Morgunblaðið - 09.12.1997, Side 38

Morgunblaðið - 09.12.1997, Side 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1997 MORGUNB LAÐIÐ LISTIR Saumavél að höndum ein inM.isr Neskirkja AÐVENTUTÓNLEIKAR Verk eftir m.a. J. S., Bach, Telemann og Sigur- svein D. Kristinsson. Hildigunnur Halldórsdótt- ir og Sigurlaug Eðvaldsdóttir, fiðlur; Ragn- heiður Haraldsdóttir og Helga Jónsdóttir, blokkflautur; Herdís Jónsdóttir, víóla; Ásdís Arnardóttir, selló; Hávarður Tryggvason, kontrabassi; Örn Magnússon, pianó; Marta Guðrún Halldórsdóttir sópran. Neskirkju, sunnudaginn 7. desember kl. 17. STRENGJAKVINTETT, kvartett að við- bættum kontrabassa, lék fyrst útsetningu Jóns Leifs á þýzku lagi frá 16. öld, Það aldin út er sprungið. í hófstilltum „upprunaleg- um“ flutningi þeirra fimmmenninga tók tón- listin á sig sérkennilegt tímaleysi; gæti allt í senn verið frá Notre Dame á 12. öld, endur- reisnargömbutónlist eða íslenzk framúr- stefna 20. aldar á þjóðlegum grunni. Þetta, ásamt látlausum söng Mörtu G. Halldórs- dóttur við píanóundirleik Arnar Magnússon- ar í Með gleðiraust og helgum hljóm (úts. Ferdinands Rauters), myndaði töluverða stemmningu í upphafi aðventutónleikanna í Neskirkju á sunnudaginn var sem erfitt var að halda allt til enda. „Píanó“-konsert Bachs í d-moll sem svo var kynntur í tónleikaskrá er einn 13-14 sembalkonserta sem upphaflega voru oftast fiðlu- eða óbókonsertar; margir þegar frá Köthenárunum, sem Bach umritaði seinna fyrir sembal á kantorsferli sínum í Leipzig þar sem hann stjórnaði laugardagstónleik- um háskólahljómsveitarinnar Collegium Musicum í kaffihúsi Zimmermanns frá ein- leikshljómborðinu. Hafi strengjasveit hans getað farið allt niður í 5-6 manns að stærð, sem ekki er ólíklegt að stundum hafi gerzt, þótt ekki sæktist Bach eftir því, væri það samt ekki frágangssök, enda þótt gamafiðlu- strengir fyrri tíma séu veikari en stálstreng- ir. En að ætla sér að leika einleikshlutverkið á nútíma flygil í kirkju á móti aðeins fimm strengjum er að freista ógæfunnar. E.t.v. hefði sérlega dúnfingraður píanisti á ofur- léttan Bösendorfer eða álíka á hálfopnu loki getað látið dæmið ganga upp, og hefðu þó strokstrengirnir þurft að taka meira á en hér var gert, sérstaklega 2. fiðla, víóla og sefió. í þessu tilviki reyndist píanóið fremur hartómandi hljóðfæri, lokið hafði verið tekið af, og þó að einleikarinn gerði sitt ýtrasta til að yfirgnæfa ekki sveitina, dugði það ekki til; mikið af samleiks- og mótleiksstrófum hvarf í slaghörpukliðnum, meðan allar feilnótur slaghörpunnar (sem urðu þónokkrar undir lokin) komust skýrt til skila. Að sama skapi gafst lítið svigrúm til að byggja upp stígandi, sem þrátt fyrir frumstæða þrepadýnamík barokksins er greinilega innbyggð í verkinu, og fyrir vikið varð heildarsvipurinn flatur og vélrænn, svo leiddi hugann að hinu alræmda bon mot frönsku skáldkonunnar Colette: „Bach? Hann er eins og yndisleg saumavél." Eftir ágætan flutning kvintettsins og Ragnheiðar Haraldsdóttur blokkflautuleik- ara á Sjá himins opnast hlið söng Marta við kvintettsundirleik frumlega og skemmtilega útsetningu Sigursveins Magnússonar á Börnin segi og syngi, er hvíldi frá upphafi til enda á liggjandi orgelpunkti í bassa. Sætar sveitasælulegar blokkflautur bættust við í jólaaríu Telemanns, Liebster Jesu, kehre wieder, sem ásamt hinu snotra lagi Jóns As- geirssonar, Á jólanótt f. rödd og píanó, var ágætlega sungið, burtséð frá ákveðinni til- hneigingu til að „aftuiTeigja" á löngum tón- um í líkingu við klukkudýnamík