Morgunblaðið - 09.12.1997, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 09.12.1997, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1997 59 MINNINGAR vinir okkar og spurðu hvort afí Björgvin væri ekki kominn því nóg var til handa öllum. Afí var einstaklega gjafmildur og bamgóður, hann lagði sig fram við að gleðja aðra. Öll bámm við mikla virðingu fyrir honum, hann var gáfaður maður og tók mikinn þátt í atvinnulífí og stjómmálum. Við læddumst um þegar verið var að tala um mikilvæg mál eða hlusta á fréttir. Nú þegar við emm orðin eldri gemm við okkur grein fyrir hve lífs- starf hans var mikilvægt og hve mikla ánægju það veitti honum að starfa að uppbyggingu mikilvæg- ustu atvinnugreinar þjóðarinnar. Afí var mjög stoltur af sinni stóm fjölskyldu, hann naut þess þegar fjölskyldan hittist og í raun var hann eins og ættarhöfðingi sem leit til með og hafði yfímmsjón með ijöl- skyldunni. Þau okkar sem em kom- in með maka kannast við þetta, því makinn var ekki formlega kominn inn í ættina fyrr en að lokinni kynn- ingu í jólaboðinu hjá ömmu og afa á jóladag. Öll eigum við okkar sérstöku minningar um afa og munum við öll varðveita þessar minningar í hjörtum okkar. Elsku amma, við vonum að guð gefí þér styrk á þessum erfíðu tíma- mótum, missirinn er mikill og við getum öll verið þakklát fyrir þann tíma sem við áttum með afa. Elsku afí, við kveðjum þig með söknuði. Pétur, Ólína, Kristín, Ragnheiður, Jórunn og Guðrún Björg. Legg ég nú bæði líf og önd, Ijúfi Jesú í þína hönd. Síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfír mér. Elsku langafí, Guð geymi þig. Barnabarnabörn. Þótt ég geti ekki sagt, að mér hafi komið á óvart fráfall vinar míns Björgvins Jónssonar, þótti mér engu að síður mikið skarð fyrir skildi. Björgvin hafði átt við töluverða van- heilsu að stríða og reyndar haft orð á því við mig, að svo kynni að fara, að hann ætti ekki langt eftir. Með góðri aðstoð lækna og fjölskyldu náði hann þó undraverðum bata og var hinn hressari síðast þegar ég hitti hann. Hins vegar þykir mér að skarð það, sem Björgvin skilur eftir, verði seint fyllt. Björgvin Jónsson var fæddur á Eyrarbakka. Hann gekk snemma til liðs við samvinnuhreyfínguna, stundaði nám í Samvinnuskólanum og starfaði hjá Kaupfélagi Ámes- inga og Kaupfélagi Austfjarða á Seyðisfírði. Á Seyðisfirði hófst hann snemma til metorða, enda úrræða- góður og stjórnsamur. Hann var bæjarstjóri Seyðisfjarðar 1954-61 og alþingismaður 1956—59. Eftir að Björgin lét af þingmennsku sneri hann sér að útgerð og fiskvinnslu og varð mjög athafnasamur á því sviði. Láfsstarf Björgvins verður eflaust betur rakið af öðrum. Með þessu stutta yfirliti vil ég aðeins draga fram þá staðreynd, að Björgvin kom víða við á sinni ævi. Hann kynntist vel Iífi fólks, bæði í dreifbýli og þétt- býli, stjórnmálunum og athafnalíf- inu. Hann var fjölfróður um íslenskt þjóðlíf. Hann þekkti vel bæði það sem á yfirborðinu sést og hitt sem á bak við tjöldin gerist. Við Björgvin urðum góðir kunn- ingjar fljótlega eftir að ég fór að hafa afskipti af stjómmálum. Sá kunningsskapur styrktist með árun- um. Stundum kom ég við á skrif- stofu hans í Austurstrætinu eða hann leit inn til mín. Á þessum fund- um urðu oft fjörugar umræður. Björgvin gagnrýndi það af einurð, sem honum þótti rangt gert, en studdi ekki síður hitt, sem honum líkaði vel. Það hafði Björgvin jafn- framt umfram marga gagnrýnend- ur, að yfírleitt fylgdu góð ráð. Þess- ara funda okkar Björgvins mun ég sakna. Ég sé ekki hver kemur í þessa vinar míns stað. Með þessum fátæklegu orðum vil ég þakka okkar góðu kynni. Við Edda sendum eiginkonu Björgvins, Ólínu Þorleifsdóttur, og fjölskyldu okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Steingrímur Hermannsson. Við fráfall Björgvins Jónssonar er genginn einn af þekktari athafna- mönnum landsins. Segja má að hann hafí verið glæsilegur