Morgunblaðið - 09.12.1997, Side 18

Morgunblaðið - 09.12.1997, Side 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Mengunarslys í Stykkishólmi 8-10 tonn af svartolíu í sjóinn Stykkishólmi - Starfsmenn rækju- vinnslu Sigurðai- Ágústssonar hf. tóku eftir því á laugardagsmorgun að svartolíutankur við verksmiðjuna var tómur, þrátt fyrir að hann hefði verið fylltur nokkrum dögum áður. Þá kom í ljós að leki var á lögn frá tanknum og inn í hús. Svartolían hafði lekið í niðurfall og runnið í holræsakerfínu út fyrir höfnina og þar í hafið. Yfirvöldum var strax gert viðvart og hafist var handa um að dæla olí- unni upp. Dælur voru settar í hol- ræsakerfið og dælt upp þeirri oh'u sem þar var enn. Reynt var að hefta olíubrákina á sjónum. Öflugur dælu- bíll kom úr Reykjavík og dældi úr fjörunni. Flotgirðing var fengin úr Ólafsvík. Þegar á daginn leið hvessti af norðaustri og hamlaði veðrið að- gerðum og á sunnudag var sama hvassviðrið. Talið er að tekist hafi að dæla upp 3-4 tonnum af svartolí- unni. Reynt var að halda fuglum frá svæðinu en þarna er oft mikið um æðarfugl, bjartmáf og sendlinga. Talið er að lítið af fugli hafi lent í olí- unni en það á eftir að koma betur í ljós. Ekki er vitað hvenær olíulekinn byrjaði en olíulykt fannst við höfn- ina á föstudag svo að líklegt er að þá hafi lekinn verið byrjaður. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason SÉÐ frá hafnargarðinum í áttina að rækjuvinnslu Sigurðar Ágústssonar. Fyrir neðan húsið er svartolíutank- urinn. Það er verið að dæia upp olíu úr holræsakerfinu sem liggur út fyrir hafnargarðinn. Verslunin Ostahornið Borgarnesi - Opnuð hefur verið ný verslun á „Rakarahominu" svokall- aða í Borgarnesi. Verslunin heitir Ostahornið og er staðsett á horni Borgarbrautar og Egilsgötu sem kallað hefur verið Rakarahornið ár- um saman en verður líklega kallað Ostahornið hér eftir. Verslunin er til húsa þar sem Haukur rakari Gíslason var áður með rakarastofu sína. Það er Sigurbjörg Viggósdóttir frá Rauðanesi sem á og rekur versl- unina Ostahomið. Auk þess að selja margskonar osta og heilsuvörur verður Sigurbjörg með veisluþjón- ustu á sínum vegum. Morgunblaðið/Theodór SIGURBJÖRG Viggósdóttir við opnun verslunarinnar Ostahornsins í Borgarnesi. Morgunblaðið/Theodór ÁSLAUG Þorvaldsdóttir dreifir „mannbroddum" til aldraða fólksins sem tók þeim með þökkum. Mannbroddar gegn hálkunni Borgarnesi - Konur í Slysavarna- deildinni Þjóðbjörgu í Borgarnesi dreifðu nýverið „mannbroddum" ókeypis tii aldraða fólksins í þjón- ustuíbúðum og á Dvalarheimilinu í Borgamesi. Aldraða fólkið sat að spilum er slysavarnakonurnar bar að garði en þó áhuginn væri við spilamennskuna var þeim vel tekið og þær spurðar spjöranum úr varð- andi „mannbroddana" og þakkað kærlega fyrir hugulsemina. Fjölbreytt lausn á sorpmálum á Kirkj*ubæjarklaustri Sorpið mun hita upp skóla og sundlaug Á VEGUM Skaftárhrepps er unnið að varanlegri lausn sorpförgunar- og frárennslismála á Kirkjubæjar- klaustri og í sveitunum. Eru þetta fjárfrekustu framkvæmdir á veg- um sveitarfélagsins í ár og