Morgunblaðið - 12.11.1997, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1997 41
I ---------------------------
; Upplýsinga-
fundur fyrir
foreldra
FORELDRARÁÐ, Skólaskrifstofa
og grunnskólar Hafnarfjarðar munu
nú í nóvember standa sameiginlega
I að upplýsingafundi og námskeiðum
) fyrir foreldra/forráðamenn nemenda
I í 10. bekk í grunnskólum Hafnar-
’ fjarðar.
„Markmiðið er að koma á fram-
færi ýmsum upplýsingum er varða
lok grunnskólans og varpað geta
ljósi á það fjölbreytta starf sem fram
fer á þessu skólastigi.
Fimmtudaginn 13. nóvember
verður haldinn opinn fundur í Öldu-
túnsskóla og hefst hann kl. 20.00.
Aðgangur er ókeypis.
A fundinn mæta fulltrúar frá
■ menntamálaráðuneytinu, Rann-
sóknarstofnun uppeldis- og mennta-
mála, framhaldsskólum í Hafnai-fírði
og námsráðgjafi frá Skólaskrifstofu
Hafnarfjarðar.
Auk fundarins verða haldin nám-
skeið í stærðfræði og íslensku en
þau verða nánar kynnt í bréfum til
heimila," segir í fréttatilkynningu.
| Boðið í bíó
| NORRÆNA félagið á Suðurnesjum
hefur ákveðið að styðja Norrænu
bókasafnsvikuna í Reykjanesbæ, I
ljósaskiptunum, með því að bjóða
Suðumesjabúum til kvikmyndasýn-
ingar fímmtudaginn 13. nóvember
kl. 21 í Félagsbíói í Keflavík. „Sýnd
verður nýleg dönsk kvikmynd sem
hefur hlotið hefur mikið lof gagnrýn-
I enda og heitir á dönsku Det forsomte
forár, í íslenskri þýðingu Vanrækt
vor, og er gerð eftir frægribók Hans
Scherfíg. Myndin er með íslenskum
texta. Allir eru velkomnir meðan
húsrúm leyfír. Aðgangur er ókeypis.
Einnig verður nemendum í 9. og
10. bekk í grunnskólum í Reykja-
nesbæ boðið á sýningu myndarinnar
Drengirnir frá Skt. Petri sem verður
sýnd i Félagsbíói á miðvikudag kl.
13,“ segir í fréttatilkynningu.
Að bæta
úr ólæsi með
samvinnu
FIMMTUDAGSKVÖLDIÐ 13.11.
næstkomandi kl. 20.30 heldur Gyða
Stefánsdóttir sérkennari fyrirlest-
urinn „Er unnt að bæta lestur og
stafsetningu „dyslexíubama" með
hnitmiðaðri samvinnu foreldra og
kennara.“
Fyrirlesturinn er á vegum ís-
’ lenska dyslexíufélagsins. Fyrirlest-
urinn verður haldinn í húsakynnum
Námsflokkanna í Reykjavík í Mjódd.
(Gengið er inn í Biðskýli SVR upp
á efstu hæð.) Allir eru velkomnir á
meðan húsrúm leyfir. Aðgangur
ókeypis.
Fagnar skiln-
ingi Evrópu-
dómstólsins
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfírlýsing frá Stórstúku
íslands:
„Stórstúka íslands fagnar því að
Evrópudómstóllinn hefur lýst skiln-
ingi á því, hve alvarlegt heilsufars-
vandamál áfengisneysla er og telur
þess vegna fyllstu ástæðu til að rík-
isvaldið leitist við að hafa hömlur á
óheftri dreifíngu þessa lögleyfða
vímuefnis."
KK með tónleika
á Fógetanum
KK og Guðmundur Pétursson gítar-
leikari eru að halda í tónleikaferða-
lag um landið og saman munu þeir
leika lög af nýrri plötu KK, Heima-
» landi. I kvöld, miðvikudag, halda
þeir tónleika á Fógetanum, Aðal-
stræti, og hefjast þeir kl. 22.
FRÉTTIR
Alþýðubandalagið
Aðalmarkmið við
mótun fiskveiðistefnu
Á LANDSFUNDi Alþýðubandalags-
ins um helgina var samþykkt að
eftirtalin fímm aðalmarkmið skuli
gilda af hálfu flokksins við mótun
fiskveiðistefnu.
1. Þjóðareign. Að tryggja í reynd
óumdeilanlegan eignarrétt og fullan
ráðstöfunarrétt þjóðarinnar á auð-
lindum íslenska hafsvæðisins. Það
samrýmist ekki sameign þjóðarinnar
á auðlindinni að einstakir aðilar hafí
tekjur af ráðstöfun veiðiréttinda án
þess að nýta þau sjálfir.
