Morgunblaðið - 09.12.1997, Page 4

Morgunblaðið - 09.12.1997, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ íslenska útvarpsfélagið hf. Hreggviður Jónsson ráð- inn forstjóri HREGGVTÐUR Jónsson, fram- kvæmdastjóri fjármála- og rekstrar- sviðs Islenska útvarpsfélagsins hf., hefur verið ráð- inn forstjóri fé- lagsins. Tekur hann við starfinu um næstu áramót af Jóni Ólafssyni, sem mun áfram sinna hefðbund- inni stjómarfor- mennsku hjá fé- laginu. Hreggviður er 34 ára rekstrar- hagfræðingur með MBA próf frá Harvard Business School í Boston. Hann starfaði sem markaðsstjóri hjá Brimborg hf. 1988-1991, gerðist ráð- gjafi hjá McKinsey & Company í Stokkhólmi á sviði stjómunar og stefnumótunar að loknu MBA námi 1993, og réðst síðan sem ráðgjafi til stjómar ÍÚ í október 1995. Hregg- viður er kvæntur Hlín Sverrisdóttur, skipulagsfræðingi og landslagsarki- tekt, og eiga þau tvö böm. Segist taka við góðu búi Tilkynnt var um stjómendaskiptm á starfsmannafundi Islenska útvarps- félagsins í gær. ÍÚ á og rekur Stöð 2, Bylgjuna og Stjömuna, auk Sjón- varpsmarkaðarins og margmiðlunar- fyrirtækisins Islandia. Félagið rekur einnig sjónvarpsstöðina Sýn. Hregg- viður sagði í samtali við Morgunblað- ið í gær að of snemmt væri að segja tíl um hvort stjómendaskiptunum myndu fylgja einhverjar breytingar í rekstri félagsins en nýjum mönnum fylgdu alltaf nýir siðir. Kvaðst hann taka við góðu búi og góður gangur væri í rekstri fyrirtækja ÍÚ. .... ♦♦♦------ Fjórir slösuðust á Grundar- tangavegi ÁREKSTUR varð á Gmndartanga- vegi í Hvalfirði um klukkan 9 í gær- morgun. Fjórir vom fluttir slasaðir á Sjúkrahús Akraness. Fólksbíll og gámabíll rákust nokk- uð harkalega saman en dimmt var enn, hálka og nokkuð blint þar sem áreksturinn varð. SjúkrabíU flutti hina slösuðu til Akraness en meiðsli þeirra vom ekki mjög alvarleg. ------------------- Gæsluvarðhald í sex vikur MADUR sem handtekinn var sl. fimmtudag eftir innbrot í geymslur við Skipholt í Reykjavík var úrskurð- aður um helgina í gæsluvarðhald í sex vikur. Hann er einn þriggja manna sem réðust inn á heimili manns við Kleppsveg í síðasta mán- uði. Hreggviður Jónsson Reglur um vinnu í lokuðu rými Mæla skal gas og súr- efni áður en farið er inn SAMKVÆMT reglum um vinnu í lokuðu rými sem gefnar vora út fyr- ir um tveimur ámm á að gasmæla og súrefnismæla lokaða tanka áður en farið er inn í þá. Þrátt fyrir þess- ar reglur hafa á síðustu áram orðið nokkur alvarleg vinnuslys, þar sem menn hafa orðið fyrir gaseitmn og/eða súrefhisskorti við það að fara inn í lokaðar þrær eða önnur lokuð rými. Skemmst er að minnast banaslyss sem varð um borð í Gull- veri á Akureyri sl. föstudag, þegar maður sem fór ofan í nær súrefnis- lausan keðjukassa skipsins lést og tveir aðrir sem á eftir honum fóm vom hætt komnir. Að sögn Sigurðar Þórarinssonar, deildarstjóra hjá Vinnueftirliti rík- isins, var aðeins kveðið á um gasmælingu í gömlu reglunum um vinnu í lokuðu rými, en samkvæmt þeim nýju á bæði að mæla súrefni og gas áður en farið er inn í lokuð rými. Sigurður segir ljóst að í tilvik- inu á Akureyri hafi sjór lekið inn í keðjukassann. Þegar járn ryðgi, dragi það í sig súrefni og þannig hafi allt súrefnið inni í kassanum eyðst. Óvenjumörg slys á siðustu árum Sigurður segir óvenjumörg slys af þessu tagi hafa orðið á síðustu ár- um, þrátt fyrir að reglur kveði skýrt á um hvemig þau megi fyrirbyggja. „Við sendum reglumar út í um 1.000 eintökum þegar þær vom gefnar út, í allar vélsmiðjur og til flestra verktaka, en það virðist bara ekki vera nóg.“ Hann segir ekki ljóst hvað gert verði í framhaldinu en þó sé líklegt að einhvers konar átak verði gert til fræðslu. í júlí síðastliðnum varð starfs- maður loðnuverksmiðju á Akranesi fyrir alvarlegri gaseitran í loðnuþró og annar varð fyrir vægri eitran. í ágúst 1994 misstu þrír menn með- vitund í lokuðu rými í dýpkun- arpramma við Grandagarð og var talið að þeir hefðu orðið fyrir súr- efnisskorti vegna ryðmyndunar í jámi í prammanum. Sama sumar var starfsmaður SR-mjöls á Siglu- firði mjög hætt kominn þegar hann var að hreinsa loðnuþró, þar sem baneitraðar lofttegundir höfðu myndast út frá skemmdu hráefni. Hélt konu nauð- ugri í handjárnum MAÐUR, sakaður um að hafa haldið 26 ára konu nauðugri á heimili sínu, nauðgað henni og misþyrmt, var úrskurðaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í gæsluvarðhald til 23. janúar. Maðurinn er sakaður um að hafa haldið konunni nakinni í handjámum í íbúð sinni og mis- þyrmt henni á ýmsan hátt. Kon- unni tókst að hringja á hjálp meðan árásarmaðurinn svaf. Lögreglan mddist inn á heimili mannsins og var hann handtek- inn. Konan var flutt á móttöku fyrir fómarlömb kynferðislegs ofbeldis þar sem hlúð var að henni. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Kveikt á S Oslóartrénu ENN á ný hafa Óslóarbúar sent Reykvíkingum jólatré á sinn fasta stað á Austurvelli. Kveikt var á trénu sl. sunnudag með hefðbundinni athöfn, í blíðviðri og að viðstöddu fjölmenni á öll- um aldri. Auk ávarpa og jólatónlistar skemmtu jólasvein- ar gestum með uppátækjum sín- um. 100 þús- und í bæt- ur vegna ummæla RITSTJÓRI og þáverandi að- stoðarritstjóri DV, Jónas Kristjánsson og Elías Snæland Jónsson, hafa í Héraðsdómi Reykjavíkur verið dæmdir til að greiða þrotabúi manns 100 þúsund krónur í miskabætur vegna ummæla, sem höfð vom um hann í viðtali í blaðinu í september í fyrra. Maðurinn hafði krafist einnar milljónar í miskabætur. í viðtalinu, sem haft var við son fyrrverandi sambýliskonu mannsins, sagði m.a. að hann hefði haft 12 milljónir út úr veikri konunni með svikum og blekkingum og að hann hefði leikið þennan leik við annað fólk. Ritstjórarnir byggðu sýknu- kröfu sína m.a. á því að þar sem ummælin kæmu fram í viðtali við nafngreindan mann og hafi verið orðrétt eftír hon- um höfð gætu þeir ekki sem höfundar borið refsi- og fébóta- ábyrgð á þeim. Dómarinn féllst ekki á þetta og benti á að blaðamaðurinn sem tók viðtalið hefði ekki nafngreint sig í skilningi prentlaga og viðmæl- anda hans hefði ekki verið stefnt í málinu. Þá væm fyrir- sagnir í blaðinu settar fram með þeim hætti að til álita kæmi að sá frágangur væri sjálfstætt á ábyrgð ritstjóra og málið því réttilega höfðað á gmndvelli ábyrgðar þeirra. Dómarinn hafnaði sýknu- kröfu Elíasar, sem byggði á því að skýra ættí ákvæði laga um prentrétt þröngt og þar væri aðstoðarritstjóri ekki nefndur. Dómarinn sagði þvert á móti að lagaákvæðið tæki einnig til aðstoðarritstjóra, enda væri það ekki takmarkað að því leyti. Ummælin dæmd ómerk Öll ummæli, sem stefnt var út af, vom dæmd ómerk. Dóm- arinn tók fram, að öll væm þau höfð eftir viðmælanda blaða- manns DV í viðtali og ýmist höfð eftir honum óbeint í við- talinu eða innan tilvitnunar- merkja. Sumpart lýstu þau skoðun viðmælandans á stefn- anda málsins. Þegar þetta væri virt þættu ekki efni til að fall- ast á kröfu um að ritstjórunum yrði refsað samkvæmt hegn- ingarlögum. Hins vegar fælu ummælin í sér ólögmæta mein- gerð gegn stefnanda og hann ætti rétt á miskabótum. Loks voru ritstjóramir dæmdir til að birta dóminn og forsendur hans í DV og til að greiða þrotabúi mannsins 190 þúsund kr. í málskostnað. 10-18:30 Sum fyrirtæki eru opin lengur. KRINGMN ^ fí R fl fí F M FE L I HBHBÍ JS W' 1 ------.rJ^' ^ Varað við gáleysislegri notkun leysibenda Undanteknmg að leysibendar séu seldir sem leikföng hér SVO virðist sem það heyri til und- antekninga að svokallaðir leysi- bendar séu seldir sem leikföng í verslunum hér á landi. Þeir hafa þó verið í tísku meðal barna og ung- linga og dæmi eru um að þeir hafi verið notaðir til að trufla íþrótta- kappleiki. Geislavarnir ríkisins vara við gáleysislegri notkun þessara áhalda. Morgunblaðið ræddi við nokkra verslunarmenn, sem telja að það sé fremur undantekning en regla að börnum séu seldir leysibendar. Sem dæmi má nefna að í a.m.k. einni leikfangaverslun í Reykjavík eru leysibendar einungis seldir einstak- lingum yfir 18 ára aldri og aðeins samkvæmt pöntun. Aðallega eru það kennarar og fyrirlesarar sem kaupa þessi áhöld og verslunar- menn benda á að þau séu auk þess það dýr að það sé yfirleitt ekki á færi barna að kaupa þau. Viðvörun frá Geislavörnum ríkisins Fyrir skömmu fékk bam í Hafnar- firði geisla úr leysibendi í augað. Betur fór en á horfðist en skóla- hjúkmnarfræðingur sendi málið til Hollustuverndar ríkisins, sem sendi það áfram til Löggildingarstofu, sem er yfireftirlitsstjómvald á þessu sviði samkvæmt lögum um öryggi vöra. Að sögn Birnu Hreiðarsdóttur, deildarstjóra markaðsgæsludeildar Löggildingarstofu, var Aðalskoðun hf., sem sér um eftirlit á markaði fyrir Löggildingarstofu, falið að kanna málið nánar og að því loknu voru öll gögn send til Geislavarna ríkisins, sem nú hafa sent frá sér við- vömn vegna gáleysislegrar notkunar leysibendanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.