Morgunblaðið - 29.01.1998, Page 2
2 FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
MYNDIN er af sams konar íþróttahúsi í Ikast í Danmörku og fyrirhugað er að byggja í Reykjanesbæ. Útlit hússins er eins sama hvaða möguleiki
verður fyrir valinu, en mismunandi kostnaður felst í mismunandi útbúnaði hússins.
Vinnuhópur skilar skýrslu um byggingu fjölnotaíþróttahúss í Reykjanesbæ
Y firbyggður fótboltavöllur
fyrir 300 milljónir króna
SKÝRSLA vinnuhóps um byggingu
yfirbyggðs knattspyrnuvallar í
Reykjanesbæ, sem jafnframt gæti
verið fjölnotaíjíróttahús, var lögð
fram á fundi bæjarráðs Reykjanes-
bæjar í gær. í skýrslunni er gerð
grein fyrir þremur möguleikum á
byggingu hússins og er kostnaður á
biiinu 285 milljónir og upp í 422
milijónir króna eftir því hvaða kostur
er valinn.
Vinnuhópurinn var skipaður í
byrjun desember til að fara ofan í
einstaka þætti þessa máls, en í hon-
um eiga sæti Jónína Sanders, for-
maður bæjarráðs Reykjanesbæjar,
Gísli Jóhannsson og Reynir Ólafs-
son. I skýrslu hópsins sem unnin er í
samvinnu við VSÓ ráðgjöf er í fyrsta
lagi gerð grein fyrir kostnaði við
gerð yfirbyggðs knattspymuvallar
og er hann talinn nema 285 milljón-
um króna eða 33 þúsund krónum á
fermetra. Árlegur kostnaður við
rekstur vallarins er talinn nema 8,6
milljónum króna, en árlegar tekjur
18,1 milljón króna.
í öðru lagi er gerð grein fyrir
kostnaði við gerð fjölnotaíþróttahúss
sem auk knattspymuvallar ætti að
geta hýst aðrar íþróttagreinar og
skapað aðstöðu til að halda smærri
sýningar. Þá er kostnaðurinn talinn
nema 315 milljónum króna eða 36
þúsund krónum á fermetra. Tekjur
em áætlaðar 19,2 milljónir á ári, en
kostnaður við rekstur hússins 15,8
milljónir kr.
Þriðji möguleikinn, sem gert er
grein fyrir í skýrslunni, er um bygg-
ingu fjölnotaíþróttahúss sem hýst
gæti aðstöðu fyrir stærri og veiga-
meiri sýningar. Þá er kostnaðurinn
422 milljónir kr. eða rúmar 48 þús-
und kr. á fermetra. Kostnaður við
rekstur hússins er áætlaður 20 millj-
ónir á ári og tekjur em áætlaðar lítið
eitt hærri.
12,5 metrar upp í mæni
Jónína Sanders sagði í samtali við
Morgunblaðið að í öllum tilvikum
væri verið að ræða um fótboltavöll í
fullri stærð, 64x100 metra, og áhorf-
endastæði fyrir 1.500 áhorfendur. í
framangreindum tölum væri ekki
tekið tillit til fjármagnskostnaðar, en
tekjur af húsinu væm einnig mjög
varlega áætlaðar. Mesta hæð húss-
ins yfir miðju vallarins væri 12,5
metrar, en 5,5 metrar við hliðarlínur.
Þetta væm sambærileg hús og
byggð væm í Danmörku og dygðu til
æfinga og keppni. Norðmenn
byggðu hins vegar viðameiri hús, þar
sem lofthæð væri 10 metrar yfir hlið-
arlínum og 20 metrar væm upp í
mæni, en þessi hús væra miklum
mun dýrari í byggingu. Það væri
hins vegar ekki þörf á byggingu svo
dýrra húsa, því danskir útreikningar
sýndu að bolti færi kannski að með-
altali 1-2 upp í þak í leik í húsum af
þeirri stærð sem algengt væri að
byggð væra í Danmörku.