upphafs- hyggjustefnunnar, sem á efsta tónsviði gat orðið svo hvellt að maður hrökk ósjálfrátt við. Tónleikunum lauk síðan með Jólin 1978, skemmtilegri útsetningu Sigursveins D. Kristinssonar fyrir öll nærstöddu hljóðfærin á Hátíð fer að höndum ein, sem Marta söng ljúflega við forspil og eftirspil alla marcia úr Góða veizlu gjöra skal. Ríkarður Ö. Pálsson Morgunblaðið/Ásdís ANDREA Gylfadóttir ásamt þeim Bergþóri Pálssyni og Kjartani Guðjónssyni í bakgrunni. Göróttur kokkteill LEIKLIST Leikíélag Reykjavíkur á stúra sviði Borgarleikhússins AUGUN ÞÍN BLÁ Tónlist og textar eftir Jón Múla og Jónas Árnasyni. Samantekt og stjórn; Jón Hjartarson. Dansar: Ástrós Gunnarsdóttir. Leikmynd: Steinþór Sigurðsson. Lýsing: Ögmundur Þór Jóhannesson. Búningar: Stefanía Ad- olfsdóttir. Hljóðstjórn: Baldur Már Arngrímsson. Hljómsveitarstjórn og útsetningar: Kjartan Valdemarsson. Hljómsveit: Gunnlaugur Briem, Kjartan Valdemarsson, Sigurður Flosason og Þórður Högnason. Flytj- endur: Andrea Gylfadóttir, Bergþór Pálsson, Jóhanna Jónas, Kjartan Guðjónsson, Selma Björnsdóttir, Theodór Júlíusson og Víðir Stefáns- son. Laugardagur 6. desember. JÓNAS Árnason hefur samið fjöldamörg sviðsverk einn saman, nokkur í samvinnu við bróður sinn, Jón Múla, og svo kom Stefán Jóns- son að samningu tveggja verka. Fyrsta verk þeirra bræðra, Del- eríum Búbónis, sem fyrst var flutt sem útvarpsleikrit 1954, er löngu orðin klassík meðal íslenskra gam- anleikja og var síðast sýnt í Loft- kastalanum. Að þessu verki frá- töldu hefur tónlist Jóns Múla við söngtexta Jónasar verið lífseigari en verkin sem lag og ljóð voru í upphafi hluti af. Á laugardags- kvöldið var frumflutt dagskrá þar sem meginuppistaðan var einmitt téð lög og textar. Lögin voru vel valin og skemmti- legt að endumýja kynnin við þau þó að án efa sakni sumir áhorfenda sinna uppáhaldslaga, en ekki er hægt að gera svo öllum líki. Einnig var skemmtilegt að heyra frum- flutning á nokkram lögum Jóns Múla sem hann hefur samið við löngu framsýnt verk Jónasar, sem kallað er nýtt leikrit í smíðum í leikskrá, en vera má að það sæti endurskoðun. Hljómsveitin skilaði sínu með prýði og má t.d. minna á einleik Sigurðar Flosasonar á þverflautu í leikna laginu Vikivaka í upphafi sýningarinnar. Því var það gremjulegt að brak og brestir skyldu kveða við úr hátalarakerfi hvenær sem það var þanið að ráði. Við lok sýningar gleymdist einnig að loka fyrir hljóðnema flytjenda þannig að þakkir þeirra hvers til annars og kossar bak við tjöldin út- vörpuðust yfir áhorfendur er þeir yfirgáfu sæti sín í sýningarlok. Sviðsmyndin samanstóð af ýms- um leikmunum sem var hrúgað upp baksviðs og gripið til þegar þurfa þótti og búningar voru nokk- uð samtíningslegir, t.d. sá ég ekki betur en Andrea væri í dragt sem hún kom fram í sem Evíta nýverið. Látum það vera þótt ekki hafi ver- ið lagt mikið í umbúnað sýningar- innar en verra var að flytjendur virtust líka hver úr sinni áttinni. Það stimdi á Andreu Gylfadótt- ur í þeim lögum sem hún söng ein- söng í, enda átti léttdjasskenndur stíllinn vel við hana. Bergþór Páls- son stóð sig firnavel í þeim lögum sem féllu að hans rödd en á stund- um stangaðist einfaldleiki laganna á við þjálfaða rödd óperasöngvar- ans. Greinilegt er að hann býr nú að aukinni breidd í leik og er að vona að honum gefist fleiri tæki- færi til að reyna á þá hæfileika sína í framtíðinni. Selma Björnsdóttir er jafnvíg á söng og dans og efni í leikkonu. Víðir Stefánsson stóð sig vel sem dansari, en jafnvel betur í fegurð- arsamkeppninni. En þrátt