Morgunblaðið - 09.12.1997, Síða 8

Morgunblaðið - 09.12.1997, Síða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Sögur og fróðleikur frá síðasta veiði- sumri. Gott að hafa við hendina þegar spáð er í veiðileyfin næsta sumar og til að stytta biðina þangað til. Sími 568 5466 • Fax 568 5672 • Tölvupóstur: vertígo@islandia.is FRÉTTIR Davíð Oddsson segir umræðu um veiðUeyfagjald komna niður á skaplegt plan „Ekkert vandaverk að ná sáttum um þetta mál‘ 72/6 97 GtMl/AÍC^ BARA smá smugu til að kíkja strákar. Þetta er sýnd veiði en ekki gefin. Morgunblaðið/Þorkell VATNAMÆLINGAMENNIRNIR Sigtryggur Þorláksson við Sandá í Þistiifirði, Steinn Snorrason við Bægisá, Árni Snorrason, Hjalti Þorvarðarson við Ölfusá, Davíð Guðnason hjá Vatnamælingum, Bjarni Þorsteinsson við Hvítá í Borgarfirði og Oddsteinn R. Kristjánsson við Skaftá í V-Skaft. Gættu vatnamæla í áratugi Á HÁLFRAR aldar afmælisfundi Vatnamælinga 5. desember voru boðnir utan af landi elstu fulltrú- ar gæslumanna vatnsmælanna, en þeir voru einn hornsteinn vatnshæðamælikerfisins á íslandi þegar samgöngur voru erfiðari og mælitækin ekki orðin sem nú, eins og Árni Snorrason forstöðu- maður Vatnamæiinga orðaði það þegar hann heiðraði þá og þakk- aði þeim með bókagjöf vel unnin störf í áratugi. Sagði að þessir menn hefðu verið einn lykillinn að velgengni Vatnamælinga. Þeir eru: Sigtryggur Þorláksson, Sandá í Þistilfirði, sem hóf störf 1973 og er enn að. Steinn Snorrason, Bægisá í Öxnárdal, sem hóf störf 1958 og er enn að. Hjalti Þorvarðarson, Ölfusi við Selfoss, þar sem hann gætti fyrsta síritandi vatnshæðarmælisins á íslandi. Hann hóf störf 1950 og hætti um áramótin 1993-94. Bjami Þorsteinsson, Hvítá í Borgarfirði, sem byijaði 1951 og hætti í árslok 1994 þegar Gunnar sonur hans tók við. Hann varð 85 ára þennan dag. Oddsteinn R. Kristjánsson, Skaftá í V-Skaftafellssýslu, sem hóf störf 1951 og er enn að. Bjami Guðnason vatnamæl- ingamaður í Reykjavík, sem hefur starfað hjá Vatnamælingum í ára- tugi. Á afmæiisfundinum vom flutt fróðleg erindi frá þeim stofnun- um sem Vatnamælingar hafa mesta samvinnu við. Gerðu menn grein fyrir samstarfinu og mikil- vægi Vatnamælinga fyrir sitt svið. Fyrstu íslensku sjálfsævisögur kvenna Konur skrifa um sig á ísmeygilegan LAFAÐ í röndinni á mannfélaginu heitir nýleg bók sem fjallar um fyrstu sjálfsæ- visögur íslenskra kvenna sem komu út á árunum 1925-1952. Höfundur hennar er Ragnhildur Richter. „Ég hef lengi haft mik- inn áhuga á kvennabók- menntum, kvennarann- sóknum og lífi kvenna. Sjálfsævisagan er einstök heimild um hugmyndir mannsins um líf sitt.“ Ragnhildur segir að þegar hún byrjaði að lesa sjálf- sævisögur kvenna gerði hún sér enga grein fyrir að til væru næstum 100 slíkar bækur. „Þetta hefur verið vinsælt lesefni en lít- ið sem ekkert fjallað um sjálfsævisögur kvenna.“ - Hvaða konur voru þetta? „Fyrsta sjálfsævisagan kom út árið 1925 og það var Ólafía Jó- hannsdóttir sem ritaði hana. Ólaf- ía var hvað þekktust fyrir að hafa búið í 17 ár í Noregi þar sem hún var forstöðukona hælis utangarðs- kvenna sem Hvíta bandið starf- rækti. Hún ferðaðist víða til að kynna sér skólamál því hana dreymdi um að stofna kvenna- skóla á íslandi. Ólafía hélt fyrir- lestra um bindindismál og kven- réttindi og var um tveggja ára skeið ritstjóri kvennablaðsins Framsóknar. Ingunn Jónsdóttir skrifaði þrjár bækur sjálfsævisögulegs eðlis. Hún var bóndakona í Vatnsdaln- um. Þegar fyrsta bókin hennar kom út var hún orðin 71 árs en það var Sigurður