Húsinu er fyrirhugaður staður við
svonefndan Flugvallarveg á mörkum
Keflavíkur og Njarðvíkur. Jónína
sagðist leggja áherslu á að ákvörðun
um það hvort ráðist yrði í byggingu
hússins yrði tekin innan tveggja
vikna, en vinnuhópurinn mælti með
því að farið yrði út í byggingu húss
samkvæmt öðmm möguleikanum,
þar sem byggingarkostnaður væri
315 milljónir króna.
„Eg er sannfærð um að miðað við
stoíhkostnað sé þetta fjárfesting
sem borgi sig. Hús sem hægt er að
nýta bæði fyrir íþróttir, ýmiss konar
sýningar og tónleika, til dæmis
rokktónleika, gæti aukið umsvif á
þessu svæði í atvinnu- og ferðamál-
um,“ sagði Jónína ennfremur.
Reynsla af myndavélum á
Áfram rætt
við Norsk
Hydro
FINNUR Ingólfsson iðnaðar-
og viðskiptaráðherra segir að
íslensk stjómvöld og fulltrúar
Norsk Hydro hafi orðið sam-
mála um að halda áfram við-
ræðum um hugsanlega bygg-
ingu álvers hér á landi. Ráðist
verði í frumathugun og er gert
ráð fyrir að henni verði lokið í
byrjun júní nk.
„Við höfum verið að fara yfir
þær upplýsingar sem við höfum
safnað saman. Næsta skref í
málinu er að gera fmmathugun
á hagkvæmni þess að reisa ál-
ver hér á landi. Reiknað er með
að í byrjun júní verði þessari
könnun lokið. Ég geri mér vonir
um að í framhaldi af því verði
farið út í nákvæma úttekt á
verkefninu, arðsemi þess og
möguleikum. Meðal þess sem
þarf að skoða er stærð áfanga
og raforkuframleiðsla. Ég von-
ast eftir að niðurstaða úr þess-
ari úttekt liggi fyrir í um ára-
mót 1998-1999. Þá þurfa samn-
ingsaðilar að taka ákvörðun um
hvort þeir vilji halda áfram með
verkefnið," sagði Finnur.
Finnur sagði það skoðun ís-
lenskra stjómvalda að niður-
staða Kyoto-ráðstefnunnar
bindi ekki hendur íslendinga
hvað varðar frekari uppbygg-
ingu stóriðju hér á landinu.
gatnamótum endurmetin
Morgunblaðið/RAX
Bílþvottur í vetrarsól
REYNSLA lögreglunnar í Reykja-
vík af notkun myndavéla við um-
ferðareftirlit á ljósastýrðum gatna-
mótum hefur verið til athugunar í
dómsmálaráðuneytinu. Ár er síðan
slíkar myndavélar vom teknar í
notkun hérlendis og hefur komið í
Ijós að breyta þarf reglugerðum
vegna þessarar aðferðar við beit-
ingu sekta.
Þórhallur Ólafsson, aðstoðarmað-
ur dómsmálaráðherra, segir að þeg-
ar vélarnar vora teknar í notkun
hafi verið ákveðið að meta reynsl-
una eftir ár og ráðast í endurbætur
ef nauðsyn bæri til. Fulltrúar ráðu-
neytisins munu á morgun kynna
lögreglunni breytingar á reglugerð-
um sem hafa verið gerðar og aðrar
sem þarf að ráðast í og fara yfir
stöðu mála.
Myndavélar verða
notaðar víðar
Meðal þess sem breyta þurfti er
hvernig fara skuli með mál ef eig-
andi bíls, sem myndaður er á
rauðu Ijósi, neitar að gefa upp hver
hafi verið undir stýri. En í 58.
grein umferðarlaganna segir að
eiganda eða umráðamanni ökutæk-
is sé skylt að gera grein fyrir því
hver hafi stjórnað ökutækinu á til-
teknum tíma, krefjist lögreglan
þess. Verður nú heimilt að sekta
bíleiganda ef hann neitar að veita
þessar upplýsingar. Þarf að breyta
lögum um meðferð opinberra mála
til að afgreiðsla þessara mála verði
skilvirkari og verða frumvörp um
þessi efni kynnt í ríkisstjórn á
morgun.
Þá er og til skoðunar að breyta
staðsetningu myndavélanna á
gatnamótunum og kaupa viðbótar-
búnað, en fyrirhugað er að Umferð-
arráð og Vegagerðin kaupi nýja vél.
