Morgunblaðið - 09.12.1997, Síða 28

Morgunblaðið - 09.12.1997, Síða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1997 UR VERINU MORGUNBLADIÐ Erlingur GK í Sandgerði ERLINGUR GK 212 er nýtt skip í eigu Valbjamar ehf. í Sand- gerði. Hét það áður Haffari ÍS en Þinganes keypti skipið fyrir ári og fór með í Hafnarijörð þar sem unnið hefur verið að ýmsum viðgerðum á því. Auk skipsins vom keyptir tveir sfldarkvótar og tæplega 100 tonn að auki og var sfldinni síðan skipt út fyrir bolfisk en Erlingur verður á trolli. Skipstjóri er Sævar Ólafs- son. Auk Erlings GK 212 gerir Valbjöra út togarann Hauk, Erl- ing GK 214 og Jón Erlings GK 222, sem er á snurvoð í Faxa- flóa. # j ■ 'Al |_il - ; 1 / / ' % ' -iw* . . /y « . jTLJ _ i oiiiíiiii iitrivi / H JL -Jré* 3! mrnáim • «sssff-sa.acíátó!iaSS Jlf Morgunblaðið/Snorri Snorrason Friðþjófur stefnir að metvertíð í síldarsöltun „Jafnt hráefni gerir gæfumuninn“ ÞRÁTT fyrir gæftarleysi á sfldarmiðunum hef- ur verið rífandi gangur í sfldarsöltun hjá Frið- þjófi hf. á Eskifirði og stefnir nú í metsöltun hjá fyrirtækinu á vertíðinni. Friðþjófur er í eigu Samherja hf. á Akureyri og sér skip félagsins, Þorsteinn EA, Friðþjófi fyrir hráefni. Þorsteinn hefur undanfamar sjö vikur stundað sfldveiðar í flottroll og landar annan hvern dag í Neskaup- stað, þaðan sem aflanum er ekið yfir til Eski- fjarðar til vinnslu hjá Friðþjófi. „Það stefnir í metvertíð í söltuninni,“ sagði Gestur Gestsson, rekstrarstjóri Friðþjófs, í samtali við Verið. „Við söltuðum í rúmar 18 þús- und tunnur á vertíðinni í fyrra sem lauk um miðjan janúar hjá okkur. Það var þá met. Nú er- um við komnir f sama magn. Með sama áfram- haldi stefnum við í að salta í 25-30 þúsund tunn- ur á þessari vertíð, en á einni viku náum við að salta í um það bil fjögur þúsund tunnur." í fyrra átti Sfldarvinnslan í Neskaupstað ís- landsmetið með því að salta í 55 þúsund tunnur á vertíðinni, en að sögn Gests hefur aldrei áður í ís- landssögunni verið saltað jafnmikið á einum stað. Hjá Síldarvinnslunni hefur nú verið saltað í um 23 þúsund tunnur. Aðspurður um hvort starfs- menn Friðþjófs væru leynt og Ijóst að keppa við methafana frá því í fyrra, vildi Gestur ekki kann- ast við að svo væri. „Við erum í mjög góðu sam- starfi við Síldarvinnsluna, því allri sfld, sem fara á til Friðþjófs, er landað á Norðfirði og flokkuð hjá Síldarvinnslunni, þannig að við erum ekki í neinni keppni við þá, enda er ijöldi starfsmanna þar miklu rneiri en hjá okkur. Við stefnum hinsvegar að því að vinna ótrauð fram að jólum, en hugsan- legt verkfall vélstjóra á stærri skipum eftir jól kann að hrella okkur. Sfldin þyrfti þá að fara að gefa sig í nót þótt hún hafi yfirleitt ekki verið veiðanleg í nót í janúar,“ sagði Gestur. Lagmetisiðnaðurinn á hraðri uppleið Á vegum Samheija er mikið unnið úr sfld, bæði á Eskifirði og á Akureyri og er áhugi á að auka þá starfsemi. Stór hluti af þessari saltsfld fer því í framhaldsvinnslu fyrir Samherja og felst í niðurlagningu gaffalbita fyrir Rússlands- markað sem seldir er á vegum Sfldarútvegs- neftidar. „Það hefur verið mikill vöxtur í lagmet- inu á Rússlandsmarkað eftir að markaðurinn náði sér á strik að nýju eftir hrun. Við reiknum með að þriðjungur af söltuninni fari í lagmetis- framleiðsluna. Einn þriðji er flakaður