2. Réttlæti. Að við stjórn á nýt-
ingu auðlinda verði gætt réttlætis
gagnvart byggðarlögum, sjómönn-
um, fískvinnslufólki og útgerðarað-
ilum.
3. Góð umgengni. Að með stjórn-
kerfi fískveiðanna verði stuðlað að
bættri meðferð afla og að því að
ALÞJÓÐASAMBAND félagsráðgjafa
í Evrópu mun beina athyglinni að
vandamálum félagslegrar einangrun-
ar miðvikudaginn 12. nóv. 1997. „Um
alla Evrópu munu aðildarfélög sam-
bandsins standa fyrir uppákomum til
að varpa ljósi á þátt félagsráðgjafa í
baráttunni gegn félagslegri einangr-
un,“ segir í fréttatilkynningu frá
Stéttarfélagi íslenskra félagsráðgjafa.
„IFSW (International Federation
of Social Workers) í Evrópu gefur
út mikla skýrslu sem styrkt var af
Evrópusambandinu, en í henni kemur
fram að vinna félagsráðgjafa er kjam-
inn í baráttunni fyrir bættum félags-
legum tengslum. í skýrslunni eru
dæmi um bæði árangursríkt og skap-
andi starf félagsráðgjafa. Félagsleg
einangrun snýst ekki einungis um
STJÓRN Ferðamálasamtaka Aust-
urlands ályktaði eftirfarandi á fundi
sínum hinn 7. október 1997.
„Að tekin verði til endurskoðunar
reglugerð um stjórn hreindýraveiða
frá 13. júlí 1994, með það að mark-
miði að eftirfarandi verði tryggt:
1. Veiðikvóti verði ákveðinn með
minnst árs fyrirvara.
2. Veiðileyfi hvers svæðis verði til
sölu í einum potti frá 1. október
til 15. júlí ár hvert. Eftir þann
tíma verði óseld leyfi látin sér-
stökum veiðieftirlitsmönnum í té
og veiði þeir upp í tilskilinn kvóta
á hverju svæði fyrir sig.
3. Tryggt verði að arður til landeig-
enda verði hámarkaður og honum
úthlutað samkvæmt sérstakri
arðskrá.
„SÍÐASTLIÐINN föstudag hóf ný
útvarpsstöð útsendingar sínar í
Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12 f
Reykjavík. Frumkvöðlar að útvarps-
stöðinni eru tveir ungir menn um
tvítugt, Gunnlaugur Guðmundsson
og Magnús Sigurðsson, en þeir njóta
fjárhagslegs stuðnings Sjálfsbjargar,
landssambands fatlaðra, og Öryrkja-
bandalags íslands.
Útvarpað verður allan sólarhring-
inn í eina viku. Mest ber á tónlist
fyrir alla aldurshópa, þó einkum fyr-
ir fólk milli tvítugs og þrítugs, en
einnig verður á stöðinni útvarpað
viðtölum við tónlistarmenn og veittar
margvíslegar upplýsingar um starf-
semi Sjálfsbjargar og ÓBÍ, s.s. hús-
næðismál öryrkja o.fl. Fjöldinn allur
af dagskrárgerðarmönnum kemur
við sögu stöðvarinnar, s.s. þeir
Magnús og Gunnlaugur með þáttinn
„Tveir með tómaste", Stjáni stuð,
veija lífríkið í sjónum gegn óheppi-
legum áhrifum veiðarfæra og veið-
iaðferða.
4. Nýsköpun og hagræðing. Að
í stjómkerfinu verði fólginn hvati til
nýsköpunar og hagræðingar í grein-
inni og tryggðir eðlilegir möguleikar
á aðgangi nýrra aðila að atvinnu-
rekstri í sjávarútvegi.
5. Rannsóknir. Að rannsóknir á
sviði sjávarútvegs verði stórefldar
til að tryggja á grundvelli sjálfbærr-
ar nýtingarstefnu hámarksafrakstur
af þessari sameiginlegu auðlind
þjóðarinnar.
Landsfundurinn vill sérstaklega
árétta að engin fénýting handhafa
veiðiréttar á aflaheimildum getur
farið saman við fyrsta aðalmarkmið
samþykktarinnar um þjóðareign á
auðlindinni.
atvinnuleysi, heldur einnig um ein-
angrun fatlaðra, einstæðra foreldra
og fólks með geðræn vandamál. Full-
trúi frá íslandi skoðaði aðlögun fólks
úti í samfélaginu eftir áralanga stofn-
anadvöl. Félagsráðgjafar hafa sýnt
fram á að hægt er að stuðla að já-
kvæðum breytingum á lífi fólks, til
meira jafnvægis og afkasta. Þetta
gengur þegar unnið er með einstakl-
ingana sjálfa, og þegar til staðar er
hæft fólk og sterkur vilji til að veita
þessu verkefni fjárhagslegan og fag-
legan stuðning.