Nordal sem hvatti hana ákaft til að skrifa eft- ir að hafa heyrt hana segja frá. Guðbjörg Jónsdóttir frá Broddanesi var bóndakona á Ströndum. Hún fór mjög lítið frá Broddanesi en skrifaði þijár bæk- ur sjálfsævisögulegs eðlis. Eftir lestur þeirra stóð ég í þeirri mein- ingu að hún hefði alla tíð verið ógift og barnlaus en svo var ekki. Guðrún Borgfjörð er þekkt fyr- ir lýsingar sínar á bæjarlífinu í Reykjavík. Hún þráði að komast í skóla en móðir hennar gat ekki misst hana úr heimilisstörfunum. Hún komst reyndar til Kaup- mannahafnar og þar bauðst henni tækifæri lífs síns sem hún varð að hafna. - Eru sjálfsævisögur kvenna frábrugðnar sjálfsævisögum karla? „Konur fjalla um sig á ísmeygilegan hátt. Þær skrifa ekki beint um sig heldur fela það með því að lýsa öðru fólki og láta lesa sjálfsmynd sína í gegnum þau skrif.“ Ragnhildur nefnir dæmi. „Ingunn Jónsdóttir skrifar heilmik- ið um flakkara og fínnur sterka samkennd með þeim. Þær eiga það reyndar allar sameiginlegt þessar fjórar konur að lýsa þeirri tilfínn- ingu að vera utangarðs í samfélag- inu og titill bókarinnar Lafað í röndinni á mannfélaginu er einmitt lýsing einnar konunnar á stöðu sinni í samfélaginu! -Eiga þessar sjálfsævisögur erindi við nútímakonur? „Já, tvímælalaust. Margt sem konurnar voru að hugsa á þessum tíma geta konur í dag héimfært á sig. Þetta eru mjög skemmtileg- ar konur. Þegar verið er að lesa Ragnhildur Richter ►Ragnhildur Richter er fædd árið 1955. Hún lauk cand.mag. prófi í íslensku frá Háskóla Is- lands árið 1991. Ragnhildur var textahöfundur á auglýsinga- stofunni Yddu um árabil. Hún er íslenskukennari við Mennta- skólann við Hamrahlíð og kenn- ir námskeið um sjálfsævisögur við Háskóla Islands. Eiginmaður Ragnhildar er Eggert Briem og á hún eina dóttur. Lýsa allar flóknu sam- bandi við mæður sínar sjálfsævisögur er það ekki ein- vörðungu af áhuga á þeim sem skrifar heldur er líka hægt að lesa þær og læra um sjálfan sig í leið- inni. Þannig eru sjálfsævisögur þessara kvenna." -Þú segir að lítið hafi verið fjaliað um sjálfsævisögur kvenna? „Á sínum tíma voru ritdómar skrifaðir í blöð um þessar bækur. Þar er mest áhersla lögð á að bækurnar séu merkileg heimild um gamla tímann til sveita. Þegar fólk svo missti áhugann á gamla tímanum gleymdust þessar bæk- ur. Bókagagnrýnendurnir sáu á hinn bóginn ekki hvernig þessar konur voru að fjalla um líf sitt, væntingar og tilfinningar. - Þær skrifa allar um mæður sfnar? „Já, hugsa ekki allar konur mikið um mæður sínar? Þessar fjórar konur eru orðnar rosknar þegar þær skrifa og þær fjalla mikið um samband sitt við móður sína. Þær eiga allar sameiginlegt að lýsa flóknu sambandi við mæð- ur sínar sem birtist aðallega með --------- tvennum hætti. Annars vegar virðist mamman ekki hugsa nægilega um dóttur sína eða á hinn bóginn að hún skipti sér svo mikið af henni að hún sé við að kafna. Þær lýsa þörfínni fyrir gott samband við móður, sérstak- lega þær konur sem ekki áttu kost á slíku.“ Ragnhildur segir að Ólafía hafi t.d. ekki notið móðu- rástar. Móðir hennar kom henni fyrst í fóstur til Viðeyjar þar sem hún eignaðist mjög góða fóstur- móður. Eftir að hafa dvalið þar í tvö ár kom móðir hennar, og náði í hana og kom henni fyrir hjá systur sinni. Þessi reynsla virðist hafa markað Ólafíu að miklu leyti. Eftir það er hún alltaf að leita að móðurástinni sem hún finnur loks í Guði, þegar hún frelsast. Sá Guð sem hún trúir á er henni bæði faðir og móðir.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.