og settur í tunnur fýrir erlenda framleiðendur og er ABBA í Svíþjóð stærsti kaupandinn. Þriðjungur er svo hausskorin síld, söltuð í tuhnur, sem geymdar eru hér til vors og þá flökuð, unnin og flutt ú't til Norðurlanda." Tólf til þrettán tíma vinnudagar Um það bil 35 manns eru á launaskrá hjá Friðþjófi á meðan á sfldarvertíðinni stendur. Að sögn Gests gerir það gæfumuninn fyrir vinnsl- una í landi að hráefni skuli berast jafnt og þétt inn í hús. „Þó skiptar skoðanir séu uppi um trollveiðamar, skilar hún okkur jöfnu og góðu hráefni. Venjulegur vinnudagur hjá meirihluta starfsmanna er frá 6.00 á morgnana til 19.00 á kvöldin. Þetta eru tólf til þrettán tímar á dag yf- ir hávertíðina. Fólkið kemur í þetta með því hugarfari að það sé að fara á vertíð. Það er til ennþá, en við tæplega tvöföldum fjölda starfs- manna yfir þennan tíma. Um það bil fjórðungur starfsmanna er aðkomufólk, sem kemur til að ná sér í pening, og býr í verbúðum á meðan,“ segir Gestur. Frá því að Samherji keypti Friðþjóf í fyrra, hefur fyrirtækið einbeitt sér að sfldarsöltun og svo loðnufrystingu í febrúar og fram í mars á Rússlands- og Japansmarkað. Alþjóðasam- band strand- veiðimanna stofnað ALÞJÓÐASAMTÖK strandveiði- manna, fiskverkafólks og strand- veiðisamfélaga voru nýlegastofnuð í Nýju Delhi á Indlandi. 32 þjóðir standa að stofnun samtakanna, þar af nokkrar af fjölmennustu þjóðum heims. Um nokkurra ára skeið hafa Kanadamenn og Indveijar unnið að því að koma á samvinnu og samstarfi við fjölmörg svæði í þeim þróunar- ríkjum sem byggja afkomu strand- veiðisamfélaga og aðliggjandi svæða á hefðbundnum strandveiðum og/eða veiðiháttum. Indverjinn Thomas Kockcherry hefur í þessu skyni ferð- ast víða á undanfömum árum í sam- starfi við Kanadamenn. Þeirra á meðal er Earl McCurdy, forseti FFAW, samtakanna á Nýfundna- landi sem eru stærstu hagsmuna- samtök fiskimanna í Kanada. Stofnsamningur sem gildir til bráðabirgða Þessu starfi lauk með því að full- trúar frá viðkomandi ríkjum voru boðaðir til ráðstefnu 17.-21. nóvem- ber sl. í Nýju Delhi á Indlandi. Auk þeirra var þjóðum á norðurhveli sem stunda skipulagða félagsstarfsemi strandveiðimanan og fiskverkafólks boðin þátttaka. Um 150 manns frá 32 ríkjum sóttu ráðstefnuna, aðallega forystumenn hinna ýmsu félagasam- taka. Stofnsamningur sem gildir til bráðabirgða þar til endanleg sam- ræmingarvinna hefur farið fram, var síðan samþykktur á síðasta degi ráð- stefnunnar og voru þar með orðin að veruleika alþjóðleg samtök strand- veiðimanna, Worid Forum of Fish Harvesters and Fishworkers (WFF). Meðal stofnþjóða eru Filippseyjar, Senegal, Chile, Mexíkó, Pakistan, Bandaríkin, Indland, Kanada, Frakkland, England og ísland. Formaður hinna nýju samtaka er Thomas Kockcherry, 57 ára, búsett- ur í Cochin Kerala á Suður-Indlandi. Að auki var kosin 9 manna undirbún- ingsstjóm, en í henni á meðal annars sæti Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda. \ \ > I ! Tölvuvert úrval jólagjafa Tækmval 990,- Skeifunm 17 • 108 Reykjavík • Sími 5504000 Reykjavíkurvegi 64 • 220 Hafnarfirði • Sími 550 4020 www.taeknival. is COi iSJEi Geisladiska- veski Fyrir 12 diska Hljóðnemi /IROWANÍ 1.040, á fæti, Arowana De Hatalarar 790.- PoSo DC-691, 50\ft/ \ \ \ \ \ \ \ s

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.