Morgunblaðið - 12.11.1997, Síða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
George Clooney
Clooney
kynþokka-
fyllstur
► TÍMARITIÐ People hefur val-
ið George Clooney kynþokka-
fyllsta mann ársins. Hann er lík-
lega best þekktur sem kvensam-
ur læknir úr Bráðavaktinni og
’ Leðurblökumaðurinn. Rétt á
hæla hans fylgdu Denzel Was-
hington og Brad Pitt en þeir
hrepptu verðlaunin árin 1995 og
1996. Verðlaunin voru fyrst veitt
árið 1985 og féllu þá í skaut Mels
Gibsons. John Kennedy Jr., sem
er sonur nafna síns Bandaríkja-
forsetans, er eini maður utan
kvikmyndaheimsins sem hefur
unnið verðlaunin.
P \L © 1T UD [ð
Birgir Örn Thoroddsen
tónlistarmaður
fjallar um sinfóníuna
Standing Stone eftir
Paul McCartney
★★★
Maðurinn stígur fram á
sjónarsviðið í þriðja kafla
og þá fer að síga á ógæfu-
hliðina hjá sir Paul og
ótrúlega væminn kór byrj-
ar að reyna að lýsa með
klisjum þessari himnesku
stund þegar apinn varð
meðvitaður um sjálfan sig.
Minnir á þjóðsögur Islendinga
SIR Paul McCartney hefur
ekki setið auð-
um höndum
frá því Bítlarnir
sívinsælu lögðu
árar í bát. Paul
hefur hrúgað út
efni annað hvort und-
ir sínu eigin nafni eða
fengið allskonar fólk í
samstarf með sér undir
allskyns merkjum t.a.m. dans-
hljómsveitina The Fireman.
Hann hefur samið kvikmyndatón-
list og hann og konan hans Linda,
sem er nú virtur grænmetispylsu-
sali, starfræktu t.d. hljómsveitina
Wings á tímabili. Nú er það
nýjasta hjá herranum að semja
klassíska tónlist með aðstoð tölvu.
Fyrsta klassíska verkið hans,
Liverpool-óratorían, sem var sam-
in í tilefni af 150 ára afmæli Hinn-
ar konunglegu Liverpool-fílharm-
oníu, var frumflutt árið 1991 og
þótti gera svo mikla lukku að for-
stjóri EMI vildi ekkert minna
þegar um var að ræða 100 ára af-
mæli útgáfufyrirtækisins en
að bjóða Paul að semja sin-
fóníu í því tilefni. Um er að
ræða 75 mínútna sinfóníu
fyrir stóra hljómsveit og
kór, byggða á ljóði sem sir
Paul samdi út frá súrreal-
ískum myndum sínum
(það er nú naum-
PAUL McCartney
fagnar eftir frumflutn-
ing nýju sinfóníunnar.
Univetsity of Califomia, Berlœ
IVERSITY EXTENSION
In Associatíon with
Management A s s o ci%
This is to certify that
(tUCttdiVl
has coniþleted the
”Berkeley Week in Iceland" Program
Rcykjavik, lceiand
Novemher 24 - 27,1997
S«u»> J. fh-I>
Isirr«»twnal Oprnltnm
Htrkrtry VVgililsMt Pr««r«a»
WUIUwi U, Knliktrbnrkir,
DimMr, )»lrroillo««l frop»m*
Ualtnmtt) ExUntÍM
Markaðssetning á Netinu
raunhæfar leiðir til árangurs
Staðun Hótel Loftleiðir, Þingsalur 1.
Tími: Mánudagur 24. nóvember 1997.
Þú velur á milli tveggja tíma-
setninga, kl. 9-13 eða kl. 14-18.
Þó að markaðssetning á Netinu sé nýtilkomin
eru aðferðir við hana að taka stakkaskiptum því
að ný hegðunarmynstur eru að skapast hjá nýjum
notendahópum. Hvernig vörðum við leiðina inn
í upplýsingabyltinguna með mælanlegum árangri
sérhvers fyrirtækis? Hvemig gerum við nýja tækni
að mikilvægum þætti í markaðsgreiningu og
markaðsáætlun fyrirtækis eða stofnunar?
Fyrir hverja:
Námstefnan er fyrir: alla stjómendur sem bera
ábyrgð á áætlanagerð, markaðsstjóra og starfsfólk
á markaðssviði, sölustjóra og starfsfólk þeirra,
stjórnendur og starfsfólk upplýsingakerfa fyrir-
tækja og stofnana, rekstrarstjóra og starfsfólk
þeirra, söluaðila véla- og hugbúnaðar á sviði
upplýsinga, og starfsfólk auglýsinga- og
almannatengslafyrirtækja.
Leiðbeinandi:
Peter C. Wilton
Dr. Peter C. Wilton er
af nýrri kynslóð fræði-
manna og fyrirlesara
sem leggja áherslu á að
nýta upplýsingabylting-
una til fullnustu.
Peter C. Wilton kennir
vörudreifingu og stjómun við Haas School of
Business í Berkeley. Dr. Wilton hefur hlotið fjölda
viðurkenninga fyrir störf sín á sviði stjómunar,
enda fá aðeins úrvals fræðimenn og fyrirlesarar
stöður við viðskiptadeild Berkeley-háskóla.
Nánari upplýsingar
í síma 533 4567 og
www.stjomun.is
Ék
Stjórpunarfélag
Islands
Ath. í sömu viku: Námstef'nur uiii verðákvarðanir, sölustjórnun og innllutning/útllutmng
ast hvað karlinn er orð-
inn menningarlegur á
efri árum). Saga
verksins fjallar
hvorki meira né
minna en um
þróun Keltanna
og veltir höf-
undurinn
vöngum yf-
ir tilgangi mannhæðarhárra upp-
reistra steina sem eru algengir á
Keltaslóðum og þaðan fær sinfóní-
an nafn sitt, Standing Stone eða
Bautasteinn.
