Morgunblaðið - 12.11.1997, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.11.1997, Blaðsíða 38
—38 MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUÐBJÖRG MARÍA -GUÐBRANDSDÓTTIR + Guðbjörg María Guðbrandsdótt- ir fæddist í Reykja- vík 8. september 1990. Hún lést á Landspítalanum aðfaranótt 4. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Guðbrandur Rúnar Axelsson og Margrét Andrelyn Axelsson. Systir hennar er Unnur Ósk, f. 25. október 1994. Útför Guðbjarg- ar Maríu fer fram frá Landa- kotskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Þær eru sannarlega fallegar síð- ustu minningarnar sem ég á um hana Guðbjörgu, sem ég sá síðast á afmælisdaginn hennar í septem- ber síðastliðnum, þegar hún varð sjö ára. Sjúkdómurinn sem dró hana til dauða hafði greinilega sett mark sitt á hana þá. Hún heilsaði bros- ^andi og dagurinn var henni gleði- dagur og foreldrar hennar höfðu gert allt sem í þeirra valdi stóð til að gera henni daginn skemmtileg- an. Og víst er að það tókst þeim. Hún sýndi okkur gestunum, ásamt öðrum börnum, dans sem hún var búin að læra og hún ljómaði af gleði. Ég sá hana fyrst nýfædda og kynntist henni vel eftir eins árs ald- urinn, en þá var hún hjá mér dag- lega um nokkurt skeið. Hún skilur eftir ótal góðar og skemmtilegar minningar, sem munu lifa. Hún var strax af- skaplega dugleg og fljót að læra það sem henni var sýnt. Hún gat oft verið alvörugef- in en lundin var létt og hún elskaði að vera úti að leika sér, sama hvernig viðraði. Já, hún Guðbjörg María var svo sannarlega skemmti- legt, fjörmikið og fal- legt bam. Dugnaðin- um, sem hún fékk í vöggugjöf ásamt góðri lund, hefur hún svo sannarlega þurft á að halda, þessi litla hetja, í sínum erfiðu veikindum. Gott er að hugsa til þess, Brandur minn, sem hún sagði rétt áður en hún dó og hvernig hún í raun kvaddi ykkur og þennan heim með orðun- um að nú færi hún bráðum að hitta hana ömmu sína. Hún var ekki í vafa um það og víst er að það verð- ur tekið vel á móti henni. Það er ég viss um. Guðbjörg María fæddist stuttu eftir að amma hennar dó og var skírð eftir á ömmu sinni. Ömmu hennar kynntist ég á barnsaldri og engin mér óskyld manneskja var mér betri þegar ég var barn og þeirrar umhyggju og góðvildar naut ég alla tíð, meðan hún lifði. Brandur minn, Andrelin, litla systir, Axel og Þórir og allir aðrir ættingjar og vinir. Ég bið Guð að styrkja ykkur í ykkar miklu sorg. Það er gott til þess að hugsa að hún Guðbjörg fær hinstu hvíld við + Útför móðursystur minnar, KRISTBJARGAR GUÐMUNDSDÓTTUR frá Ási, Hegranesi, sem lést á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki 4. nóvember sl., fer fram frá Sauðárkrókskirkju föstudaginn 14. nóvember kl. 14.00. Björgvin Jónsson og og Jófríður Tobíasdóttir. t Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför, PÁLS H. JÓNSSONAR, Lækjavöllum, Bárðardal. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahús Þingeyinga. María Pálsdóttir, Hörður Guðmundsson, Jón Albert Pálsson, Gerður Hallsdóttir, Sigurður Pálsson, Kristín Ketilsdóttir, afa og langafabörn. t Guðrún Jóna Árnadóttir, Björk Níelsdóttir, Steinn H. Gunnarsson, Karl Níelsson, Sigurbjörg Níelsdóttir, Árni Níelsson, Margrét Eysteinsdóttir, Jens Níelsson, Elísabet María Jónsdóttir, María Níelsdóttir, Auðunn Jónsson og barnabörn. Sjúkrahúsi Reykjavíkur Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, NÍELS ELÍSAR KARLSSONAR blikksmiðs, Furugrund 56, Kópavogi. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar A7 og A3 á og hjúkrunarþjónustunni Karitas. hlið ömmu sinnar, sem hún vildi hitta. Falleg minnnig lifir um yndis- legt og saklaust barn. Megi hún hvíla í Guðs friði. Kristjana Jacobsen (Stella). Þú, Guð míns lífs, ég loka augum mínum í líknarmildum föður-örmum þínum og hvíli sætt, þótt hverfi sólin bjarta, ég halla mér að þínu föðurhjarta. Þín líknarásján lýsi dimmum heimi, þitt ljósið blessað gef í nótt mig dreymi. I Jesú nafni vil ég væran sofa og vakna snemma þína dýrð að lofa. (M. Joch.) Nú leggurðu aftur augun, litla barn, og ferð til Jesú. Okkur setur hljóð er við setjumst niður og hugsum til