Morgunblaðið - 09.12.1997, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 09.12.1997, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Lok, lok og læs ... HVERSU mörgum kjósendum skyldi vera ljóst hversu al- varlega stjómsýslu Reykjavíkurborgar er ábótavant hvað varð- ar stjórnsýslu- og upplýsingalög, sem lögum samkvæmt em í raun eina forsenda þess, að íslenskir rík- isborgarar geti leitað réttar síns hjá Sam- keppnisstofnun með gild rök hvað varðar brot á samkeppnis- lögum landsins? Þeg- ar borgaryfirvöld virða ekki svarskyldu bréflegra fyrirspurna borgara til hins opinbera skv. fyrrnefndum lögum eru þau í raun að torvelda almenningi að geta aflað sér gagna til þess að geta haft eitt- hvað máli sínu til sönnunar - áð- ur en leitað verði á náðir úrskurð- arnefndar um upplýsingamál, um- boðsmanns Alþingis eða Sam- keppnisstofnunar, og starfa þannig algjörlega gegn aðalmark- miðum laganna - að því er virðist eingöngu til þess að hylma yfir að borgarstofnanir framfylgja ekki landslögum heldur skjalasafns- stefnunni hengilás og allt úr stáli. Markmið samkeppnislaga Mikill misbrestur er á að stjóm- sýslulögum landsins og aðalmark- miði samkeppnislaga sé framfylgt, ef embættismenn borgarinnar em látnir komast upp með að hunsa fyrirmæli borgarstjóra sem yfir- manns stjórnsýslunnar um að svara fyrirspumum, og þeim leyft að beita flóttaleið útúrsnúninga og síendurtekinna loforða fyrir sig til þess að breiða yfir fákeppni verk- taka, eigin verktöku eða verktöku undirmanna sinna sem fastráðnir borgarstarfsmenn. En allt þetta stangast alvarlega á við aðalmark- mið samkeppnislaga; að vinna gegn óhæfilegum hindrunum og takmörkunum á frelsi í atvinnu- rekstri; að vinna gegn óréttmæt- um viðskiptaháttum, skaðlegri fá- keppni og samkeppnishömlum, og síðast en ekki síst, að auðvelda að- gang nýrra keppinauta að mark- aðnum. Það er líka siðferðilega ótækt að upplýsingum um verktaka í einka- geiranum og kjör þeirra hjá hinu opinbera sé haldið leyndum af embættis- mönnum, enda um al- mannafé og atvinnu- tækifæri að ræða, sem þjóðin á rétt á að fá upplýsingar um hvernig ráðamenn ráðstafa hverju sinni. Eins er það gjör- samlega óviðunandi að opinberir starfsmenn borgarinnar geti óá- reittir rekið einkafyr- irtæki eða verið hlut- hafar í einkafyrirtækj- um og útvegað þeim stanslaus verkefni frá sínum opinbera vinnu- stað, hvort sem um arkitekta, tækni- og verkfræðinga eða lög- fræðinga er að ræða. Að ala á fákeppni Þá er það svo sannarlega ámæl- isvert, séð frá sjónarhóli réttarör- yggis og landslaga, þegar borgar- Það er gjörsamlega óviðunandi, segir Páll Björgvinsson, að starfsmenn borgar- innar geti óáreittir rekið einkafyrirtæki. yfirvöld sýna engan áhuga á að stuðla að fjölkeppni verktaka á hinum frjálsa teiknistofumarkaði innan borgarkerfisins, heldur kjósa að láta viðgangast að fast- ráðnir borgarstarfsmenn leggi stund á verktöku fyrir sama vinnustað í aukavinnu með að- keypt verkfæri og hönnunarað- stöðu hjá borginni á kostnað kjós- enda, og kjósa meira að segja að réttlæta fákeppni meðal verktaka í einkageiranum hjá borginni, eins og borgarstjóri gerði í Mbl. þann 16. október sl. vegna verktöku við endurgerð Iðnó. Þegar yfirstjórn Reykjavíkurborgar slær varnar- hring utan um sannaða fákeppni verktaka og aukavinnu borgar- starfsmanna er um skýlaus brot hennar á mannréttindum verk- taka í einkageiranum að ræða, brot á samkeppnislögum og brot á lögum um opinbera starfsmenn, sem Samkeppnisstofnun getur ekki látið afskiptalaust - eigi hún ekki að missa traust og virðingu almennings. Frystar fyrirspurnir Af bréfaskiptum