fyrir að ekkert sé út á þeirra framlag að setja þá eiga þau ekkert í þraut- þjálfaðar stjörnur eins og Ándreu og Bergþór. Og þegar Kjartani Guðjónssyni, Jóhönnu Jónas og Theodóri Júlíussyni er gert á stundum að syngja aðalrödd með Bergþór og/eða Andreu í bakrödd- um þá gengur það einfaldlega ekki upp. Það vantaði sárlega sterkan tenór, það vantaði enn frekar söng- stjóra. Þegar Bergþór (í falsettu), Selma og Andrea sungu saman hluta af lokalaginu sást hvað hefði getað orðið úr hópsöngnum. Ann- ars eru ljósu punktamir ein- söngskaflar þeima þriggja. Sveinn Haraldsson ... lét fá hjörtu ósnortin TÓIVLIST HI jóindiskar ENDURÓMUR-GUÐMUNDA ELÍASDÓTTIR íslensk og erlend lög. Umsjón með útgáfu: Vala Kristjánsson. Oll tæknivinna var unnin af tækni- deild Ríkisútvarpsins. Tæknimað- ur: Þórir Steingr/msson. Allar upptökur eru úr safni Ríkisút- varpsins. Framleiðsla: Sony DADC Austria. Dreifing: Japis. Utgefandi: Smekkleysa s/m. hf. „ÞAÐ er gleðiefni að hér skuli kominn geisladiskur með söng Guðmundu Elíasdóttur ópera- söngkonu," segir Kristinn Halls- son í meðfylgjandi bæklingi og er hér heils hugar tekið undir það, því Guðmunda Elíasdóttir var ekki aðeins söngkona með fallega og fágæta rödd sem hún beitti af kunnáttu, hún var listamaður af Guðs náð með útgeislun og karakter, sem naut sín á óperu- sviði. Hún „lét fá hjörtu ósnortin“ í sönglögum og óratóríusöng (Messías: „I know that my Redeemer liveth", söng sópran- hlutverkið á þýsku) og miðlaði af örlæti sínu og heitum tilfinningum - „af því besta og fegursta, sem hún átti til hið innra“. Og enn má taka undir með H.H. i bæklingi: „Hjartnæmi var í raun aðalsmerki Guðmundu á tónleikasviðinu, öllu öðra fremur.“ Þegar maður rifjar upp söng hennar á þessum hljómdiski (sumt ekki heyrt áður, einsog gefur að skilja), eiga framangreind orð vissulega vel við, því í söngnum skynjar maður ekki aðeins hlýja og örláta persónu, heldur einnig sannfæringarkraft og kunnáttu ásamt öraggri tilfinningu íyrir framsetningu eða stíl, eða hvað menn vilja kalla það. Röddin var vissulega mikil og falleg, „hafði á sér dökkan og mjög persónulegan blæ á miðsviðinu og lægi-a sviðinu, en bjó samt yfir óvenjulega mikilli hæð“. Samt náði hún trúlega fullum þroska og sér- kennum, er hún lauk framhalds- námi í París undir tilsögn Mme Fourestier, sem á sínum tíma var einn af virtustu söngkennurum Parísarborgar. Persóna Guðmundu Elíasdóttur er litrík og hlý, og líf hennar við- burðaríkt í samræmi við hana. Þessi hljómdiskur er fallegur vitn- isburður um listamann sem hafði af miklu að taka og því mikið að gefa. Meinleg villa er í kynningu á plötuumslagi. Þar er lagi nr. 4 sagt Vorljóð eftir Inga T. Lárasson, en það er Sumar eftir Pál Isólfsson við texta Jakobs Jóh. Smára. Oddur Björnsson sýnir í Freiburg Haimover. Morgunblaðið. NÝLEGA var opnuð í Freiburg sýning á verkum Guðmundar Karls Ásbjörnssonar. Sýningin var haldin á vegum lyQa- og efnaverksmiðjunnar Gödecke sem hefur sýnt gott fordæmi og stendur reglulega fyrir nýjum sýningum í anddyri fyrirtækis- ins. Guðmundur Karl sýnir tuttugu akrýl- og vatnslitamyndir og fæst að mestu við íslenskt og þýskt landslag. Hann hefur áður haldið einkasýningar í Þýskalandi, síð- ast í Staufen rétt fyrir utan Freiburg þar sem hann býr hluta ársins ásamt konu sinni. Áður hefur Guðmundur Karl sýnt í Bremerhaven, Dortmund, Greifswald og Köln. Sýning Guðmundar stendur til sjöunda janúar. Morgunblaðið/Þórarinn Stefánsson Guðmundur Karl Asbjörnsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.