Félagsráðgjafar á íslandi eru að
gera margt áhugavert og til að kynna
það fyrir almenningi verður opið hús
á Háskólabíói laugardaginn 15. nóv-
ember milli kl. 14.00-16.00,“ segir
þar ennfremur.
Ályktunin byggir á þeirri stað-
reynd að eftirsókn í hreindýraveiði-
leyfí er mjög mikil bæði hér á Is-
landi og erlendis og má sem dæmi
nefna að ítrekað koma fyrirspurnir
um sölu á leyfum frá Bandaríkjunum
og Evrópulöndum.
Ljóst er að útseld leyfí tryggja
sveitarfélögunum sem í hlut eiga og
landshlutanum öllum umtalsverðar
tekjur, þar sem hver veiðimaður nýt-
ir t.a.m. þjónustu veiðieftirlitsmanna,
gisti- og veitingaaðstöðu, bílaleigur,
flugsamgöngur og aðra þjónustu.
Ferðamálasamtök Áusturlands
skora á ráðherra og hreindýraráð
að beita sér fyrir því að aðgengi að
veiðileyfum sé einfaldað og hags-
munir landshlutanna þannig efldir."
Höddi Rapp, hópurinn „Fólk með
fullu viti“, Halaleikhópurinn og fleiri
og fleiri.
Tíðni stöðvarinnar er 87,8 MHz
og nær hún til alls höfuðborgarsvæð-
isins,“ segir í fréttatilkynningu.
-----♦----------
LEIÐRÉTT
Sara Bjargardóttir
er nemandi við MH
í FRÉTT Morgunblaðsins sl. sunnu-
dag af keppni framhaldsskólanema
í stærðfræði var ranghermt að Sara
Bjargardóttir væri nemandi við
Menntaskólann í Reykjavík. Hið
rétta er að Sara er nemandi við
Menntaskólann við Hamrahlíð. Er
hún beðin velvirðingar á mistökun-
um.
Tískusýning
á Kaffi
Reykjavík
TÍSKUSÝNING verður á Kaffi
Reykjavík fimmtudagskvöldið
13. nóvember og hefst hún kl.
21,30.
Sýnd verða föt frá versluninni
Cha Cha í Kringlunni. Cha Cha
er dönsk verslunarkeðja og er
með föt fyrir konur á öllum aldri.
Kynnir verður Heiðar Jónsson.
Að lokinni sýningu leika Rut
Reginalds og Birgir Birgisson.
Stelpur í
stjórnmálum
Hvað vilja þær,
hvernig vegnar þeim?
OPINN fundur Kvenréttindafélags
íslands verður haldinn á Kornhlöðu-
loftinu í kvöld kl. 20.30.
Ávarp flytur Sigríður Lillý Bald-
ursdóttir, formaður KRFÍ. Fram-
sögumenn eru: Helgi H. Jónsson,
fréttastjóri, rýnar Ásta Ragnheiður
Jóhannesdóttir, Arnþrúður Karis-
dóttir og Sólveig Pétursdóttir; Ás-
dís Halla Bragadóttir, formaður
SUS, rýnar Margrét K. Sigurðar-
dóttir, Svala Jónsdóttir og Össur
Skarphéðinsson; Soffía Guðmunds-
dóttir, fv. bæjarfulltrúi á Akureyri,
rýnar Aðalheiður Sigursveinsdóttir,
Hreinn Hreinsson og Kristjana
Bergsdóttir og Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir, borgarstjóri, rýnar Árni
Mathiesen, Inga Jóna Þórðardóttir
og Sigurður G. Tómasson.
Herrafata-
sýning í Þjóð-
leikhúsinu
HIN árlega herrafatasýning Herra-
fataverslunar Kormáks og Skjaldar
verður haldin í Þjóðleikhúskjallar-
anum í kvöld kl. 21. Eitt ár er nú
liðið síðan Herrafataverslun Korm-
áks og Skjaldar var stofnuð í kjall-
ara á Hverfisgötunni.
„En annað þarf að gera, eftir
brunann í Kántrýbæ á Skagaströnd
er allt í mikilli óvissu um framtíð
staðarins og kántrýútvarps Hall-
björns Hjartarsonar. Því verður
kvöldskemmtun þessi til styrktar
kántrýubæ, aðgangur er ókeypis
en safnað verður frjálsum framlög-
um og vonast er til að karlmannleg
fjárhæð safnis til Skagastrandar,"
segir í fréttatilkynningu.
