Morgunblaðið - 09.12.1997, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 09.12.1997, Qupperneq 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Mengunarslys í Stykkishólmi 8-10 tonn af svartolíu í sjóinn Stykkishólmi - Starfsmenn rækju- vinnslu Sigurðai- Ágústssonar hf. tóku eftir því á laugardagsmorgun að svartolíutankur við verksmiðjuna var tómur, þrátt fyrir að hann hefði verið fylltur nokkrum dögum áður. Þá kom í ljós að leki var á lögn frá tanknum og inn í hús. Svartolían hafði lekið í niðurfall og runnið í holræsakerfínu út fyrir höfnina og þar í hafið. Yfirvöldum var strax gert viðvart og hafist var handa um að dæla olí- unni upp. Dælur voru settar í hol- ræsakerfið og dælt upp þeirri oh'u sem þar var enn. Reynt var að hefta olíubrákina á sjónum. Öflugur dælu- bíll kom úr Reykjavík og dældi úr fjörunni. Flotgirðing var fengin úr Ólafsvík. Þegar á daginn leið hvessti af norðaustri og hamlaði veðrið að- gerðum og á sunnudag var sama hvassviðrið. Talið er að tekist hafi að dæla upp 3-4 tonnum af svartolí- unni. Reynt var að halda fuglum frá svæðinu en þarna er oft mikið um æðarfugl, bjartmáf og sendlinga. Talið er að lítið af fugli hafi lent í olí- unni en það á eftir að koma betur í ljós. Ekki er vitað hvenær olíulekinn byrjaði en olíulykt fannst við höfn- ina á föstudag svo að líklegt er að þá hafi lekinn verið byrjaður. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason SÉÐ frá hafnargarðinum í áttina að rækjuvinnslu Sigurðar Ágústssonar. Fyrir neðan húsið er svartolíutank- urinn. Það er verið að dæia upp olíu úr holræsakerfinu sem liggur út fyrir hafnargarðinn. Verslunin Ostahornið Borgarnesi - Opnuð hefur verið ný verslun á „Rakarahominu" svokall- aða í Borgarnesi. Verslunin heitir Ostahornið og er staðsett á horni Borgarbrautar og Egilsgötu sem kallað hefur verið Rakarahornið ár- um saman en verður líklega kallað Ostahornið hér eftir. Verslunin er til húsa þar sem Haukur rakari Gíslason var áður með rakarastofu sína. Það er Sigurbjörg Viggósdóttir frá Rauðanesi sem á og rekur versl- unina Ostahomið. Auk þess að selja margskonar osta og heilsuvörur verður Sigurbjörg með veisluþjón- ustu á sínum vegum. Morgunblaðið/Theodór SIGURBJÖRG Viggósdóttir við opnun verslunarinnar Ostahornsins í Borgarnesi. Morgunblaðið/Theodór ÁSLAUG Þorvaldsdóttir dreifir „mannbroddum" til aldraða fólksins sem tók þeim með þökkum. Mannbroddar gegn hálkunni Borgarnesi - Konur í Slysavarna- deildinni Þjóðbjörgu í Borgarnesi dreifðu nýverið „mannbroddum" ókeypis tii aldraða fólksins í þjón- ustuíbúðum og á Dvalarheimilinu í Borgamesi. Aldraða fólkið sat að spilum er slysavarnakonurnar bar að garði en þó áhuginn væri við spilamennskuna var þeim vel tekið og þær spurðar spjöranum úr varð- andi „mannbroddana" og þakkað kærlega fyrir hugulsemina. Fjölbreytt lausn á sorpmálum á Kirkj*ubæjarklaustri Sorpið mun hita upp skóla og sundlaug Á VEGUM Skaftárhrepps er unnið að varanlegri lausn sorpförgunar- og frárennslismála á Kirkjubæjar- klaustri og í sveitunum. Eru þetta fjárfrekustu framkvæmdir á veg- um sveitarfélagsins