Morgunblaðið - 29.01.1998, Qupperneq 1
88 SÍÐUR B/C/D
STOFNAÐ 1913
23. TBL. 86. ÁRG.
FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Bandaríkjaforseta vel fagnað á fundi í Illinois
Clinton tjáir sig ekki
frekar um ásakanir
Washington. Reuters.
MEIRA en 10.000 manns fögnuðu
Bill Clinton, forseta Bandaríkj-
anna, þegar hann kom til Illinois í
Miðvesturríkjunum í gær en hann
hefur ákveðið að leggja land undir
fót til að fylgja eftir stefnuræðu
sinni í fyrrakvöld. Eiginkona hans,
Hillary Rodham Clinton, fullyrti í
viðtali í morgunþætti ABC-sjón-
varpsstöðvarinnar í gær að maður
sinn myndi ekki tjá sig neitt fi'ekar
um ásakanir um framhjáhald og
meinsæri á næstunni enda væri
honum það ómögulegt vegna mála-
rekstursins gegn honum.
A ellefta þúsund manns fagnaði
Clinton þegar hann kom til há-
skólabæjarins Champaign í Illinois
í gær og varð hann margsinnis að
gera hlé á ræðu, sem hann flutti,
vegna lófataks og hvatningar-
hrópa. Þegar fólk var spurt um
ásakanirnar á hendur honum svör-
uðu flestir því til að þeir hefðu
áhyggjur af þeim en vonuðu að
þær væru ósannar.
Stefnuræða mælist vel fyrir
Clinton flutti stefnuræðu sína á
bandaríska þinginu í fyrrinótt og
hvatti til þess að væntanlegur af-
gangur af fjárlögum næstu ára
yrði notaður til að efla almanna-
tryggingakerfíð. Trent Lott, leið-
togi repúblikana í öldungadeild-
inni, lagðist gegn þessari hugmynd
og kvaðst vilja, að afgangurinn
yrði notaður að hluta til að minnka
skuldir ríkisins og lækka skatta.
Ræðan mæltist þó vel fyrir með-
al almennings ef marka má
skyndikannanir sjónvarpsstöðva. I
könnun ABC-sjónvarpsins sögðust
79% aðspurðra vera ánægð með
ræðuna og 56% töldu að forsetinn
væri nógu heiðarlegur og heil-
steyptur til að gegna embættinu.
Þreytt en afslöppuð
Hillary Clinton þótti afslöppuð
en þreytuleg í viðtalinu í Good
Morning America. „Vegna rann-
sóknarinnar, sem nú stendur yfir,
geta menn ekki vænst þess að for-
setinn segi eitthvað frekar opin-
berlega," sagði forsetafrúin. Sagði
hún, að forsetanum hefði þótt það
„mjög erfítt og ankannalegt" að
svara spurningum um hneykslis-
málið í síðustu viku þar sem hann
hefði þá verið með tvo leiðtoga í
heimsókn, þá Yasser Arafat,
leiðtoga Palestinumanna, og
Reuters
CLINTON flutti í gær ræðu í Illinois og varð hann oft að gera hlé á
máli sínu vegna fagnaðarláta meira en 10.000 áheyrenda.
Benjamin Netanyahu, forsæt-
isráðherra Israels.
Með kynlífsþráhyggju
Andy Bleiler, 32 ára gamall
kennari, hélt í gær blaðamanna-
fund og skýrði frá því að hann
hefði haldið framhjá konu sinni í
fimm ár með Monicu Lewinsky,
sem segist hafa átt í ástarsam-
bandi við Clinton. Sagði lögfræð-
ingur Bleilers að Lewinsky væri
haldin kynlífsþráhyggju og hikaði
ekki við að hagræða sannleikanum
þegar svo bæri undir.
■ Sjá umfjöllun á bls.
24, 25, 26 og 33.
Viðræður
um N-Ir-
land taldar
árangurs-
ríkar
London. Reuters.
ÞEGAR nýjustu umferð viðræðna
um frið á Norður-írlandi lauk í
London í gær sögðu breskh og írskir
ráðherrar að deiluaðilar, sambands-
sinnai- og lýðveldissinnar, hefðu
loksins farið að ræða um raunveru-
leg ágreiningsefni. Liz O’Donnell,
aðstoðarutanríkisráðhen-a írlands,
sagðist teija að viðræður undanfar-
inna tveggja daga hefðu verið árang-
ursríkar.
Mo Mowlam, N-írlandsmálaráð-
herra bresku stjórnarinnar, sagði að
ef hægt yrði að koma á fundi Gerry
Adams, leiðtoga Sinn Fein, stjórn-
málaarms írska lýðveldishersins
(IRA), og Davids Trimbles, leiðtoga
Sambandsflokks Ulsters (UUP),
myndi það auka friðarlíkur.
Adams hefur skorað á leiðtoga
UUP að koma til beinna viðræðna,
en Trimble hafnaði því boði. „Til
hvers væri það?“ sagði Trimble þeg-
ar fréttamaður spurði hann hvers
vegna hann vildi ekki eiga fund með
Adams. Trimble sagði að Sinn Fein
hefði vht fulltrúa UUP að vettugi í
viðræðunum á þriðjudag.