Fyrsti þáttur sinfóníunnar, Aft-
er heavy light years, byrjar á æð-
islegum kafla sem nefnist Eld-
ur/regn og lýsir myndun jarðar-
innar og gufuhvolfsins. Kaflinn,
sem stendur upp úr verkinu vegna
skemmtilegra hljóðlíkinga og
frumleika, er spilaður aðallega af
strengjahljóðfærunum með opn-
um strengjum þannig að kaflinn
minnir á þegar hljómsveit stillir
fýrir hljómleika og það er örugg-
lega ansi fyndið að heyra verkið
spilað á tónleikum þar sem eini
munurinn á hljómsveitarstilling-
unni og fyrsta kaflanum er inn-
talning stjórnandans. I öðrum
kafla myndast frumdýrin undir
einstökum einleik Janice Graham,
fýrstu fiðlu, en hún á skilið mikið
lof fýrir frammistöðu sína í verk-
inu. Maðurinn stígur fram á sjón-
arsviðið í þriðja kafla og þá fer að
síga á ógæfuhliðina hjá sir Paul og
ótrúlega væminn kór byrjar að
reyna að lýsa með klisjum þessari
himnesku stund þegar apinn varð
meðvitaður um sjálfan sig. Eftir
þetta er sinfónían dálítið misjöfn
og hoppar allt frá þrumandi kór-
og slagverksútsetningum í anda
industrialsveitarinnar Laibach til
yfirkeyrðrar væmni með slatta af
Ravel-stælingum sem myndu
pluma sig vel í þriggja til fjöguiTa
vasaklúta kvikmyndum. Allt þetta
hopp kemur vissulega dálítið niður
á verkinu þannig og heildaráferð
þess verður minni, á hinn veginn
er skemmtilegt og athyglisvert að
heyra hvað Paul er rosalega fjöl-
breyttur tónlistarmaður og opinn
fyrir öllu.
Jæja, til að svíkja þig ekki les-
andi góður ætla ég að rekja ævin-
týri sögunnar (sem er alveg yndis-
legt og minnir dálítið á þjóðsögur
okkar Islendinga) á hundavaði og
með nokkurri einföldun. Sem sagt,
sjálfmeðvitaði apinn verður að
manni sem fer í bát búnum til úr
kristöllum og þvælist um á honum
þar til hann rekur að strönd og er
boðinn velkominn í þorp af heima-
[ monn-
um. Þar
verður
hann ást-
fanginn af
stúlku, eins
og gengur
og gerist, og
allt gengur
glimrandi vel
þangað til að boð-
beri kemur á
harðahlaupum með
hjartað í buxunum,
því að ljótir og vondir
víkingar sjást á leið til
þorpsins í vígahug. Nú eru
góð ráð dýr, sjórekni maður-
inn er, þegar hér er komið
sögu, orðinn góður og gildur
Kelti og telur það skyldu sína að
vernda þorpsbúa gegn vondu
körlunum. Hann fer því að upp-
reistum steini sem hefur töfra-
mátt og drekkur galdraseyði sem
getur látið himininn hi-ynja, úúúú-
hh. Því næst gengur hann á vit
víkinganna og rekur þá á flótta
með því að valda tunglmyrkva.
Hetjan snýr svo til elskunnar
sinnar og út brjótast hamslaus
fagnaðarlæti.
Sögu þessa rekur Paul áfram
einungis með tónmáli hljómsveit-
arinnar og kórsins en notar engan
texta. Reyndar fylgir ljóðið góða
með í veglegum bæklingi disksins
(sem er meðal annars prýddur
súrrealískum myndum riddarans
og ljósmyndum pylsugerðarkon-
unnar). Hljómur disksins er mjög
góður og túlkun Sinfóníuhljóm-
sveitar Lundúna á verkinu er fí’á-
bær og ekki má gleyma fiðluleik
fyrrnefndrar Janice Graham sem
er alveg kúl. Verkið er hinsvegar
ekki alveg eins gott og flutningur
þess, þó svo að það sé allt í lagi
með ævintýi-alegum söguþræði,
og maður heyrir að Paul kann ým-
islegt fyrir sér í klassískri tónlist
og er alls ekki með gamaldags
hugmyndir um hana. I verkinu má
greina t.d. áhrif frá Stravinskíj,
Charles Ives, Ravel og Stock-
hausen án þess þó að Paul týni
sjálfum sér og hann fær jafnvel
hugmyndir að láni frá abstract-ex-
pressíoníska málaranum De Coon-
ing um könnun tilviljana.
Það sem mér finnst skemma
sinfóníuna dálítið er að hún minnir
mig stundum einum of mikið á
kvikmyndatónlist, sem er ekkert
slæmt í sjálfu sér en hentar
kannski sinfóníuforminu ekki
nógu vel. Löngu dauðar klisjur
eins og t.d. hörpu- glissando sem á
að vera eins og regnboginn eru
hálf kjánalegar og svekkjandi Ra-
vel-stælingar sem höfundur hefði
alveg mátt sleppa og kafíaskipt-
ingar eru stundum full snubbóttar
og veikja heildaráferð verksins
sem væri allt í lagi ef það væri ein-
hverskonar lagabálkur, það væri
meira að segja bara nokkuð góður
lagabálkur. Kannski færðist ridd-
arinn of mikið í f'ang til að geta
gert því nógu góð skil og kannski
er erfitt að segja nei við svona
verkefni, ég veit það ekki. Ég óska
samt Paul til hamingju með þetta
allt saman og þætti spennandi að
sjá hann semja meiri kvikmynda-
tónlist í framtíðinni.