Morgunblaðið - 09.12.1997, Side 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MENNTUN
Af hverju erl þú að kenna? Spurningin sprettur stundum fram á varir fólks sem stendur frammi fyrir hæfí-
leikaríkri manneskju sem stundar kennslustörf. Gunnar Hersveinn þurfti ekki að leita lengi í grunnskólum
landsins til að fínna kennara sem vakti þessa heimskulegu spurningu með honum.
ARATTAN
AÐ SAFNA
ÞEKKINGU
• „Hættum að pína krakka sem líð-
ur illa í skólanum og virkjum þá.“
• Eðlis- og efnafræði handa öllum
árgöngum grunnskólans!
BRYNDÍS íris Stefánsdóttir
hefur víðtæka reynslu og
menntun að baki og er oft
spurð „af hverju ert þú að
kenna?“ Henni finnst spurningin
gefa til kynna að hún sé hálfgerður
vitleysingur fyrst hún er að standa í
kennslunni. En svar hennar er að
fólk ætti fremur að hvetja en letja
vel menntað og hæfileikaríkt fólk til
að kenna bömunum þeirra.
Bryndís íris sagði upp störfum í
Rimaskóla í kennaradeilunni og var
ákveðin í að hætta en var lokkuð aft-
ur að kennaraborðinu í Engjaskóla í
Grafarvogi og byrjar þar í janúar.
Hún mun meðal annars kenna eðlis-
fræði og ætlar að gera nýjar tilraun-
ir sem spanna kennslu nemenda í 1.
til 10. bekk þ.e. kenna vísindafræði,
sem er þýðing á enska hugtakinu
„science" og er faggrein sem kennd
er víða um heim.
Henni finnst ekki undarlegt að ís-
lensk böm standi illa í alþjóðlegum
mælingum á raungreinaþekkingu.
„8.- og 9.-bekkingar fá aðeins tvær
stundir í viku í efna- og eðlisfræði
hálfan veturinn,“ segir hún til útskýr-
ingar og yngri deildir fá nær undan-
tekningarlaust enga kennslu í þessum
fögum. En hvað ætlar hún að gera?
Hlutverk hennar verður meðal
annars að matreiða kennsluefni, og
ætlar hún að útbúa það handa öllum
árgöngum skólans, nemendum frá
sex til sextán ára. En hún er sjálf í
ströngu 30 eininga eðlisfræðinámi og
er námið samstarfsverkefni HÍ, HÍ á
Akureyri og Kennaraháskóla íslands
og stendur til vorsins 1999.
Hvernig á að kenna Afríku?
Biyndís er 36 ára gömul og hefur
verið meira eða minna á skólabekk
frá 5 ára aldri, fyrst í ísaksskóla, þar
sem Herdís Egilsdóttir vakti með
nemendum sínum óslökkvandi for-
vitni og þrá eftir þekkingu. Hún seg-
ist stöðugt vera að gera eitthvað nýtt.
„Ég er að læra eitt, starfa við annað
og stefna að hinu þriðja,“ segir hún.
Hún er að læra eðlisfræði, kenna í
grunnskóla og stefnir á tölvuheiminn.
„Ég ætlaði aldrei að verða kenn-
ari, en get ekki slitið mig frá kennsl-
unni,“ segir hún og í vetur kenndi
hún til dæmis átta fög í Rimaskóla;
eðlisfræði, dönsku, þýsku og líffræði
í 10. bekk, sögu og landafræði í 9.
bekk, eðlisfræði og trúarbragðafræði
í 8. bekk. En hvernig kennir hún?
„Aðferðafræði kennslunnar hefur
breyst mikið hjá mér með árunum,“
segir hún og núna er hún orðin
nokkuð flókin og breytileg eftir fög-
um.“ Hún segir að til að kenna sum
fög þurfi kennarinn helst að vera al-
fræðingur. Hvemig á til dæmis að
kenna Afríku í samfélagsfræðitíma?
„Það þarf að beita þverfaglegri
nálgun. Kenna staðalandafræði, póli-
tíska landafræði, mannfræði, jarð-
fræði, veðurfræði, sögu Afríku og
jafnvel ævintýri," segir hún. „Til að
nemendur öðlist ekki skakka mynd
af Afríku þarf að fara yfir öll sviðin
og til þess vantar handhæga bók,
sem ég hef að vísu áhuga á að taka
saman,“ segir Bryndís og bætir við
að búa þurfi til bækur um hverja
heimsálfu sem spanna öll svið.
