Morgunblaðið - 29.01.1998, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 29.01.1998, Qupperneq 10
10 FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Lögbinding lágmarks- launa fái flýtimeð- ferð GISLI S. Einarsson, þingmaður Þingflokks jafnaðarmanna, óskaði eftir því við forseta Alþingis í gær að frumvarp sitt um lögbindingu lágmarkslauna fengi sérstaka flýti- meðferð innan þingsins á grund- velli nýrra upplýsinga sem hann hefði aflað sér. Gísli vísaði þar til skýrslu Al- þjóðavinnumálastofnunarinnar og bók tveggja prófessora í Banda- ríkjunum sem ber heitið Spásögn og staðreyndir, en þar kæmu fram nýjar staðreyndir um áhrif lög- bindingar lágmarsklauna á hag- kerfí þjóðanna. Sagði Gísli að sam- kvæmt þessum nýju upplýsingum væru öll rök með því að afgreiða frumvarpið á þessu þingi. Bæði fræðileg og stjórnmálaleg lög styðja málið. Guðmundur Arni Stefánsson, Sighvatur Björgvinsson, Þinflokki Jafnaðarmanna, Kristín Astgeirs- dóttir, utan flokka og Guðný Guð- bjömsdóttir, Kvennalista, tóku undir kröfu Gísla um að frumvarp- ið yrði tekið á dagskrá þingsins sem fyrst. Agúst Einarsson, Þing- flokki jafnaðarmanna, sömuleiðis, en hann sagði að bæði fræðileg rök sem og stjómmálaleg lægju fyrir því að frumvarpið yrði tekið til um- fjöllunar hið fyrsta. Benti hann m.a. á máli sínu til stuðnings að Bill Clinton Bandaríkjaforseti hefði í ræðu sinni í fyrrinótt lagt áherslu á hækkun lágmarkslauna. Alþingi FUNDUR Alþingis hefst kl. 10.30 í dag. Eftirfarandi mál eru á dagskrá: 1. Vegaáætlun 1998-2002. Fyrri umræða. 2. Langtímaáætlun í vega- gerð. Fyrri umræða. Sími 555 1500 Garðabær Boðahlein Höfum fengið til sölu fyrir aldraða við Hrafnistu í Hf., gott endaraðh., ca 90 fm auk bílsk. Áhv. ca 1,5 millj. Verð 10,5 millj. Hafnarfjörður Hraunbrún Glæsilegt einbýli SG-eininaahús á tveimur hæðum ca 270 fm. Áhv. ca 9 millj. Verð 19 millj. Austurgata Góð einstaklingsíb. ca 40 fm. Verð 2,8 millj. Óttarstaðir Til sölu ca 5—6 hektara landspilda úr landi Óttarstaða I. Liggur að sjó. Verð: Tilboð. Reykjavíkurvegur Gott skrifstofuhúsnæði ca 120 fm á 2. hæð. Verð 5,2 millj. Breiðvangur Sérlega glæsileg ca 190 fm neðri sérh. í tvíb. auk bílskúrs. 5 svefnh. Áhv. byggsj. ca 2,7 millj. Verð 13,2 millj. Gunnarssund Til sölu er góð 3ja herb. (b. á jarðh. Vantar ca 100 fm íb. nærri miðbæ Hafnar- fjarðar. Vantar eignir á skrá Fasteignasala, Strandgötu 25, Hfj. Ámi Grétar Finnsson, hrl. Stefán Bj. Gunnlaugsson, hdl. Blað allra landsmanna! |Hnr0ttttblnMb - kjarni málsins! Morgunblaðið/Ásdís ÞINGMENNIRNIR Guðjón Guðmundsson og Vilhjálmur Egilsson stinga saman nefjum. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir stendur fyrir aftan en Kristín Ástgeirsdóttir situr við hlið Viihjáims. Vasapemnga- greiðslur verði kynntar betur ÁSTA R. Jóhannesdóttir, þingmaðm- þingflokks jafnaðarmanna, sagði á Alþingi í gær að nauðsynlegt væri að kynna stöðugt þau réttindi sem vist- menn og sjúklingar á stofnunum hefðu til vasapeninga dvelji þeir tímabundið utan stofnana án þess að útskrifast. Réttur þessi var settur í reglugerð árið 1991, en samkvæmt 5. gr. henn- ar er heimilt að greiða vasapeninga sem nemur tvöfóldum sjúkradagpen- ingum íyrir hvem dag sem sjúkling- m- dvelst tímabundið utan stofnana án þess að útskrifast. Samkvæmt 6. gr. gildir þessi réttur líka um þá sem dvelja á stofnunum fyrir aldraða. Ásta vakti máls á þessu í fyrir- spurnartíma