Morgunblaðið - 12.11.1997, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 12.11.1997, Qupperneq 44
. 44 MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ PUqætir saPnað sparigrisum - og fyllt þá alla! í kvöld er dregiö í Víkingalottóinu um tugi milljóna króna! Fáðu þér miða fyrir kl. 17 í dag. 25 IDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Fyrirspurn KONA hafði samband við Velvakanda og vildi hún forvitnast um samtök sem heita „Fólk með fullu viti“, hvaða samtök þetta eru og hvar þau eru til húsa. í stórhættu af völdum lögreglunnar SUNNUDAGINN 9. nóv- ember voru við hjónin að aka eftir Miklubrautinni í vesturátt og þá kom bíll á fleygiferð á eftir okkur og skaust ’á milli akreina. Síð- an komu 7-8 lögreglubílar með blikkandi ljós og sír- enu á þessari líka miklu ferð og við fórum náttúru- lega að hugsa um hvað hefði komið fyrir. Hvaða ástæðu hafði lögreglan til að leggja líf fjölda manns í hættu með því að elta þennan bíl á þessum hraða? Síðan komu frétt- irnar í morgun að þetta hafi verið þekktir smá- krimmar sem lögreglan hafði haft eftirlit með og vil ég spyrja hvort það sé forsvaranlegt að lögreglan leggi líf fjöida fólks í hættu. Það var ekki lög- reglunni að þakka að það varð ekki stórslys. Undir hvaða kringumstæðum getur lögreglan gert svona? Birna Lárusdóttir. Illa upplýst gatnamót SL. laugardag birtist í Velvakanda pistill frá vegfaranda um iila upplýst gatnamót. Vegna mistaka var talað um gatnamótin Ármúli-Suðurlandsbraut en þar var að sjálfsögðu verið að tala um gatnamót- in Álfheimar-Suðurlands- braut. Vill vegfarandi einnig taka það fram að mikið myrkur er í kringum Glæsibæ. Þakklæti fyrir góða þjónustu hjá Fjárfestingu ÉG VIL koma á framfæri þakklæti til fasteignasöl- unnar Fjárfestingar. Ég bý erlendis og átti við- skipti við þessa fasteigna- sölu. Var að ganga frá kaupum á íbúð þegar ég varð að hætta við kaupin vegna óviðráðanlegra að- stæðna. Vil ég sérstaklega þakka Hilmari Óskarssyni og öðru starfsfólki fast- eignasölunnar fyrir frá- bæra lipurð og góða þjón- ustu en það gerði mjög vel við mig og gekk frá málun- um þannig að allir eru sátt- ir. Vil ég sérstaklega þakka fyrir svona heiðar- leg viðskipti. Eiður Smári Guðjohnsen. Dýrahald Ronja litla týndist RONJÁ er sex mánaða gömul læða, norskur skóg- arköttur. Hún týndist sl. laugardag úr Laugarnes- hverfl. Hún er ómerkt.- Þeir sem hafa séð Ronju hafi samband í síma 588 4884. Hefur þú séð Nölu? KISAN okkar, Nala, týnd- ist frá Bólstaðarhlíð fyrir u.þ.b. mánuði. Hún er svört, hvít og ljósbrún. Hún er ekki vön að vera úti og er ekki merkt. Ef þið hafið séð hana, vinsam- lega hringið í Önnu í síma 588 4284. „Mús“ er týndur SVARTUR högni með hvítt í enda á skottinu, týndist frá miðbænum sl. föstudag. Hann er með rauða demantsól. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi samband í síma 552 9600 eða 562 4510. SKÁK kvöld kl. 20 í félagsheimili Hellis, Þönglabakka 1 í Mjódd. Öllum er heimil þátt- taka. Mótið er reiknað til alþjóðlegra skákstiga FIDE. Atskákmót öðlinga (40 ára og eldri) hefst í kvöld kl. 20 í félagsheimili Taflfélags llmsjón Margcir Pctursson STAÐAN kom upp á heimsmeistaramóti lands- liða í Luzern í Sviss um mánaðamót- in. Rússinn Sergei Rublevsky (2.650) var með hvítt og átti leik gegn J. Becerrra— Rivero (2.495) frá Kúbu. 31. Hxh6! - Hc5? (Svart- ur varð að leika 31. — Kxh6 32. Hh2+ - Kg7 33. Hh7+ - Kg8 34. Hh8+! - Kg7! 