Flugmennska og ferðalög
Bryndís hefur sjálf orðið eins kon-
ar fjölfræðingur með námi sínu og
kennslu. „í Menntaskólanum í
Reykjavík var ég á nýmálabraut og
lærði sjö mál: Dönsku, ensku, þýsku,
íslensku, latínu, frönsku og
spænsku," segir Bryndís, „hins veg-
ar er ég raungreinamanneskja og
langaði í jarðfræði í Háskólanum."
Stúdentspróf af nýmálabraut var
ekki aðgöngumiði inn í raunvísinda-
deild en henni var þó hleypt inn í
landafræðina og var málamann-
eskjan tekin í sátt eftir að hafa staðið
sig vel á prófunum.
Hún fór svo til útlanda og lærði
stærðfræði, landafræði og ensku vet-
urinn 1982-1983 í Canada College
og Stanford University í Kalifomíu.
Hún var flugfreyja á sumrin hjá
Flugleiðum og var að lokum fastráð-
in í tvö og hálft ár þar. „Þar fékk ég
góða þjálfun í tungumálunum."
Hún er líka flugmaður. Er með
einkaflugmannspróf frá Vesturflugi
hf. og fór í atvinnuflugmannsnám á
flugliðabraut Flugmálastjórnar og
fékk kennararéttindi á flugvél árið
1990. Hún er svo með fimm ára tón-
listarnám í tónlistarskóla Karls
Jónatanssonar.
Árið 1995 útskrifaðist hún með
BS-próf fró jarð- og landafræðadeild
Háskóla íslands og fékk kennslu-
réttindi ári síðar. Hún hefur búið í
Þýskalandi, Svíþjóð og Bandaríkjun-
Morgunblaðið/Kristinn
BRYNDÍS íris Stefánsdóttir : „Alfræðinga þarf til að kenna suma áfanga."
um, auk íslands, og ferðast víða um
veröld. „Ferðalögin eru mikill skóli
og ég á mikið af litskyggnum sem ég
sýni nemendum mínum,“ segh- hún.
Frá 1981 hefur hún einnig kennt heil
níu skólaár. En af hverju ertu að
kenna? „Vegna þess að ég hef bæði
víðtæka þekkingu og gaman af því.“
Kyni og menntun ruglað saman
Stundum ruglar fólk saman kyni
og menntun og Bryndís þekkir dæmi
um það. BS-ritgerðin hennar er um
sögu uppgræðslu á Rangárvöllum og
fjallar um úttekt á uppgræðslutil-
raunum Landgræðslu ríkisins á
Rangárvöllum og er meginkafli rit-
gerðarinnar kortlagning á sand-
græðslugirðingum og uppgræðslu-
svæðum á Rangárvöllum. Ekki er
vitað um önnur kortlagningarverk-
efni sem lýsa þróun sandgræðslu- og
landgræðsluverkefna á Rangárvöll-
um eða öðrum svæðum á landinu.
„Með hjálp Sveins Runólfssonar
landgræðslustjóra, sem er frábær
náungi," segir Bryndís, „fór ég bæ
úr bæ og talaði við gamla fólkið um
uppgræðsluna frá árinu 1929,“ segir
hún, „og kortlagði gróðurþekjuna
þetta ár.“ Svæðið var nánast ein
sandauðn. Stundum lokaðist á milli
Hellu og Hvolsvallar vegna sand-
byls, og fé „fennti" í kaf í sandstorm-
um. Ekki voru eftir nema örfá kot á
Rangárvöllum þegar Sandgræðsla
íslands keypti Gunnarsholt og hóf
uppgræðsluna.
Bryndís kortlagði uppgræðslu
gróðurþekjunnar með 10 ára millibili
og segir að þetta starf mætti vinna
fyrir hvert sandfokssvæði á landinu.
