Morgunblaðið - 12.11.1997, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1997 47
PAMELA Anderson og Tommy
Lee eiga von á sínu öðru barni.
FIMET
Rafmótorar
Eigum til á lager alhliða
rafmótora i
9,25-90 Kw
Utfærslur:
♦IP55
♦Meó fót og
Spilverk
Spilverk Sig. Sveinbjörnss. hf
AÐGENGI FYRIR ALLA
Ráðstefnan Aðgengi fyrir alla, haldin í Súlnasal Hótel Sögu
miðvikudaginn 26. nóvember nk. af Sambandi íslenskra
sveitarfélaga í samvinnu við félagsmálaráðuneytið og
umhverfisráðuneytið
Ráðstefnustjórar: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands ísl. sveitarfélaga, og
Ingimar Sigurðsson, skrifstofustjóri umhverfisdeildar umhverfisráðuneytisins.
Dagskrá:
Kl. 9.00 Afhending gagna á 2. hæð Hótel Sögu, þátttökugjald innheimt.
Kl. 9.30 Ráðstefnan sett: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, form. Sambands ísl. sveitarfélaga.
Kl. 9.35 Ávarp: Páll Pétursson, félagsmálaráðherra.
Kl. 9.40 Ávarp: Guðmundur Bjarnason, umhverfisráðherra.
Kl. 9.45 Kynning á nýjum skipulags- og byggingalögum. Stefán Thors, skipulagsstjóri ríkisins.
Kl. 10.05 Kaffihlé
Kl. 10.20 Ný skipulagsreglugerð: Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, sviðsstjóri umhverfissviði Skipulags
ríkisins.
Kl. 10.40 Ný byggingareglugerð: Magnús Sædal, byggingafulltrúi Reykjavíkurborg.
Kl. 11.00 Fyrirspurnir.
Kl. 11.30 Myndband: Aðgengi hreyfihamlaðra.
Kl. 11.40 Handbókin „Aðgengi fyrir alla“: Sigurður Harðarson, arkitekt.
Kl. 12.00 Fyrirspurnir.
Kl. 12.30 Hádegisverðarhlé.
Aðgengi fyrir alia: Þarfir
Kl. 13.30 Hreyfihamlaðir: Ólöf Ríkarðsdóttir, fyrrv. formaður Öryrkjabandalags Islands.
Kl. 13.40 Blindir og sjónskertir: Helga Einarsdóttir, ADL-umferliskennari.
Kl. 13.50 Þroskaheftir: Krístján Sigurmundsson, þroskaþjálfi.
Kl. 14.00 Aldraðir: Sveinn Björnsson, verkfræðingur.
Aðgengi fyrir alla: Lausnir
Kl. 14.30 Reykjavíkurborg: Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir, skipulagsfræðingur Borgarskipulagi Reykjavik-
ur. Ölafur Stefánsson, deildarstjóri hönnunar- og áætlunardeild gatnamálastjóra
Reykjavikurborg.
Kl. 15.00 Kaffihlé
Kl. 15.20 Vopnafjarðarhreppur: Vilmundur Gislason, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps.
Kl. 15.30 Ríkið: Guðrún Jónsdóttir, formaður ferlinefndar félagsmálaráðuneytisins.
Kl. 15.40 Einkaaðilar: Halldór Guðmundsson, arkitekt.
Kl. 15.50 Fyrirspurnir, umræður.
Kl. 16.30 Samantekt ráðstefnustjóra — ráðstefnuslit.
Þátttökugjald kr. 2.000.
Innifalið í þátttökugjaldi: Ráðstefnugögn og kaffi.
Skráning þátttöku fyrir 21. nóvember 1997 hjá Sambandi ísl.
sveitarfélaga, sími 581 3711, myndsendir 568 7866.
FOLK I FRETTUM
Kynlífs-
myndband
á Netinu
VINSÆLASTA vefsíðan síðastlið-
inn föstudag var kynlífsmyndband
með leikkonunni Pamelu Anderson
og eiginmanni hennar Tommy Lee
sem þau gerðu sjálf. Myndbandið
var fjarlægt af Netinu á föstudags-
kvöldið eftir að hjónakornin höfðu
samþykkt að hlutlaus aðili myndi
ákveða hvað yrði gert við mynd-
bandið og hvort fyrirtækið hefði
leyfí til að halda áfram að dreifa því.
Fyrirtækið IEG hóf dreifingu á
myndbandinu á fímmtudag eftir að
dómari í Kaliforníu synjaði beiðni
Lee hjónanna um tímabundið lög-
bann á myndbandið. IEG fyrirtækið
segist hafa stungið upp á gerðar-
dómnum eftir að mikil umræða hafi
spunnist um einkalíf fólks og
ákvæði fyrsta viðauka stjómar-
skrárinnar.
Lögfræðingar IEG báru því fyrir
sig að Lee hjónin væru að reyna að
stöðvar dreifingu á efni sem al-
menningur hefði mikinn áhuga á og
hefði áður verið gert opinbert. Enn-
fremur hefðu Pamela og Tommy
sjálf sóst eftir því að auglýsa kynlíf
sitt síðustu tvö ár.