væntan- lega einnig næstu ár. Umbætur á umhverfismálum eru m.a. liður í markaðssetningu hreppsins sem ferðaþjónustusvæðis. Skipuleg sorphirða hefur fram til þessa aðeins verið í þéttbýlinu á Kirkjubæjarklaustri en að sögn Bjarna Matthíassonar sveitar- stjóra mun hún ná til alls svæðisins þegar áætlunin verður komin til framkvæmda. Sorp var brennt í opnum gryfjum, þar til síðastliðið vor að hafin var urðun á bráða- birgðastað í nágrenni Kirkjubæjar- klausturs. I framtíðinni verður sorpi svo ekið á Skógarsand og fargað á sameiginlegum urðunar- stað Skaftárhrepps, Mýrdals- hrepps og Eyjafjallahreppanna beggja. Urðað á Skógarsandi Til að minnka kostnað við akstur og sorpurðum verður reynt að draga sem mest úr því sorpi sem þarf að urða, með því að krefjast sorpflokkunar á heimilunum. Húsasorp verður flokkað í þrennt, lífrænan úrgang, brennanlegt sorp og óbrennanlegt. Lífræni úrgang- urinn úr þorpinu verður jarðgerð- ur, bæði á heimilum og á vegum sveitarfélagsins. Brennanlega sorpið verður not- að til orkuframleiðslu fyrir skóla- mannvirki og sundlaug. Vatnið fyr- ir þessa tvo notendur er nú hitað með olíubrennslu og verður sorp- brennsluofninn tengdur inn á það kerfi. Telur Bjarni unnt að fram- leiða um 400 mW á ári með sorpi eða um helming þeirrar orku sem notuð er í skólamannvirkjum og sundlaug. Með þessu er ætlunin að minnka svo mikið það sorp sem þarf að urða að aðeins þurfi að fara eina ferð á mánuði með sorp til urðunar á Skógarsandi. Svona fjölbreytt heildarlausn á sorpmálum sveitai-- félags hefur ekki áður verið fram- kvæmd hér á landi. Bjarni sveitar- stjóri segist binda miklar vonir við hana en tekur fram að unnið sé að mati á umhverfisáhrifum málsins í heild. Endurbætur á frárennsli Áætlaður kostnaður við sorpmál- in er 15-20 milljónir kr. og skiptist hann á nokkur ár. Bjarni telur að annar eins kostnaður verði við var- anlega lausn frárennslismála. Hann segir að frárennslismál séu í þokkalegu ástandi í þéttbýlinu á Kirkjubæjarklaustri. Allt frá- rennsli fari um rotþrær áður en það fari út í umhverfið. Hins vegar sé ætlunin að setja útrásir í einn stokk og hreinsa frárennslið betur en gert hefur verið áður en því er hleypt út í Skaftá. Jafnframt er unnið að endurbótum á frárennslis- málum í sveitunum. Mótettukórinn_______JAPISS Morgunblaðið/Ingimundur HALLDÓR Bjarnason steypir stigavegg í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi. Fram- kvæmdir við íþrótta- miðstöðina Borgarnes -1 sumar varð mikil breyting í sundlaugarmálum Borg- nesinga. I byrjun júlí var ný sund- laug ásamt rennibrautum og pott- um tekin í notkun við íþróttamið- stöðina. Við það varð mikill munur á aðstöðunni og jókst aðsóknin tii muna. Ekki var öllum framkvæmdum við húsið lokið í sumar. Fyrir skömmu hófst vinna við eimbað og vaktherbergi. Sér Loftorka um þær framkvæmdir. Áætlað er að þeim ljúki í febrúar nk. Morgunblaðið/RAX UMHVERFISMÁLIN eru efst á forgangslistanum á Kirkjubæjar- klaustri. Bjarni Matthíasson sveitarstjóri er hér með þorpið í baksýn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.