Nýlega var laust tímabundið starf af
þessu tagi - og Bryndís fór í Land-
græðsluna til að sækja um það. „Nei,
ertu kona,“ voru ósjálfráð viðbrögð
starfsmanns þar við komu hennar og
svo bætti hann við: „Það gengur
ekki.“ Rökin voru þau að starfið væri
of erfitt, því fylgdu til dæmis mikil
útivist og göngur í ógöngum.
„Ég var ekki búin undir þessi
svör,“ segir Bryndís, „og hrökklaðist
brotin út, en það er ekki líkt mér og
það mun ekki koma fyrir mig aftur.“
Kannski var Bryndís ekki „lopa-
peysutýpan“ sem þeir reiknuðu með.
Hún hafði nefnilega áður verið litin
hornauga í raunvísindunum fyrir að
líta ekki „rétt“ út. Hins vegar vefst
hún ekki fyrir nemendum sínum.
„Ég myndi ekki treysta mér til að
kenna nema með víðtæka reynslu og
það leynast víða grunnskólakennar-
ar með víðtækt nám og reynslu að
baki,“ segir hún og vonast til að for-
dómunum gegn kennslunni linni.
„Það er hægt að gera feikilega góða
hluti leyfi aðstæður það,“ segir hún,
„og nota aragrúa kennsluaðferða."
Hún vonast sjálf til að fá tækifæri til
að skrifa kennslubækur og læra
meira um tölvur en hún verður
einmitt með tölvuumsjón í Engja-
skóla. „Ég er stöðugt að læra vegna
kennslunnar. Ég er líka með söfnun-
aráráttu, ég safna þekkingu, ég er
stöðugt að vinna og er orðin svo
skipulögð að það hálfa væri nóg.
Hún hugsar með eftirvæntingu til
vinnunnar í Engjaskóla og hún er
með ákveðnar hugmyndir sem tengj-
ast umræðunni um stráka í skólum.
„Ég myndi til dæmis vilja aðskilja
stráka og stelpur í verklegum tímum
í eðlis- og efnafræði og er sannfærð
um að það væri betra fyrir bæði kyn-
in,“ segir hún, „strákarnir eru há-
værari og athyglisfrekari og stelp-
umar fá stundum ekki kennslu í
verklegum tímum vegna þessa.“
Bóknáminu bókstaflega sleppt
Bryndís er líka með aðrar hug-
myndir sem gætu leyst eitthvað af
vandræðaganginum í almennri
kennslu. Henni finnst ekki næg rök
fyrir því að þvinga öll íslensk börn til
16 ára aldurs að læra það sama, og
myndi vilja stofna starfsdeildir fyrir
þá sem kveljast í almennu bóknámi.
Eðlis- og efnafræðitilraunir gætu
verið þessum nemendum bjai'gvætt-
ur frá leiðindunum, að hennar mati.
„Þessir nemendur gætu verið í alls
konar skapandi verkefnum t.d. raf-
magnsfræði og vélfræði og kennslu-
aðferðin fælist í því að láta reynslu
og raunveruleikann kenna þeim.
Bókunum yrði bókstaflega sleppt."
Hún telur að kenna mætti krökk-
um sem fellur ekki bókin margt
mjög hagnýtt sem ætti að koma
þeim til góða í lífinu og hún efast
ekki um að samfélagið kæmi betur
fram við þau á þennan hátt og ynni
gegn auðnuleysi þeirra.
„Hættum að pína krakka sem líður
illa í skólanum og virkjum þá,“ segir
hún og telur að virkjun krakkanna í
metnaðarfullum starfsdeildum muni
laga mörg vandamál í þjóðfélaginu og
vera þannig fyrirbyggjandi. Málið er
að nota peningana í uppbyggingu en
ekki eftirá í björgunarstarf, þótt
björgun sé líka göfugt starf.
LISTMUNAUPPBOÐ
FIMMTUDAGINN 11. DES. KL. 20.30 Á HÓTEL SÖGU
KOMDU OG SKOÐAÐU VERKIN f GALLERÍ FOLD RAUÐARÁRSTÍG I DAG KL. 10.00 - 18.00,
Á MORGUN KL. 10.00 - 22.00 OG Á FIMMTUDAGINN KL. 10.00 -18.00. SELD VERÐA
UM 100 VERK, ÞAR Á MEÐAL FJÖLMÖRG VERK GÖMLU MEISTARANNA.
Rauðarárstíg
S551 0400