Ef gerðardómurinn er hliðhollur
Lee hjónunum hefur IEG sagt að
þeir muni hætta dreifingu mynd-
bandsins en ef dómurinn verður
þeim í vil þá hafa Pamela og
Tommy samþykkt að leyfa dreif-
ingu þess.
SIGGEIR Pétursson
og Bjarni Friðriksson.
Herbert með
Tilgangslaust hjal
Hunangi
HLJÓMSVEITIN Hunang spilaði á
Gauk á Stöng um síðustu helgi og fékk
liinn landskunna Herbert Guðmunds-
son til að syngja nokkur lög nieð sveit-
inni við góðar undirtektir dansglaðra
gesta. Hunang liefur verið starfandi í
nokkur ár og allir meðlimir sveitar-
innar vanir menn í tónlistarheimin-
um. „Við höfum lengi verið að vinna
efni en bíðum eftir rétta tímanum
til að gefa út plötu. Við gáfum út
plötu fyrir tveimur árum sem
gekk mjög vel en við erum orðnir
svo gamlir að við viljuin taka okk-
ur tíma og vanda til vinnunnar,"
sagði Jakob Jónsson.
Hunang heldur til Glasgow á
fimmtudag og spilar á árshátíð Vífilfells þar í borg
á fóstudag. Daginn eftir spila þeir félagar svo á næt-
urklúbbi í Glasgow sem ku vera vel þekktur og vin-
sæll. „Við höfum gert svolítið af því að spila erlendis
og spiluðum til dæmis á þremur stöðum í Danmörku
í fyrra. Það er fólk sem hefur heyrt í okkur hér
heima sem hóar í okkur og það er mjög skemmtileg
lífsreynsla að sjá hvernig fólk skemmtir sér annars
staðar. Útlendingar hafa einhverra hluta vegna ver-
ið hrifnir af okkur og við spilum mikið af dansvænni
popptónlist í bland við eldri slagara."
Hljómsveitina Hunang skipa þeir Jakob Jónsson á
gítar, Hafsteinn Valgarðsson á bassa, Jón Borgar
Loftsson á trommur og Karl Olgeirsson á hljómborð
en söngvarinn, Karl Orvarsson, er timabundið í fríi.
Á næstunni mun Herbert Guðmundsson koma fram
með Hunangi og geta aðdáendur hans hugsað sér
gott til glóðarinnar.
HeRBER
7 Guðiti
lundsson
°S Jakob Jón.
,nangs.
KATRIN Erla Björgvinsdóttir og
Áslaug Nanna Kristjánsdóttir.
Simi 544-5600 Fax 544-5301
Aldrei að eilífu
(Never Ever)
IFraTna
+ V.2
Framleiðandi: Walkabout Mates.
Leiksijóri og handritshöfundur:
Charles Finch. Kvikmyndataka:
Monty Rowan. Tónlist: Peter John
Vettese. Aðalhlutverk: Jane March,
Sandrine Bonnaire og Charles
Finch. 105 mín. Bandaríkin. Tri-
mark/SAM-myndbönd. Útgáfud. 7.
nóv. Myndin er bönnuð börnuin innan
16 ára.
THOMAS er ungur bankamað-
ur í enskum banka í París. Hann
er giftur dóttur bankastjórans, en
dag einn hittir hann franska konu
sem hann verður
yfir sig ástfang-
inn af og vill því
yfirgefa eiginkon-
una.
Við höfum oft
heyrt söguna af
því þegar einhver
verður hrifinn af
öðrum en maka
sínum. Hér segir
Charles Finch
okkur þá sögu
eins og hér sé um
einstakan atburð
að ræða og að enginn hafi nokkurn
tímann lent í öðru eins. Eni við-
brögð fjölskyldunnar það sem
myndin er um, og eru þau í þessu
tilfelli ósköp eðlileg og því óskilj-
anlegt hvað hann ætlar sér með
þessari mynd, nema kannski að
horfa á sjálfan sig í fagurra
kvenna fylgd. Myndin er því býsna
sjálfbirgingsleg á köflum, þar sem
hann veltir sér
upp úr vanda-
máli sínu á allan
mögulegan hátt.
Honum hefur
tekist að fá til
liðs við sig hina
ágætu frönsku
leikara Sandrine
Bonnaire og Je-
an Rochefort
sem lífga upp á
frönsku klisjurnar sem ráða ríkj-
um í þessari mynd. Jean March,
sem var svo sæt í „Elskhuganum"
eftir Jean-Jacques Annaud hefur
nú breyst í frekar ólögulega konu,
og fer hún hér með hlutverk eigin-
konunnar, og ferst það ágætlega
úr hendi.
Útgefendur myndbandsins virð-
ast ekki heldur vera of sáttfr við
myndina, því það sem stendur aft-
an á umslaginu er ósatt að mestu
leyti og virðist vera tilraun til að fá
fólk til að leigja myndina á fólsk-
um forsendum.
Hildur Loftsdóttir
■ ■ / : -
MYNDBÖND
>