og sagðist hafa upplýs- ingar um að fjöldi geðfatlaðra, sem hefðu verið settir út af deildum fyrir síðustu jól, hefði ekki fengið um- rædda vasapeninga. Sagði Ásta að fólk hefði greinilega ekki hugmynd um þennan rétt. „Stöðug kynning þarf að vera í gangi, því menn fá ekki þessar gi-eiðslur nema sækja um þær,“ sagði hún. í máli Ingibjargar Pálmadóttur heilbrigðis- og tryggingaráðherra kom fram að árið 1993 hefðu 25 ör- yrkjar fengið umrædda vasapeninga en fjórir ellilífeyrisþegar af þeim tvö þúsund vistmönnum sem fengju vasapeninga yfir höfuð. Árið 1994 hefðu 26 öryrkjar fengið þessa vasa- peninga og átta ellilífeyrisþegar, árið 1995 hefðu 25 öryrkjar fengið vasa- peningana og sjö ellilífeyrisþegar, árið 1996 hefðu 82 öryrkjar fengið vasapeningana og 21 ellilífeyrisþegi og árið 1997 hefðu 70 öryrkjar fengið vasapeningana og 25 ellilífeyrisþeg- ar. Málið tekið upp í tryggingaráði Guðrún Heigadóttir, þingmaður Alþýðubandalags og óháðra, sagði augljóst að fólk hefði ekki hugmynd um að þessi möguleiki væri fyrir hendi. Sagði hún málið hvorki heii- brigðisráðuneytinu né Trygginga- stofnun til sóma og lofaði að það yrði tekið upp í tryggingaráði, þar sem reynt yrði að bæta úr því. Mælt fyrir breytingu á almannatryggingalögum Aukín réttindi fyrir starfs- menn sem dvelja erlendis geti sótt um að vera áfram tryggður hér á landi í allt að eitt ár frá brott- farardegi enda leiði milliríkjasamn- ingar ekki til annars. Það er hins vegar skilyrði að tilgangur fararinn- ar sé ekki að leita læknismeðferðar. Þá er í frumvarpinu gert ráð fyrir að í reglugerð verði sett nánari skil- yrði fyrir því að vikið verði frá ákvæðum um sex mánaða búsetu til að njóta sjúkratrygginga hér á landi, ennfremur eru réttindi náms- manna erlendis til trygginga aukin og loks er starf í íslenskum skipum og flugvélum jafngilt starfi hér á landi. INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigð- is- og tryggingaráðherra hefur mælt fyrir frumvarpi til laga um breyt- ingu á lögum um almannatrygging- ar. I frumvarpinu er m.a. lagt til að starfsmenn íslenskra íyrirtækja er- lendis, sem greiða skatta og gjöld af launum hér á landi, teljist áfram tryggðir, enda verði um það sótt fyr- ir fram, þrátt fyrir að lögheimili þein’a verði í öðru ríki. Hið sama gildir um maka þeirra og böm undir átján ára aldri. í athugasemdum með frumvarp- inu kemur fram sú skoðun að þessi breyting á gildandi reglum sé mikið sanngirnismál fyrir þá fjöl- mörgu einstak- linga sem hafi verið tryggðir hér á landi en fallið úr trygg- ingu vegna at- vinnu sinnar er- lendis fyrir aðila sem hafa aðsetur og starfsemi á íslandi. Og það jafnvel þótt tryggingagjald, sem að hluta til stendur undir kostnaði við lífeyristryggingar almannatrygg- inga og atvinnu- leysistryggingar, hafi verið greitt af laununum. Réttindi námsmanna aukin Einnig er í frumvarpinu lagt til að Trygginga- stofnun ríkisins verði veitt heimild til að ákveða að einstaklingur sem hyggst flytja af landi brott en hefur búið hér á landi í samfellt fimm ár, ALÞINGI Blaðanefnd stjórnmálaflokkanna kemur sanian til fundar 1 dag Kyrrstaða í deil- unni um útgáfu- styrk þingmanna KYRRSTAÐA var í gær í deilunni um útgáfustyrki til alþingismanna. Sérstök nefnd, með fulltrúum allra flokka, sem fjallar um skiptingu op- inbers fjár til stjórnmálaflokkanna, fjallar um málið í dag og er ætlunin að leiða til lykta deiluna um það hvort