undirritaðs við borgaryfirvöld sl. 9 mánuði má svo sannarlega ráða, að þau eru uppteknari af því að firra sig ábyrgð á sannanlegri spillingu - heldur en að hreinsa til innan stjórnsýslunnar, krefjast rann- sóknar innan borgarkerfisins eða beita uppsögnum á opinbera starfsmenn, sem orðið hafa upp- vísir að því að misnota aðstöðu sína í opinberu starfi. Hvað mála- leitan greinarhöfundar til stjórn- sýslu borgarinnar áhrærir er henni frá upphafi algjörlega Ijós tilgangur greinarhöfundar með fyrirspurnum sínum og athuga- semdum; að berjast gegn atvinnu- leysi arkitekta, fá leiðrétt kjör stéttar þeirra til jafns við aðrar stéttir byggingariðnaðarins, sam- eina hönnunarverkefnamið borg- arinnar og gera þau gagnsæ með samhæfðum valsaðferðum á verk- tökum og uppræta fákeppni hjá borgarstofnunum. Það er því ekki einungis ámæl- isvert að sjálf borgaryfirvöldin í Reykjavík hafi í gegnum árin beinlínis stuðlað að atvinnuleysi arkitekta með stefnuleysi sínu í málefnum hönnunarverktaka, og fært með því þróun byggingarlist- ar og skipulagsmála í borginni aftur á frumstig fomeskju, heldur beinlínis beinhörð svik við kjós- endur og vanvirðing gagnvart landslögum. Sönnun óstjórnar Reykjavíkur í þessum efnum er líka sú staðreynd að valdhafar borgarinnar kjósi fremur að halda áfram á sömu braut fákeppni og leggist á eitt um að verja hin op- inberu lögbrot með því að frysta allar óþægilegar fyrirspurnir og slá slagbrandi fyrir allar mikil- vægar upplýsingar til undirritaðs fyrirspyrjanda; upplýsinga sem geti stuðlað að breytingum á óréttlæti núverandi fyrirkomu- lags. En þróun umræddrar margra mánaða fjölbragðaglímu greinarhöfundar við stjórnsýslu Reykjavíkurborgar í upplýsinga- lögum verður best lýst með vísu Ómars Ragnarssonar: Lok, lok og læs og allt úr stáli, loka fyrir Páli! Höfundur er arkitekt. Páll Björgvinsson r Á jólamerkimiðum Slysavarnafélagsins eru upplýsingar um hvern ykkar. Réttur jólasveinn á réttum degi er tilvalin gjöfí skóinn. Löggilding garð- plöntuframleiðslu sem iðngreinar GARÐPLÖNTU- FRAMLEIÐSLA hefur verið kennd á sérstakri braut við Garðyrkju- skólann frá 1978. Á þeim tíma hafa um 100 nemendur útskrifast af brautinni, eða um þriðj- ungur allra útskrifaðra nema Garðyrkjuskólans á tímabilinu og 12 eru í námi. Við Garðyrkju- skóla ríkisins er kennt á fimm brautum, garð- og skógarplöntufram- leiðslu, skrúðgarðyrkju, ylrækt, umhverfisbraut og blómaskreytinga- braut. Skrúðgarðyrkja er eina grein garðyrkj- unnar sem er löggilt iðngrein en allt nám við skólann tekur mið af iðn- námi. Garðyrkja er iðn, segir Guðríður Helgadóttir, hana á að löggilda sem slíka. Viðhorf almennings til garðyrkju í dag er þannig að allir telja sig geta ræktað plöntur, ekki þuifi sérstaka menntun til þess. Þessu má hugsan- lega breyta með löggildingunni, með því að veita náminu þessa viðurkenn- ingu eykst virðing manna fyrir greininni og viðhorf þeirra til grein- arinnar verður jákvæðara. Hreyfingin í heiminum í dag er til þess að fella úr gildi alla lögverndun iðngreina. Við viljum leggja áherslu á það að lögverndun og löggilding er alls ekki sami hluturinn, með lög- verndun er verið að segja að einung- is þeir sem hafa tiltekna menntun megi framkvæma viðkomandi hlut; með löggildingu er verið að viður- kenna nám viðkomandi aðila og gefa það til kynna að þeir séu hæfari til að framkvæma tiltekið verk en aðilar sem ekki hafa þessa fagmenntun. Neytendavemd er orð sem við er- um öll farin að þekkja mætavel. I þjóðfélagi þar sem allir hlutir gerast hratt sitja gæðin stundum á hakan- um og neytendur sitja uppi með vöru sem ekki uppfyllir þær