35. Hxc8 — Re5 þótt hvítur standi auðvitað mun betur) 32. Hh7+ - Kg8 33. g7! og svartur gafst upp. Meistaramót Hellis hefst í HVITUR á leik. Reykjavíkur, Faxafeni 12. Hvort sem menn eru að tefla af metnaði til að hækka á stigum, eða íyrst og fremst sér til ánægju, fá þeir mót við sitt hæfi! BRIPS Umsjón Guðmundur Páil Arnarson I ÚRSLITALEIK Frakka og Bandaríkjamanna á HM, hélt Christian Mari á spilum norðurs hér að neðan, og átti út gegn sex laufum þeirra Nickells og Freemans. Suður gefur; NS á hættu. Norður ♦ 107632 V 986 ♦ Á872 ♦ 6 Vestur Norður Austur Suður Nickell Mari Freeman Levy Pass 1 lauf Pass 1 hjarta Pass 2 lauf Pass 4 tíglar * Pass 4 hjörtu Pass 6 lauf Allir pass Nickell og Freeman spila Standard að grunni til, þannig að Nickell sýnir venjulega opnun og langt lauf með tveimur laufum. Stökk Freemans í fjóra tígla er spurning um lykilspil, og svarið á fjórum hjörtum lof- ar einum „ás“ af fimm. Hvar myndi lesandinn koma út? Mari valdi lítinn tígul í þeirri von að blindur kæmi upp með KG og makker ætti drottninguna. Hann var ekki á skotskónum: Norður ♦ 107632 ¥ 986 ♦ Á872 ♦ 6 Vestur Austur ♦ G8 ♦ Á9 V K5 IIIIH + Á1074 ♦ 96 111111 ♦ KDG + ÁD108752 ♦ KG43 Suður ♦ KD54 ▼ DG32 ♦ 10543 ♦ 9 Aðeins útkoma í spaða hnekkir slemmunni. Á hinu borðinu voru Perr- on og Chemla einnig á leið- inni í slemmu, en Chemla hætti við þegar Hamman gat doblað fyrirstöðusögn hans í spaða: Vestur Norður Austur Suður Perron Wolff Chemla Hamman - .. Pass 1 lauf Pass 1 hjarta Pass 2 lauf Pass 2 tíglar * Pass 3 lauf Pass 4 lauf Pass 4 hjörtu Pass 4 spaðar Dobl Pass Pass 5 lauf Allir pass Víkveiji skrifar... RÉTTARHÖLDIN yfír bresku barnapíunni Louise Wood- ward í Boston hafa verið í heims- fréttunum alveg frá því að þau hófust. Mörgum var brugðið þegar kviðdómurinn úrskurðaði að stúlk- an væri sek um morð af yfirlögðu ráði og ákvörðunar dómarans var því beðið af mikilli eftirvæntingu. Augljóst var í fyrradag, að mörgum létti mjög þegar dómarinn ákvað að breyta sakargiftum, á þann veg, að stúlkan væri sek um manndráp af gáleysi. Og enn meiri virtist létt- irinn vera, þegar dómarinn kvað upp dóm sinn í fyrrakvöld, á þann veg að hún hefði þegar afplánað þá refsingu sem hann ákvað, 279 daga fangelsi. Það hefur verið deg- inum ljósara í fréttaflutningi af rétt- arhöldunum að samúð almennings hefur verið með barnapíunni, sem á margan hátt hefur verið skiljan- legt, að mati Víkveija. Víkverja hefur þó þótt nokkuð undarlegt, að aðalfórnarlömb þessa harmleiks, foreldrar litla drengsins og drengur- inn sjálfur, virðast hafa orðið undir í samkeppninni um samúð almenn- ings - sú hefur alla vega verið myndin sem blasað hefur við þeim sem fylgst hefur með fréttum bresku sjónvarpsstöðvarinnar Sky. xxx MEÐ sameiningu nokkurra sveitahreppa á Fljótsdalshér- aði við Egilsstaði á næstunni er hætt við að gömlu nöfnin Eiðaþing- há og Hjaltastaðaþinghá falli með öllu í gleymskunnar dá. Þau eru reyndar ekki á hvers manns vörum en hafa þó til þessa verið töm Aust- firðingum og sérstaklega Hér- aðsbúum. Atlaga var gerð að þessum ágætu heitum þegar póstáritun var breytt með númerum þannig að fólk á bæjum í Eiðaþinghá fékk póstinn áritaðan með bæjarnafninu og síðan 705 Eiðar, sem er beinlín- is hallærislegt, og heitið Eiðaþinghá hvarf í utanáskrift. Skrifara dags- ins finnst ástæða til að halda í þessi nöfn, en þeim kynntist hann í sveitadvöl sinni austur þar fyrir margt löngu, og vonandi geta íbúar þessara byggðarlaga áfram átt heima í Hjaltastaðaþinghá og Eiða- þinghá. XXX VIMLEITT er að sjá stafsetn- ingarvillur í augiýsingum. Með breyttri vinnsluaðferð koma þær æ oftar tilbúnar frá auglýsend- um, líka þær auglýsingar sem eru aðeins texti. Þannig voru þrjár vill- ur í starfsauglýsingum frá tveimur ráðningarstofum í Morgunblaðinu sunnudaginn 9. nóvember sl. Þetta voru ekki innsláttarvillur heldur villur á borð við „og öðrum skildum vörum“ þar sem skyldum er auðvit- að réttara; „starfið fellst í...“ í stað felst og í þriðja lagi „í vinnslu þess- arra upplýsinga" í stað þessara. Slíkar villur eru óþarfí og hlýtur að mega gera þá kröfu til starfs- fólks ráðningarstofa að það kunni íslenska stafsetningu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.