ykkar og biðj- um fyrir ykkur, elsku Brandur, Andrelin og Unnur litla. Þótt við höfum vitað um hríð hvert stefndi, er skyndilega eins og allt sé nú tómt og hljótt. Stríðinu er lokið og nú er Guðbjörg litla María í faðmi Hins eilífa Föður og Frelsara. Fátt er um svör en minningin um litla stúlku lifir með okkur. Vegir Guðs eru órannsakanlegir en þó er víst, að ætlun Hans er fullkomin og trú- festi Hans. Það var eitt sinn bam að moka holu í sandinn á sjávarströnd með litlu skóflunni sinni. Síðan ætlaði það að ausa hafinu mikla í holuna. Þannig er hugur okkar eins og lítil hola í sandi og áætlun Guðs eins og hafið sjálft. Einmitt vegna þess hve erfitt er á stundum að skilja Guð er trúin ávallt svarið. Við skiljum ekki, við trúum. Nokkrir kristnir vinir hafa beðið fyrir ykkur og Guðbjörgu Maríu og við vitum að Guð hefur eyra og hann heyrir bænir síns lýðs. Að lokum, elsku fjölskylda, vilj- um við að þið vitið að við erum þakklát fyrir ykkur og að þið hvílið áfram í huga okkar og bænum. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfír láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Ólafur M. Ólafsson, Chona H. Ólafsson og fjölskylda. Elsku litla vinkona. Það var haustið 1996 að þú komst inn í líf mitt ásamt nítján öðrum „sólargeisl- um“ sem fetuðu óöruggir en ákveðn- ir fyrstu skólagöngusporin sín sem nemendur í 1. GSM í Selásskóla. Ur augum allra skein gleði, eftir- vænting og tilhlökkun eins og venja er hjá svo ungum bömum. Það var hið ljúfa viðmót þitt, augun ógleym- anlegu, dökka hárið, útlitið suðræna, gleðin og umhyggjan sem frá þér sindraði sem í fyrstu vakti eftirtekt. Engan gat þá órað fyrir að skóla- vist þín yrði svo stutt. Fljótlega eftir að skólagangan hófst dró ský fyrir sólu, því illvígur sjúkdómur gerði vart við sig. Sjúk- dómur sem læknavísindin ráða enn ekki við og standa oftast frammi fyrir ráðþrota. Þrátt fyrir veikindin minnkaði ekki áhuginn á skólanum okkar, skólastarfinu og skólasystk- inum. Dugnaðurinn og baráttan var aðdáunarverð og um margt ólýsan- leg. í engu var gefið eftir og skólinn fast sóttur, síðast aðeins fimm dög- um fyrir andlátið. Allir sáu þó að hveiju stefndi. Samt var haldið í vonina, inni sem úti, heima sem heiman. Samstarfsfólkið, bekkjar- systkinin og aðrir skólafélagar sendu kveðjur og bréf þar sem þeir lýstu vonum sínum og óskum um bata. Angurværar, bamslegar, einlægar beiðnir bárust í skólastofuna frá vin- um og félögum í skólanum, svo sem: „Ég bið til Drottins dag og nótt að þú komist í skólann fljótt.“ En allt kom fyrir ekki. Nú ert þú farin frá okkur. Eftir stöndum við og spyijum: Hvers vegna? En við fáum engin svör. Hver getur svarað þegar sá sem öllu ræður gat ekki svarað bænum okkar á þann veg sem allir óskuðu og vonuðu? Það eina sem við eigum eftir er minningin. Hún er björt og hlý og geymist ævilangt í huga og hjarta okkar allra í skólanum. Við verðum að trúa því að ljósið og hlýj- an sem frá geisla þínum barst fái notið sín og vermi áfram annars staðar en hjá okkur. Ég bið góðan Guð að styrkja fjöl- skyldu þína, ástvini og unga bekkj- arfélaga, sem þola verða nú sorg og söknuð. Öll dáðu þau þig fyrir dugnaðinn og reyndust þér svo vel í veikindunum. Sofðu vært, litla sólskinsbam. Nú hætta ljúfir leikir, ég leggst til hvíldar þreytt. Þótt myrkur hauður hylji ég hræðist ekki neitt. Mér englar yfir vaka þá augun lokast mín og síst má nokkuð saka er sól Guðs náðar skín. Nú bið ég bænir hljótt, ó, Jesú, bróðir besti, mig blessa þú í nótt. (K.J.) Þinn kennari, Guðrún Magnúsdóttir. Nú er hún elsku Guðbjörg okkar dáin og langar okkur að minnast hennar og kveðja með nokkmm orðum. Við kynntumst Guðbjörgu fljótlega eftir að hún flutti í Reykás- inn því hún og dætur okkar urðu vinkonur. Yngri dætur okkar og Guðbjörg voru saman í leikskóla og þegar Sigga Þórey og Guðbjörg fóra í 1. bekk, ári á eftir Evu Björgu, og áttu ekki að vera í sama bekk var allt ómögulegt þar til Brandur var búinn að leiðrétta þann fráleita misskilning því saman vildu þær vera. Eins og hjá mörgum stelpum á þessum aldri voru „barbie“- og „mömmó“-leikirnir vinsælir hjá ykkur og