Einnig verður á fundinum rætt um
reglur sem ríkislögreglustjóri hefur
í smíðum varðandi meðferð þessa
nýja tækjabúnaðar. Gert er ráð fyr-
ir að myndavélar á ljósastýrðum
gatnamótum verði á næstunni not-
aðar víðar en í Reykjavík.
■ Tvær vélar/13
UNDANFARNA daga hafa
skipzt á frost og þíða í höfuð-
borginni. Bíleigendur hafa
notað þíðukaflana til að skola
tjöruna af bflum sínum og
ánægjan yfir að sjá fararskjót- |
ann skipta um ham verður
varla minni þegar vetrarsólin
skín og bregður bjarma á
vatnsúðann.
Halldór Ásgrímsson varar við afleiðingum sjómannaverkfalls
Kippir forsendum undan :
hallalausum nldssjóði
HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra sagði
á fundi með framsóknarmönnum í Reykjavík í
gær að boðað verkfall sjómanna gæti haft skelfi-
legar afleiðingar og ógnað þeim stöðugleika sem
hér hefur ríkt í efnahagsmálum. Verkfall sjó-
manna gæti t.d. sett forsendur um hallalaus fjár-
lög úr skorðum.
Á fundinum fjallaði Halldór um góðærið í efna-
hagsmálunum. Hann sagði að vegna góðærisins
hefði auknum fjármunum verið varið til heil-
brigðismála, en stöðugt væri sótt á um enn meiri
útgjöld til þessa málaflokks. Framsóknarmenn
legðu hins vegar áherslu á að lækka skuldir ríkis-
sjóðs og styrkja þannig undirstöður velferðar-
kerfisins í stað þess að auka stöðugt útgjöld og
safna skuldum.
„Það er alveg ljóst að ef íslenski fiskiskipaflot-
inn stöðvast um nokkurra vikna eða mánaðar-
skeið breytast allar áætlanir. T.d. mun sá gmnd-
völlur sem við reiknuðum með í fjárlögunum
bresta og þær tekjur sem við reiknuðum með í
fjárlögum verða minni. Ef slíkt gerist verðum við
annaðhvort að sætta okkur við hallarekstur á
nýjan leik og skuldasöfnun eða skera niður í rík-
isútgjöldum og þá verða stórir málaflokkar eins
og heilbrigðis- og tryggingamál að taka eitthvað
a sig.‘
Alvarlegar afleiðingar
Halldór sagði að þessi deila væri mjög alvarleg
og engin lausn væri í sjónmáli. „En auðvitað er
hægt að leysa hana eins og allar aðrar deilur ef
deiluaðilar vilja sjá niðurstöðu og málamiðlun.
Það sem er hins vegar erfitt er að slík málamiðl-
un getur leitt til þess að aðrir í þjóðfélaginu fái
minni tekjur og jafnvel missi atvinnu sína,“ sagði
Halldór og nefndi sérstaklega fiskvinnslufólk.
„Ég ætla ekki að spá fyrir um hvernig þetta
fer, en ég tel þetta alvarlegustu deilu sem ég hef
séð. Ég tel að hún geti haft miklu meiri afleiðing-
ar en margir gera sér grein fyrir, því það er
beint samband milli tekna í sjávarútvegi og vel-
megunarinnar í landinu.
Þetta er að sjálfsögðu mikið áhyggjuefni fyrir
ríkisstjómina og auðvitað er þetta mál á okkar
borði. Við höfum hins vegar engar áætlanir uppi
um að grípa inn í þessa deilu. Það er mál þeirra
sem stofnuðu til hennar að leysa hana. Það á ekki
að vera hægt að stofna til deilna í þessu samfé-
lagi í trausti þess að stjómmálamenn höggvi á
hnútinn. Við getum heldur ekki treyst því, jafn-
vel þó að við reynum að gera það, að þeir borgar-
ar sem eiga að hlýða því hlíti þeirri niðurstöðu.
Það má vera að þeir geri það e.t.v. í skamman
tíma, en nýjar deilur munu kvikna og á endanum
munu deiluaðilar alltaf þurfa að leysa málin sín á
milli.“