fulltrúi þeirrar kynslóðar sem leiddi sjávarútveg hérlendis til nútímalegs horfs. Það er vegna manna á borð við Björgvin Jónsson sem efnahagslíf þjóðarinnar stendur styrkari stoðum en það gerði á fyrri hluta aldarinnar. Frumkvöðl- ar og hugsjónamenn þurfa oft að taka ágjöf samferðamanna, þeirra sem láta skammsýni tálma sér sýn. Kjarkur og áræði hugsjónamannsins braut allt slíkt af sér án þess að nokkur yrði sár. Slíkt er mikil kúnst og sannarlega ekki öllum gefín. Með rólyndi sínu og yfirvegun réðist Björgvin óhikað til atlögu við ný verkefni og skilaði þeim einatt í trausta höfn. Verkin tala - blómleg fyrirtæki hvort heldur er sunnan lands eða austan bera þess merki að grunnur þeirra var byggður á atorku og útsjónarsemi hins mæta athafnamanns. Björgvin Jónsson lét stjómmál til sín taka og var ávallt fanginn af stefnu Framsóknarflokksins. Með sanni má halda því fram að Björg- vin hafi verið einn aðalþungaviktar- maður flokksins - þó ekki léti hann á sér bera sem pólitíkus hin síðari ár. Margar af brýnustu ákvörðunum flokksins voru bomar undir ráðgjöf hins reynda og snjalla áður en þær vom á torg bomar. Þannig má segja að Björgvin Jónsson hafí mótað ís- lenskt samfélag vemlega, annars vegar sem athafnamaður og hins vegar sem afgerandi stjórnmála- maður. Minning hans mun lengi haldast á lofti. Fyrir hönd flokks- systkina sendum við Ólínu Þorvarð- ardóttur, eftirlifandi konu Björgvins, sem og fjölskyldu hans allri, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Merki hans mun ávallt verða okkur hvatn- ing til góðra verka. Hjálmar Árnason, Siv Friðleifsdóttir. Mig langar að minnast góðs drengs sem Björgvin frændi var. Hann var partur af lífí mínu enda stóri bróðir mömmu minnar. Björgvin var ekki allra en hann var tryggur, sagði fátt en hlustaði vel, maður sem hægt var að leita bóna hjá og hafði hann oft dirfsku, ögmn og yfírsýn langt á undan öðr- um. Það er sárt fyrir fjölskyldu að sjá á eftir tveimur bræðrum með rétt þriggja mánaða millibili en Jói frændi bróðir Björgvins var kvaddur héðan í september. Ég er stolt að hafa átt jafn glæsilegan frænda og Björgvin. Elsku Ólína, þú varst kletturinn hans og stolt, svo og öll börnin, tengdabörn og barnabörn. Góðar minningar em dýrmætar og gefa styrk, varðveitum þær og deilum þeim, þannig heldur lífíð áfram, með þökk fyrir allt. Ásta. Lát Björgvins Jónssonar þurfti svo sem ekki að koma þeim á óvart er til þekktu. Samt kemur það alltaf í opna skjöldu þegar góðir vinir kveðja. Við kvöddumst daginn áður en hann hélt til Kanaríeyja með Ólínu konu sinni til að njóta sólar og hlýrra vinda á meðan dagurinn styttist á norðurslóð. Við tókum sól- arhæðina í pólitíkinni og almennum landsmálum og hlökkuðum til að taka þráðinn upp að nýju, þegar þau sneru aftur til baka, hress og endur- nærð. Þekking Björgvins Jónssonar á íslensku þjóðfélagi, og pólitík alveg sérstaklega, var einstök. Hann var sannur lýðræðissinni og harður stuðningsmaður vestræns lýðræðis, en gagnrýndi ótæpilega það sem honum fannst miður fara í stjómarf- ari skoðanabræðra sinna og al- mennri þróun innanlandsmála. Hann hafði skömm á hvers kyns yfirborðs- mennsku og lá ekki á skoðunum sínum. Pólitísk afskipti Björgvins hófust að marki er hann vann það afrek að komast á þing fyrir Fram- sóknarflokkinn á Seyðisfirði árið 1956. Fram að þeim tíma datt held ég engum í hug að framsóknarmenn myndu blanda sér í átök þeirra flokka sem þar voru sterkastir. En Björgvin lét það ekki aftra sér og stóð uppi sem sigurvegari þegar talið hafði verið upp úr kjörkössum, flestum til mikillar undrunar. Sjálfur talaði hann um þetta af mikilli hóg- værð, en ljóst var að „víða stóð fé hans fótum" og hann fékk fylgi margra, sem ekki kusu í það skiptið eftir pólitískum flokkslínum. Það skiptust vissulega á skin og skúrir í lífí Björgvins. Sjálfur var maðurinn andlega sterkur og tók áföllum með