gátuð þið unað tímunum saman við þá, annaðhvort heima hjá okkur þar sem er tvöfaldur skammtur eða heima hjá þér. Eins fannst ykkur gaman að máta föt og fara í hin ýmsu hlutverk sam- fara því og þá var Jónu Maríu her- bergi oft freistandi þar sem hægt var að hlusta á tónlist og skoða dót sem eldri stelpur eru svo heppnar að eiga. Eftir að þessi hræðilegi sjúkdómur fannst hjá þér komu tímar þegar þú varst slöpp og þreytt en þá breyttust bara leikirnir og var aðdáunarvert að sjá hvað þú + Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýju við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HALLDÓRS KRISTINS BJÖRNSSONAR, Þverási 39, Reykjavík. íva Bjarnadóttir, Björn Halldórsson, Kristín Bjarnadóttir, Edda Magndís Halldórsdóttir, Kristinn Jóhann Sigurðsson, Viðar Halldórsson, Ragna Bogadóttir, Gyða Halldórsdóttir, Guðjón Reynir Jóhannesson, Dóra Kristín Halldórsdóttir, Kristján Þórðarson, barnabörn og barnabarnabörn. varst dugleg og ákveðin að gera það sem þú vildir. Stelpurnar sakna þín mikið og verða lengi að venjast því að þú sért farin en trúa því að nú líði þér vel og biðja Guð í bænum sínum að passa þig. Við eigum sem betur fer margar dýrmætar minningar sem við geymum í hjarta okkar. Elsku Brandur, Margrét, Unnur og Richard, þið áttuð yndislega dóttur og systur sem við eram þakk- lát fyrir að hafa fengið að kynnast. Við biðjum Guð að veita ykkur og ættmennum ykkar styrk og huggun á þessari sorgarstund. Kristur minn, ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu. Gerðu svo vel og geymdu mig, Guð, í skjóli þínu. (Höf ók.) Guðný, Björgvin, Jóna María, Edva Björg og Sigríður Þórey. Litla vinkona mín, Guðbjörg Mar- ía, hefur nú lokið sinni stuttu ævi hér á jörðu, aðeins sjö ára gömul. Guðbjörg mín, ég vil fá að þakka fyrir að hafa fengið að halda í hönd þína síðasta daginn eins og svo marga aðra daga frá því þú fæddist og sjá þig þroskast, hlæja og leika þér. Það verður ósköp tómlegt að koma í heimsókn og sjá þig ekki koma hlaupandi upp í fangið á mér, en ég hugga mig við það að nú líð- ur þér vel og mun ég geyma allar góðu minningamar um þig á sér- stökum stað í hjarta mínu. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir áttu vaka þinn engill, svo ég sofi í rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Guð geymi þig, kæra vinkona. Ég bið Guð að gefa Brandi, Andrelin, Unni Ósk og öllum ætt- ingjum og vinum styrk í sorg þeirra. Georg. Það ganga allir svo hljóðlega um skólann. Það er kveikt á kertum. Það eru sorgardagar. Hún Guðbjörg er dáin. Hún byrjaði í skólanum okkar fyrir rúmu ári. Eftirvænting- arfull, glaðlynd og eins og öll hin sex ára bömin hlakkaði hún svo til að læra allt það sem maður lærir í skólanum. Hún var bara búin að vera nokkrar vikur í skólanum þeg- ar hún greindist með sjúkdóm sem reyndist ólæknandi. En hún Guð- björg var svo dugleg. Mætti alltaf í skólann og var dugleg að læra að lesa og skrifa, dugleg að teikna og dugleg að leika sér við krakkana í frímínútunum. En stundum leið henni illa og þá fékk hún að leggja sig í sófann smástund og hvíla sig. Samt geislaði alltaf frá henni. Hún var lítill sólargeisli og með brosi sínu sendi hún birtu og hlýju um skólann. Það var gott að hafa hana í skólanum. Guðbjörg er farin frá okkur allt of fljótt. Það er erfitt að skilja af hveiju hún fékk ekki að vera með okkur lengur. En við huggum okkur við að nú er hún hjá Guði og henni er ekki lengur illt, nú líður henni vel. Hún skildi eftir sig fallega minningu um góða stúlku. Þá minn- ingu varðveitum við hjá okkur. Við í Selásskóla biðjum Guð að gefa foreldrum og systkinum Guðbjargar styrk í þeirra miklu sorg. Hafstelnn Karlsson. í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Eg leita þín, guð, leiddu mig, og lýstu mér um ævistig. (Pétur Þórarinsson.) Með þessari bæn viljum við kveðja Guðbjörgu Maríu. Þetta söng hún með okkur þegar við fórum í Árbæjarkirkju sunnudaginn 26. október. Vottum foreldrum og öðr- um aðstandendum dýpstu samúð. Blessuð sé minning Guðbjargar Maríu. Bekkjarsystkin 2. GSM i Selásskóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.