfnu fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Hún Hansína, sem eitt sinn bjó á Suðurgötu 35 í Keflavík, er horfin yfir móðuna eins og svo margir af hinum gömlu, góðu grönnum, sem við Hallgrímur kynntumst og áttum samleið með er við hófum búskap- inn á Suðurgötu 31. Þau kynni og tengsl hafa haldist meðan lífsþráður var óslitinn. Fyrir rösku ári kvaddi vinur okk- ar og eiginmaður Hansínu, Guðni Magnússon, eftir langa og gifturíka starfsævi. Hann og Hallgrímur áttu mörg sameiginleg áhugamál á fé- lagslega sviðinu og má segja að daglegur samgangur hafi verið á milli heimilanna enda stutt að fara og ekki „vík á milli vina“, enda ekki þörf. Og það fór heldur ekki hjá því að við Hansína kynntumst, enda léku Una Björk.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.