jafnaðargeði, en hann haut einnig stuðnings samheldinnar fjölskyldu með Ólínu í fararbroddi og margra traustra vina. Þá átti Björgvin í öll- um homum þjóðfélagsins og ég hygg í flestum stjómmálaflokkum. Hann ræktaði vináttuna og var oft goldið í sömu mynt á því sviði. Á efri ámm færðist meiri ró yfír líf Björgvins og þótt hann fylgdist grannt með þjóðlífi og einkum at- vinnulifi þjóðarinnar dró hann sig meira og meira í hlé. Fyrir nokkmm ámm kenndi hann sér þess sjúkdóms er að lokum bar sigurorð af víkingn- um. Þá munaði mjóu að hans eigin mati og eftir það gerði hann sér ljóst að kallið gæti komið hvenær sem var. Hann losaði sig út úr veraldar- vafstri, en gerði ráðstafanir til að njóta elliára með Ólínu sinni eins lengi og kostur væri. Björgvin var mikill stuðningsmaður Framsóknar- flokksins til hinstu stundar, en langt var frá því að hann lokaði augunum fyrir því sem honum fannst betur mega fara í stefnu hans og störfum. Fáir gagnrýndu forystumennina óvægilegar ef svo bar undir, og þeirri gagnrýni var alltaf tekið vel, enda vissu allir að hún var ávallt fram borin af góðum huga og heilli sann- færingu. Mér er minnisstætt þegar einn af formönnum flokksins var að ljúka fundi, leit að lokum yfír salinn og sagði: „Það er eitt sem ég sakna í kvöld. Hann Björgvin hefur ekkert skammað mig. Á hvað skyldi það vita?“ Nú er rödd hans hljóðnuð og eft- ir er aðeins bergmál minningarinn- ar. Þeir sem nutu samfylgdar hans þakka fyrir sig og hlakka til endur- funda. Ástvinum hans sendum við fjölskyldan innilegar samúðarkveðj- ur. Magnús Bjarnfreðsson. • Fleiri minningargreinar um Björgvin Jónsson bíða birtingar ogmunu birtast í blaðinu næstu daga. Sendi mínar innilegustu þakkir til þeirra fjölmör- gu sem sýndu mér samúð og hlýhug við andlát og útför mannsins míns, GUÐNA ÞORSTEINSSONAR fiskifræðings, Grenibyggð 3, Mosfellsbæ, Fyrir hönd aðstandenda, Guðlaug Torfadóttir. t Elskulegur eiginmaður minn, besti vinur og félagi, SIGURSTEINN GUNNARSSON tannlæknir, Suðurgötu 7 í Reykjavík, til heimilis á Bragagötu 24, Reykjavík, lést á heimili sínu aðfaranótt sunnudagsins 7. desember sl Útförin verður auglýst síðar. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir. Móðir mín, + ELÍSA ELÍASDÓTTIR frá Ljósstöðum, til heimilis í Hátúni 12, Reykjavfk, er látin. Ólafur Kristjánsson. + Ástkær vinkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, ÁSTHILDUR PÉTURSDÓTTIR, Melabraut 50, Seltjarnarnesi, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtu- daginn 11. desember kl. 15.00. Ásgeir Nikulásson, Björgvin Pálsson, Sigrún Stella Karlsdóttir, Margrét Pálsdóttir, Júlia Björgvinsdóttir, Elísabet Björgvinsdóttir, Páll Bergmann, Sverrir Egill Bergmann, Ásthildur Björgvinsdóttir, Stefanfa Björgvinsdóttir, Sara Margrét Bergmann. + Utför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, frú ELÍNAR FANNÝ FRIÐRIKSDÓTTUR frá Gröf í Vestmannaeyjum, Háteigsvegi 19, Reykjavík, verður gerð frá Frlkirkjunni í Fteykjavík mið- vikudaginn 10. desember kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á íslandi. Edda Ágústsdóttir, Kristján S. Júlíusson, Ágúst J. Magnússon, Estelita Elín Buenaventura, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, BRAGI ÁRNASON, Hrafnistu, áður til heimilis á Kleppsvegi 70, sem lést miðvikudaginn 3. desember síðastliðinn verður jarðsunginn í Áskirkju miðvikudaginn 10. desember kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda. Hulda Þorvaldsdóttir. + Þökkum öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför, ERLINGS PÁLMASONAR fyrrv. yfirlögregluþjóns, sérstakar þakkir til Lögreglufélags Akureyrar. Guð blessi ykkur öll. Fjóla Þorbergsdóttir, Halldór Pálmi Erlingsson, Gerður Kristjánsdóttir, Bergþór Erlingsson, Heiðdfs Þorvaldsdóttir, Ema Erlingsdóttir, Hjörtur Gfslason, og afabörn. ■r~
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.