kröfur sem gera má til hennar. Því er þannig farið í garðyrkju, eins og öllum öðr- um iðngreinum, að við þurfum að berjast við fúskara í faginu. Við- skiptavinurinn, sem reyndar hefur sjaldnast nægilega þekkingu á plönt- um til að geta metið það hvort þær eru góðar eða slæmar, kaupir vöruna bara af lægstbjóðanda. í Danmörku, þar sem garðyrkja hefur verið stunduð um langan aldur, fær ekki hver sem er að framleiða plöntur. Einungis sá sem hefur lokið tiltek- inni menntun (hluta af garðyrkjutæknanámi) fær í hendur „græna kortið“ sem er eins konar ávísun á það að viðkomandi aðili megi stofna garðplöntustöð og fara að framleiða plöntur til sölu. Með þessu móti er tryggð sú þjónusta við neytand- ann að plöntumar sem hann kaupir sáu fram- leiddar af fagmanni og því líklegri til að upp- fylla gæðakröfur. Á næstu árum koma umfangsmiklar skóg- ræktaráætlanir ýmissa aðila til framkvæmda. Miklu máli skiptir að vel sé vandað til verka því afföll af nýútplöntuðum skógarplöntum eru gríðarleg. Kaup- endur skógarplantnanna gera ákveðnar kröfur til gæða plantnanna og þarf að viðhafa vissar framleiðslu- aðferðir til að geta uppfyllt þessar kröfur. Nemendur á garðplöntu- braut hafa sérhæft sig í uppeldi garð- og skógarplantna og margir þeirra stunda verknám á sérhæfðum skógarplöntustöðvum. Þörfin fyrir þetta sérmenntaða fólk á eftir að aukast á næstu áram og teljum við að með löggildingu megi gera námið enn eftirsóknarverðara en það er nú þegar. Félag garðyrkjumanna og þar með stór hluti garðyrkjumanna af garðplöntubraut Garðyrkjuskólans eru aðiiar að Samiðn, sambandi iðn- félaga. Samiðn hefur farið með samningsumboð félaganna í kjara- samningum og gilda því sömu eða sams konar kjarasamningar íyrir fé- laga í öllum þessum félögum. Upp hafa komið efasemdir um það hvort réttmætt sé að kjarasamningar fyrir iðnaðarmenn geti gilt fyrir garð- plöntumenntaða garðyrkjufræðinga en hingað til hafa þessar efasemd- arraddir ekki verið háværar. Sú staða gæti þó komið upp og því er það augljóst að löggilding er hreint hagsmunamál þessara garðyrkju- fræðinga. Umræðan um garðyrkjuna sem atvinnuveg hefur verið á neikvæðu nótunum undanfarið. Almenningur tengir garðyrkju við stórauknar skuldir heimilanna og er þar vísað til tolla á innflutt grænmeti. Það er von okkar að umræðan um löggild- ingu garðplöntuframleiðslu opni augu almennings fyrir því að garð- yrkja er annað og meira en gúrkur og grúsk fáeinna sérvitringa, garð- yrkja er iðn. Höfundur er fugdeildarstjóri garðpiöntubrautar og ritari í stjórn Félags garðyrkjumanna, Guðríður Helgadóttir AUGNHARAPERMANENT ??? Já augnhárapermanent! Augnhárabrettarinn er óþarfur. Die Wimpernwelle augnhárapermanentið leysir vandann og er fáanlegt hjá okkur Snyrtist. Ásrós Snyrtist. Dekurhornið Snyrtist. Díu Snyrtist. Eddu Snyrtist. Gimli SnyrtisL Halldóru Snyrtist. Helena fagra Snyrtist. Hrund Snyrtist. Lipurtá Snyrtist. Mandý Snyrtist. "Okkar" Snyrtist. Ólafar Ingólfsdóttur SnyrtisL Rósu Guðnadóttur Snyrtist. Sigríðar Guðjónsdóttur Snyrtist. Snót Snyrtist. Snyrtihöllin Snyrtist. Þema Bæjarhrauni 2 Hf 555-2056 Hraunbergi 4 R 567-7227 Bergþórugötu 5 R 551-8030 Hótel Sögu R 561-2025 Miðleiti 7 R 568-6438 Kringlunni 7/húsi versl R 588-1990 Laugarvegi 101R 551-6160 Grænatúni 1 Kóp 554-4025 Staðarbergi 2 Hf 565-3331 Laugarvegi 15 R 552-1511 Hótel Esja R 568-2266 Gljúfraseli 8 R 587-1644 Suðurg 17-21 Sandg 423-7930 Eiðistorgi 14 Seltj 561-1161 Þinghólsbraut 19 Kóp 554-6017 Garðatorgi 3 Gb 565-6520 Reykiavíkurvegi 64 Hf 555-1938 Heildsöludreifing MUGGUR sími 5667523
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.