í ár og væntan- lega einnig næstu ár. Umbætur á umhverfismálum eru m.a. liður í markaðssetningu hreppsins sem ferðaþjónustusvæðis. Skipuleg sorphirða hefur fram til þessa aðeins verið í þéttbýlinu á Kirkjubæjarklaustri en að sögn Bjarna Matthíassonar sveitar- stjóra mun hún ná til alls svæðisins þegar áætlunin verður komin til framkvæmda. Sorp var brennt í opnum gryfjum, þar til síðastliðið vor að hafin var urðun á bráða- birgðastað í nágrenni Kirkjubæjar- klausturs. I framtíðinni verður sorpi svo ekið á Skógarsand og fargað á sameiginlegum urðunar- stað Skaftárhrepps, Mýrdals- hrepps og Eyjafjallahreppanna beggja. Urðað á Skógarsandi Til að minnka kostnað við akstur og sorpurðum verður reynt að draga sem mest úr því sorpi sem þarf að urða, með því að krefjast sorpflokkunar á heimilunum. Húsasorp verður flokkað í þrennt, lífrænan úrgang, brennanlegt sorp og óbrennanlegt. Lífræni úrgang- urinn úr þorpinu verður jarðgerð- ur, bæði á heimilum og á vegum sveitarfélagsins. Brennanlega sorpið verður not- að til orkuframleiðslu fyrir skóla- mannvirki og sundlaug. Vatnið fyr- ir þessa tvo notendur er nú hitað með olíubrennslu og verður sorp- brennsluofninn tengdur inn á það kerfi. Telur Bjarni unnt að fram- leiða um 400 mW á ári með sorpi eða um helming þeirrar orku sem notuð er í skólamannvirkjum og sundlaug. Með þessu er ætlunin að minnka svo mikið það sorp sem þarf að urða að aðeins þurfi að fara eina ferð á mánuði með sorp til urðunar á Skógarsandi. Svona fjölbreytt heildarlausn á sorpmálum sveitai-- félags hefur ekki áður verið fram- kvæmd hér á landi. Bjarni sveitar- stjóri segist binda miklar vonir við hana en tekur fram að unnið sé að mati á umhverfisáhrifum málsins í heild. Endurbætur á frárennsli Áætlaður kostnaður við sorpmál- in er 15-20 milljónir kr. og skiptist hann á nokkur ár. Bjarni telur að annar eins kostnaður verði við var- anlega lausn frárennslismála. Hann segir að frárennslismál séu í þokkalegu ástandi í þéttbýlinu á Kirkjubæjarklaustri. Allt frá- rennsli fari um rotþrær áður en það fari út í umhverfið. Hins vegar sé ætlunin að setja útrásir í einn stokk og hreinsa frárennslið betur en gert hefur verið áður en því er hleypt út í Skaftá. Jafnframt er unnið að endurbótum á frárennslis- málum í sveitunum. Mótettukórinn_______JAPISS Morgunblaðið/Ingimundur HALLDÓR Bjarnason steypir stigavegg í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi. Fram- kvæmdir við íþrótta- miðstöðina Borgarnes -1 sumar varð mikil breyting í sundlaugarmálum Borg- nesinga. I byrjun júlí var ný sund- laug ásamt rennibrautum og pott- um tekin í notkun við íþróttamið- stöðina. Við það varð mikill munur á aðstöðunni og jókst aðsóknin tii muna. Ekki var öllum framkvæmdum við húsið lokið í sumar. Fyrir skömmu hófst vinna við eimbað og vaktherbergi. Sér Loftorka um þær framkvæmdir. Áætlað er að þeim ljúki í febrúar nk. Morgunblaðið/RAX UMHVERFISMÁLIN eru efst á forgangslistanum á Kirkjubæjar- klaustri. Bjarni Matthíasson sveitarstjóri er hér með þorpið í baksýn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.