Kristínu beri að fá 1,8 milljónir króna í útgáfustyrk. Hermt er að Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins og formaður nefndarinnar, hafi í greinargerð til forseta Alþingis sagt að það væri stjórnarskrárbrot að hafna umsókn Kristínar og hafi vísað til jafnræðisreglu stjórnar- skrárinnar máli sínu til stuðnings. Ákveðið hlutfall útgáfustyrksins hefur skipst jafnt milli flokka og af- gangnum hefur verið skipt eftir fylgi þeirra. Kristín hefur lýst yfir því að hún sé óháður þingmaður og er utan þingflokka. Guðný Guðbjörnsdóttir, formaður tveggja manna þingflokks Samtaka um kvennalista, krefst þess að Kvennalistinn fái féð, þar sem það sé reiknað út frá fylgi flokka, en ekki einstaklinga. Bendir dráttur til betri stöðu Kvennalista? Guðrún Jónsdóttir, framkvæmda- stjóri þingflokks Kvennalistans, sit- ur í nefndinni og kvaðst hún hafa lagt fram bókun með greinargerð Kjartans, en hún vildi ekkert láta hafa eftir sér efnislega um bókunina í gær. Hún sagði að málið væri í kyrrstöðu þar til fundur nefndarinn- ar yrði haldinn í dag, en það væri ákveðin vísbending að nefndin skyldi ekki hafa komist að niðurstöðu á fundinum, sem haldinn var á þriðju- dag. „Á þeim fundi var ekki alveg ijóst hvað ætti að gera í málinu, annars hefði það verið keyrt í gegn,“ sagði Guðrún í gær. „Það er kannski ákveðinn sigur fyrir okkur. Það get ég sagt.“ Heimir Már Pétursson, fram- kvæmdastjóri Alþýðubandalagsins, situr einnig í nefndinni. Hann sagði í gær að það hefði verið samkomulag um það í nefndinni að ræða atriði þessa máls ekki við fjölmiðla. Nefnd um starfsemi stjórn- málaflokka ljúki störfum ,Agreiningurinn sýnir hins vegar að nefnd, sem sett var á laggirnar á vegum forsætisráðuneytis til að fjalla um starfsemi stjórnmálaflokka og hefur ekki verið kölluð saman í eitt ár, þarf að fara að hysja upp um sig buxurnar og hefja störf,“ sagði Heim- ir Már. „Sú nefnd á reyndar að fjalla um fjármál flokkanna í víðara sam- hengi, en ljóst er að sátt verður að ríkja milli stjórnmálasamtaka í land- inu um svona mál, þar sem greinir á um fjárhagslegan stuðning löggjafar- valdsins við starfsemi stjómmála- flokka, þannig að þar séu menn ekki að kasta fram ásökunum um að verið sé að mismuna einum eða öðrum. Einnig verða reglurnar um styrk og stuðning við stjórnmálasamtök að vera þannig að þjóðin geti sætt við fyrirkomulagið og ég leyfl mér að ef- ast um að þjóðin sætti sig við uppá- komu á borð við þessa. Það er ótækt að hafa þessi mál með þeim hætti að það sé áiitamál hvernig eigi að af- greiða þau. Það á ekki að vera árlegt álitamál hvernig þetta er gert.“ Hreinn Loftsson, formaður þeirrar neftidar, sagði að tafír hefðu orðið í starfi hennar, en á liðnu hausti hefði verið greint frá því að á vorþinginu yrðu tillögur hennar lagðar fram. Fyiir ári var Hreini og starfsmönn- um nefndarinnar falið að leggja grunninn að framhaldi nefndarstarfs- ins. „Það er ekki tímabært að fjalla nánar um væntanlegar tillögur nefnd- arinnar á þessu stigi málsins," sagði hann. „Hér er um flókið mál að ræða og mikil vinna hefur verið lögð í að afla gagna og leita fanga sem víðast. Nú liggja þessi gögn hins vegar fyrir og má búast við því að nefndin komi saman bráðlega til að Ijúka sínu starfí. Forsætisráðherra hefur lýst yfir að frumvarp verði lagt fram um þessi mál á vorþinginu og við það verður staðið.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.