Námskeið um
innihald að-
ventujóla
„BIBLÍUSKÓLINN við Holtaveg
gengst fyrir námskeiði nk. laugar-
dag, 15. nóvember, sem ber heitið
Aðventa og jól — hvers er að vænta.
Á námskeiðinu verður fjallað um
aðventuna sem tíma til undirbún-
ings jólanna. Hugmyndir um verk-
efni og samvinnu fjölskyldunnar á
aðventutímanum verða kynntar.
Markmið námskeiðsins er að hvetja
fólk til umhugsunar um boðskap
og innihald jólahátíðarinnar. Fjallað
verður um ýmsar hugmyndir um
viðfangsefni og samverustundir
fyrir einstaklinga, fjölskyldur,
kennara og nemendur og fólk í
kristilegu barnastarfi. Umsjón með
námskeiðinu hefur Kristjana Ey-
þórsdóttir. Námskeiðið er öllum
opið og námskeiðsgjald er kr. 1500.
Skráningu lýkur fimmtudaginn 13.
nóvember,“ segir í fréttatilkynn-
ingu.
Fyrirlestur
umjarðhita-
rannsóknir á
hafsbotni
DR. ’JAKOB Kristjánsson mun
segja frá rannsóknum á hafsbotni
við Kolbeinsey, austan Grímseyjar
og í Eyjafirði á morgun, fimmtu-
dag. Fyrirlesturinn verður í Odda,
stofu 101 kl. 20.
í lok maí sl. tóku líffræðingarnir
Jakob Kristjánsson og Sólveig K.
Pétursdóttir þátt í þýskum rann-
sóknarleiðangri fyrir norðan Ísland
þar sem margvíslegar rannsóknir
voru gerðar á jarðhitasvæðum á
hafsbotni. Með sérstaklega útbún-
um kafbáti var mögulegt að kafa
að þessum svæðum og taka ná-
kvæm sýni. Rannsóknirnar beind-
ust sérstaklega að jarðhitasvæðum
við Kolbeinsey, austan Grímseyjar
og í Eyjafirði og mun Jakob segja
frá þessum rannsóknum og sýna
myndband og myndir sem teknar
voru í leiðangrinum.
Allir áhugasamir eru velkomnir
og aðgangur ókeypis.
Gengið um-
hverfis byggða-
kjarnann
HAFNAGÖNGUHÓPURINN
stendur fyrir gönguferð umhverfís
„byggðakjarnann í Reykjavík á ár-
unum eftir 1917“ í kvöld, miðviku-
dag.
Farið verður frá Hafnarhúsinu
kl. 20 og gengið þar sem gömlu
hafnarmannvirkin stóðu og gamla
strandlínan lá. Síðan upp Baróns-
stíginn og eftir Laufásveginum nið-
ur í Vonarstræti. Þaðan upp Tún-
götu, um Vesturgötu, Bræðraborg-
arstíg, Sellandsstíg, Framnesveg
og Ánanaust og frá gamla hafnar-
garðsstæðinu niður á Höfn. í lokin
verður brugðið á leik og gengið um
hafnarsvæðið eins og það var fyrir
hafnargerðina 1913-17. M.a.
gengið gegnum „Borgarhlið
Reykjavíkur" og með ströndinni og
yfír „Lækinn" og út á „Battarí".
Gönguferðinni lýkur við Hafnarhús-
ið. Allir eru velkomnir í ferð með
Hafnagönguhópnum.
Kirkjustarf
Kletturinn, kristið
samfélag. Bænastund
kl. 20. Allir velkomnir.
Hvítasunnukirkjan
Fíladelfía. Kl. 18.30
fjölskyldusamvera með
borðhaldi. Kl. 19.30
fræðsla og bæn. Allir
velkomnir.
ára kl. 17.30-18.30.
Haf narfjarðarkirkja.
Kyrrðarstund í dag kl.
12. Orgelleikur, fyrir-
bænir og altarisganga.
Léttur hádegisverður á
eftir.
Grafarvogskirkja.
KFUK, stúlkur 10-12
Léttur málsverður á eft-
ir. Fermingartímar:
Barnaskólinn kl. 15.30,
Hamarsskóli kl. 16.30.
KFUM & K húsið opið
unglingum kl. 20. Klúb-
burinn Eldhress heldur
gleðikvöld í safnaðar-
heimilinu kl. 20.
Landakirkja, Vestm.
Mömmumorgunn kl.
10. Kyrrðarstund kl.
12.10. Organleikur í
kirkjunni frá kl. 12.
Keflavíkurkirkja.
Alfanámskeið í Kirkju-
lundi kl. 19-22.
Evrópskur átaksdagur
í félagsráðgjöf
Veiðikvóti verði ákveð-
inn með árs fyrirvara
Utvarpsstöðin „Þruman“
J