Ólíkt mat
Talsmenn UUP, sem beitir sér
fyrh áframhaldandi breskum yfír-
ráðum á N-írlandi, voru ekki já-
kvæðh um viðræðulotuna sem lauk í
gær. Heimildamaður úr þehra röð-
um sagði að viðræðurnar í London
hefðu „ekki aukið líkurnar á sam-
komulagi að neinu ráði“.
Ráðherrar gáfu í skyn að svarnir
andstæðingar, UUP og Sinn Fein,
hefðu þokast nær hvor öðrum, þótt
ofsagt væri að þeh hefðu beinlínis
ræðst við. Mowlam sagði að þó væri
tekið að grilla í að þessh fjendur
tækjust á um tiltekin deiluefni.
Reuters
IRAKAR á öllum aldri hafa orðið við áskorun Saddam Husseins, forseta Iraks, um að skrá sig til heræfinga.
Sagt er, að um milljón karla og kvenna muni taka þátt í æfingunum, sem hafa það að markmiði að
berjast gegn „yfirgangi Bandaríkjamanna" og hrinda viðskiptabanni Sameinuðu þjóðanna.
Morðið á Gandhi
26 dæmdir
til dauða
Madras. Reuters.
INDVERSKUR dómstóll
dæmdi í gær til dauða 10 Ind-
verja og 16 Sri Lankabúa fyr-
ir morðið á Rajiv Gandhi,
fyiTverandi forsætisráðherra,
1991.
Gandhi, sem þá var leiðtogi
stjórnarandstöðunnar á Ind-
landi, var myrtur á kosninga-
fundi í borginni Sriperumbud-
ur. Gekk kona með sprengju
innan klæða að honum og
svipti sjálfa sig, Gandhi og
fleiri lífí með því að sprengja
sprengjuna. Talið er að hún
hafi verið liðsmaður tamílsku
tígranna á Sri Lanka.
Aðeins tveh mannanna voru
sakaðir um morð enhinir um
samsæri. Þeir voru samt allir
dæmdir til dauða. Þeir hlýddu
þegjandi á dómsorðið en dóm-
inum verður áfrýjað.
Frakkar og Riissar telja rétt að fara samning’aleiðina að Saddam Hussein
Albright vill „öflug viðbrögð“
París, Washington, London. Reuters.
STJÓRNVÖLD í Frakklandi og
Rússlandi hvöttu í gær til, að deil-
urnar við Iraksstjórn yrðu settar
niður með samningum og Frakkar
gagnrýndu einnig þau ummæli Ric-
hard Butlers, formanns vopnaefth-
litsnefndar Sameinuðu þjóðanna, að
Irakar ættu nóg af sýklavopnum til
að „tortíma öllum íbúum Tel Avivs“.
Madeleine Albright, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, og B01 Ric-
hai'dson, sendiherra Bandaríkjanna
hjá SÞ, munu fara til ýmissa ríkja í
Evrópu, Miðausturlöndum, Afriku
og Suður-Ameríku á næstu dögum
til að afla stuðnings við „öflug við-
brögð“ við aðgerðum íraksstjórnar
gegn vopnaefthlitsnefnd SÞ.
Jevgení Prímakov, utanríkisráð-
herra Rússlands, sagði á frétta-
mannafundi í París í gær, að Rússar
og Frakkar væru sammála um, að
árás á írak væri engin lausn, deiluna
yrði að leysa með samningum. Lagði
hann þó áherslu á, að Irakar yrðu að
hlíta skilmálum SÞ. Talsmaður
Jacques Chhacs, forseta Frakk-
lands, tók undh ummæli Prímakovs
og talsmaður franska utanríkisráðu-
neytisins gagnrýndi harðlega þau
ummæli Richard Butlers, að Irakar
ættu nóg af sýklavopnum til að „tor-
tíma öllum íbúum Tel Avivs“.
Franskh sendimenn segja, að yfir-
lýsing Butlers sé óheppileg, hann
hefði betur geymt hana fyrh örygg-
isráðið, en Israelar brugðust við
henni með því að lýsa yfír, að árás á
ísrael yrði Irökum dýrkeypt.
Úrslitatilraun
Albright, utanríkisráðherra
Bandai'íkjanna, ætlaði í gær að
leggja upp í ferð til Evrópu og Mið-
austurlanda í þeim tilgangi að afla
stuðnings við „öflug, alþjóðleg við-
brögð“ við aðgerðum Iraksstjórnar
og er ferðin talin síðasta tihaun
Bandaríkjastjómar til að finna frið-
samlega lausn á deilunni. Snýr hún
ekki aftur úr ferðinni fyrr en um
miðja næstu viku. Bill Richardson,
sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ,
mun einnig fara síðar í vikunni til
höfuðborga ýmissa ríkja, sem aðild
eiga að öryggisráðinu.
Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, sagði á þingi í gær, að
koma yrði í veg fyrir, að Saddam
Hussein, forseta Iraks, tækist að
koma sér upp gjöreyðingarvopnum
og því fyrr, því betra. Að öðrum
kosti gætu afleiðingarnar orðið
skelfílegar.